Morgunblaðið - 02.08.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 02.08.2013, Síða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 » Heimildarmynd umrússnesku kvenna- pönksveitina Pussy Riot, Pussy Riot: A Punk Prayer, var frum- sýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi. Fyrir frum- sýningu tróð kvenna- pönkhljómsveitin Við- urstyggð upp og kom blóðinu í frumsýning- argestum á hreyfingu. Boðið var upp á léttar veitingar og ekki annað að sjá en að gestir nytu flutnings Viðurstyggðar til hins ýtrasta. Kvennapönksveit lék fyrir frumsýningargesti í Bíó Paradís í gærkvöldi Grímur Meðlimir kvennapönksveitarinnar Viðurstyggðar spiluðu með grímur fyrir andlitum sínum. Vinkonur þrjár Helga Lind Mar, María Rut Kristinsdóttir og Brynja Huld Óskarsdóttir voru ánægðar með Viðurstyggð og brostu sínu blíðasta. Stemning Bíógestir hlýddu á Hljómsveitina Viðurstyggð og nutu tónanna. Bíógestir Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Bíó Paradís sýnir í kvöld 20 heim- ildarmyndina Charles Bradley: So- ul of America, í samstarfi við plötubúðina Lucky Records. Í myndinni er fjallað um sálar- söngvarann Charles Bradley og fylgst með útgáfu fyrstu plötu hans, No Time for Dreaming. Charles Bradley var 62 ára þegar hann ákvað að hefja sólóferil en fram að því hafði hann unnið við að flytja lög eftir sálartónlist- armanninn James Brown. Heim- ildarmyndin var frumsýnd á hátíð- inni South By Southwest í Austin í Texas fyrr á þessu ári og fór það- an á helstu heimildarmyndahátíðir heims og alþjóðlegar kvik- myndahátíðir. Að lokinni sýningu á myndinni verður blásið til heljarinnar sálar- tónlistarteiti í anddyri kvikmynda- hússins. Í henni munu plötusnúðar þeyta sálarskífum og plötur Brad- ley verða auk þess til sölu. Plöt- urnar voru gefnar út af Daptone Records og íslenska útgáfufyr- irtækið Record Records er dreif- ingaraðili platna þeirrar útgáfu á Íslandi. Myndin um Bradley verð- ur aðeins sýnd einu sinni. Frekari fróðleik um myndina og stiklur má finna á vefsíðunni charles- bradleyfilm.com. Sál Charles Bradley hafði það að lifibrauði að flytja smelli James Brown. Heimildarmynd og sálartónlistarteiti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.