Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar Hvernig verða söfn fram-tíðarinnar? Þeir semvelt hafa slíku fyrir sér,ættu að líta inn á sýn- ingu Andreu Maack og Hugins Þórs Arasonar, „Kaflaskipti“, í A- sal í Hafnarhússins. Þar er að sjá tillögu að framtíðarsafni sem við fyrstu sýn leiðir hugann að tísku- húsi með sýningarpöllum og fág- uðum söluvarningi – en óvíst er hvað þar er til sýnis, nema ef vera skyldi áhorfandinn sjálfur. Raunar er sem hlutverki safngestsins og sýningarhlutarins sé snúið við: pappaskúlptúrum, sem líkjast öskj- um eða vönduðum innkaupapokum, hefur verið stillt upp á bekkjum líkt og væru þeir áhorfendaskari sem beinir athyglinni að (flóð- lýstum) sýningargestinum er hann gengur inn í salinn. Hér er snúið skemmtilega upp á hugmyndir um „upplifun áhorfand- ans“, hugmyndir sem verið hafa áberandi á myndlistarvettvangi hin síðari ár. Í víðara samhengi hefur sjónum mjög verið beint að safn- gestinum og hvernig unnt sé að höfða til hans og gera hann að virk- um þátttakanda í merkingarsköpun safna. Innsetningar í listasöfnum ganga þannig út á að áhorfandinn skynji sig sem hluta af verkinu. Á sýningu Andreu og Hugins „horfa“ hlutirnir, eða skúlptúrarnir, til baka á áhorfandann sem getur þá speglað sig í verkunum. En hvers konar spegilmynd er það sem fólg- in er í áferðarfallegum en stöðl- uðum og tómum öskjum? Í framtíð- arsýn Andreu og Hugins eru áhorfendur framleiddir og listin virðist hafa sogast algjörlega inn í innihaldslausan heim tísku, útlits- hönnunar og lífsstíls, í safni dæg- urflugna og hverfulleika – eins mótsagnakennt og það kann nú að hljóma. Á hinn bóginn segja sumir að framtíðarhlutverk safna sé einmitt fólgið í því að vera fyrst og fremst varðveislustaðir minninga (fremur en hluta) þar sem merking er sett fram á skynrænan hátt. Skynjun sýningargestsins er vissulega við- fangsefni listamannanna og þeim tekst að láta A-salinn vinna með sér á áhrifaríkan hátt í snjallri og fal- lega útfærðri innsetningunni. Sval- ur glæsileiki einkennir yfirbragð sýningarinnar – og ilmurinn í and- rúmsloftinu (sem byggist á fram- leiðslu ilmvatnsfyrirtækja í Frakk- landi) setur punktinn yfir i-ið og lokkar „áhorfandann“ inn í skyn- rænan könnunarleiðangur. Sá leið- angur snýst um viðbrögð hans; hughrif og hugrenningatengsl sem tengjast mismunandi litum og lykt. Stemningin í salnum er því óræð og óhlutbundin. Áferð innsetning- arinnar umlykur sýningargestinn og smýgur í hans innra rými – og tóma askjan reynist þá ef til vill innihaldsríkari en ætla mætti. Sú sterka tilvísun í abstraktlist, þá sér í lagi Bauhaus og strangflat- arstefnu, sem fólgin er í pappa- skúlptúrunum, styrkir gagnrýni listamannanna. Skírskotunin tekur til almenns „útlits“ sem tengist tímabili eða tegund listar – og hún er viðeigandi því hún tengist út- ópískum hugmyndum, stefnuyfir- lýsingum og framtíðarsýn. Í ögr- andi safni Andreu og Hugins virðast stefnurnar einfaldlega hafa verið innlimaðar í neyslumynstur. Endurminningarnar sem safn þeirra kveikir eru óljósar og þoku- kenndar. Áhrif sýningarinnar eru því tvíræð og vekja til umhugs- unar: þar er sem áhorfandinn sé í aðalhlutverki og ráði ferðinni – eða hefur hann látið sefjast og látið teyma sig út í hugsunarlaust sjálfs- dekur? Morgunblaðið/Rósa Braga Kaflaskipti „Hér er snúið skemmtilega upp á hugmyndir um „upplifun áhorfandans“, hugmyndir sem verið hafa áberandi á myndlistarvettvangi hin síðari ár,“ segir m.a. í gagnrýni um sýninguna Kaflaskipti sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Hún stendur til 25. ágúst. Safn hverfulleikans Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Kaflaskipti – Andrea Maack og Huginn Þór Arason bbbbn Listahátíð í Reykjavík. Til 25. ágúst 2013. Opið alla daga kl. 10-17 og fimmtudaga til kl. 20. Aðgangur 1.100 kr. Námsmenn 25 ára og yngri: 550 kr. Hópar 10+ 650 kr. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára, eldri borgara og öryrkja. Árs- kort 3.000 kr. Sýningarstjóri: Shauna Laurel Jones. ANNA JÓA MYNDLIST Ilmandi Huginn Þór Arason, Andrea Maack og sýningarstjóri Kaflaskipta, Shauna Laurel Jones. Myndlistarkonan Björg Atla sýnir verk sín á tveimur stöðum um þess- ar mundir, annars vegar í sýning- arrýminu Herbergi í versluninni Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, og hins vegar í Breiðholtskirkju í Mjódd. Í Kirsuberjatrénu sýnir Björg 20 akrílmálverk og nefnir sýninguna Sólarmegin. Í Breið- holtskirkju sýnir hún sjö akríl- málverk, í boði Hollvinafélags kirkjunnar. Sýningunni í Kirsu- berjatrénu lýkur 5. ágúst en þeirri í kirkjunni 18. ágúst. Verk Bjargar eru óhlutbundin og tjá innri sýn listamannsins í sterkum litatónum. Abstrakt Hluti málverks eftir Björgu. Tvær sýningar á verkum Bjargar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.