Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 19
Icelandair Hotels, dótturfélag Ice-
landair Group, mun opna nýtt hótel í
miðbæ Reykjavíkur sumarið 2015.
Hótelið mun heita Icelandair Hótel
Reykjavík Cultura.
Icelandair Hotels og Þingvangur,
félag Pálmars Harðarsonar, hafa
samið sín á milli um framkvæmdina.
Hótelið verður á svokölluðum
Hljómalindarreit, sem er í eigu
Þingvangs, við Smiðjustíg og Hverf-
isgötu, en hótelið verður jafnframt
með nýstárlegan garð milli Hverf-
isgötu og Laugavegar, þar sem að-
staða verður fyrir margskonar við-
burði og skemmtanir.
Þingvangur mun sjá um fram-
kvæmdina alla, en Icelandair mun
leigja hótelið til 25 ára.
Framkvæmdin kemur til með að
kosta tæpa þrjá milljarða króna,
samkvæmt upplýsingum Boga Nils
Bogasonar, framkvæmdastjóra fjár-
mála Icelandair, og framkvæmdir
eiga að hefjast nú í lok þessa mán-
aðar.
Sjáum tækifæri í svona hóteli
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandair, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær,
þegar hann var
spurður hvort
þörf væri á svona
mikilli aukningu
á lúxushótelrými
í Reykjavík: „Í
sjálfu sér verður
þetta ekki lúxus-
hótel, heldur það
sem nefnt er fjög-
urra stjörnu plús
hótel. Lúxushótel miðast við fimm
stjörnur. Við værum ekki að fara út í
þetta, nema vegna þess að við sjáum
tækifæri í svona hóteli. Þessi stað-
setning á Hljómalindarreit er mjög
góð, nálægð við Hörpu og svo fram-
vegis. Horft fram á veginn sjáum við
mikil tækifæri í tengslum við starf-
semi Hörpu og erum m.a. að horfa
til þess og einnig til vaxtar ferða-
þjónustunnar á Íslandi. Okkar
markaðssetning gengur m.a. út á
það að fá betur borgandi ferðamenn
hingað til lands, eins og í ráðstefnum
og slíku.“
Í fréttatilkynningu frá Icelandair
Group segir að á nýja hótelinu verði
142 herbergi ásamt aðstöðu til veit-
ingarekstrar bæði úti og inni. Mið-
læg staðsetning og nálægð við
Hörpu og helstu viðburði borgarinn-
ar sé mikill kostur þessa nýja hótels,
en aukinn áhugi á ráðstefnuhaldi í
Reykjavíkurborg í framhaldi af
markvissri sókn á ráðstefnumarkaði
gefi tilefni til að auka framboð gist-
ingar í hærri gæðaflokki í miðbæn-
um.
Líkt og á öðrum hótelum Ice-
landair-hótelkeðjunnar, vísar nafn
nýja hótelsins í staðsetningu þess og
sérstöðu hvers hótels fyrir sig, en fé-
lagið rekur nú þegar tvö önnur hótel
í Reykjavík sem eru: Icelandair hót-
el Reykjavík Natura og Reykjavík
Marina. Jafnframt eru sex önnur
landsbyggðarhótel rekin undir
merkjum keðjunnar, en þau eru Ice-
landair hótel Hamar, Akureyri, Hér-
að, Klaustur, Flúðir og í Keflavík.
Ljóst er að uppgjör annars árs-
fjórðungs Icelandair, sem greint var
frá í Viðskiptablaði Morgunblaðsins
í gær, hefur fallið í kramið hjá fjár-
festum, því hlutabréf Icelandair
hækkuðu um 3,71% í gær í 1,27
milljarða króna viðskiptum.
agnes@mbl.is
Framkvæmdir upp á
tæpa þrjá milljarða
Fjögurra stjörnu hótel Icelandair opnað sumarið 2015
Morgunblaðið/Eggert
Hljómalindarreitur Forstjóri Icelandair segir félagið sjá tækifæri í hóteli líkt og því sem mun rísa á Hljómalind-
arreitnum. Stefnt sé að ná til fleiri efnaðra ferðamanna, eins og þeirra sem sækja ráðstefnur.
Björgólfur
Jóhannsson
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
GLERLAUSNIR
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
•Einangrunargler
•Orkusparandi gler með sólvörn
•Hert gler og samlímt öryggisgler
•Eldvarnargler E30—EI 120
•Hljóðeinangrunargler
•Sjálfhreinsandi gler
•Glerhandrið
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
Lokahelgi útsölunnar -
70% afsláttur af öllum útsöluvörum
Verslunarmenn nálgast útsölur al-
mennt ekki með réttum hætti og
með of tíðum útsölum sé virði vöru-
merkja rýrt. Þetta segir Hörður
Harðarson, sérfræðingur hjá Vert
og kennari í vörumerkjastjórnun
hjá Háskólanum í Reykjavík, í þætt-
inum Viðskipti með Sigurði Má á
mbl.is
Hörður segir að með tíðum af-
sláttarkjörum á alla línuna ali
verslanirnar viðskiptavinina þann-
ig að þeir telji útsölur alltaf handan
við hornið og bíði eftir þeim, en
versli ekki á uppsettu verði. Það
leiði til þess að verslanir þurfi að
leggja meira á vöruna og setja hana
svo á útsölu til þess að fá inn venju-
lega álagningu.
Hörður telur
verðlagn-
ingaáætlanir,
sem margar búð-
ir hérlendis not-
ist við og byggi á
ákveðinni pró-
sentu í álagn-
ingu, hagnaðar-
markmiðum eða
markaðshlut-
deildarmarkmiðum vera vafasam-
ar. Segir hann réttast fyrir versl-
anir að horfa til þess að verðleggja
vörur á því virði sem hafi verið
skapað og viðskiptavinurinn verð-
leggi vöruna á. Nánar á mbl.is
Tíðar útsölur rýra virðið
Hörður
Harðarson
Í gær hóf Nova að bjóða 4G þjón-
ustu í farsíma, fyrst íslenskra síma-
fyrirtækja. 4G þjónusta Nova fór í
loftið 4. apríl og var þjónustan þá
bundin við 4G box, hnetu eða pung
og 4G spjaldtölvur. Í byrjun mán-
aðar hóf Nova svo 4G þjónustu í
Skorradal og Grímsnesi. Akureyri
bættist í hópinn í mánuðinum og
innan skamms verður 4G samband í
boði í Reykjanesbæ.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Nova.
Nova býður svo upp á 4G hraða í
farsíma en 4G styður 10 sinnum
meiri hraða en hefðbundið 3G sam-
band, þrefalt meiri hraða en ADSL
og er sambæri-
legt við ljósleið-
ara, eða um 20-
40 Mb/s hraða til
notenda.
„Fyrsti 4G far-
síminn sem Nova
leggur áherslu á
er Samsung S4
en fljótlega mun
úrval 4G farsíma
aukast til muna
og þróunin verða svipuð og var við
breytinguna úr GSM yfir í 3G
síma,“ er haft eftir Liv Bergþórs-
dóttur, framkvæmdastjóra Nova, í
fréttatilkynningu.
Nova með 4G í farsímann
Liv
Bergþórsdóttir