Morgunblaðið - 02.08.2013, Qupperneq 29
Hvammstanga og þaðan til Flat-
eyrar þar sem þau hafa búið síð-
ustu 17 árin. Þórður var góður
vinur og félagi, eigum við marg-
ar góðar minningar um samvist-
ir við hann. Við nutum oft góðs
af þegar þau hjón bjuggu á
Hvammstanga og við á Flateyri.
Það var hófleg dagleið til
Hvammstanga hvort sem við
vorum á suður- eða vesturleið,
alltaf var gist í eina eða tvær
nætur hjá þeim í góðu yfirlæti.
Við tókum strax eftir því hvað
Þórður var víðsýnn og hafði
raunhæfar skoðanir sem voru
hans, þessar stundir voru okkur
gleðilegar og góðar.
Það var gott að fá þau hjón í
heimsókn til Flateyrar og við
sáum strax að Þórði líkaði bæj-
arbragurinn þar vel og var fljót-
ur að kynnast körlunum á
bryggjunni og fleiri bæjarbúum.
Árið 1996 æxluðust mál þannig
að það sköpuðust atvinnutæki-
færi fyrir þau Þórð og Láru á
Flateyri og fluttust þau þangað
og tóku við rekstri veitingastað-
arins Vagnsins á Flateyri sem
þá var einn vinsælasti veitinga-
staður landsbyggðarinnar.
Þórður gerðist þá „Vagnstjóri “
og ráku þau hjón staðinn með
mikilli drift. Það er vissa okkar
að þessi ákvörðun þeirra hafi
verið bæði Flateyringum og
þeim sjálfum mikið happaspor
og hafa þau átt góða daga á
Flateyri þar sem þau hafa lagt
gjörva hönd á margt samfélag-
inu til framdráttar og eignast
góða vini sem treystu þeim og
studdu til margra góðra verka.
Lára og Þórður voru eitt og
hvort öðru góð og ævinlega
nefnd bæði þegar annars þeirra
var getið.
Eitt af helstu áhugamálum
Þórðar var gróðursetning og
ræktun og hafði hann svo sann-
arlega „græna fingur“. Garður-
inn hans heima á Flateyri ber
þess glöggt merki hversu
áhugasamur og framsýnn hann
var og kenndi hann okkur hjón-
um mörg ráð þegar við vorum að
byrja okkar ræktun við sum-
arbústaðinn okkar. Sundlaugar-
garðurinn og mörg opin svæði á
Flateyri bera þess merki að
Þórður hefur farið þar um með
sína grænu fingur en nú er
skarð fyrir skildi í þeim málum.
Við erum þakklát þeim hjón-
um hvað þau voru dugleg að
heimsækja okkur til Þorláks-
hafnar og áttum við þar margar
góðar stundir. Það var síðan sl.
vor að Þórður greindist með það
mein sem síðar felldi hann. Við
þökkum fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum í sumar þeg-
ar hann dvaldi hjá okkur. Þórð-
ur í sinni skynsemi vissi hvert
stefndi og sagði hann okkur oft
að hann væri sáttur við sinn hlut
en hann langaði að skreppa vest-
ur til að sjá garðinn sinn í sum-
arskrúða. Það varð því miður
ekki en nú horfir Þórður á garð-
inn sinn úr öðru hásæti og getur
verið stoltur af.
Að leiðarlokum þökkum við
hjónin, börnin okkar, tengda-
börn og barnabörn Þórði góða
vináttu og skemmtilegar sam-
verustundir og óskum honum
blessunar. Elsku Lára og fjöl-
skyldan öll, við sendum ykkur
samúðarkveðjur og þökkum fyr-
ir að hafa átt vináttu Þórðar.
Minning um góðan dreng lifir.
Ægir og Margrét,
Þorlákshöfn.
Er syrtir af nótt, til sængur er mál að
ganga.
Sæt mun hvíldin eftir vegferð
stranga.
Þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín,
Svæfði mig svefninum langa.
(Örn Arnarson.)
Fallinn er frá elskulegur vin-
ur og frændi Þórður Sævar
Jónsson eftir langvarandi bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm.
Við áttum samleið meðan
hann var ungur drengur og ég
fékk að aka honum í barnavagni.
Var alltaf sama leiðin farin frá
Bankastræti að Hljómskála-
garðinum þar sem Þórður var
umvafinn hlýju sjali Þóru ömmu
sinnar. Þá var alltaf gott veður
og engin rigning.
