Morgunblaðið - 02.08.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 02.08.2013, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 ✝ Ingþór Frið-riksson fæddist í Reykjavík 11. júlí 1945. Hann lést 26. júlí 2013 á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Foreldrar hans voru Lára Vil- helmsdóttir versl- unarmaður, fædd- ist í Reykjavík 27. júlí 1919 og lést á Dvalarheimilinu Grund 22. júlí 2009 og Friðrik Th. Ingþórsson klæðskeri, fæddist á Óspaksstöðum í Hrútafirði 1. september 1918 og lést á Landspítalanum 16. læknadeild HÍ 1972 og lauk sér- námi í heimilislækningum 1979. Hann bjó í þrjú ár á Kirkjubæj- arklaustri og var héraðslæknir og afleysingalæknir í Borg- arnesi í eitt ár áður en hann hélt til Svíþjóðar til sérnáms. Að loknu sérnámi starfaði hann síðan mestan hluta starfsævi sinnar á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi að undanskildum árunum 1994 til 1996 þegar hann var heilsugæslulæknir í Uppsala og hluta árs 1998 er hann sinnti störfum sem læknir við friðargæslulið NATO í fyrr- verandi Júgóslavíu. Hans ástríða lá þó í veiði og söng. Útför Ingþórs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 2. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. september 2005. Systir Ingþórs er Hallbera Friðriks- dóttir hjúkr- unarfræðingur, fædd 21. febrúar 1951. Eftirlifandi maki er Margrét Tryggvadóttir kennari, fædd á Akureyri 18. jan- úar 1946. Börn þeirra eru Lára og á hún tvær dætur, og Orri kvæntur Þór- gunni Birgisdóttur og eiga þau fjögur börn. Ingþór útskrifaðist frá Pabbi að veiða. Hann varð ekkert svekktur þó að hann veiddi ekki neitt. Eða jú annars, smá. Hann elskaði útiveruna. Labba og labba þangað til hann fann lítið vatn þar sem hann gat pikkað upp nokkra silunga í ró og næði. „Lassa mín“, sagði hann. Og það lagaði alla angist. „Lassa mín“ og ég gat slakað á. Við pabbi að skjóta rjúpur. Hann varð frekar hissa þegar ég sýndi honum rjúpurnar sem ég skaut. Svo villtumst við smá, en bara smá og mér leið aldrei illa því að ég treysti pabba. Og Gísli kom með vasaljós á móti okkur og þá gátum við séð hvar við vor- um. Við vorum frekar þreytt eft- ir sjö tíma labb, en sæl. Pabbi að lækna mig. Stakk nál í hnéð á mér til að tappa af vökva. Ég veit að pabbi þjáðist meira en ég. Pabbi veikur. Við sitjum og hlustum á lækninn segja að það sé krabbamein og að það sé al- varlegt. Algjört sjokk, en pabbi tók því af sinni stóísku ró. Hann hafði haft smá grun. Pabbi dáinn og lífið verður aldrei eins. Ég fæ aldrei að knúsa hann aftur. Fæ aldrei aft- ur að heyra hann segja „Lassa mín“. En ég átti frábæra ævi með honum. Hann var yndisleg- ur pabbi. Og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Lára. Svili minn og vinur, Ingþór Friðriksson, er fallinn frá langt um aldur fram eftir snarpa bar- áttu við sjúkdóm, sem því miður lætur sjaldan í minni pokann. Ingþór var góðum gáfum gæddur og sannkallaður hug- sjónamaður og lifði samkvæmt því. Hann var námsmaður góður og fékk snemma áhuga á nátt- úruvísindum og nam læknisfræði við Háskóla Íslands og fór síðan í framhaldsnám í heimilislækn- ingum til Svíþjóðar. Lengst af starfaði hann sem læknir í Borg- arnesi, stóru og erfiðu læknis- héraði og sýndi því héraði og