Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2. Á G Ú S T 2 0 1 3  Stofnað 1913  179. tölublað  101. árgangur  JÖKLALEIKHÚSIÐ SETT Á SVIÐ Í ÞÝSKALANDI ÍSLENDINGAR VERJA TITLA Í BERLÍN DANSHÓPURINN DÆTURNAR TÚLKAR KVENLÆG TABÚ HEIMSLEIKAR ÍSLENSKA HESTSINS 16 REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL 10FJÖRLEG SÝNING 39 Einni með öllu, árlegri fjölskylduhátíð á Akureyri um verslunarmannahelgina, var „þjófstartað“ í gærkvöldi þegar sjónvarpsstöðin N4 hélt stórtónleika í Skáta- gilinu við göngugötuna. Fjölmenni kom þar saman eins og við sama tækifæri síðustu tvö ár og listamenn skemmtu viðstöddum með leik og söng. Fólk tók vel undir, yngsta kynslóðin sérstaklega þegar Eurovision- farinn dalvíski, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, söng „Ég á líf“ sem hann flutti fyrir Íslands hönd í Svíþjóð í vor. Gott ef bangsi lét ekki örlítið í sér heyra í viðlaginu. Formleg dagskrá Einnar með öllu hefst í dag með „karamellurigningu“ í Skátagilinu og hver atburður- inn rekur annan þar til á sunnudagskvöld þegar Spari- tónleikar verða á íþróttavellinum við Hólabraut. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ég á líf á Einni með öllu Sautján af þeim 45 geislafræðingum sem sagt höfðu upp störfum á Land- spítalanum hafa þegar dregið upp- sagnir sínar til baka en samkomulag náðist við stjórnendur Landspítal- ans seint í fyrrakvöld. Þetta stað- festir Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, í samtali við Morgun- blaðið. „Það hefur enginn sagst ekki ætla að gera það, einhverja hefur ekki náðst í og restin er að hugsa málið,“ segir Björn. Spurður að því hvenær umræddir starfsmenn komi aftur til starfa segir Björn að það verði fljót- lega enda sé verið að vinna í þessum málum núna. Björn segir að fjarvera á spítalanum í gær hafi ekki haft telj- andi áhrif. Hægt verði að mæta erf- iðustu og mestu neyðartilvikunum næstu daga. Björn telur líklegt að flestir geislafræðingar sem sögðu upp muni snúa aftur til vinnu. skulih@mbl.is »2 17 hafa fallið frá uppsögn  Fjarvera hafði ekki teljandi áhrif  „Mér finnst þetta alveg öm- urlegt og hreinn þjófnaður gagn- vart fólkinu sem leigir sér svona bíla,“ sagði Karl Viðar Pálsson, um útslitna bíla- leigubíla sem fólk kemur með á bifreiða- og hjólbarðaverkstæði hans við Mývatn. Sigurður Smári Gylfason, fram- kvæmdastjóri SADcars, segir þörf á meira eftirliti opinberra aðila með greininni. Eins þurfi að herða kröfur um stofnun bíla- leiga. » 12 Dæmi um útslitna bílaleigubíla Bílar Sumar leigur eru með eldri bíla. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félagsfræðing- urinn Baldvin Jónsson var kom- inn vel á veg með aðra meistara- gráðu sína frá er- lendum háskóla þegar hann þurfti að hætta námi við Edinborgar- háskóla vegna efnahagshrunsins á Íslandi. Nám og uppihald í Skot- landi varð óviðráðanlega dýrt eftir að gengi krónunnar hrundi. „Ég átti enga aðra kosti en að koma heim,“ segir Baldvin en síðan eru liðin tæp fimm ár og hefur hann enn ekki fengið vinnu á Íslandi, þrátt fyrir að hafa sótt um starf á að giska tvö þúsund sinnum. Hefur Baldvin sóst eftir lager- störfum, málningarvinnu, afgreiðslu á bensínstöð, vinnu við vegagerð og fjölda annarra starfa en alltaf komið að lokuðum dyrum. Gerðist sjálfboðaliði í Afríku Baldvin tók sér árshlé frá at- vinnuleit til að sækja námskeið í hjálparstörfum í Bandaríkjunum sem hann nýtti til sjálfboðastarfa í Mósambík. Hann hyggur nú á nám í þróunarfræðum við Háskóla Ís- lands og íhugar jafnvel að hefja nám til meistaragráðu í háskóla í þriðja sinn. Hann situr ekki auðum hönd- um heldur sinnir blómum í gróður- húsi sem ættingi hans rekur í Mos- fellsbæ. Baldvin hefur velt því fyrir sér hvort það borgi sig að sleppa próf- gráðunum þegar hann leggur fram umsóknir um vinnu. »4 Hafnað 2.000 sinnum Baldvin Jónsson  Atvinnuþref hjá félagsfræðingi Hörður Ægisson hordur@mbl.is Á sama tíma og slitastjórn LBI hef- ur óskað eftir undanþágu frá fjár- magnshöftum til að greiða út 133 milljarða í erlendri mynt til kröfu- hafa hefur slitastjórnin sett til hliðar tugi milljarða í gjaldeyri í sérstakan varasjóð sem hægt væri að óbreyttu að greiða út án heimildar frá Seðla- bankanum. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins nemur vara- sjóðurinn, sem er settur á fót til að mæta hugsanlegum útgreiðslum vegna óútkljáðra dómsmála, um 100 milljörðum króna. Um 80 milljarðar eru í erlendum gjaldeyri og þar af helmingur – 40 milljarðar – er gjald- eyrir sem féll til fyrir þýðingarmikla lagabreytingu um gjaldeyrismál 12. mars 2012. Að sögn kunnugra gætir nokk- urrar óánægju með stærð varasjóðs- ins meðal kröfuhafa. Telja ýmsir að það mætti að ósekju draga verulega úr umfangi sjóðsins og þá um leið skapa svigrúm til að greiða út hluta- greiðslur í gjaldeyri til kröfuhafa. Það er hins vegar mat slita- stjórnar að sjóðurinn sé óhjá- kvæmilegur svo hægt sé að standa undir mögulega rétthærri forgangs- kröfum í upprunamynd sinni án taf- ar ef niðurstaða fyrir dómstólum leiðir í ljós að krafa sé lögmæt. Seðlabankinn Þarf undanþágu. 100 milljarða varasjóður LBI  40 milljarðar í gjaldeyri sem er hægt að greiða út án undanþágu frá SÍ  Um- fang varasjóðsins umdeilt meðal kröfuhafa  LBI telur sjóðinn nauðsynlegan MSlitastjórn LBI geymir » 18 Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segja Einar Stefánsson og Sig- urður Guðmundsson, starfandi læknar og prófessorar við HÍ, að ís- lenskt heilbrigðiskerfi muni molna niður verði ekkert að gert. „Úreltur tækjabúnaður og hálf- ónýt hús blasa við, en langmesta áhættan liggur í mannauðnum. Fólk flýr,“ segir í greininni. Þeir segja læknastéttina sérstaklega næma fyrir mannflótta, því nær all- ir íslenskir læknar starfi um árabil erlendis og þurfi að taka ákvörðun um að snúa heim. Haldi þróunin áfram segja þeir að Íslendingar muni búa við heilbrigðiskerfi, sem verði langt undir OECD-meðaltali. »23 Læknar segja heil- brigðiskerfið molna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.