Eftir unglingsárin og skóla-
göngur sem þeim fylgja lagði
hann stund á margt, svo sem
kaupskap, akstur, veitingasölu
og sjómennsku og lenti þar í
miklum sjávarháska þar sem
skipið var nærri sokkið vegna ís-
ingar, en það bjargaðist vegna
snarræðis og dugnaðar skips-
hafnarinnar.
Þórður, bróðursonur minn,
átti gott lundarfar og þar með
góða og trausta vini en hafði
ákveðnar skoðanir á stjórnmál-
um.
Svo skildi leiðir okkar þegar
árin liðu. Hann fluttist norður á
land og síðar vestur á firði en ég
austur yfir heiðar en við misst-
um aldrei tengslin okkar í milli.
Hann eignaðist fjögur myndar-
leg börn – þar af dó ein dóttirin,
ung stúlka Guðný Arndís að
nafni, í bílslysi – var það áður en
bílbeltin urðu algeng. Kom út
ljóðabók eftir hana. Var þetta
slys mikið áfall fyrir alla fjöl-
skylduna.
Öll börn og afkomendur Þórð-
ar eru einstaklega listræn hvert
á sínu sviði. Þau eru dugleg og
greind, algerir gullmolar og ætt-
arsómar.
Ég þakka Þórði frænda mín-
um margar góðar samveru-
stundir.
Verði hann Guði falinn. Einn-
ig vil ég votta konu hans, Láru
Thorarensen, og þeim nánustu í
fjölskyldunni samúð mína.
Helga Þórðardóttir.
Þórður Sævar Jónsson frændi
minn er dáinn. Hann átti mörg
góð ár á Flateyri með eiginkonu
sinni Láru Thorarensen. Við
vorum systrasynir og tengd-
umst vel í stórum hópi dugnað-
arsystkina gegnum mæður okk-
ar frá Vík í Mýrdal, áður í
Eyjarhólum við Pétursey. Móðir
Þórðar var frú Margrét Sæ-
mundsdóttir og faðir hans
traustur stórkaupmaður, Jón
Þórðarson, í Bankastræti 1,
Reykjavík. Það er mér minnis-
stætt hversu Margrét, móðir
Þórðar, var hress og skemmti-
leg. Það komst enginn upp með
það að vera dapur í Bankastræti
1.
Á unglingsárunum var mikið
samneyti og Þórður frændi allt-
af kallaður Dúddó. Hann var
eldhress hægrimaður sem ætl-
aði að láta til sín taka í kaup-
mennsku. Hann eignaðist fyrst
Jón og Guðnýju Arndísi sem lést
af slysförum, síðan Margréti og
Steingrím. Mamma mín sagði
oft á sínum síðari árum: „Gísli,
þú verður að kynnast honum
Steingrími, hann er svo góður.“
„Hvað meinarðu mamma?“ „Ég
get ekkert útskýrt það, þú verð-
ur bara að kynnast honum.“
Við Þórður, Úlfar frændi og
undirritaður áttum mikla sam-
leið hjá ömmu og afa í Vík í Mýr-
dal. Þar mættu systurnar oft á
einu bretti með eiginmönnum og
börnunum til að taka til við hey-
skapinn í brekkunum fyrir ofan
Vík og á Fletinum fyrir austan
Víkurklett. Þarna hittust öll
systkinin og fjölskyldur því allir
bræðurnir bjuggu í Vík. Þetta
voru árin sem við tengdumst
best.
Þórður gerðist síðar farsæll
sjómaður á flutningaskipum frá
Reykjavík. Hann kynntist
mörgum löndum og góðu fólki í
fjarlægum löndum. Samband
okkar Þórðar breyttist og við
sáumst sjaldnar. Við töluðum
stöku sinnum saman í símann
frá Hvammstanga og frá Vest-
fjörðum. Hann minntist á góða
vini fyrir vestan eins og Lýð
Árnason lækni og marga fleiri.
Ég hitti hann aðeins einu sinni á
Flateyri sem var stutt en góð
stund.
Stóra stundin okkar var að
hittast á Grand Hótel einu sinni
á ári í lok nóvember eða byrjun
desember með öllum góðum
frændum frá Vík í Mýrdal. Þar
hittumst við Dúddó síðast.
Guðs blessun fylgi þér og öll-
um afkomendum.
Gísli Holgersson.
Í dag flaggar þorpið í hálfa,
genginn er Þórður Jónsson,
Vagnstjóri á Flateyri. Og þó að
hann hafi ei ávallt gengið eftir
beinni línu er hans sárt saknað
af mönnum og málleysingjum.
