Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 24
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 24.300Íslensk hönnun og framleiðsla önnun frá 1960 E-6 Klass 0 ísk h 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 Ótrúlega oft ruglast þeir sem taka þátt í op- inberri umræðu á hug- tökunum fullveldi og sjálfstæði. Fullveldi varðar stjórnarform ríkja og þá sérstaklega þá spurningu hver fari með fullveldisréttindi innan ríkis. Í lýðveld- um fer þjóðin, það er að segja almenningur í heild, með fullveld- isréttindin. Í einveldum eins og kon- ungsríkjum er fullveldið hjá konung- inum. Þar sem stjórnarform Íslands er lýðveldi, er fullveldið ávallt hjá þjóðinni og því er ekki hægt að tala um fullveldi á annan hátt en sem „fullveldi þjóðarinnar“ það er að segja almennings í heild. Hugtakið sjálfstæði ríkis ætti að vera auðvelt að skilja, því að hlið- stæðan við sjálfstæði einstaklings er svo augljós. Sjálfstæði hefur ekkert með innra skipulag ríkis að gera, einungis skilgreinir hvort ríki er undir yfirráðum annars ríkis, eða ekki. Sjálfstætt ríki getur haft þrenns kon- ar stjórnarform, verið einveldi, höfðingjaveldi eða lýðveldi, sem áður fyrr var nefnt þjóð- veldi. Maður veltir fyr- ir sér hvort það er vilj- andi eða af kjánaskap sem sumir rugla stöð- ugt saman hugtök- unum „fullveldi þjóðar“ og „sjálfstæði ríkis“. Orðið „fullveldi“ er þýðing á danska orðinu „magtfuldkommenhed“ Hugtakið fullveldi, má að minnsta kosti rekja aftur til 14. febrúar 1874. Þann dag sendi konungur Danmerk- ur Christian IX frá sér auglýsingu þess efnis, að hann ætlaði að »gefa« Íslendingum stjórnarskrá. Kon- ungur taldi sig geta þetta vegna þess að hann væri fullveldishafi á Íslandi, ekki síður en í Danmörku. Margir Íslendingar voru annarrar skoð- unar, meðal annars Jón Guðmunds- son ritstjóri (1807-1875). Jón taldi að konungur færi ekki með fullveldi þjóðarinnar, heldur hefði það allt frá landnámi verið í höndum Íslendinga sjálfra. Fullveldið hefði aldreigi ver- ið látið af hendi og konungur hefði því enga heimild til að „gefa“ það. Í nefndri auglýsingu er talað um að konungur hafi „af frjálsu full- veldi“ gefið Íslandi stjórnarskrá. Með þessu orðalagi var lögð áhersla á að fullveldi konungs væri fullkomið og ótakmarkað. Hann hefur talið að sér væri frjálst að fara með full- veldið eins og honum þóknaðist. Í auglýsingunni segir: „Það er von Vor, að Vorir trúu Ís- lendingar taki á móti gjöf þeirri, sem Vér þannig „af frjálsu fullveldi“ höf- um veitt Íslandi, með inu sama hug- arfari, er hún er sprottin af.“ og í dönsku útgáfunni segir: „Det er Vort Haab, at den Gave, Vi saaledes „af fri Magtfuldkom- menhed“ have skjænket Island, vil af Vore tro Islændere blive modta- get med det same Sindelag, hvoraf den har sit Udspring.“ Orðið „fullveldi“ er því greinilega þýðing á orðinu „magtfuldkommen- hed“ sem að sínu leyti á ættir að rekja til þýðska orðsins „machtvoll- kommenheit“. Bæði þessi erlendu orð merkja „að hafa fullkomið og ótakmarkað vald“ eða ákvörð- unarrétt. Við setningu stjórnarskrár Danmerkur 1849 er einmitt talað um „fri Kongelig Magtfuldkommenhed“ sem réttindi konungs til að setja rík- inu stjórnarskrá. Í engu þessara til- vika hefur fullveldi eitthvað að gera með sjálfstæði ríkisins gagnvart öðr- um ríkjum. Notkun orðsins „macht- vollkommenheit“ er skjalfest frá 1355 og um merkingu þess er ekki deilt. Stjórnarskrárbundin full- veldisréttindi úreldast ekki Fullveldi fylgja