Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Efnilegar aflaklær Hafnfirsku hnokkarnir voru hreyknir af makrílnum sem þeir drógu á land enda fátt skemmtilegra en að dorga við höfnina í blíðviðri og koma heim með fisk í soðið. RAX Engum blandast hugur um að íslenskt heilbrigðiskerfi er í kreppu. Fjórðungs niðurskurður fjárveit- inga frá hruni kom of- an í áratuga aðhalds- aðgerðir. Úreltur tækjabúnaður og hálf- ónýt hús blasa við, en langmesta áhættan liggur í mannauðnum. Fólk flýr. Undanfarna áratugi hefur íslensk heil- brigðisþjónusta verið í fremstu röð í heim- inum. Þetta byggðist ekki á húsnæði eða tækjabúnaði sjúkra- húsanna, heldur alfar- ið á menntun og hæfni starfsfólksins. Íslensk- ir læknar hafa um ára- tuga skeið sótt sér þjálfun á bestu há- skólasjúkrahúsum vestan hafs og austan og mikill meirihluti þeirra hefur skilað sér aftur til föðurtúna. Nú eru ákveðin merki þess að þessi gæðauppspretta íslensku sjúkra- húsanna sé að þorna upp. Íslensk læknastétt er sérstaklega næm fyr- ir mannflótta, því nær allir íslenskir læknar starfa um árabil erlendis og þurfa að taka ákvörðum um að snúa heim. Þeir hafa tengsl við erlenda spítala og gjarnan starfsreynslu. Erlenda þjálfunin og tengslin, sem hafa verið einn aðalstyrkleiki ís- lenskrar læknisþjónustu, fela í sér bráðan veikleika, ef Ísland er ekki samkeppnisfært um þessa starfs- menn. Ósamkeppnishæf um starfsfólk Starfskjör íslenskra lækna eru ósamkeppnishæf í öllu samhengi. Íslenskir sjúkrahúslæknar eru ekki hálfdrættingar á við nágrannaþjóðir í laun- um og í mörgum til- vikum er munurinn margfaldur. Saman- burðurinn er einnig óhagstæður við aðrar stéttir innanlands og þar hefur dregið í sundur eftir hrun. Að- búnaður og vinnuað- staða lækna, t.d. á Landspítalanum, er lé- leg í almennum sam- anburði, jafnvel dæmi um heilsuspillandi hús- næði. Tækjabúnaður er í mörgum tilvikum úreltur og erfitt með nýjungar. Starfs- tilhögun og stjórnun á íslenskum sjúkra- húsum gerir læknum erfitt um vik. Afleiðingar þessara lélegu starfskjara blasa við. Ungir sér- fræðilæknar hika við að snúa aftur til Ís- lands og margir sér- fræðilæknar hafa snúið aftur til út- landa, ýmist að fullu eða í hlutastarf. Dæmin blasa við og læknaskortur er farinn að segja til sín í ýmsum sérgreinum og land- svæðum. Eldri læknar reyna að halda í horfinu, en endurnýjun vant- ar og yngri læknar flýta sér til út- landa, sáróánægðir með starfskjör sín á Íslandi. Hrörnun mannauðs Hrörnun mannauðs er langtíma- fyrirbæri. Störf lækna á íslenskum sjúkrahúsum eru ekki eftirsókn- arverð og standast engan sam- anburð við nágrannalöndin, þar sem íslenskir læknar starfa. Því miður er þetta réttmæta mat einna mest áberandi hjá ungum læknum, lækn- unum sem eiga að taka við af okkur sem eldri erum. Einungis 1% yngri lækna telur Landspítalann góðan vinnustað. Munurinn á starfskjörum er orðinn svo mikill að ættjarðar- ástin brúar ekki lengur bilið, sér- staklega fyrir bestu læknana, sem eiga góðra kosta völ, m.a. í sínum uppeldisstofnunum erlendis. Þannig fækkar þeim læknum sem auka gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu og koma með nýjungar inn í landið. Hrakandi gæði, færri afburðalækn- ar og minni nýjungar eru vítahring- ur, sem gerir starfsumhverfið enn minna spennandi. Þessi vítahringur er kominn í gang. Nýjustu lyf og meðferðarmöguleikar eru ekki alltaf í boði á Íslandi og ungir sérfræð- ingar, sem þyrftu að koma til starfa á Íslandi, gera það ekki. Mannauð- urinn molnar niður, hægt en örugg- lega. Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við þetta. Heilbrigðisþjónusta á fallandi fæti Það er ekki sjálfgefið að íslensk heilbrigðisþjónusta sé í fremstu röð í heiminum. Hvers vegna skyldi heilbrigðisþjónusta á Íslandi vera betri en í Danmörku, Portúgal eða Búlgaríu? Fyrir 50 árum var það al- siða að efnaðir Íslendingar leituðu út fyrir landsteinana í skurðaðgerð- ir eða aðra veigameiri læknisþjón- ustu. Síðustu áratugi hefur þetta snúist til betri vegar og íslensk heil- brigðisþjónusta hefur verið á heims- mælikvarða og notið ómælds trausts þjóðarinnar. Við erum nú á braut sem færir íslenska heilbrigð- isþjónustu frá því að vera meðal þeirra fremstu í heiminum og nær því sem búast má við hjá lítilli af- skekktri þjóð. Að óbreyttu mun þetta gerast smám saman, ekki sem hrun eða kollsteypa, heldur munum við vakna upp við það einn góðan veðurdag að heilbrigðisþjónustan sé komin langt undir OECD-meðaltal í gæðum. Þá verður vandratað til baka. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Eftir Einar Stef- ánsson og Sigurð Guðmundsson »Úreltur tækjabún- aður og hálfónýt hús blasa við, en langmesta áhættan liggur í mann- auðnum. Fólk flýr. Einar Stefánsson Höfundar eru starfandi læknar á Landspítala og prófessorar við HÍ. Heilbrigðiskerfið molnar niður Sigurður Guðmundsson Morgunblaðið/ÞÖK „Nú eru ákveðin merki þess að þessi gæðauppspretta íslensku sjúkrahús- anna sé að þorna upp,“ segja greinarhöfundar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.