Þórður var yndi í orðum og
gjörðum, hlýr til hjartans og ör-
lyndur. Sem dæmi um það tafði
Þórður oftsinnis í sundlaug
Flateyrar vegna flugna sem
hann bjargaði frá drukknun og
fór í þetta töluverður tími enda
laugin 25 metrar. En viðkvæði
Þórðar var: „Öll líf eru einhvers
virði, ekki sízt þau stuttu.“
Umhyggja Þórðar fyrir konu
sinni, Láru Thorarensen, sætti
undrum og fórnaði hann öðru
eyranu og hinu að mestu henni
til viðurværis. Einnig lagði hann
á sig ómælt magn rannsókna og
læknisskoðana henni til hugar-
hægðar. Áttum við Þórður
margt spjall á læknastofunni og
mingluðum saman trúverðugum
niðurstöðum.
Á unga aldri sigldi Þórður um
heimsins höf, mundaði ísexi í
ofsaveðrinu mikla við Ný-
fundnaland og sá Bítlana renn-
sveitta í Hamborg. Sjálfstæðis-
maður var hann óflokksbundinn
en lét til leiðast að aka rútu
Heimdellinga meðan voru með
viti. Síðan eru liðin mörg ár.
Fyrir mína parta útskrifast
Þórður Jónsson úr skóla lífsins
með fyrstu einkunn. Hann var
góður félagi, friðelskur og allar
áfyllingar ekta. Um leið og ég
þakka samveruna, kæri vinur,
óska ég þér velfarnaðar á nýjum
slóðum.
Þinn einlægur,
Lýður Árnason.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
Elskulegi tengdapabbi, Alan
Winrow. Mig langar svo að
þakka þér fyrir allar þær frá-
bæru stundir sem við höfum átt
saman og allar frábæru minning-
arnar mun ég varðveita alla tíð.
Þegar ég kom inn í fjölskylduna
tókst þú á móti mér opnum örm-
um og varst mér alltaf svo góður.
Ég er ævinlega þakklátur fyrir
að þú hafir verið viðstaddur
stærsta dag í mínu lífi þegar ég
giftist yndislegu dóttur þinni,
henni Önnu Lydiu. Þín verður
minnst sem hetju og minningin
um þig mun lifa í hjörtum okkar
Önnu. Hvíldu í friði, elsku
tengdapabbi.
Einar Þór Einarsson.
Í dag kveðjum við vin okkar og
samstarfsfélaga, Alan Winrow, í
hinsta sinn. Ég varð þeirra gæfu
aðnjótandi að kynnast Alan fyrir
tveimur og hálfu ári þegar eig-
andaskipti urðu hjá Steypustöð-
Alan James
Winrow
✝ Alan JamesWinrow fædd-
ist á Englandi 15.
október 1956. Hann
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
23. júlí 2013.
Útför Alans fór
fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 26.
júlí 2013.
inni sem var vinnu-
staður Alans til
margra ára. Við Al-
an urðum fljótt
miklir mátar enda
átti hann ótrúlega
auðvelt með að ná
til fólks. Það má í
raun segja að það
hafi verið ómögu-
legt fyrir þá sem
áttu erindi við Alan
í meira en nokkrar
mínútur að komast hjá því að
skella upp úr eða brosa breitt því
lífsgleðin og leiftrandi húmorinn
var honum í blóð borinn.
Fyrir tæpum tveimur árum
fórum við Alan saman til Eng-
lands ásamt nokkrum góðum fé-
lögum. Alan vildi fara með mig til
að kynna mig fyrir okkar birgj-
um þarna úti. Ferðin mun seint
renna mér úr minni. Alan lék á
als oddi og hafði skipulagt ýmsar
uppákomur sem komu okkur
ferðafélögum hans algjörlega í
opna skjöldu en þó ávallt á þann
hátt að við veltumst um af hlátri.
Fátt fannst Alan skemmtilegra
en að koma fólki á óvart og lagði
oftar en ekki á sig ómælda vinnu
til að gera grín. Við ferðafélagar
hans fundum líka að hann naut
þess að aka með okkur um æsku-
slóðir sínar í Liverpool og ná-
grenni og sýna okkur eitt og ann-
að. Toppurinn var síðan þegar
hann, öllum að óvörum, fór með
hópinn á það sem við Alan köll-
uðum Mekka fótboltans eða An-
field, heimavöll Liverpool og
horfðum á hetjurnar okkar spila
fótbolta.
