Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 7
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson RE er nú í
Grænlandshafi við rannsóknir á útbreiðslu af
helstu uppsjávartegundum og áhrifum þeirra á
umhverfi sitt. Norðmenn og Færeyingar taka
einnig þátt í verkefninu, en skip á þeirra vegum
hafa kannað hafsvæðið austur af Íslandi; Nor-
egshafið sjálft og hafið í kringum Færeyjar.
Hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni
„Þetta er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverk-
efni á útbreiðslu uppsjávartegunda, það er að
segja makríls, kolmunna og síldar. Við erum að
bergmálsmæla kolmunna og síld en við mælum
makrílinn með togum. Það er erfitt að bergmáls-
mæla hann vegna þess hversu veikt endurvarpið
er af honum,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson,
fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Mak-
ríll er án sundmaga, en stærsta endurvarpið
sem mælist í bergmálsmælingunum er af loftinu
í sundmaga fiska. „Við mælum makrílinn með
svokallaðri trollaðferð sem er búið að staðla á
milli þjóðanna. Við erum með samskonar veið-
arfæri, togum á alveg sama hátt, togum jafn
lengi og notum sömu víralengdir,“ segir Sveinn.
Hann segir að makrílstofninn hafi verið sterk-
ur á undanförnum árum og að stofnstærðar-
mæling frá síðasta ári gefi til kynna að stofninn
færi stækkandi. Niðurstöður rannsóknarinnar
munu liggja fyrir í lok ágústmánaðar og þá
munu þjóðirnar halda sameiginlegan fund og
fara yfir niðurstöðurnar, en rannsóknin hefur
verið árleg hjá Hafrannsóknastofnun frá árinu
2009.
Makríllinn hefur áhrif á dýralíf
„Makríllinn kemur hérna inn í lögsögu okkar í
maí og hann er að miklu leyti farinn úr henni aft-
ur í seinnihluta september. Hann er í mikilli
beinni samkeppni við síld og kolmunna um átu,
en yfir 90% af fæðu hans eru sviflæg krabba-
dýr.“
Hann segir makrílinn þó einnig keppa við
fugla um fæðu, en hann étur sandsíli og eru ýms-
ar vísbendingar þess að það hafi áhrif á fuglalíf,
til dæmis á lundastofninn í Vestmannaeyjum, en
þó hefur engin rannsókn verið unnin á því.
Norðmenn hafa lokið sínum hluta
Á vef Hafrannsóknastofnunar Noregs kemur
fram að Norðmenn luku fyrr í vikunni við sinn
hluta rannsóknarinnar á útbreiðslu makríls. Þar
segir að stofninn hafi styrkst á undanförnum ár-
um og 2010 árgangurinn sé sterkur. Einnig að
um það bil 10% af makrílnum hafi ekki hrygnt
ennþá og að hugsanlega muni stærri hluti mak-
ríls halda sig á norðlægari slóðum í haust, í stað
þess að ganga suður á bóginn.
Endanleg niðurstaða þessa sameiginlega
verkefnis á að liggja fyrir í lok mánaðarins.
Sterkur makrílstofn á norðurslóðum
Hafði minnkað samkvæmt síðustu úttekt en mælist nú sterkur Í lögsögu Íslands frá maí og fram í
lok september Endanlegar niðurstöður koma í lok mánaðar Norðmenn staðfesta styrk stofnsins
Morgunblaðið/Eggert
Árni Friðriksson RE Grænlendingar hafa leitt skipið síðustu fjóra sólarhringa, en siglt er um
Grænlandshaf við rannsóknirnar. Gert er ráð fyrir því að niðurstöður birtist í lok ágúst.
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013