Morgunblaðið - 02.08.2013, Page 17

Morgunblaðið - 02.08.2013, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Opið 08.00 - 16.00 www.flora.is | info@flora.is | Réttarhálsi 2 | 110 Rvk | Sími: 535 8500 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Óviðjafnanlegur stýrisbiti Tveir drifmótorar - lágmarks dekkjaslit Dempun - mastur liggur í gúmmípúðum Fáanlegur með innbyggðu hleðslutæki Spólvörn – Góð vinnuaðstaða Gott útsýni í gengum mastur Fáanlegir gámagengir uppí 5 tonn Góð og örugg eftirþjónusta Rafmagnslyftarar María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Verslunarmenn finna fyrir miklum áhuga neytenda á íslensku græn- meti og leggja áherslu á að gera því hátt undir höfði í verslunum sínum. Bændur segja það þó ákaflega mis- jafnt hversu vel sé staðið að málum. „Við höfum til dæmis verið með kínakál á markaði í rúman mánuð en þrátt fyrir það eru sumar versl- anir enn með innflutt kínakál til sölu,“ segir Friðrik Rúnar Frið- riksson, garðyrkjubóndi hjá Flúða- jörfa. „Þá bjóða verslanir á lands- byggðinni ekki upp á nægilegt framboð af grænmeti hvort sem það er íslenskt eða erlent,“ segir Frið- rik. Guðjón Birgisson, garðyrkju- bóndi á Melum á Flúðum, tekur í sama streng og segir að margt megi betur fara. „Það sem svíður einna mest er þegar verið er að plata neytendur og selja erlent grænmeti líkt og það væri íslenskt. Við pökk- um öllu inn í þar til gerða fjölnota kassa og sumar verslanir setja er- lent grænmeti í þá. Það eru lög í landinu sem skylda verslanir til þess að greina frá því hvaðan græn- metið kemur en því miður er líkt og verið sé að sniðganga þau lög,“ seg- ir Guðjón. Ekki vísvitandi gert Jón Hannes Stefánsson, inn- kaupastjóri hjá Krónunni, finnur fyrir miklum áhuga á íslensku grænmeti. „Allt sem er íslenskt er vinsælt og við leggjum áherslu á að fá íslenskt grænmeti inn í verslanir um leið og það kemur upp úr jörð- inni. Þegar uppskeran er komin al- mennilega af stað þá fylgjum við því vel eftir og erum með bændamark- aði í verslununum.“ Aðspurður hvort erlendu græn- meti hafi verið stillt upp sem ís- lensku segist Jón kannast við það. „Það gæti hafa gerst í einhverjum tilvikum, það er ekki hægt að þræta fyrir það, en það er þó aldrei vísvit- andi gert. Við reynum að passa upp á það að merkja uppruna varanna alltaf rétt,“ segir Jón. Allt sem er íslenskt er sagt vinsælt  Inn í verslanir um leið og það kemur upp úr jörðinni  Margt má betur fara þegar koma á íslensku grænmeti til neytenda  Merkingar á uppruna grænmetis eru sagðar oft og tíðum misvísandi Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ferskt Grænmetisuppskeran hjá bændum er komin vel á veg. Nú er víða unnið hörðum höndum að því að taka upp íslenskt grænmeti sem fyllir síðan hillur verslana. Kaupmenn segja mikinn áhuga vera á íslenskum afurðum. Geogreenhouse ehf. leitar enn að leiðandi fjárfesti til að hefja stór- tæka tómatarækt í gróðurhúsi nærri Hellisheiðarvirkjun. „Við erum enn að leita að fjár- mögnun til verksins. Undanfarið höfum við leitast eftir því að ná í fjár- festi sem þekkir til í þessum geira. Það eru margir fjár-festar sem vilja taka þátt en við höfum ekki fundið leiðandi fjárfesti hér heima. Því höf- um við verið í viðræðum við nokkra erlenda fjárfesta,“ segir Sigurður Hrafn Kiernan, stjórnarformaður Investum holding sem er einn fimm íslenskra fjárfesta í Geogreenhouse ehf. Hann segir að fjárfestar séu að fara í gegnum rekstrartölur og markaðinn í Bretlandi áður en ákvörðun verður tekin. Til stóð að gróðurhúsið yrði tekið í gagnið í haust en Sigurður segir að slíkar tímaáætlanir muni færast til. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við gerðum ráð fyrir í byrjun og við væntum þess að klára þetta, eina óvissan er hvenær við munum gera það,“ segir Sigurður. Hann segir að viðræður við fjár- festa hafi staðið í þrjú ár. Gert er ráð fyrir að Geogreenhouse þurfi 700 milljónir í eigið fé til að geta hrint verkefninu af stað. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Tómatar Áætlanir um stórtæka tómataræktun hafa tafist. Stjórnarformað- ur segir að viðræður séu í gangi við erlenda fjárfesta. Leita enn fjárfesta  Geogreenhouse ehf. leitar til erlendra fjárfesta til að geta hafið tómataræktun Eiríkur Sigurðsson, kaupmaður hjá Víði, segist leggja áherslu á gott og náið samstarf við bænd- ur. „Það er ósk Íslendinga að fá alltaf ferskt íslenskt grænmeti og við leggjum upp úr því að það komi sem fyrst inn í versl- anir okkar. Stundum eru komn- ar til okkar kartöflur í hádeginu sem voru teknar upp þá um morguninn. Undanfarið höfum við átt mikið af íslensku blóm- káli, spergilkáli og sumarhvít- káli svo fátt eitt sé nefnt. Hjá okkur hefur íslenska varan allt- af forgang enda er hún best þar sem hún nærist á íslensku vatni.Við bjóðum upp á hreinar afurðir því það er það sem við- skiptavinurinn vill kaupa.“ Vilja kaupa hreinar vörur SAMSTARF VIÐ BÆNDUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.