Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Færeyingarstanda núframmi
fyrir yfirvofandi
atlögu Evrópu-
sambandsins að
efnahag eyjanna
og virðist fátt geta hindrað
að refsiaðgerðirnar svoköll-
uðu verði að veruleika. Evr-
ópusambandið sakar Fær-
eyinga um að ætla sér um of
úr síldarstofninum og
hyggst bregðast við ágrein-
ingnum með löndunarbanni,
sem hefði þungbærar afleið-
ingar fyrir eyjarnar.
Óhætt er að segja að
þessar ásakanir um ofveið-
ar, hvort sem er úr til-
teknum stofnum eða al-
mennt, koma úr hörðustu
átt. Evrópusambandið hefur
haldið þannig á sínum sjáv-
arútvegi að fiskistofnar inn-
an lögsögu þess eru almennt
ofveiddir. Ekki síst þess
vegna sækir sambandið af
hörku á önnur mið og hefur
uppi óbilgjarnar kröfur um
veiðar úr flökkustofnum
eins og Íslendingar hafa
fengið að kynnast.
Lítill sómi er að því fyrir
Evrópusambandið að ganga
fram með þessum
hætti gegn lítilli
nágrannaþjóð
sem á allt undir
því að geta
stundað fisk-
veiðar í friði og
selt aflann án hindrana.
Fyrir Evrópusambands-
ríkið Danmörku hlýtur
þetta að vera alveg ein-
staklega ömurleg staða
enda verður vart hjá því
komist að þessi aðför skaði
samband Færeyja og Dan-
merkur. Víst er að Danir
þurfa að koma fram með allt
öðrum hætti hér eftir en
hingað til í þessu máli vilji
þeir koma í veg fyrir að það
verði vatn á myllu sjálf-
stæðissinna í Færeyjum.
Færeyingar eru nánasta
frænd- og vinaþjóð Íslend-
inga og með þjóðunum er og
á að vera eindrægni og sam-
staða. Íslensk stjórnvöld
hafa þegar lýst andstöðu
sinni við þessar aðgerðir
Evrópusambandsins gegn
Færeyjum og mikilvægt er
að þau mótmæli verði ein-
dregin, ótvíræð og ákveðin.
Færeyingar eiga ekkert
minna skilið.
Lítill sómi er fyrir
Evrópusambandið
að atlögunni að
Færeyjum}
Sýnum ótvíræða sam-
stöðu með Færeyingum
Mesta ferða-helgi lands-
manna á árinu
stendur nú fyrir
dyrum. Fjöldi Ís-
lendinga, einkum
þeir í yngri kantinum, fara nú
á hinar ýmsu útihátíðir og
hyggjast skemmta sér ær-
lega, eins og vera ber.
Við tilefni sem þessi er
ávallt ástæða til að minnast
þess að furðustutt getur oft
verið milli hláturs og gráts og
líf geta breyst eða eyðilagst á
einu vanhugsuðu augnabliki.
Á það bæði við um ferðalagið
að heiman og aftur heim og
svo skemmtunina sjálfa. Á
liðnum árum hefur fórn-
arkostnaðurinn við útihátíð-
irnar verið of hár og rík
ástæða til að leitast við að
minnka hann eins og unnt er.
Þegar fjöldi fólks er á ferð-
inni aukast líkurnar á um-
ferðarslysum talsvert. Mikið
starf hefur verið unnið hér-
lendis til þess að bæta um-
ferðaröryggi Íslendinga og
draga úr banaslysum. Hvert
mannslíf sem glatast í um-
ferðinni er einu mannslífi of
mikið. Þess vegna er ástæða
til að hvetja til
þess að fólk sýni
aðgát í umferðinni
og snúi heim,
heilu og höldnu.
Yfir versl-
unarmannahelginni hefur
jafnframt lengi grúft skuggi
alvarlegra kynferðisafbrota
og annarra ofbeldisbrota. All-
ir þurfa að leggjast á eitt um
það að útrýma þessum vá-
gesti af ferðahelginni. Það er
ekki eðlilegt ástand að á
hverju ári berist fréttir af
slíku ofbeldi á útihátíðum og
skemmtunum landsmanna.
Það er í raun fullkomlega óá-
sættanlegt og ef allir standa
saman, jafnt mótshaldarar,
þátttakendur og yfirvöld, ætti
að vera hægt að koma í veg
fyrir ofbeldið og annað sem
varpar skugga á annars góða
skemmtun.
