Morgunblaðið - 02.08.2013, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga
FYRIR FERÐALAGIÐ
Laugavegur 40, 101 Reykjavík
volcano@volcanodesign.is
www.volcanodesign.is
S: 5880100
Volcano kemur til Akureyrar
1.-3. ágúst Verslunarmannahelgin á Akureyri. Tryggvabraut 24
(áður Vörubær, gengið inn af Tryggvabraut).
Fimmtudag frá kl. 13-20.
Föstudag frá kl. 13-20.
Laugardag frá kl. 13-16
Ath: Volcano Design verður ekki
á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ár.
Sýning laugardag, sunnudag
og mánudag frá kl. 13-17
Í landi Kílhrauns á Skeiðum,
50 mínútna akstur frá Reykjavík.
Landið er einkar hentugt til
skógræktar, falleg fjallasýn.
Uppl. Hlynur í s. 824 3040.
Festu þér þinn sælureit í dag
TIL SÖLU - EIGNARLÓÐIR
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Ingvar Smári Birgisson, tvítugur
stúdent af fornmáladeild Mennta-
skólans í Reykjavík er nýr formaður
Heimdallar, félags ungra sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík. Hann bar sigur
úr býtum í formannskjörinu sem
fram fór á aðalfundi félagsins á mið-
vikudag. Ingvar segir það góða til-
finningu að vera orðinn formaður,
kosningabaráttan hafi verið mjög
skemmtileg og ánægjulegt sé að
vera í stöðu til að koma góðu til
leiðar.
Ingvar fékk harða mótspyrnu en
mótframbjóðandi hans, Jórunn Pála
Jónasdóttir, fékk 276 atkvæði en
Ingvar 302. „Mótframboðið var mjög
öflugt og þetta var ansi tvísýnt, mað-
ur verður að viðurkenna það. En
baráttan var mjög drengileg,“ segir
Ingvar og bætir við að hann voni að
Jórunn og hennar stuðningsmenn
komi sterk inn í starfið nú eftir
kosningar.
En hvar munu helstu áherslur
hins nýja formanns liggja? „Mínar
megináherslur eru að stuðla að góðri
nýliðun inn í starfið, uppfylla skyldur
Heimdallar, standa fyrir viðburðum
og málþingum,“ segir Ingvar.
Samviska flokksins
„En kannski fyrst og fremst finnst
mér að mikilvægasta hlutverk Heim-
dallar sé að vera samviska flokksins
og veita honum aðhald,“ segir hinn
nýkjörni formaður og bætir við að
það sé ekki síst mikilvægt þegar
flokkurinn er í ríkisstjórn. Þá sé
mikilvægt að í Heimdalli sé hug-
sjónafólk sem tilbúið sé að grípa inn í
sé flokkurinn á rangri leið. Ingvar
skýtur inn í að hann leggi einnig
áherslu á að veita vinstri mönnum
mikið aðhald, enda sé það helsti
„keppinauturinn“.
Aðspurður segist Ingvar ekkert
sérstaklega stefna á frama í stjórn-
málum. Það sé hinsvegar of snemmt
að segja til um, enda sé hann ein-
ungis tvítugur. „Efst í huga núna er
viss hugmyndafræði sem ég er að
berjast fyrir og það er frelsis-
hugsjónin.“
Mikilvægt að veita aðhald
Áhersla á frelsis-
hugsjónina hjá
nýjum formanni
Forysta Ingvar og Aníta Rut Hilm-
arsdóttir varaformaður Heimdallar.
Allri áhöfn Kleifabergsins, skips
Brims hf., hefur verið sagt upp störf-
um. Um fimmtíu manns eru í áhöfn-
inni og er helmingur á sjó í einu.
Stefnt er að því að ráða sem flesta
aftur til starfa á öðrum skipum fyr-
irtækisins. Í haust er stefnt að því að
nýr frystitogari Brims, Skálaberg,
hefji veiðar.
Kleifabergið er 40 ára gamalt skip
og fer nú í úreldingu. Guðmundur
Kristjánsson, útgerðarmaður hjá
Brimi, segir í samtali við mbl.is að
skipið hafi reynst vel en það hefur
verið í eigu Brims í um sex ár. Nú sé
hins vegar tímabært að leggja því.
Sjómenn eru ráðnir á skip, ekki til
útgerðar, minnir Guðmundur á. Því
þurfi að gera nýja ráðningarsamn-
inga við þá sem ráðnir verða á önnur
skip Brims.
Í haust er stefnt að því að nýr
frystitogari Brims, Skálaberg, hefji
veiðar.
Kleifaberg í úreldingu
og áhöfn sagt upp
Stefnt að því að ráða sem flesta aftur
Morgunblaðið/Golli
Brim hf Nýtt skip bættist í flotann er Skálaberg kom til landsins í vor.
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra hefur skipað
nefnd sem hefur það hlutverk að
undirbúa millidómstig. Meðal
markmiða í stefnuyfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar er að tekið verði
upp millidómstig bæði í einka-
málum og sakamálum og að
Hæstiréttur starfi í einni deild.
Með skipun nefndarinnar er
ráðherra að hrinda þessu verk-
efni af stað og mun nefndin út-
færa fyrirkomulag, tímamörk,
kostnað og önnur atriði er snerta
tilurð millidómstigs. Einnig skal í
lagafrumvarpi fjallað um starf-
semi og fyrirkomulag sameig-
inlegrar stjórnsýslu dómstóla
landsins, eftirlit dómskerfisins
með dómurum og starfsemi dóm-
stóla. Stefnt er að því að leggja
megi frumvarpið fyrir Alþingi í
mars á næsta ári, segir á heima-
síðu ráðuneytisins.
Formaður nefndarinnar er
Kristín Edwald hæstarétt-
arlögmaður og aðrir nefnd-
armenn eru Hafsteinn Þór
Hauksson, lektor við HÍ, og Her-
vör Þorvaldsdóttir héraðsdómari.
Nefnd undirbýr millidómstig
- með morgunkaffinu