Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer, verður frumsýnd í kvöld í Bíó Paradís. Það verður líf og fjör í kvikmyndahúsinu fyrir frumsýningu því kvennapönk- hljómsveitin Viðurstyggð mun leika fyrir gesti og einnig verður boðið upp á léttar veitingar frá kl. 19.30. Frumsýningin hefst hálftíma síðar, kl. 20, og fer miðasala á hana fram á midi.is og í Bíó Paradís. Í myndinni er rakin saga rúss- nesku kvennapönksveitarinnar Pussy Riot og var myndin tekin upp á sex mánaða tímabili. Eins og frægt er orðið fluttu fimm konur í sveitinni gjörninginn „Punk Pray- er“ í Frelsaradómkirkjunni í Moskvu í febrúar í fyrra og voru þrjár þeirra í kjölfarið handteknar. Með bæninni vildu þær mótmæla stuðningi kirkjunnar við Vladimír Pútín, sem kjörinn var forseti Rúss- lands um tveimur vikum síðar. Réttað var yfir konunum og hlutu þær tveggja ára fangelsisdóm hver sem mótmælt var harðlega víða um heim. Myndin er á rússnesku með íslenskum texta. Pönkbæn Kynningarmynd fyrir Pussy Riot: A Punk Prayer. Heimildarmynd um Pussy Riot frumsýnd Hljómsveitin kimono sendi í gær frá sér stuttskífu sem kemur aðeins út á stafrænu formi og ber hún titilinn Aquarium. Í tilefni af útgáfunni blæs hljómsveitin til tónleika á Faktorý í kvöld kl. 22 og mun bandarísk- íslenski dúettinn Low Roar einnig leika á þeim. Kimono hefur farið heldur lágt hin síðustu misseri en hefur engu að síður sinnt tónlist- argyðjunni, t.d. með því að koma fram á hátíðinni All Tomorrow’s Parties í júní sl. og á spunatón- leikum með Damo Suzuki í fyrra. Aquarium hefur að geyma sam- nefnt lag sem er um 20 mínútur að lengd. Gylfi Blöndal, einn liðsmanna kimono, segir lagið afrakstur áfram- haldandi vinnu tríósins með lifandi upptökuform sem einkenndi síðustu breiðskífu sveitarinnar, Easy Music For Difficult People frá árinu 2009. Forðast endurtekningar „Fyrsta platan okkar var frekar lágstemmd og einhverjir myndu flokka hana sem síðrokk eða eitt- hvað slíkt, enda kom hún út fyrir tíu árum þegar síðrokkið var í algleym- ingi. Arctic Death Ship kom svo út árið 2005, sem Mogginn líkti við Hvíta albúmið með Bítlunum (hlær), og tónlistin okkar hefur þróast smám saman frá því að vera lág- stemmt síðrokk yfir í að vera kröft- ugt síðpönk með áherslu á styttri lög og hamagang. Þar af leiðandi er þessi nýja EP svolítið afturhvarf til fortíðar hjá okkur því hún inniheld- ur 20 mínútna lag sem er í anda þess sem við vorum að gera fyrir tíu ár- um,“ segir Gylfi um tónlistarlega þróun kimono. „Við forðumst að endurtaka okkur og þetta er liður í því. Við höfum verið að vinna svolítið með lifandi upptökuform, upptök- urnar okkar eiga að fanga spilagleði í stað þess að eltast við hvert smáat- riði í hljóði eða klippingu. Það er eins með Easy Music … og þessa sem við gefum út núna, Aquarium, að allur hljóðfæraleikur er lifandi og spilaður á sama tíma. Ég hygg að þetta sé lokapunktur okkar á þessari nálgun. Breiðskífan sem við vinnum að núna og mun líklega koma út snemma á næsta ári er með örlítið öðruvísi tóni,“ segir Gylfi að lokum. helgisnaer@mbl.is Afturhvarf til fortíðar  Kimono heldur tónleika á Faktorý í kvöld í tilefni af út- gáfu