íbúum þess mikla tryggð og skil- aði þar góðu starfi, því hann var glöggur læknir og vel að sér og kappkostaði að halda sér vel við í fræðunum. Leiðir okkar Ingþórs lágu saman fyrir tæpum 40 árum er ég kynntist eiginkonu minni, Þóru Tryggvadóttur, sem er systir Margrétar konu Ingþórs og með tímanum varð góð vin- átta með fjölskyldunum, sérstak- lega eftir að við byggðum sum- arbústað á svipuðum slóðum og þau höfðu áður byggt sér bústað, í Norðurárdal í Borgarfirði. Þar hittumst við oft og var þá gjarn- an kátt á hjalla og ýmis málefni krufin til mergjar. Ingþór var veiðimaður af lífi og sál og afar snjall fluguveiði- maður. Ég fór með honum í margar veiðiferðir og oftar en ekki var valið að fara í afskekkt heiðarvötn og ekki var verra ef ganga þurfti langa leið því ganga og hreyfing var hluti af hans lífs- stíl. Hann var ótrúlega vel að sér í öllu er viðkom íslenskri náttúru og það var eins og að hafa sér- fræðing í grasafræði og fugla- fræði með sér þar sem hann var. Minnisstæð er ferð að svoköll- uðum Fýlingjavötnum í Hrúta- firði en það svæði gjörþekkti hann frá barnsaldri er hann hafði verið þar í sveit í mörg sumur hjá vandalausum. Þar var hann sannarlega á heimavelli og gjörþekkti öll vötn og vatnsföll og örnefni. Við hjónin fórum með Möggu og Ingþóri í mörg ferðalög er- lendis og síðasta ferðin sem við fórum í saman var ferð til Spán- ar fyrir rúmu ári eða skömmu áður en sjúkdómur sá er leiddi hann til dauða greindist. Þetta var yndislegt ferðalag og engum datt í hug hvað fram undan var. Svona getur lífið verið hverfult. Er sjúkdómurinn greindist tók Ingþór öllum fregnum þar að lútandi með ótrúlegu æðruleysi og aðdáunarverðum styrk og þá sást hve sterkur einstaklingur hann var. Missir Möggu, barnanna þeirra Láru og Orra og Þóru eig- inkonu Orra er mikill svo og barnabarnanna. En minningin um góðan mann lifir. Lárus Ragnarsson. Sérðu vatnið þarna? Þar veiddi ég þriggja punda urriða, og sérðu vatnið á hægri hönd? þar fékk ég þessar líka tvær myndarlegu bleikjur. Síðan er vatnsmikil á framundan, þar er víst ansi góð veiði. Gaman væri að fara í vatnið á vinstri hönd, þar hef ég aldrei komið. Þannig mælti Ingþór dag einn þegar við vorum á leið austur í Þingeyj- arsýslur í veiði frá Akureyri, en þangað höfðu þau Magga flutt. Hann var búinn að koma sér þar vel fyrir og var farinn að sinna áhugamáli sínu nr. eitt, þ.e. veiðimennskunni. Að sjálfsögðu kunni hann nöfn á öllum vötnum, ám og sprænum og nafngreindi þær. Þeim nöfnum er ég búinn að gleyma. Síðar, reyndar, færð- ist áhuginn hjá honum yfir í að reka trillu með fleirum og sinna sjóstangaveiði. En það er önnur saga sem aðrir segja eflaust bet- ur frá. Ingþóri kynntist ég í fram- haldi af kynnum mínum við syst- ur hans 1972. Þau voru bara tvö systkinin, og var ætíð mjög gott samband á milli þeirra. Alltaf var mikill samgangur á milli fjöl- skyldnanna. Ég minnist heim- sókna til þeirra Ingþórs og Möggu á Kirkjubæjarklaustur, til Alingsåss í Svíþjóð, í Borg- arnes og ekki síst í sumarbústað- inn, Billann, í Norðurárdal. Oft- ast enduðu þessar venjulegu heimsóknir í stórveislum, en Ingþór og Magga eru, og hafa verið óvenjugestrisin eins og vin- ir og kunningjar þeirra þekkja. Þótt veiðimennskan hafi átt