Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 14
Morgunblaðið/Ómar Bílar Arnar Kristinsson telur að notast eigi við eldra fyrning- arákvæði við endurreikning. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bílafjármögnunartækið Lýsing lítur svo á að fyrningarákvæði sem lög- fest var árið 2008, um að krafa fyrn- ist á fjórum árum, eigi við um bíla- samninga sem teknir voru á árunum fyrir hrun að hluta í ís- lenskum krónum. Fyrir vikið nái endurreikningur bílasamninga, í samræmi við dóm Hæstaréttar frá því í apríl sl., einungis til ársins 2009 en ekki til upphaf samnings- tíma. Arnar Kristinsson lögfræðingur telur að fyrirtækinu sé óheimilt að beita þessu fyrningarákvæði þar sem um samninga, sem gerðir voru fyrir 1. janúar árið 2008, gildi lög um fyrningarfrest almennra krafna sem kveður á um að kröfur fyrnist á 10 árum. Verðbætur óheimilar Í máli Bjarnþórs Erlendssonar gegn Lýsingu í apríl komst Hæsti- réttur að þeirri niðurstöðu að Lýs- ingu hefði verið óheimilt að verð- bæta þann hluta kröfu bílasamnings sem tilgreindur var í samningi aðila í íslenskum krónum. Auk þess hefði honum verið óheimilt að reikna breytilega vexti á þann hluta kröf- unnar. Í dómnum var vísað í lög nr. 121/ 1994 um neytendalán. Segir þar að lögin geri ríka kröfu til skýrleika lánasamnings. Hvergi kæmi fram að hann væri verðtryggður að því er varðaði þann lánshluta sem var í íslenskum krónum. Þá væri þess hvergi getið í samningnum hver væri grunnvísitala hans. Var því all- ur samningurinn, sem gerður var árið 2006, endurreiknaður í sam- ræmi við niðurstöðu hæstaréttar. Tíu ára fyrningarfrestur Arnar Kristinsson, lögfræðingur hjá Lögmönnum í Sundagörðum, telur að þessi dómur hafi fordæm- isgildi fyrir aðra kröfuhafa. ,,Í fyrsta lagi tóku nýju lögin ekki gildi fyrr en 1. janúar árið 2008 og þeir samningar sem teknir voru fyr- ir þann tíma ættu að vera með tíu ára fyrningarfrest. Í öðru lagi er í 10. grein nýju laganna ákvæði um að krafan geti aldrei fyrnst fyrr einu ári eftir að kröfuhafi fær nægj- anlega vitneskju um kröfuna og það væri í þessu tilviki dómur sem féll í Hæstarétti í apríl síðastliðnum. Því gætu þessar kröfur ekki fyrnst fyrr en í fyrsta lagi í apríl árið 2014,“ segir Arnar. Því hefur verið haldið fram að um 4.000 sam- bærilegir samningar hafi verið gerðir þar sem hluti láns var í íslenskum krónum, en hluti í erlendri mynt. Þór Jónsson, talsmaður Lýsingar, segir að tölur um fjölda samninga komi ekki frá Lýs- ingu. Endurreikna til fjögurra ára  Lögfræðingur telur að fyrningar- ákvæði eigi að ná til tíu ára Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is „Íslenska fanga vantar óháðan ut- anaðkomandi aðila til að gefa föngum rödd gegn Fangelsismálastofnun,“ segir fangi sem titlar sig sem tals- mann Stoða en það er hagsmuna- félags fanga á Litla-Hrauni. Hann gagnrýnir núverandi kerfi harðlega og telur að kvörtunarmál fanga séu kæfð í reglugerðum innan opinbera kerfisins. Samkvæmt núverandi lögum verða fangar að tæma svokallaðar lög- bundnar kæruleiðir áður en umboðs- maður Alþingis getur tekið mál þeirra til skoðunar. Fangi þarf fyrst að leita til Fangelsismálastofnunar, síðan til innanríkisráðuneytisins og þegar ráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð sinn getur umboðsmaður Al- þingis skoðað málið. „Núverandi kerfi er einfaldlega ekki nægilega gott. Kvartanir okkar eru kæfðar í stjórnsýslurugli í marga mánuði og flestir fangar eru komnir út úr fangelsinu áður en málið er loksins tekið fyrir,“ segir talsmaður- inn. Hann telur að ekkert muni breyt- ast til batnaðar á meðan slíkar brota- lamir eru til staðar. Alltaf sömu stöðluðu svörin Talsmaðurinn las upp svar sem honum barst frá umboðsmanni Al- þingis varðandi kvörtun: „Umboðs- maður Alþingis telur rétt að brotin hafi verið stjórnsýslulög við ákvörðun þessa máls en þar sem of langt er um liðið frá umræddu atviki sér umboðs- maður ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.“ Hann segist þekkja mörg sam- bærileg dæmi þar sem fangar fá sömu stöðluðu svörin frá hinu opin- bera eftir langa bið. „Það er fráleitt að yfirvöld viðurkenna brotið en aldr- ei gerist neitt því málið er búið að velkjast svo lengi um í kerfinu sem þeir bjóða sjálfir upp á.