Morgunblaðið - 02.08.2013, Page 4

Morgunblaðið - 02.08.2013, Page 4
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félagsfræðingurinn Baldvin Jónsson áætlar að hann hafi sótt 2.000 sinnum um vinnu síðan hann útskrifaðist með meistaragráðu úr erlend- um háskóla árið 2008, án þess að hafa erindi sem erfiði. Baldvin útskrifaðist með BA-gráðu í félags- fræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og svo með meistaragráðu í heilsufélagsfræði frá Royal Hol- loway-háskólanum í London árið 2008. Þaðan hélt hann í meistaranám í afbrotafræði við hinn virta Edinborgarháskóla. Námið sóttist vel og þegar undirbúningsáfangar voru að baki og komið að því að skrifa meistararitgerð hrundi efnahagskerfi Íslands. Fjárhagslegar forsendur fyrir náminu brustu. Segir Baldvin að valið hafi staðið milli þess að borga leigu í mánuð eða kaupa flugmiða heim til Íslands. „Ég átti enga aðra kosti en að koma heim,“ segir hann. Átti að vera tímabundið „Þegar ég kom heim byrjaði ég að leita að vinnu. Eina vinnan sem ég fékk var í gróðurhúsi hjá frænda mínum, Gísla Jóhannssyni í Dals- garði. Ætlunin var að starfa þar í nokkrar vikur við að leggja túlípanalauka eða þar til annað starf byðist. Það gekk ekki eftir. Ég fékk hvergi vinnu. Ég vann því í gróðurhúsinu í um eitt ár. Eftir það sótti ég um að gerast sjálfboðaliði við hjálparstörf í Afríku. Til þess að geta það þurfti ég að fara í hálfs árs undirbúningsnám á vegum Humana-samtakanna í Massachusetts í Bandaríkjunum. Þaðan fór ég til Mósambík. Eftir hálfs árs dvöl syðra kom ég aftur heim til Íslands í febrúar 2011.“ Tuttugu og sjö mánuðir voru þá liðnir frá því íslenskt efnahagslíf fór á hliðina haustið 2008 og batt Baldvin vonir við að vinnumarkaðurinn væri eitthvað farinn að glæðast. Annað kom á daginn. „Ég sótti víða um starf sem félagsfræð- ingur, þar með talið hjá alþjóðastofnunum, enda var ég orðinn heillaður af hjálparstörfum og vildi sinna þeim áfram. Svo komst ég að því að hvergi var verið að ráða fólk. Ég hélt að ástand- ið hefði lagast á meðan ég var í burtu en það reyndist ekki vera. Ég sendi fimm til tíu um- sóknir um vinnu í hverri viku. Ég sótti mjög oft um vinnu hjá ríkinu þegar auglýst var eftir fé- lagsfræðingum. Rannsóknarstöður sótti ég líka um,“ segir hann. Menntunin til trafala? Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 6.935 manns að meðaltali án vinnu í júní. Eftirspurnin eftir störfum er því mikil og hefur Baldvin velt því fyrir sér hvort það kæmi sér betur fyrir hann að leyna menntun sinni á atvinnuumsóknum. „Ég hef meira að segja fengið þá hugmynd að sleppa prófgráðunum á umsóknum og sjá hvort það hjálpi mér að fá vinnu. Ég fékk til dæmis neitun um starf við afgreiðslu á bensín- stöð hjá N1. Ég er búinn að reyna allt. Ég hef sótt um byggingarvinnu og ég reyndi að komast á sjó. Ég sótti um vinnu hjá Vegagerðinni, sótti um þjónustustörf, málningarvinnu, steypugerð og um vinnu hjá fyrirtæki sem seldi ísskápa. Lagerstörf sótti ég einnig um. Hann er vandfundinn sá geiri þar sem ég hef ekki sótt um starf. Ég er búinn að víkka út umsóknirnar og er farinn að sækja um störf sem ég vildi helst ekki vinna við. Svo örvæntingar- fullur er ég orðinn. Ég er farinn að sækja um allt,“ segir hann. Ætlar í frekara nám Þrátt fyrir mótlætið ætlar Baldvin ekki að leggja árar í bát. Hugur hans stendur til hjálparstarfa og ætlar hann því að bæta við sig prófgráðu til að standa betur að vígi þar. „Ég ætla í diplómanám í þróunarfræði við