fullveldisréttindi og þessi hugtök verða ekki aðskilin. Sá aðili sem fer með fullveldi ríkis hlýtur að vera handhafi þeirra full- veldisréttinda sem stjórnarskrá rík- isins felur fullveldishafanum. Á með- al algengra fullveldisréttinda í lýðveldum eru eftirfarandi: (1) setja stjórnarskrá og breyta henni, (2) kjósa forseta sem fer með fram- kvæmdavaldið, (3) kjósa til Alþingis sem fer með lagasetningarvaldið, (4) kjósa til Hæstaréttar sem fer með dómsvaldið, (5) kjósa æðstu embætt- ismenn ríkisins, (6) fara með end- anlegt vald um lagasetningu, (7) taka ákvörðun um aðild ríkisins að alþjóðlegum samtökum, (8) taka ákvörðun um peningastefnu, (9) setja takmörk við skattheimtu. Sú hugmynd að hægt sé að „deila fullveldi“ á milli aðgreindra aðila, stríðir gegn sjálfri skilgreiningu hugtaksins fullveldi. Jafn fráleit er hugmyndin um „innra fullveldi“ og „ytra fullveldi“. Hins vegar þarf full- veldi ekki að vera í höndum eins manns, því að það getur sem hægast verið í höndum skilgreinds hóps manna. Þetta sjáum við í stjórn- arformunum lýðveldi og höfð- ingjaveldi. Einkenni allra stjórn- arforma er, að þeir einstaklingar sem hafa með höndum fullveldið gera það á grundvelli innbyrðis jafn- ræðis. Þeir sem reyna að spilla stjórn- arformi lýðveldisins, grípa gjarnan til þeirra raka að hefð hafi skapast um breytingar á stjórnarskránni. Því er haldið fram að einstök ákvæði hennar haldi ekki gildi, ef þau eru ekki notuð í langan tíma. Þjóð- aratkvæðisgreiðsla um Icesave- lögin 6. marz 2010 og 9. apríl 2012 sannaði að þetta fær ekki staðist. Í dag viðurkenna flestir að 26. greinin er í fullu gildi. Sama gildir um önnur ákvæði stjórnarskrárinnar, að þau úreldast ekki við notkunarleysi. Stjórnarform sem skilgreint er í stjórnarskrá heldur ávallt gildi sínu, þótt stjórnarfari kunni tímabundið að vera háttað á annan hátt. Hugtakið „fullveldi þjóðar“ hefur ekki sömu merkingu og „sjálfstæði ríkis“ Eftir Loft Altice Þorsteinsson »Maður veltir fyrir sér hvort það er vilj- andi eða af kjánaskap sem sumir rugla stöðugt saman hugtökunum „fullveldi þjóðar“ og „sjálfstæði ríkis“. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í félaginu Samstaða þjóðar. Það verður varla umdeilt að ein af helstum kjölfestum íslenskrar menn- ingar séu íslensku handritin. Þau hafa haldið við sagna- hefð þjóðarinnar til dagsins í dag og er grunnurinn að vel- gengni nútímarithöfunda, bæði fyrir innlendan sem erlendan markað. Það er því við hæfi að halda reglu- lega upp á þessa arfleifð og minnast þess sem vel var gert fyrr á öldum. Árnasafn á heiðurinn að halda þessu starfi vakandi í vitund þjóðarinnar og hefur staðið vel að því starfi miðað við þá fjármuni sem það hefur fengið til umráða. Handritin heim í hérað Eitt af fyrirmyndarverkefnum sem Árnasafn stendur nú fyr- ir er verkefnið Handritin heim í hérað. Hér skiptir máli frá hvað svæði ein- stök handriti eru ættuð. Hugmyndin er vel hugsuð og útfærð. Það er hins vegar einn hængur á en hann er sá að handritunum sé gefinn sá sómi að sagt sé frá eig- inlegum uppruna þeirra á glöggan hátt. Það er því áskorun með þessari grein að Árnasafn hafi forgöngu um að ganga aðeins lengra en margir myndu þora og gefa handritunum þann uppruna sem þeim ber. Það verður varla um það deilt til dæmis að svo nefnd Flateyjarbók á uppruna sinn í Víðidalstungu sem er í Víðidal í Húnaþingi vestra. Þar var hún skrif- uð að mestu leyti og þau skinn sem í hana fóru voru verkuð og unnin þar. Allar