hug Ingþórs allan var hann einn- ig mikill náttúruunnandi. Hann vissi nöfn á öllum fuglum og var óvenjufróður um jurtir og al- mennt um náttúrufræði. Ingþór var einnig mikill mannvinur og var svo sannar- lega réttur maður í réttu starfi sem læknir. Hef ég heyrt að sjúklingar hans hafi metið hann mikils í störfum sínum. Þar sem ég bý nú erlendis hefur ekki gefist mikill tími til samskipta við Ingþór og Möggu síðustu árin. Þess vegna var það ómetanlegt að geta hitt Ingþór við þokkalega heilsu nú fyrir hálfum mánuði og geta átt nokk- urra stunda spjall við hann um alla heima og geima. Kæri mágur, ég þakka þér fyrir samskiptin í lífinu, og meg- ir þú njóta veiðimennskunnar hinum megin. Ágúst Á. Þórhallsson. Ingþór, frændi minn, Frið- riksson er allur. Eftir erfið veik- indi, sem hann tók af æðruleysi, hefur hann nú skilið okkur eftir í sorg og söknuði. Við þekktumst frá barnsaldri. Systurnar, mæð- ur okkar, leiddu okkur snemma saman til leika, enda jafnaldra. Það var gott að vera með Ing- þóri, hann var frumlegur, sjálf- stæður og uppátektarsamur. Þessar lyndiseinkunnir hans reyndust honum gott veganesti í læknisstarfinu. En áður en að læknanámi kom vorum við sum- arlangt í símavinnuflokk og gengum um Vestfirðina og sinnt- um viðhaldi á loftlínum. Fram- ganga okkar þá var eins og dæmigerðum unglingum sæmdi en þó með sitt hvorum hætti enda ögn ólíkir. Ingþór hóf læknanámið ári á undan mér og lagði mér regl- urnar um hvernig ég skyldi haga mínu læknanámi og naut ég hans í hvívetna sem sporgöngumaður. Ingþór sjálfur átti auðvelt með nám og það að taka við leiðsögn og ráðleggingum lærifeðranna. Saman vorum við náms- kandidatar á Akureyrarspítala stuttan en gefandi tíma. Ingþór var hlýr mannvinur, þolinmóður og óþreytandi, sem kom sér vel í læknisstarfi og á löngum og iðulegum vöktum. Verk léku í höndum hans og hann hefði verið fallinn til hvaða sérgreinar læknisfræðinnar sem var, en valdi sér heimilislækn- ingar. Sú grein reynir hvað mest á samskiptahæfni læknisins og það að bera kennsl á sjúkdóma á byrjunarstigi, og krefst víðtækr- ar þekkingar. Hér naut Ingþór sín vel. Hann tók öllum mönnum, sjúkum sem heilbrigðum, fyrir- hafnarlaust, auk þess sem frum- leikinn auðveldaði honum að mæta óvæntum og fjölbreyttum atvikum. Sjálfstæði Ingþórs kom sér vel í starfi þar sem í mann- legum samskiptum reynir svo oft á mat og ályktanir heimilislækn- isins þegar vegast á vilji og lang- anir skjólstæðinganna og faglegt álit læknisins á því sem er mönn- um fyrir bestu. Farsæld Ingþórs í lækningum og samskiptum við fólk byggðist meðal annars á hve úrræði hans voru margvísleg. Ingþór var útivistar- og veiði- maður. Ógleymanlegar eru ferð- ir með honum upp til hæstu heiðavatna. Ingþór átti marga veiðifélaga og held ég að honum hafi ekki þótt lakara þó að sumir væru íhaldsmenn, svo hægt væri að rífast við þá af sannfæringu. Ingþór ræktaði og varðveitti andlega heilsu sína með ferðum út í náttúruna. Þess þurfa læknar í erilsstarfi mjög að gæta til að brenna ekki yfir eða leggja daufa eyrað við kvörtunum sjúk- linga, vegna þeirrar síbylju sem læknastofuvinnu fylgir ár og síð. Ingþór var oft einn á ferð í nátt- úrunni og kannski sóttist hann á stundum eftir því að vera þá