Háskóla Íslands meðfram vinnu í Dalsgarði, en ég þarf þá helst gráðu ef ég ætla að leggja stund á hjálparstörf, þótt ég hafi reynsluna,“ segir Baldvin en diplómanámið getur þróast í meistaranám ef hann fær fyrstu einkunn. Baldvin tekur fram að hann kunni vel við sig í Dalsgarði. Það sé gaman að vinna innan um blóm hjá fyrirtæki í eigu fjölskyldunnar. Það hafi hins vegar ekki átt að verða ævistarfið. Sótti tvö þúsund sinnum um vinnu án árangurs  Félagsfræðingur með meistaragráðu hefur hvergi fengið vinnu eftir hrunið Morgunblaðið/Eggert Innan um blómin Baldvin heldur upp á 35 ára afmælið hinn 31. ágúst næstkomandi. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Framkvæmdir standa nú yfir í Kópavogsbæ við nýjan leikskóla í Austurkór. Að sögn Gunnars I. Birgissonar, for- manns fram- kvæmdaráðs Kópavogsbæjar, verður leikskólinn tilbúinn fljótlega upp úr áramótum, og mun hann geta rúmað um 125 leik- skólabörn. Þá stendur sveitarfélagið fyrir byggingu fjögurra íbúða fyrir fatlaða á Kópavogsbraut, auk þess sem fimm til sex íbúðir við Austurkór, einnig fyrir fatlaða, verða boðnar út eftir helgina. Þær eiga að vera tilbúnar á næsta ári. Gunnar segir það sama uppi á teningnum við yfirfærslu mál- efna fatlaðra frá ríkinu til sveitar- félaganna og var þegar grunnskól- arnir voru færðir yfir. „Ríkið hafði ekkert gert í þessum málaflokki. Síðan er þetta flutt yfir til sveitarfélaganna, sem þurfa þá að byggja þetta upp, nákvæmlega eins og var með grunnskólana á sínum tíma. Þá þurfti að fara í miklar fjár- festingar, sem er sama staða og við stöndum frammi fyrir núna,“ sagði Gunnar. Hann segir að á rúmu ári hafi 430 íbúðum verið úthlutað á byggingar- svæði í Þorrasölum, Kópavogstúni og í Kórahverfinu. „Göturnar og allt saman er tilbúið þar, það á bara eftir að byggja,“ sagði Gunnar. Bærinn fjármagnar einnig, í sam- starfi við hestamannafélögin í bænum, nýja reiðskemmu á Kjóavöllum. Þeim framkvæmdum lýkur um áramót. Kópavogs- bær bygg- ir leikskóla Gunnar I. Birgsson  Málefni fatlaðra dýr biti frá ríkinu Stuðningur við stjórnina minnkar Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi samkvæmt nýjum þjóð- arpúlsi Gallup. Frá þessu greindi Ríkisútvarpið í gærkvöld. Þannig sögðust 54% svarenda styðja ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar en það er fjögurra prósentustiga minnkun frá síðustu könnun og um átta prósentustiga minnkun frá fyrstu könnunum á stuðningi hennar. Þá sögðust 26% svarenda styðja Sjálfstæðisflokkinn samanborið við 18% hjá Framsókn. Þar á eftir kemur Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 16% fylgi, Samfylkingin með 14% fylgi, Björt framtíð með um 10% fylgi og Pírat- ar með 9% fylgi. Önnur stjórnmála- öfl fengu á bilinu 1% til 2% fylgi. Kajakræðarinn Guðni Páll Vikt- orsson lauk í gærkvöldi ferð sinni umhverfis landið eftir þriggja mán- aða ferðalag. Guðni lagði af stað frá Höfn í Hornafirði hinn 30. apríl og ætlaði upphaflega að vera tvo mán- uði á leiðinni. Veður var oft þannig að Guðni gat ekki róið. Hann segist aldrei hafa verið í lífshættu, en nokkrum sinnum ansi nærri því. Guðni Páll reri til styrktar Sam- hjálp. Guðni, sem er 26 ára, ætlar að taka sér stutt sumarfrí áður en hann hefur störf hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, þar sem hann segist hafa fengið ómetanlegan stuðning. Umhverfis landið á þremur mánuðum Kajakræðari Guðni Páll Viktorsson. Forstöðumenn þriggja ráðningarstofa í Reykja- vík segja að vinnumarkaður sé að glæðast. Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hag- vangs, segir eftirspurnina að aukast. „Okkur finnst vera að færast meira líf í vinnu- markaðinn. Eftirspurnin hjá okkur hefur aukist. Það eru ýmis störf í boði. Fjölbreytnin í eftir- spurninni er að aukast. Það er kannski merki um einhvern bata. Á þessum árs- tíma er oft hreyfing á mark- aðinum vegna breytinga á persónulegum högum fólks vegna framhaldsnáms o.fl. Hóparnir sem fyrirtækin spyrja um eru ekki jafn eins- leitir og áður var. Fyrirtækin hafa glímt við niðurskurð í rekstri og fækkað fólki en sjá nú vonandi framundan aukin tækifæri til sóknar. Á fyrstu árunum eftir hrun- ið var nær engin eftirspurn eftir fólki án háskólamennt- unar og góðrar starfsreynslu en nú finnst okkur merkjanleg aukning á störfum þar sem þess er síður krafist.“ Fá merki um launaskrið Spurð hvort fyrirtæki séu að gera vel við fólk þegar margir sækjast eftir kröftum þess segir Katrín að henni sýnist sem fyrirtækin sýni mikla gætni og aðhaldssemi í öllum ráðningum. Hún sjái fá merki um almennt launaskrið. En er atvinnumarkaðurinn að færast í eðlilegt horf? „Við erum ekki komin á þann stað enn þá en maður finnur þó fyrir meiri já- kvæðni. Það vantar töluvert upp á að fyrirtæki nái almennt sínum styrkleika þannig að þau geti farið að sýna meira framboð á nýrri þjónustu, eða að sækja meira inn á markaðinn til að sækja kaupendur. En kaupendurnir eru ekki endilega til staðar enn þá. Fólk er svolítið að bíða eftir meiri festu og öryggi.“ Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningarstjóri Vinna.is, sér líka batamerki á vinnumarkaði. „Við fundum strax mun eftir þingkosning- arnar í vor. Það gætir ákveðinnar bjartsýni. Júlí er sumarleyfismánuður en við finnum að fyrir- tæki eru farin að huga fyrr að haustinu og leggja fram beiðni um starfsfólk. Við erum því mjög bjartsýn á framtíðina,“ segir Agla Sigríður en Vinna.is sérhæfir sig í verslun og þjónustu, sölu, skrifstofustörfum og iðnaðarstörfum. „Þjónustugeirinn dróst hvað mest saman eftir efnahagshrunið. Fyrirtæki þurftu að segja upp fólki og vildu gjarnan ráða sjálf í þau störf sem losnuðu. Síðasta árið hefur eftirspurn eftir starfsfólki í sölu og þjónustu verið mjög mikil. Það sama á við um starfsfólk í mötuneyti og mat- ráða. Þá er alltaf skortur á bifvélavirkjum og járniðnaðarmönnum. Fjölbreytnin í framboði starfa er líka að aukast. Árið 2012 var mjög gott og árið 2013 er ekki síðra. Þetta er enn þá upp á við. Fólk er líka óhræddara að skipta um starf í dag, en fyrst eftir hrunið, þar spila laun og meiri bjartsýni á markaðinn inn í.“ Óvenjumikið að gera í júlí Hulda Helgadóttir, framkvæmdastjóri ráðn- ingarþjónustunnar HH Ráðgjafar, segir eftir- spurnina að aukast. „Það er búið að vera óvenju- mikið að gera hjá okkur í júlí miðað við fyrri ár. Undir venjulegum kringumstæðum ætti júlí að vera rólegasti mánuður ársins. Þetta gefur góð- ar væntingar um framhaldið. Það vantar fólk í hin ýmsu störf, allt frá almennum starfsmönnum upp í stjórnendur. Það er skortur í ýmsum geir- um og hefur verið frá hruni. Það er til dæmis mikill skortur á forriturum og tæknimenntuðu fólki. Þetta hefur farið hægt batnandi og við höf- um séð mjög góða mánuði,“ segir Hulda. Forstöðukonur þriggja vinnumiðlana greina stöðuna Sjá batamerki á markaði Morgunblaðið/Ómar Erfið tíð Þúsundir starfa töpuðust í hruninu. Katrín S. Óladóttir Agla Sigríður Björnsdóttir Hulda Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.