“ Hann telur miðstýringu Fangelsis- málastofnunar vera of mikla og kallar eftir óháðum aðila sem getur staðið á sínu gagnvart stofnuninni „Þarna er á ferð eftirlitslaus bolti sem gerir það sem honum hentar. Það á enginn að hafa eftirlit með sjálfum sér eins og staðan er nú.“ Fangar vilja umboðsmann  Viðurkenna brot en aðhafast ekkert  Kvartanir kæfðar í reglugerðum Morgunblaðið/Júlíus Ósáttur Fangi telur að Fangelsismálastofnun ríkisins hafi of mikil völd gagnvart föngum og vill fá óháðan aðila sem fangar geta leitað til. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Alls konar gjafir á óskalistann ykkar. Kláraðu listann Brúðhjón sem gera óskalista fá 10% afslátt af öllum vörum hjá okkur í 6 mánuði eftir brúðkaupið. Þór Jónsson, talsmaður Lýs- ingar, segir að misskilnings gæti um fordæmisgildi hæsta- réttardómsins í apríl. „Eins og eðlilegt er, þar sem gerð er krafa um endurgreiðslu of- greidds fjár eins og í þessu til- viki, er stuðst við gildandi fyrn- ingarlög. Önnur túlkun hlýtur að byggjast á misskilningi. Út af fyrir sig skiptir það ekki máli. Fyrningarreglurnar að þessu leyti eru hinar sömu því sam- kvæmt eldri lögum gilti sami fyrningarfrestur,“ segir Þór. Hann segir að í umræðunni hafi verið tilhneiging til þess að rugla framangreindum dómi saman við dóma um ólögmæta gengistryggingu. Málið snúi að ágreiningi um þann hluta samn- ings sem var frá upphafi í ís- lenskum krónum. „Viðkomandi aðili hélt því fram að hann hefði talið sig vera að gera óverðtryggðan samning. Í þessu tilviki taldi rétturinn að Lýsingu hefði ekki tekist að afsanna fullyrðingu aðilans um að hann hafði talið sig gera óverðtryggðan samn- ing,“ segir Þór. Hann segir að í dómnum hafi jafnframt verið vísað til þess að viðskiptavinur hefði gert fyrir- vara og sett fram mótmæli. Hann segir að við skoðun á sambærilegum samningum hafi komið í ljóst að skilmála- og greiðslusaga hafi verið mismun- andi eftir tilvikum. Því þurfi að skoða hvert tilvik fyrir sig. Hann segir að enn gæti mis- skilnings vegna þessa, bæði hjá tilteknum aðilum innan stjórn- kerfisins og utan þess. „Lýsing hefur til dæmis sent umboðs- manni skuldara og Neytenda- stofu erindi vegna rangfærslna þeirra á opinberum vettvangi um dóminn – svo að það er kannski ekki að undra þótt fólk ruglist í ríminu. Lýsing reynir af fremsta megni að aðstoða alla sem til okkar leita.“ Misskilið for- dæmisgildi MÓTMÆLA RANGFÆRSLUM Þór Jónsson „Ég skil afstöðu fanga og tel mikil- vægt að skoða málið heildstætt enda getur oft verið erfitt fyrir frelsissvipta einstaklinga að koma skoðunum sínum á framfæri,“ seg- ir Róbert Spanó, settur umboðs- maður Alþingis. Hann tók upp á því að eigin frumkvæði að heimsækja Litla- Hraun fyrir stuttu og spjalla þar við fanga augliti til auglitis. „Heimsóknin gekk vel og nú erum við að vinna upp úr þessum gögn- um,“ segir Róbert. Hann telur mikilvægt að stjórn- völd efli slíkar frumkvæðisathug- anir hjá umboðsmanni Alþingis en stofnunin ræð- ur ekki við slík- ar athuganir vegna mikilla anna. Árlega berast yfir 500 kvörtunarmál til umboðs- manns Alþingis. „Ef embætti okkar yrði eflt gætum við haft betra eftirlit með þeim opinberu stofnunum sem sjá um frelsis- svipta einstaklinga. Með þessum hætti gæti umboðsmaður Alþingis skoðað mál fanga með almennum hætti.“ Heimsótti Litla-Hraun AUKNAR FRUMKVÆÐISATHUGANIR LEYSA VANDANN Róbert R. Spanó Helgi Gunn- laugsson af- brotafræð- ingur man ekki í fljótu bragði eftir umboðs- manni fanga hjá öðrum þjóðum en bendir á að þar eru stundum óháðar nefndir til stað- ar. Hann nefnir Noreg sér- staklega í þessu tilliti en þar hittast fulltrúi fanga, fræðimenn og fulltrúar úr kerfinu árlega og fara yfir málin. Ekkert slíkt um- ræðuferli er til staðar hér á landi. Helgi skilur upplifun fanga og telur marga þeirra líta svo á að ráðuneytið sé ekki óháður aðili gagnvart Fangelsismálastofnun. Hann telur hins vegar stofnun nýs embættis umboðsmanns fanga vera of dýrt þar sem þörfin fyrir fjármagn er meiri annars staðar innan fangakerfisins. Umræðu- vettvangur SKILUR AFSTÖÐU FANGA Helgi Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.