Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 27

Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 27
börnum, mökum þeirra og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Frá Rótarýklúbbi Akureyrar flyt ég einlægar þakkir fyrir að hafa mátt eiga Ingþór að, sem dyggan og skemmtilegan félaga. Jafnframt flyt ég frá klúbbnum einlægar samúðaróskir til Mar- grétar og fjölskyldu. Rótarý- klúbbur Akureyrar vottar Ing- þóri Friðrikssyni sína dýpstu þökk og virðingu. Jón Hlöðver Áskelsson. Okkar kæri vinur, Ingþór Friðriksson, er látinn. Við höfum verið svo lánsöm að eiga hann og konu hans, Margréti, að vinum síðustu tuttugu árin og þar hefur aldrei borið skugga á. Hjá börn- um okkar hafa þau fyllt skarð afa og ömmu með ástúð sinni og væntumþykju og það er erfitt að kveðja. Veiðiáhugann áttu Ing- þór og Steini sameiginlegan og fóru þeir ófáar ferðirnar til að sinna honum og þegar Darri komst á legg fékk hann að fljóta með. Ingþór hafði þó stundum á orði að það þýddi ekkert að taka strákinn með því hann veiddi alltaf stærsta fiskinn. Þótt satt væri þá fylgdi athugasemdinni ætíð glettið bros og stolt yfir hæfileikum drengsins. Fyrir nokkrum árum eignaðist Ingþór hlut í bát og skruppu þeir fé- lagarnir til sjós hvenær sem tækifæri gafst og nutu bæði heimilin góðs af. Hann hafði gaman af lestraráhuga Fríðu og þekkingarleit og ýtti undir það með því að forvitnast um hvað hún væri að fást við í hvert skipti sem þau hittust og kynnti hana meðal annars fyrir verkum Þór- bergs Þórðarsonar, en húmorinn í bókum hans kunni Ingþór vel að meta. Hann og Magga fylgd- ust vel með því sem við hjónin vorum að brasa í listalífinu hverju sinni en þessi einlægi áhugi og hlýhugur í okkar garð er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum til Ingþórs og hvað hann var okkur, stuðningurinn og hugulsemin í gegnum súrt og sætt. Samskipti okkar hafa verið mikil síðustu ár, annaðhvort í síma eða heimsókn- ir, létt spjall og matarboð, við munum sakna þess að fá ekki SMS eldsnemma að morgni með boði í morgunkaffi eða að Ingþór hringi og athugi hvort við séum vöknuð. Það hvarflaði ekki að okkur að þegar við kvöddum tengdamóður mína, Elínu Jó- hannesdóttur, fyrir ári að Ingþór myndi fylgja vinkonu sinni svo fljótt en veikindum sínum tók hann af æðruleysi. Þau voru rædd tæpitungulaust og hann og Magga voru samstiga í að takast á við þau eins og annað sem þau hafa þurft að glíma við á samleið sinni. Við erum þakklát fyrir samveru og kærar minningar um góðan vin og vottum eigin- konu hans, börnum og barna- börnum okkar innilegustu sam- úð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Anna Bryndís, Þor- steinn, Hólmfríður María og Kristinn Darri. Allt í einu stóð hann þarna íklæddur áberandi hvítum og grænköflóttum frakka, hávaxinn og svipmikill, í hópi nema fyrir utan Langholtsskóla einn haust- dag fyrir líklega 56 árum. Skól- inn var að hefjast og manninn hafði ég ekki séð áður. Vakti strax forvitni mína. Þar var kom- inn Ingþór Friðriksson en fyrir okkur átti að liggja að verða samferða og sambekkja í gagn- fræðaskóla, landsprófi, mennta- skóla og háskóla. Við vorum nokkrir skólafélag- anir sem bundumst nánum vin- áttuböndum á þessum árum fram að stúdentsprófi. Ingþór hóf nám í læknisfræði haustið 1965. Hið sama gerði ég og vor- um við samferða allt þar til við tókum embættispróf í læknis- fræði vorið 1972. Á þessum árum mynduðust ný vináttutengsl við marga góða samstúdenta. Að loknu námi í læknadeild skildu leiðir um tíma. Félagarnir völdu sérnám í samræmi við þær væntingar sem þeir höfðu. Ingþór lagði stund á nám í heimilislækningum í Svíþjóð og hlaut