Morgunblaðið - 02.08.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
Við sérhæfum okkur í
vatnskössum og bensíntönkum.
Gerum við og eigum nýja til á lager.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bílaleigubílar eru 12.356 talsins
samkvæmt skrá Samgöngustofu.
Þar af eru 1.953 bílar af árgerð
2006 eða eldri og sá elsti var skráð-
ur 1976 og er því 37 ára. Sigurður
Smári Gylfason, framkvæmdastjóri
SADcars bílaleigunnar, telur að hér
starfi 10-20 bílaleigur sem leigja út
eldri bíla. SADcars leigir út bíla af
eldri árgerðum og telur bílafloti
þeirra um 200 bíla.
Tölur Samgöngustofu um aldur
bílaleigubíla sýna að sá elsti er
skráður 1976 eða 37 ára gamall.
Fáir bílar eru eldri en frá 1990 eða
26 bílar. 20 bílar eru komnir á skil-
greindan aldur fornbíla, sem er 25
ára og eldri. Bílar af hverri árgerð
frá 1991-1996 eru nokkrir tugir eða
139 alls. Síðan fjölgar ört bílum af
hverri árgerð og langmest er af
eins og tveggja ára bílaleigubílum,
eins og sést á skýringarmynd.
Misbrestur á réttri skráningu
Sigurður á sæti í bílaleigunefnd
Samtaka ferðaþjónustunnar sem
fjallar um málefni bílaleiganna.
Hann segir ekki alveg að marka
opinberar tölur um fjölda bíla-
leigubíla því ákveðinn misbrestur
sé á skráningu þeirra í ökutækja-
skrá. Reglugerð kveði á um að bíla-
leigubílar skuli vera skráðir sem
slíkir hjá Umferðarstofu sem nú er
hluti af Samgöngustofu. Sigurður
telur lítið eftirlit vera með því að sú
skráning sé rétt.
„Þessi skráning skiptir litlu máli
varðandi tryggingar og allt slíkt.
Tryggingar bílaleiga fara eftir
samningum þeirra við trygginga-
félögin, það pælir enginn í því
hvort bíll er skráður bílaleigubíll
eða ekki,“ segir Sigurður. Hann
segir t.d. að það geti farist fyrir við
sölu bílaleigubíla að afskrá þá sem
slíka. Því geti verið fullt af einka-
bílum sem eru skráðir bíla-
leigubílar.
„Við segjum að bílarnir okkar
séu að meðaltali tíu ára gamlir, við
eigum bíla sem eru eldri og líka
yngri. Flotinn er heldur að yngjast
en hitt,“ segir Sigurður. Hann
bendir á að meðalaldur íslensks
fjölskyldubíls sé að nálgast tólf ár.
„Við erum að leigja út það sem
nálgast að vera íslenskur fjöl-
skyldubíll.“
Sigurður kveðst vera sammála
því að auka þurfi eftirlit með bíla-
leigubílum og ástandi þeirra. Hann
kveðst hafa verið talsmaður þess
lengi. „Við gengum í Samtök ferða-
þjónustunnar til að taka þátt í því
með atvinnugreininni að bæta
hana,“ segir Sigurður.
Um 30% ódýrari leiga
Sigurður segir erfitt að segja hve
miklu ódýrara sé að leigja eldri bíla
en nýlega bíla. Almennt talað geti
það verið um 30% ódýrara, en í
öðrum tilvikum geti munurinn verið
minni. En hvernig bregst SADcars
við ef bíll í leigu bilar úti á landi?
„Við bregðumst nákvæmlega eins
við og stóru leigurnar. Við erum í
samstarfi við bifreiðaverkstæði
hringinn í kringum landið sem
sinna viðgerðum fyrir okkur. Þurfi
annan bíl vegna bilunar eða óhapps
þá færum við leigutaka annan bíl
eins fljótt og auðið er. Við erum
með neyðarsíma sem er opinn allan
sólarhringinn. Ég held að við
stöndum okkur vel í þessum hlut-
um.“
Engin áhöld eru um það hver ber
kostnaðinn ef bilunina má rekja til
slits eða aldurs bílsins, að sögn Sig-
urðar. Þá ber bílaleigan þann
kostnað. „Útlendingar eru óvanir
því að það springi dekk. Það getur
orðið ágreiningur um það við við-
skiptavininn hvort hann á að borga
viðgerðina á sprungna dekkinu,“
segir Sigurður. „Ef einum af jepp-
unum okkar er sökkt í á þá ber við-
skiptavinurinn kostnaðinn af því.
Þar er enginn tryggður.“ Sigurður
segir það koma fram í leigusamn-
ingunum að bílar séu ekki tryggðir
við akstur yfir óbrúaðar ár.
