Morgunblaðið - 02.08.2013, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
Lækjargötu og Vesturgötu
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Guðný Lára Thorarensen fékk
ásamt Steinþóri Helga Arnsteins-
syni styrk frá Útflutningsskrifstofu
íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, í fyrra
til að sækja sér starfsnám í mark-
aðssetningu og umboðsnámi fyrir
hljómsveitir á alþjóðlegum vett-
vangi. Guðný Lára fór í starfsnám
til Candlelight records í Bretlandi
þar sem henni hefur nú verið boðin
vinna við að markaðssetja hljóm-
sveitir. „Ég fékk styrkinn í fyrra-
haust en fann enga umboðs-
skrifstofu og sótti því um hjá
plötufyrirtæki og fékk inni í starfs-
námi hjá Candlelight records sem
gefur m.a. út tónlist íslensku hljóm-
sveitarinnar Kontinuum,“ segir
Guðný sem hlaut námstyrk ÚTÓN
m.a. vegna reynslu sinnar af því að
hafa flutt inn hljómsveitir og komið
að skipulagningu Eistnaflugs ásamt
Stefáni Magnússyni, eiganda hátíð-
arinnar. „Forsenda þess að fá
styrkinn frá ÚTÓN er að viðkom-
andi hafi einhverja reynslu úr ís-
lensku tónlistarlífi.“
Styrkirnir verða veittir aftur í ár
og er opið fyrir umsóknir hjá ÚT-
ÓN til 2. september.
Styrkir útrás tónlistar
Fjöldi íslenskra hljómsveita og
tónlistamanna hefur sótt á erlenda
markaði með misjöfnum árangri.
„Gróskan í íslenska tónlistarlífinu
er orðin mikil núna og íslenskar
hljómsveitir eru að fá þónokkra at-
hygli. Það sem þarf að gera er að
hjálpa þeim að komst út og brúa bil-
ið inn á erlenda markaði,“ segir
Guðný en markmiðið með styrkjum
ÚTÓN er m.a. að fjölga umboðs-
mönnum með reynslu og þekkingu
til að hjálpa íslenskum hljóm-
sveitum að sækja inn á erlenda
markaði.
Hægt er að sækja sér nám í um-
boðs- og markaðsfræðum fyrir
hljómsveitir og tónlistarmenn víða
erlendis en Guðný segir starfsnám
alls ekki verri vettvang fyrir
áhugasama. Oft er best að læra af
reynslu annarra og um leið gera
hlutina jafn óðum.
Hljómsveitir Íslenska hljómsveitin Kontinuum er hjá Candlelight records.
Styrkir í starfsnám erlendis
Skortur á um-
boðsmönnum með
erlend tengsl
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Spiritual Landscapes, einkasýning
myndlistarkonunnar Maríu Kjart-
ansdóttur, verður opnuð kl. 18 í dag
í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Hluta sýningarinnar vann hún í
samstarfi við tón-
listarmanninn
Bigga Hilmars
og fjöllista-
konuna Hörpu
Einarsdóttur
sem kallar sig
Zisku. Biggi mun
leika fyrir gesti
við opnun sýning-
arinnar í dag og
spila á tónleikum
Mýrarboltans á Ísafirði annað
kvöld, við Suðurtanga.
„Ég hef verið búsett erlendis í
tæp tíu ár og flutti heim fyrir
stuttu. Það sem ég saknaði mest
var að finna fyrir veðrinu, kraft-
inum í landinu okkar þannig að ég
fór með dóttur mína, sem þá var 11
ára, og litla bróður minn sem var
rúmlega tvítugur, í ferð um Suður-
land í brjáluðu veðri, nokkrum dög-
um fyrir jól og þannig varð syrpan
til,“ segir María um myndasyrpu
sem er hluti sýningarinnar. „Þetta
eru stór ljósmyndaprent, 70x100
cm, og svo er ég með tvær listræn-
ar stuttmyndir. Á hluta ljósmynd-
anna er Ziska, Harpa Einarsdóttir,
búin að teikna verur. Þetta fjallar
svolítið um það sem er í náttúrunni
og í kringum okkur en við sjáum
ekki öll,“ segir María. Náttúran,
krafturinn og hið ósýnilega eða
andlega sé rauður þráður í sýning-
unni.
Stuttmyndir með
fallegan boðskap
– Þú vannst hluta verkanna með
tónlistarmanninum Bigga Hilm-
ars …
„Já, það eru vídeóin. Við höfum
verið að gera litlar stuttmyndir með
fallegan boðskap, svona „spiritual“,
undir nafninu Open Your Eyes &
Listen,“ segir María. Þessar mynd-
ir má m.a. finna á myndbandavefn-
um YouTube og samdi Biggi tón-
listina í þeim.
– Hefurðu fyrst og fremst unnið
með ljósmyndir og stuttmyndir?
„Já, það er frekar nýtilkomið að
ég fór að gera vídeó. Ég hef að-
allega verið í ljósmyndum og ljós-
myndainnsetningum, hef gert mikið
af þeim. Svo fór ég meira út í að
gera stutt vídeóverk, þegar ég fór
að ferðast og kynna mér lítil sam-
félög á Spáni með dóttur minni. Við
bjuggum með sígaunum og hippum
og þá fannst mér ljósmyndamiðill-
inn bara ekki ná þessu,“ segir
María og hlær. Hún hafi þá farið að
gera stuttmyndir, opnað fyrir aðrar
víddir.
Náttúran, krafturinn
og hið ósýnilega
María Kjartans opnar sýningu í Edinborgarhúsinu í dag
Dulúð Myndin, A sense of adventure úr syrpunni Spiritual Landscapes, ljósmynd Maríu með teikningu Zisku.
María
Kjartansdóttir
Söngvarinn Óskar
Pétursson og org-
anistinn Eyþór Ingi
Jónsson munu flytja
óskalög tónleikagesta
í Akureyrarkirkju í
kvöld. Óskar og Ey-
þór hafa haldið slíka
tónleika til fjölda ára
á þessum degi, þ.e.
föstudegi um versl-
unarmannahelgi.
Í tilkynningu frá fé-
lögunum segir að
minni þeirra sé reynd-
ar ekki gott og árin
séu líklega fimm eða
sex.
Tónleikagestir
munu fá lagalista með
nokkur hundruð lög-
um og geta þeir beðið
um óskalög á staðn-
um. „Glens og gaman
einkenna tónleikana,
sem og vandræða-
gangurinn í Óskari
þegar hann reynir að
finna lög og texta í
möppunum sínum,“
segir tvíeykið í til-
kynningu.
Miðasala mun fara
fram í anddyri kirkj-
unnar og verður hún
opnuð kl. 19. Forsala
á tónleikana fer fram í
verslun Eymundsson
á Akureyri.
Glens Þeir Óskar og Eyþór taka sig ekki of hátíð-
lega, eins og sjá má af þessari ljósmynd.
Óskar og Eyþór flytja
óskalög í Akureyrarkirkju