sérfræðiréttindi í þeirri grein. Ingþór starfaði víða, lengst af sem heilsugæslulæknir á Heilsugæslustöðinni í Borgar- nesi. Ingþór var farsæll og vin- sæll læknir allan sinn starfsferil. Hann var mikill náttúrunnandi og vafalaust hefur það haft áhrif á valinu að starfa utan þéttbýlis- svæða. Ingþór var næmur maður og íhugull. Það var alltaf fróðlegt að eiga orðastað við hann. Viðhorf okkar voru oft ólík en það gerði alla umræðu áhugaverðari. Í hinu pólitíska litrófi var hann á vinstri kantinum. Það kom mér því satt að segja nokkuð á óvart þegar ég frétti að hann væri orð- inn liðsforingi í her NATO og starfaði þar sem friðargæsluliði á Balkanskaga 1998. Við nánari skoðun þarf þetta ekki að koma á óvart. NATO var í rauninni eina aflið sem gat komið böndum á þjóðernishreinsanir og önnur voðaverk sem unnin voru fyrir allra augum í túnjaðri Evrópu- sambandsins. Engar kreddur flæktust fyrir honum. Var Ing- þóri veitt NATO-orða fyrir þjón- ustu sína við friðargæsluna. Fyrir um 15 árum leitaði út- skriftarhópurinn frá 1972 aftur saman. Ákveðið var að halda til Noregs til að sækja heim á tvo norska lækna sem útskrifuðust með okkur frá Háskóla Íslands. Var farið í ógleymanlega ferð um Vestur-Noreg enda kom í ljós að hópurinn átti enn vel saman og ekki síst makar þeirra. Ingþór hafði kynnst sínum góða og hlýja lífsförunaut Margréti Tryggva- dóttur kennara þegar á náms- árunum í háskólanum en þau gengu í hjónaband 1968. Margir í hópnum höfðu góðar söngradd- ir ekki hvað síst Ingþór og Mar- grét. Ekki spillti fyrir að í hópn- um var einn færasti píanóleikari landsins. Ferð þessi tókst það vel að þessum sið var haldið áfram að fara sérstakar ferðir annað hvert ár oftast til nálægra landa með söguleg tengsl við Ís- land. Hvar sem sást til píanós var staldrað við og sungið. Víst er að útskriftarárgangurinn 1972 mun sárt sakna Ingþórs sem ávallt var hrókur alls fagnaðar. Við Snjólaug sendum Mar- gréti og börnum hennar og Ing- þórs, þeim Láru og Orra og fjöl- skyldum þeirra, okkar dýpstu samúðarkveðjur vegna fráfalls Ingþórs. Minningin um þennan góða dreng mun ávallt lifa. Haraldur Briem. Við kynntumst Ingþóri þegar hann og fjölskylda fluttu til Borgarness 1978. Magga var skólasystir okkar úr MA og því tengsl við hana frá því fyrr. Strax kom í ljós að Ingþór var fróður, skemmtilegur og mikið náttúrubarn. Við félagarnir fundum okkur brátt saman í veiðimennsku og söng og sung- um saman í mörg ár í Kveldúlfs- kórnum þar sem hann var leið- andi í bassa með fallega rödd og einstaklega lagviss. Vinátta okk- ar og fleiri fjölskyldna sem bjuggu í Borgarnesi á þessum árum hefur verið samfelld síðan og hefur verið kallaður Borgar- nessvinahópurinn. Þessi hópur hefur hist og glaðst saman nokkrum sinnum á ári, nú síðast hér á Akureyri fyrir tæpum tveimur mánuðum. Þrátt fyrir veikindin tók Ingþór heilshugar þátt í vinagleðinni, bauð í stutta sjóferð og tók nokkur dansspor þegar líða tók á kvöld. Lýsir það ekki síst æðruleysi hans og jafn- lyndi þrátt fyrir erfið veikindi. Við Ingþór fórum saman í marga veiðitúra og síðustu 10 ár höfum við farið árlega í veiði í Laxá í Mývatnssveit í landi Haganess, þar sem við vorum tveir saman í veiðihúsi og veidd- um silung á þessum fallega stað. Þarna naut Ingþór sín til fulln- ustu enda mikill veiðimaður og hafði gaman af að fylgjast með náttúrunni og velta fyrir sér hvaða flugu fiskurinn myndi taka í ljósi birtu og veðurs. Iðu- lega vaknaði hann löngu á undan mér og þegar ég kom fram hafði hann setið og hnýtt flugur sem hann taldi að myndu passa þann daginn. „Góðan daginn vinur, hér færðu eina sem mun slá í gegn í dag,“ sagði hann einn