Í þessari ferð minni með Alan
áttaði ég mig fljótlega á því að
þau kjör og sú þjónusta sem
þessir aðilar veittu okkur var til-
komin vegna persónulegra
kynna þeirra og trausts sem þeir
báru til Alans.
Í byrjun árs 2012 kom Alan á
skrifstofu mína og tjáði mér að
hann hefði greinst með sjúkdóm-
inn sem átti síðan eftir að leggja
hann að velli og hann væri full-
viss um það að hann yrði látinn
innan tveggja ára. Ég hélt nú
fyrst að þetta væri enn einn
hrekkurinn hjá Alan en nú hefði
hann farið yfir strikið. Þá vildi
hann að ég færi að huga að því
hver myndi leysa sig af hólmi
þegar að því kæmi. Alan var þá
og fram til dauðadags verslunar-
stjóri okkar. Aðspurður hvort
það væri ekki nægur tími til að
huga að eftirmanni hans neitaði
hann og vildi hann setja nýjan
mann inn í starfið þannig að hann
gæti farið sáttur frá. Eftir að Al-
an hafði kvatt mig sat ég hljóður
og hugsaði til þess hvernig í
ósköpunum hann gæti haft
áhyggjur af versluninni á sama
tíma og hann berðist fyrir lífi
sínu. Hins vegar var þetta lýs-
andi fyrir Alan og fyrir atvinnu-
rekanda er það ómetanlegur
fjársjóður að eiga og hafa átt
starfsmann eins og hann.
Ég vildi að ég hefði orðið
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn-
ast þessum vini mínum fyrr á
lífsleiðinni því Alan er einn
skemmtilegasti maður sem ég
hef kynnst. Hins vegar er ég þó
þakklátur fyrir að hafa fengið að
ganga samhliða honum þennan
tíma sem við þekktumst og fyrir
það verð ég almættinu ævinlega
þakklátur.
Fyrir hönd okkar í Steypu-
stöðinni vil ég að lokum segja:
takk fyrir allt, elsku Alan minn,
megi Guð varðveita þig og vaka
yfir fjölskyldu þinni.
Þangað til næst, kæri vinur,
„yoúll never walk alone“.
Alexander G. Alexandersson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
HELGU SVANLAUGSDÓTTUR,
Kársnesbraut 27,
Kópavogi.
Jónas Finnbogason, Eyrún Eyþórsdóttir,
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, Bjarni Ingvarsson,
Svanlaug R. Finnbogadóttir, Ómar Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
VALGERÐUR MARGRÉT
INGIMARSDÓTTIR,
Síðumúla 21,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 26. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. ágúst
kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á blóðlækningadeild LSH, Ljósið og líknardeild LSH í
Kópavogi
Kristinn Gestsson,
Jón Ingi Hilmarsson, Helen Long,
María Huld Hilmarsdóttir, Sigurjón Pálmarsson,
Kolbrún Kristín Kristinsdóttir, Sigurður Árni Waage,
Einar Valur Kristinsson, Guðný L. Jóhannesdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir samhug og hlýhug vegna
andláts móður okkar, tengdamóður, systur,
ömmu og langömmu,
BRYNDÍSAR MAGNÚSDÓTTUR,
Lækjasmára 6,
Kópavogi.
Geir Magnússon, Áslaug S. Svavarsdóttir,
Unnur Magnúsdóttir, Daníel Helgason,
Guðlaugur Hilmarsson,
Sigurbjörg Magnúsdóttir, Kurt Nielsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
JÓHANNES JÓNSSON
kaupmaður,
Fagraþingi 8,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum laugardaginn 27. júlí.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 7. ágúst kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
Guðrún Þórsdóttir,
Erna og Þór,
Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður Rúnar Sveinmarsson,
Gunnhildur og Berglind
Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir,
Ása Karen, Anton Felix, Stefán Franz,
Sigurður Pálmi, Júlíana Sól og Melkorka,
Ragnheiður Ester Jónsdóttir, Einar Vilhjálmsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Neðst
á forsíðu mbl.is má finna upp-
lýsingar um innsending-
armáta og skilafrest. Einnig
má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf
greinin að hafa borist á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánu-
degi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, jafnvel
þótt grein hafi borist innan
skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstand-
endur senda inn. Þar kemur
fram hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks
hvaðan og hvenær útförin fer
fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn, svo og
æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa
notuð með minningargrein
nema beðið sé um annað. Ef
nota á nýja mynd skal senda
hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent má senda
myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og gera umsjón-
arfólki minningargreina við-
vart.
Minningargreinar