Það er því verðugt mark-
mið þeirra sem hyggjast gera
sér glaðan dag um helgina að
spilla ekki gleðinni, hvorki
fyrir sjálfum sér né öðrum.
Ein vísasta leiðin til þess er
að fara að öllu með gát, ekki
síst ferðinni um gleðinnar
dyr.
Förum varlega um
helgina og höfum
gleðina í fyrirrúmi}
Spillum ekki gleðinni
D
anir eru óneitanlega í talsvert
snúinni stöðu um þessar mundir
vegna þeirra fyrirætlana Evr-
ópusambandsins að beita Fær-
eyinga refsiaðgerðum vegna
síldar- og makrílveiða þeirra í eigin efnahags-
lögsögu. Danmörk er hluti af sambandinu sem
kunnugt er en það á hins vegar ekki við um
Færeyjar sem eftir sem áður eru hluti af
danska konungsríkinu. Þegar Danir gengu til
liðs við forvera Evrópusambandsins í byrjun
8. áratugar síðustu aldar kusu Færeyingar að
standa áfram utan þess en þeir fengu heima-
stjórn skömmu eftir lok síðari heimsstyrjald-
arinnar.
Dönsk stjórnvöld hafa reynt að malda í mó-
inn vegna fyrirhugaðra refsiaðgerða Evrópu-
sambandsins gegn Færeyingum en ekki orðið
ágengt í þeim efnum. Þeir hafa meðal annars greitt at-
kvæði gegn aðgerðunum á vettvangi sambandsins en
orðið undir. Komi refsiaðgerðirnar til framkvæmda af
hálfu Evrópusambandsins verða Danir fyrir vikið að
framfylgja þeim líkt og önnur ríki sambandsins sem
væntanlega mun fela í sér löndunarbann á færeyska síld
og makríl. Mjög mikið af þeim afla Færeyinga mun hafa
farið í gegnum danskar hafnir til þessa.
Staða Dana er þannig talsvert snúin eins og áður segir
svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þeir vilja ekki beita
Færeyinga refsiaðgerðum, þeir hafa reynt að koma í veg
fyrir að það verði gert en neyðast engu að síður til þess
að taka þátt í aðgerðunum ef af þeim verður.
Vegna þess að þeir eru hluti af Evrópusam-
bandinu og eru bundnir af ákvörðunum þess.
Danir eru engu að síður með sæti við borðið
þar sem ákvörðunin var tekin líkt og ýmsar
aðrar ákvarðanir á vettvangi sambandsins.
En það dugði þeim þó skammt.
Líkt og Færeyjar stendur Ísland utan Evr-
ópusambandsins. Fyrir vikið taka íslenzkir
ráðamenn ákvarðanir um hérlend sjávar-
útvegsmál í krafti fullveldis landsins og hafa
því meðal annars getað staðið vörð um hags-
muni Íslendinga í makríldeilunni við sam-
bandið. Rétt eins og gagnvart Bretum í
þorskastríðunum á síðustu öld. Færeyingar
hafa getað gert slíkt hið sama enda fara þeir
með flest sín mál sjálfir í krafti heima-
stjórnar sinnar. Og það er ljóst að þeir ætla
ekki að lúffa fyrir hótunum Evrópusambandsins.
Það er annars óneitanlega nokkuð merkilegt til þess
að hugsa að Færeyjar skuli þannig geta tekið eigin
ákvarðanir þegar kemur að makríl- og síldveiðideilunni
þrátt fyrir að vera ekki fullvalda ríki. Hins vegar geta til
að mynda Bretland og Írland það á sama tíma ekki þrátt
fyrir að eiga að heita fullvalda. Nokkuð sem deila má um
að sé raunin. Þarlendir ráðamenn hafa þau einu ráð að
tala digurbarkalega í fjölmiðlum og reyna síðan að
þrýsta á Evrópusambandið að aðhafast gegn Færeyjum
og Íslandi. Völdin til þess hafa jú fyrir margt löngu verið
framseld til stofnana sambandsins. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Danir og sætið við borðið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Sé ökumaður valdur að banaslysi
undir áhrifum er hann ákærður fyrir
manndráp af gáleysi.
Í 44% tilfella eru þeir sem krafðir
eru um endurgreiðslu ungir öku-
menn (yngri en 25 ára) og þrír af
hverjum fjórum karlmenn. Hafa
kröfurnar numið allt að 4,5 millj-
ónum.
„Endurkrafan er bara einn partur
af því að keyra undir áhrifum áfengis,
en að valda slysi á einstaklingi er erf-
itt að hafa á samviskunni inn í fram-
tíðina,“ segir Sigrún.