morguninn og á þessa flugu veiddi ég átta væna urriða þann daginn. Hann var mjög fylginn sér í veiðinni og lét hvorki veður né mývarg aftra sér í veiði- mennskunni. Hann veiddi alltaf meira en ég og þar sem við skiptum jafnt kom það fljótt í minn hlut að sjá um að kokka of- aní okkur enda kokkamennska ekki hans sterkasta hlið. Hann naut þess að borða góðan mat enda góðu vanur frá Möggu konu sinni sem er einstakur kokkur. Eftir að Magga og Ing- þór fluttu til Akureyrar 2006 og keyptu sér hús i Oddeyrargöt- unni urðu samskipti okkar enn meiri og höfum við ósjaldan glaðst saman og kitlað bragð- laukana. Við Ingþór keyptum okkur hlut í lítilli trillu sem við hugðumst nota til veiðiferða á firðinum. Ingþór naut sín á sjón- um á meðan heilsan leyfði og átti orðið fisksjá, dýptarmæli og GPS-tæki. Ósjaldan var nýveidd- ur fiskur listilega framreiddur í Oddeyrargötunni og nutu margir góðs af. Ingþór greindist með krabba- mein sl. haust. Veikindin ágerð- ust smátt og smátt en jafnaðar- geð og jákvæðni fylgdu honum allt til enda. Magga og fjölskylda hafa staðið sem klettar við hlið Ingþórs í veikindunum og gert honum lífið sem bærilegast. Góð- ur vinur er genginn og söknuður fyllir hjartað en eftir lifa ótal minningar um góðan dreng og skemmtilegan vin. Innilegar samúðarkveðjur frá Brit og fjöl- skyldunni. Birgir Guðmundsson. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 ✝ Gylfi Valbergfæddist á Eski- firði 29. desember 1945. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaups- stað 26. júlí 2013. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Valberg Guð- brandsson, fæddur á Seltjarnarnesi 17. júní 1900, hann lést 13. desember 1963, og Guðbjörg Bentína Benediktsdóttir, fædd á Eskifirði 14. apríl 1902, lést 28. júlí 1975. Gylfi átti þrjá hálf- bræður og voru þeir elstir af systkinunum. Þeir hétu Gunnar Gylfi eignaðist einnig fjögur fósturbörn, sem Sunneva María átti frá fyrra hjónabandi. Nöfn þeirra eru Sigurd Joensen, Helgi Sólberg Joensen, Kristín Sóley Joensen, Amanda Sunneva Joen- sen. Hann var því ríkur af börn- um, barnabörnum og barna- barnabörnum. Gylfi ólst upp á Eskifirði og fór mjög ungur að vinna, fyrst við beitningar fyrir föður sinn og aðra trillukarla og fór svo sjálfur að stunda sjóinn, sem varð hans ævistarf. Lengst af var hann á Sæljóni SU 104 á Eskifirði. Hann fluttist til Vestmannaeyja 1998 og bjó þar alveg þar til í janúar 2013, en þá hafði hann stutta við- komu í Reykjavík hjá Stefáni bróður sínum og Önnu konu hans, áður en hann flutti loks aft- ur heim í fjörðinn fagra. Gylfi verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju í dag, 2. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 14. (látinn), Björgvin (látinn) og Óskar Guðbjörn (látinn) og voru samfeðra. Elst af alsystkinum Gylfa var Karlotta Ósk (látin), svo komu Benedikt Guðni (látinn), Theódóra, Jónína Sigríður, Andrés Friðmar, Stefán Ás- geir og Arilíus (lát- inn). Gylfi giftist Sunnevu Maríu Joensen og eignuðust þau fimm börn sem heita Bentína Ósk, Alma Sigríður, Jóna Ingibjörg, Gylfi Valberg og Marinó Eiður. Marga róðra réri Gylfi vinur okkar með okkur, hefur hann nú farið í sinn síðasta róður á ókunn mið eftir langvinn veik- indi. Enginn veit hvar þau mið eru en við vitum að honum á eftir að farnast vel þar. Gylfa kynntumst við fyrir löngu, fyrst þegar hann bjó á Helga- felli hér á Eskifirði og svo enn betur eftir að hann fór að stunda sjóinn með okkur, lengst af á Sæljóni SU-104, þar sem hann starfaði lengi vel sem annar vélstjóri. Gylfi var góður sjómaður og handlaginn, allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel og vandlega og er á