einn. Einvera og þögn er einmitt talin besta hvíld frá álagsstörf- um læknisins. Ingþór var gæfumaður í einkalífi og þau Margrét höfð- ingjar heim að sækja. Við Álf- heiður og fjölskyldan sendum Margréti, Láru, Orra og börnum þeirra samúðarkveðjur, sem og Hallberu systur hans og fjöl- skyldu. Við vitum að missir þeirra allra er mikill. Vilhjálmur Rafnsson. Dag nokkurn í september 1965 stóð ég við stigann í að- albyggingu Háskóla Íslands, þegar hár, dökkhærður og reffi- legur stúdent vék sér að mér og sagði: „Ég heiti Ingþór, við erum skyldir, afi þinn og amma mín voru systkin.“ Ég leit upp á pilt- inn og svaraði að bragði: „Jæja, það verður seint þverfótað fyrir ættingjunum, en komdu sæll og blessaður, gaman að kynnast þér.“ Þannig hófst vinskapur okkar og sá strengur hefur aldr- ei slitnað. Fjölmargt varð til þess að böndin styrktust eftir því sem tíminn leið, sem hvorki er unnt að greina frá í stuttu máli né á erindi við alþjóð. Stúdentsárin voru viðburðarík og margir sögulegir atburðir settu mark á þau, eins og til dæmis innrás Rússa í Tékkóslóv- akíu, Víetnamstríðið og alþjóðleg lýðræðisbarátta stúdenta, 68- hreyfingin. Við frændi vorum heilmikið uppteknir af öllu því sem var að gerast, sóttum mót- mælafundi, og tókum þátt í sam- komum til styrktar baráttunni. Þannig lögðu sameiginleg áhuga- mál, félagsleg viðhorf og póli- tískar skoðanir grundvöll að þeirri djúpstæðu vináttu, sem ríkti á milli okkar fjölskyldna alla tíð. Haustið 1971 flutti ég ásamt fjölskyldu minni austur á Kirkju- bæjarklaustur og gerðist þar skólastjóri nýs skóla 5 sveitarfé- laga. Ég varð þar þátttakandi í margvíslegri uppbyggingu, með- al annars baráttunni fyrir heilsu- gæslustöð sem þá var í algleym- ingi. Á þessum árum var stefna heilbrigðisyfirvalda að byggja tveggja lækna stöð í Vík í Mýr- dal, sem þjóna ætti sveitunum austan Sands, en við þetta gát- um við Klausturbúar alls ekki sætt okkur. Magnús Kjartans- son, var þá heilbrigðisráðherra og sósíalistarnir á Kirkjubæjar- klaustri knúðu fast á um að fá heilsugæslustöð á staðinn. Þetta endaði með því að ráðherra sagði, að ef við gætum útvegað lækni þá fengjum við stöð. Ég vissi að frændi var á lausu um þessar mundir og hringdi því í hann og sagði honum að nú lægi mikið við og hvort hann væri ekki til með að ráða sig til okkar í tvö ár í það minnsta, því þá fengjum við okkar eigin heilsu- gæslu. Frændi tók sér klukku- tíma umhugsunarfrest og hringdi þá og sagði: „Ég kem.“ Stöðin reis og starfar enn. Ingþór frændi var skynsamur og hlýr raunsæismaður, sem fór aldrei í feluleik með sannleikann, lagði mat á aðstæðurnar og til- kynnti síðan viðkomandi nær- færnum orðum hvers væri að vænta. Þessi eiginleiki birtist okkur hvað skýrast þegar hann stóð sjálfur frammi fyrir alvör- unni og útgönguleiðirnar lokuð- ust hver af annarri þangað til að- eins ein varð eftir. Af yfirveguðu æðruleysi mætti hann örlögum sínum, meðvitaður um að enda- lok lífsins væru skammt undan. Þrátt fyrir það hélt hann sjálfum sér allt fram undir það síðasta, þegar ekki varð lengur ráðið við „komumann“. Hann stóð keikur eins og sálmaskáldið forðum frammi fyrir dauðanum, steytti framan í hann hnefann og sagði: „kom þú sæll þá þú vilt“. Frændi var fáum líkur, hugrakkur og sjálfum sér trúr alla tíð. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, vandamanna og vina, megi minningin um góðan mann verða okkur leiðarljós fram á veginn. Jón Hjartarson. Hlý nærvera, lágróma glettni, stríðnisblik í auga. Örlítið svart- ur húmor og satírísk sýn á hlut- ina. Skemmtilegur og lifandi. Þannig var Ingþór. Minningarn- ar eru enda góðar og ótalmargar og þær streyma fram hver á fæt- ur annarri. Söngur og ferðalög með Kveldúlfskórnum, samsöng- ur í söngdeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar, silungsveiði á Fjöllum, gönguferðir, sam- kvæmi, matarboð… svo ótal- mörg atvik á liðnum árum. Flest með vinahópnum í Borgarnesi en einnig ýmislegt sem við brölluð- um fjögur saman, við Siggi og Ingþór og Magga. Hún er eftirminnileg göngu- ferðin sem við fórum um páska- leytið einu sinni í fjörunni undir Hafnarskógi. Steinn hrundi úr kletti fyrir ofan okkur, lenti á höfði Benna sonar okkar og höf- uðkúpubraut hann. Mikið ótrú- lega vorum við heppin að Ingþór, ásamt Möggu og Orra, skyldi hafa verið með okkur í þeirri gönguferð. Ingþór fékk þyrlu til að flytja drenginn til Reykjavík- ur, þar sem hann fór beint í að- gerð. Ingþór fylgdi okkur svo eftir á bíl þangað til að fullvissa sig um að allt yrði í lagi og myndi enda vel. Fyrir það erum við þakklát alla tíð enda bjargaði hann e.t.v. lífi Benna með snar- ræði og réttum viðbrögðum. Önnur mynd kemur upp i hugann af Ingþóri að vitja Krist- ínar Erlu dóttur okkar sem þá var nokkurra ára og með lungna- bólgu. Ingþór var að skrifa lyf- seðil og þeir Siggi sátu saman á rúmstokknum hennar og reyndu að finna út hvaða ár hún væri fædd. Ingþór hafði mikið gaman af vandræðaganginum í föðurn- um að muna ekki alveg fæðing- arár dóttur sinnar. Minning um dýrðardaga og bjartar sumarnætur á Hólsfjöll- um forðum daga. Við þræddum ár á landareigninni til að veiða og eitt kvöldið mokveiddum við af bleikju. Svo mikill var aflinn að við þurftum að hreinsa hann í baðkerinu heima. Þá var Ingþór glaður. Þá voru líka veislumál- tíðir töfraðar fram þar sem Magga var í aðalhlutverki og naut sín vel. Þvílíkir sæludagar. Svo eru það allar samveru- stundirnar gegnum árin með vinahópnum, ógleymanlegar og alltaf of fljótar að líða. Sam- kvæmi, gönguferðir, söngur, ræður, leikir, þrautir, krásir og guðaveigar. Uppátækin ótrúleg og Ingþór hrókur alls fagnaðar. Fyrir nokkrum árum var stórt skarð höggvið í vinahópinn þeg- ar Stína okkar féll frá. Nú þarf hópurinn að sjá á eftir Ingþóri úr hópnum. Það er þungt og sárt. En við eigum minningarn- ar. Þær eru dýrmætar og þær vekja birtu, gleði, hlýju og þakk- læti. Við sendum Möggu, Láru, Orra, fjölskyldum þeirra og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Ingþórs. Ólöf Erla, Sigurður Axel og fjölskylda. Þegar ég horfi til heiða, verð- ur mér hugsað til þín. Þegar ég fer yfir ár og læki eða framhjá vatni verður mér hugsað til þín. Þannig verður það um mörg ókomin ár, þegar ferðast verður á láði eða legi, mun hugur okkar leita til þín. Þú hafðir mikið yndi af veiði og öllu sem tengdist úti- vist og íslenskri náttúru. Þú varst flestum fróðari um um- hverfi okkar og lífríki. Á fjórða áratug hafa leiðir okkar legið saman í leik og starfi kæri vinur og