aðrar kenningar og tilgátur er hugarburður og stundum óskhyggja samtímans. Víðidalstungubók Flateyjarbók ætti því að vera nefnd Víðidalstungubók. Sú hefð að kalla handritin eftir þeim stað sem þau voru fengin í safn Árna Magn- ússonar í Kaupmannahöfn er eins fjarstæðukennt og að nefna glæsi- legan stóðhest eftir seinasta selj- anda. Þetta skilja hestmenn enda er hross alltaf getið við þeim stað sem þau fæddust á. Þar fá þau fyrstu reynslu lífsins, þjálfun og þar er grunnurinn lagður til framtíðar. Sama ætti að eiga við handritin. Þau voru skrifuð á ýmsum bæjum og klaustrum og oftast kennd við stað- inn eða ritarann. Enginn veit í raun hvort eða hvaða nafn umrædd bók hafði í byrjun og svo á við um mörg handrit. Hins vegar er Víðidals- tungubók (hér áður nefnd Flateyj- arbók) það einstök að það verður ekki um villst hver lét skrifa hana og hvar hún var skrifuð. Í því sambandi má nefna umfjöllun Jóhannesar Nor- dal í fyrsta bindi bókarinnar sem gefin var út árið 1944. Þar er slegið á allar þær kenningar að bókin hafi verið skrifuð annars staðar en í um- ræddri sveit. Það væri því reisn yfir því að fara alla leið í verkefninu Handritin heim í hérað að nefna bók- ina eftir þeim stað sem hún er upp- runnin. Bókin er líklega skrifuð um 1390 og að því best er vitað var hún þar í um 260 ár en þá var hún flutt út í Flatey. Með fullri virðingu fyrir þeirri góðu eyju hafði bókin þar að- eins stutt stopp, áður en hún fór til Danmerkur. Sagnahéraðið Húnaþing Það er á margan hátt skrýtið hversu Húnaþing hefur farið var- hluta af þeirri arfleið sem það á á sviði sagna og fræðimennsku hér áð- ur fyrr. Eins og bent hefur verið á er einn af skærustu gripum forfeðra okkar, Víðidalstungubók, frá hér- aðinu. Ekki verður um villst að Þing- eyraklaustur hafi átt stóran þátt í að skrifa fornritin en einnig má nefna Breiðabólstað í Vesturhópi í því sam- bandi. Eins og sagnaritarinn Ari fróði segir að þá skyldi Hafliði Más- son á Breiðabólstað sjá um að skrifa á bók lög þau sem Bergþór Hrafns- son lögsögumaður og aðrir spakir menn sögðu upp. Lagabálkurinn var nefndur Hafliðaskrá og er talinn hafa verið skráður á Breiðabólstað veturinn 1117 til 1118. Frumskráin er fyrir löngu glötuð. Björn Þor- steinsson sagnfræðingur telur að Húnaþing sé aðalhérað Íslend- ingasagna og megi að minnsta kosti rekja þangað tíu sögur auk ýmissa þátta. Eflaust má rekja fleiri handrit til héraðsins. Mikilvægt er hins vegar að láta arfleifðina ekki liggja í kyrrð heldur leyfa öðrum að njóta. Komum Víði- dalstungubók alla leið heim og minn- umst sagnaarfleifðar héraðsins með sóma, til að mynda með því að stað- setja safn um Víðidalstungubók þar sem farið er yfir ritun sögunnar, inn- tak og ástæður hennar, verkun skinna og bókband. Slíkt safn myndi sóma sér vel á tungunni milli Víði- dals og Fitjardals. Þar gætu ferða- menn notið sögu fornbókmennta ásamt náttúruperlum eins og Kolu- gljúfri eða Borgarvirkis í Vestur- hópi. Til hamingju með gott framtak verkefnisins Handritin heim í hérað. Víðidalstungubók – Handritin alla leið heim Eftir Karl Guðmund Friðriksson og Sigríði P. Friðriksdóttur » Flateyjarbók ætti að vera nefnd Víðidals- tungubók eftir sam- nefndum bæ þar sem hún á sinn uppruna. Karl Guðmundur Friðriksson og Sigríður P. Friðriksdóttir Höfundar gáfu út bókina Á vit marg- breytileikans á síðasta ári þar sem fjallað er um veiði, sögur og nátt- úrufar Húnaþings vestra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.