Banaslys vegna ölvunar
Til langs tíma litið eru um 20%
banaslysa af völdum ökumanna sem
eru undir áhrifum áfengis. „Enginn
lét þó lífið sökum ölvunaraksturs í
fyrra en slíkt hefur ekki átt sér fyrr
stað frá því að skráning umferðar-
slysa var sett á fót með markvissum
hætti. Það breytir þó ekki því að í
fyrra slösuðust margir og urðu valdir
að slysum vegna ölvunaraksturs,“
segir Einar Magnús Magnússson,
kynningarstjóri hjá Samgöngustofu.
Það sem af er ári hefur orðið bana-
slys í umferðinni vegna ölvunarakst-
urs og verður því árið í fyrra ekki
endurtekið nú. „Full ástæða er til að
minna á að fólk taki ekki þessa
áhættu að setjast undir stýri eftir
neyslu áfengis eða annarra vímu-
efna.“
Ölvun undir stýri er
mikil ógn á vegunum
Morgunblaðið/Golli
Umferð Fjöldi manns verður á ferðinni um helgina og má búast við mikilli
umferð. Mikil hætta er á ölvunarakstri á stórum ferðahelgum.
FRÉTTASKÝRING
Áslaug A. Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
Þ
etta er ein af þeim helgum
þar sem hættan af ölv-
unarakstri er töluvert
mikil. Þar sem áfengi og
önnur vímuefni eru höfð
um hönd aukast líkur á slysum og illa
ígrunduðum ákvörðunum,“ segir Sig-
rún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
í forvörnum hjá VÍS. Mikið er um að
vera um allt land um verslunar-
mannahelgina og margar hátíðir
haldnar af því tilefni. Margir krossa
fingur að helgin gangi stóráfallalaust.
Árlega verða um 250 umferðarslys
sem rekja má til ölvunaraksturs. Í
um fimmtungi þeirra slasast fólk og
tveir til þrír láta lífið á ári. Sam-
kvæmt rannsóknum ráða tilviljun,
skammtímasjónarmið og brengluð
dómgreind mestu um að fólk ákveður
að aka drukkið. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá VÍS.
Margir aka of snemma af stað
„Margir aka einnig of snemma af
stað daginn eftir djamm þannig að
áfengið er enn í blóðinum,“ segir Sig-
rún sem bætir við að mikilvægast sé
að fólk láti skynsemina ráða og láti
nægan tíma líða. „Margir líta svo á að
nóg sé að fá sér að borða og fara í
sturtu, en það hefur ekkert með það
að gera hvort þú sért tilbúinn að
keyra og hvort áfengið sé farið úr
blóðinu,“ segir Sigrún sem ítrekar að
það sé aðeins tíminn sem skipti máli
og einstaklingar sem eru að drekka
framundir morgun þurfi að bíða þar
til seinnipart næsta dags að lág-
marki.
Að sögn Samgöngustofu getur í
sumum tilfellum þurft að bíða í allt að
18 klukkustundir eða lengur áður en
sest er undir stýri eftir áfengis-
neyslu. En það tekur langan tíma fyr-
ir áfengi að brotna niður í lík-
amanum.
44% ungir ökumenn
Í um fimmtungi af slysum vegna
ölvunaraksturs slasast fólk og tveir
til þrír láta lífið á ári. Tryggingafélög
geta krafið einstaklinga um endur-
greiðslu tjóna- og slysabóta ef um-
ferðarslysi er valdið af ásetningi eða
stórkostlegu gáleysi. Magn áfengis í
blóði þarf ekki að ná refsimörkum,
þ.e. 0,5 prómillum til að hægt sé að
gera slíka kröfu á hendur ökumanni.
„Talið er að um 50 einstaklingar
á síðustu 10 árum hefðu lifað af
bílslys hefðu þeir verið í bílbelti,“
segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir
og ítrekar að bílbeltið sé sjálf-
sagður öryggisbúnaður og það
eigi ekki að gerast að fólk nýti
það ekki. „Þá þarf að gæta að því
búið sé vel um farangur því hann
margfaldar hættuna á að slasast
í bíl sökum þyngdar hans á mik-
illi ferð,“ segir Sigrún og bætir
við að framúrakstur sé verulega
varhugaverður um þessa helgi í
mikilli umferð og skili ótrúlega
litlu þegar litið er til tíma.
Skorða þarf
farangur vel
BÍLBELTIN MIKILVÆG
Bílbelti Notkun bílbelta er gríð-
arlega mikilvæg og getur bjargað lífi.