verður þeirri samferð engan veginn gerð skil hér, enda minn- ingarnar margar og persónuleg- ar en allar ljúfar og skemmti- legar. Leiftrandi greind, góð söngrödd, mikil kímni og létt- leiki voru þínir ferðafélagar og þú lagðir gott til allra samfunda. Nú hefur þú kæri vinur lagt upp í þína hinstu ferð, allt of snemma og eftir standa vinir og fjölskylda með ótal, ótal góðar minningar, um vin sem gaf lífinu mikinn og fjölbreyttan lit. Þú varst læknir góður og um það geta fjölmargir vottað. Í mínum huga varstu ekki bara læknir heldur varstu fjölfræðingur. Þinn sívirki hugur var alltaf að fást við einhverja af gátum lífs- ins og út úr því spunnust margar skemmtilegar samræður og vangaveltur þegar vinahópurinn hittist. Þú hafðir jafnan þína eig- in nálgun að lausninni og um það spunnust jafnan mjög líflegar og skemmtilegar samræður. Það var í Borgarnesi fyrir tæplega fjörutíu árum sem við kynntumst. Sjö fjölskyldur bundust sterkum vináttubönd- um, og áttu ótal ómetanlegar samverustundir í leik og starfi. Svo líða árin og flest okkar eru flutt frá Borgarnesi og börnin flogin úr hreiðrinu. Vináttan hef- ur alltaf haldist og við hist reglu- lega og alltaf er það jafn gaman. Nú nýverið áttum við saman yndislegar samvistir við frábært atlæti á Akureyri hjá Möggu og Ingþóri og Brit og Birgi og þá varð okkur í vinahópnum ljóst að Ingþór vinur okkar nálgaðist sína hinstu ferð. Fræði- og veiði- maðurinn og fyrst og fremst vin- urinn okkar góði var á förum. Stundin var ljúfsár eins og verð- ur eftir langa samferð þegar mikils er að sakna og fyrir margt að þakka. Vinur okkar Ingþór hefur kvatt þennan heim. Við sitjum eftir, horfum til heiða og hugsum til þín kæri vinur um leið og við tökumst á við sökn- uðinn með okkar kæru vinkonu henni Möggu þinni og börnunum ykkar. Henry og Inga. Þegar allt leikur í lyndi og vorsins fuglar syngja sig inn í sumarið, þá er gott að vera til. Örugglega er betra að lifa í gleði og vita þó samt að hún tekur enda. Engri lífsins göngu lýkur án eftirsjár eftir góðu og glöðu stundunum, hjá því verður ekki komist. Þetta vissi kær vinur og læknir, hann Ingþór, manna best og sagði okkur rótarýsystkinum sínum þegar honum var ljós al- vara síns sjúkdóms að hann þakkaði hvern þann morgun sem hann „vaknaði lifandi“. Ingþór flutti til Akureyrar frá Borgar- nesi fyrir tveimur árum og við urðum strax bestu mátar og það var Rótarýfélagsskapurinn sem fyrst og fremst réði því. Raunar bar fleira til því söngurinn hafði lengi tengt okkur órofaböndum og var Ingþór með afbrigðum söngvís og hafði það umfram mig að kunna ókjör af vísum, þannig varð hann sígildur forsöngvari í Þórði gamla „malakoff“ í árlegu nýársteiti okkar Löllu, þó sá texti eigi síst við hér. Á vordög- um hófum við æfingar á organ- um-tvísöngvum og lofaði sá gjörningur góðu og hefði ugg- laust borið frægð okkar víða ef svo hefði haldið fram sem þá horfði. Einhvern veginn fannst mér að við Ingþór hefðum verið vinir ævilangt. Eftirfarandi vísa kom fram í huga minn er ég frétti ótímabært andlát þessa góða vinar. Vorsins bjarta vinarann vakti hjartans funa. Í sumarskarti friðinn fann, þeim friði er hart að una. Við Lalla vottum Möggu, Ingþór Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.