„Við stofnuðum bílaleiguna fyrir
röskum fjórum árum. Við fengum
til þess leyfi hjá Vegagerðinni, út-
veguðum starfsábyrgðartryggingu
hjá tryggingafélaginu okkar og ein-
hver vottorð hér og þar. Þremur
eða fjórum árum síðar er varla
hægt að segja að nokkur hafi kom-
ið að tala við okkur, hvort sem er
tryggingafélagið, Vegagerðin til að
sinna eftirliti, lögreglan til að segja
okkur hvernig á að standa að hlut-
unum, Samtök ferðaþjónustunnar
eða nokkur annar. Það er eins og
enginn láti sig þetta nokkru
skipta.“
Sigurður segir að lögreglan og
Vegagerðin hefðu tekið einhverjar
stikkprufur á bílaleigubílum í vetur,
en fram að því hefðu þeir verið
látnir afskiptalausir.
„Hafi lögreglan stoppað bíl í okk-
ar eigu úti á landi þá höfum við
ekki fengið að vita af því, hvort
eitthvað var að eða ekki,“ segir
Sigurður.
SADcars gera þær kröfur að bíl-
arnir uppfylli allar öryggiskröfur
og geti staðist aðalskoðun hvenær
sem er. Dekk og bremsubúnaður á
að vera þannig að bíllinn standist
skoðun.
Auðvelt að stofna bílaleigu
Sigurður segir að ekki þurfi mik-
ið til að stofna bílaleigu og það
kosti sáralítið í sjálfu sér, sér-
staklega bílaleigu með ódýra bíla.
Auðvelt sé að koma sér á framfæri
í gegnum netið.
„Þessi grein þarf meira eftirlit
opinberra aðila sem eiga að sinna
því almennilega. Það er ekki verið
að gera það nú,“ segir Sigurður.
Hann telur að gera þurfi lágmarks-
kröfu um fjölda bíla á bílaleigu sem
leigir útlendingum. Það þurfi
ákveðin umsvif til að geta brugðist
við ef bíll í útleigu bilar og til að
geta verið á vakt allan sólar-
hringinn.
Lítið eftirlit er með bílaleigunum
Elsti bílaleigubíll landsins var skráður 1976 Tuttugu fornbílar skráðir í bílaleigu Auðvelt og
ódýrt að stofna bílaleigu með eldri bíla Þörf á meira eftirliti með bílaleigubílum og ástandi þeirra
Morgunblaðið/Ómar
Bílar Flestir bílaleigubílar eru nýlegir en 10-20 bílaleigur leigja út eldri
bíla. Löglegir bílaleigubílar þurfa að standast ástandsskoðun á hverju ári.
Bílaleigubílar á skrá eftir árgerð:
19
76
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
19
81
19
83
19
84
19
85
19
86
19
87
19
88
19
89
19
90
19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
1 2 2 3 1 3 5 3 4 2 13 14 1
5 23 38 36 7
9 11
8
15
3
17
7
13
6
11
2
16
5
23
7
33
8
27
3
56
8 78
5
27
4 9
69
1.
48
6
3.
24
1
3.
10
7
Nýlegir
bílaleigubílar
Heimild: Samgöngustofa
Karl Viðar
Pálsson,
sem rekur
bíla- og
dekkjaverk-
stæði á Mý-
vatni, segir
það hafa
færst í vöxt
að til hans
komi fólk á
útslitnum bílaleigubílum. Flestir
bílaleigubílar og stærri bílaleig-
ur séu þó til sóma og í góðu
lagi. Innan um séu óvandaðir
leigusalar.
Í gær voru tvær „druslur“ hjá
Karli. Önnur var eldgamall jeppi
á þremur tegundum af dekkjum
og varadekkið ónýtt.
„Ég get talið svona enda-
laust,“ sagði Karl. Hann sagðist
ekki vinna fyrir suma þessa
„leigukalla“ því þeir hvorki
borgi né svari síma.
Útslitnir bílar
og ónýt dekk
BILAÐIR BÍLALEIGUBÍLAR
STRANDA Í MÝVATNSSVEIT
Karl Viðar Pálsson
Fundur sem
nýlega var
haldinn á Rauf-
arhöfn í stjórn
Lands-
sambands smá-
bátaeigenda
„þakkar velvild
þjóðarinnar í
garð strand-
veiða“. Þar
segir að
strandveiðar hafi á aðeins örfáum
árum sannað gildi sitt fyrir auð-
ugra mannlífi í hinum dreifðu
byggðum, samhliða því að vera til
fyrirmyndar um nýtingu auðlind-
arinnar með umhverfisvænum
hætti.
Það er skoðun LS að veiðar
handfærabáta skili þeim stofnum
sem þeir nýta sjálfbærum til
komandi kynslóða. Með vísan til
þess eigi veiðar þeirra að vera
fyrir utan ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar og ekki á nokk-
urn hátt að hafa áhrif á ákvörðun
ráðherra um heildarafla.
Þakka velvild gagn-
vart strandveiðum