engan hallað þó að við höldum því fram að betri beit- ingamaður hafi varla verið til á Íslandi. Ekki vafðist það fyrir karli að greiða fisk úr netum, það lék í höndum hans að greiða fiskinn úr og var sem listamaður væri þar á ferð enda var Gylfi listrænn en nýtti sér þá hæfileika minna en hann hefði mátt gera. Það hefur eng- inn verið svikinn af því að hafa Gylfa með sér á sjó, þar sem dugnaður og vandvirkni var hans aðalsmerki. Harmónikkan var hans góði vinur og var oft gaman í afmælum og á manna- mótum þegar Gylfi byrjaði að þenja nikkuna, hann var býsna góður karlinn og aldrei léttara yfir honum en þegar nikkan var í fangi hans. Þökkum við honum samfylgdina á sjónum, þar sem oftast var nóg að gera. En við gleymum heldur ekki að þegar tími var til að gantast og skemmta sér fór Gylfi oft fremstur í flokki að bralla eitt- hvað skemmtilegt. Frá því verður ekki sagt hér en það lif- ir í minningunni um góðan dreng. Blessuð sé minning hans og vottum við fjölskyldu hans okk- ar dýpstu samúð. Grétar Rögnvarsson og Páll Helgason. Gylfi Valberg Óskarsson ✝ ELÍAS VALDIMAR ÁGÚSTSSON lést mánudaginn 22. júlí. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Regína Stefnisdóttir, systur og aðrir aðstandendur. Ástkær unnusti, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi okkar, STEINGRÍMUR H. GUÐJÓNSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 22. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar samúð og vinarhug og vill koma kæru þakklæti til krabbameinsdeildar Landspítalans 11E og líknardeildar Landspítalans. Kirsten Ertman, Ásdís Steingrímsdóttir Coleman, Marc Coleman, Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Pálmi Þór Sævarsson, Davíð Reynir Steingrímsson, Edit Ómarsdóttir, Sindri Freyr Steingrímsson, Ásdís Steingrímsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Guðrún Kristmundsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Ásmundur Kristinsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Mýrarvegi 111, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 29. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Innilegar þakkir til starfsfólks á Reynihlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Guðmundur Hoff Møller, Maríane Hoff Møller, Unnur Snorradóttir, Bjarki Kristinsson, Helga Snorradóttir, Kristján Ólafsson, Arinbjörn Snorrason, Bjarki Heiðar Ingason, Hildur Soffía Vignisdóttir, Helga Þórey Ingadóttir, Jónatan Jónsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ FINNBOGADÓTTIR, Garði, Reyðarfirði, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum fimmtudaginn 29. júlí. Hún verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort dvalar- og hjúkrunarheimilis Uppsala, sími 475 1410. Haukur Sigfússon, Elísabet Gestsdóttir, Jóhanna Sigfúsdóttir, Ferdinand Bergsteinsson, Sigfús Valur Sigfússon, Jóna Valgerður Ólafsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GISSUR KR. BREIÐDAL, fyrrverandi veghefilsstjóri, Hrafnistu í Hafnarfirði, sem lést fimmtudaginn 25. júlí, verður jarðsunginn frá Garðakirkju miðvikudaginn 7. ágúst kl. 13.00. Ingibjörg Gissurardóttir, Stig Svensson, Skarphéðinn Gissurarson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Smári Gissurarson, Víðir Gissurarson, Ellert Gissurarson, Selma Björk Petersen, Stefanía Gissurardóttir, Ásgeir Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær bróðir okkar, ÞÓRÐUR VILMUNDARSON, fyrrv. bóndi og smíðakennari, Mófellsstöðum, Skorradal, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 31. júlí. Útför auglýst síðar. Margrét Vilmundardóttir, Bjarni Vilmundarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.