stuttskífunnar Aquarium  Breiðskífa væntanleg Ljósmynd/Valdís Thor Tríó Kimono hefur ekki setið auðum höndum þó að langt sé milli platna. Hægt er að hlusta á Aqurium á vefnum Soundcloud, slóðin er soundcloud.com/ikimononokiroku EGILSHÖLLÁLFABAKKA RED2 KL.5:40-8-10:30 RED2VIP KL.3-5:30-8-10:30 GAMBIT KL.6-8:30-10:30 PACIFICRIM3D KL.5:15-8-10:45 MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL3D KL.3:20 MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL2D KL.3-3:20-5:40 MONSTERS UNIVERSITY ENSTAL2D KL.3:40-8 WORLDWARZ2D KL.6-8-10:30 THELONERANGER KL.10:20 SAMMY2 ÍSLTAL2D KL.4TILBOÐ400KR. KRINGLUNNI SMURFS 2 ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:20 - 5:40 - 8 SMURFS 2 ÍSLTAL2D KL. 1 - 3:20 - 5:40 RED 2 KL. 8 - 10:30 GAMBIT KL. 8 PACIFIC RIM 2D KL. 10:20 MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 1:20 - 3:40 WORLD WAR Z 2D KL. 10 THE BIG WEDDING KL. 6 RED 2 KL. 8 - 10:30 SMURFS 2 ÍSLTAL3D KL. 3 SMURFS 2 ÍSLTAL2D KL. 3:20 - 5:40 THE WOLVERINE 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PACIFIC RIM 3D KL. 8 - 10:45 MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL KL. 2D: 3:20-5:40 3D:3 WORLD WAR Z 2D KL. 8 - 10:30 NÚMERUÐ SÆTI MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ AKUREYRI RED 2 KL. 8 - 10:30 GAMBIT KL. 8 MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 5:40 WORLD WAR Z 3D KL. 10:45 THE LONE RANGER KL. 10 KEFLAVÍK RED2 KL.8-10:10 SMURFS2 ÍSLTAL3D KL.5:40 THEWOLVERINE3D KL.10:30 MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL2D KL.5:40 GROWNUPS2 KL.8 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á STÓRKOSTLEG TEIKNIMYND FRÁ SNILLINGUNUM HJÁ DISNEY/PIXAR  ROGER EBERT SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 2D OG 3D BRUCE WILLIS ÁSAMT HEILU HERLIÐI AF LEIKURUM ERU FRÁBÆR Í ÞESSARI MÖGNUÐU GRÍN/SPENNUMYND „JAFNVEL SKEMMTILEGRI EN FYRRI MYNDIN“ CHICAGO SUN-TIMES Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Gigt, vöðvabólga eða fótaóeirð? www.annarosa.is Eftir þrjú brjósklos og uppskurði vilja vöðvarnir á því svæði stífna þegar mér verður kalt. Vöðva- og gigtarolían hefur alveg bjargað mér undanfarna mánuði, hún er svo vöðvaslakandi og hitar svo vel! Eftir að ég kynntist henni get ég ekki hugsað mér að vera án hennar og mæli eindregið með henni! Fótakremið er silkimjúkt, fer fljótt inn í húðina og mér finnst það alveg æðislegt. – Magna Huld Sigurbjörnsdóttir Vöðva- og gigtarolían þykir afar góð til að draga úr liðverkjum og vöðvabólgum ásamt því að gagnast við fótaóeirð. Fótakremið er kælandi og kláðastillandi, mýkir þurra húð, græðir sprungur og ver gegn sveppasýkingum. 10 16 12 Roger Ebert Empire Entertainment Weekly Stórkostleg teiknimynd frá snillingunum hjá Disney/Pixar - Sýnd með íslensku í 2D og 3D ÍSL TAL -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L L L ONLY GOD FORGIVES Sýnd kl. 6 - 8 - 10 STRUMPARNIR 2 3D Sýnd kl. 3:50 - 6 STRUMPARNIR 2 2D Sýnd kl. 3:50 GROWN UPS 2 Sýnd kl. 6 - 8 R.I.P.D. 3D Sýnd kl. 8 - 10 SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 2D Sýnd kl. 3:50 THE HEAT Sýnd kl. 10:10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.