Morgunblaðið - 02.08.2013, Síða 44

Morgunblaðið - 02.08.2013, Síða 44
Erlendum leikmönnum hefur fækkað verulega á síðustu árum í efstu deild- unum í handbolta hérlendis. Þeir ráðamenn hjá handknattleiks- félögum landsins sem Morgunblaðið hefur rætt við segja að erfiðara efna- hagsástand og gengi krónunnar gagnvart evru geri mönnum vissu- lega erfitt fyrir. Hins vegar sé hið sérstaka félaga- skiptagjald, sem Hand- knattleikssamband Evr- ópu, EHF, fær í sinn vasa, einnig til mikilla trafala. »2 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 214. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Daniel litli heillaði lögregluna 2. „Auðvitað er ég reið“ 3. Allri áhöfn Kleifabergs sagt upp 4. Mikið tjón hlýst af flugdólgum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Brokkkórinn, blandaður kór 28 hestamanna, mun koma fram á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem hefst á sunnudaginn, 4. ágúst, í Berlín. Stjórnandi kórsins er tónlist- armaðurinn Magnús Kjartansson. Kórinn mun syngja gömul, íslensk ættjarðarlög, rómantískar ballöður og þekkt hestamannalög með poppí- vafi. Þá mun kórinn einnig koma fram með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna. Undirbúningur fyrir ferðina hefur staðið yfir í um ár hjá kórnum og var m.a. aflað fjár til ferðarinnar með því að gefa út happadagatal og selja. Mótið stendur yfir í viku og mun kórinn koma fram á mótssvæð- inu flesta þá daga sem það stendur yfir og auk þess syngja við ýmsa við- burði sem tengjast mótinu. Brokkkórinn á heims- meistaramóti í Berlín  Leikhópurinn Artik hefur tryggt sér sýningarréttinn á leikritinu Blink eftir Phil Porter og verður það frumsýnt 8. september nk. í Gamla bíói. Um ís- lenska þýðingu á verkinu sá Súsanna Svavarsdóttir og nefnist það Blik á ís- lensku. Blink var frumsýnt í fyrra á leiklistarhátíðinni í Edinborg og verður sýning Artik því sú fyrsta á því hér á landi. Blik segir af tveimur mann- eskjum, Jonah og Sophie, og mun vera myrkt, óvenjulegt og skondið jafn- framt því að vera ástar- saga. Leikarar í ís- lensku uppsetning- unni eru Jenný Lára Arnórsdóttir og Haf- steinn Þór Auðuns- son en Leikstjóri er Unnar Geir Unnarsson. Artik hefur áður sett upp Hinn fullkomna jafningja eftir Felix Bergsson. Nýtt, breskt verk á fjalirnar í Gamla bíói Á laugardag Norðan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning austantil, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 16 stig yfir daginn, hlýjast suðvestan til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 5-13 m/s, hvassast við aust- urströndina. Dálítil súld með köflum á norðausturhorninu, ann- ars léttskýjað að mestu en þokuloft austan til. Hiti 6-16 stig. VEÐUR Velgengni Stjörnunnar held- ur áfram á knattspyrnuvell- inum en liðið lagði í gær- kvöldi KR að velli í annað skipti á skömmum tíma. Stjarnan sló KR út úr und- anúrslitum bikarkeppninnar á heimavelli sínum í Garða- bænum. Reyndar var staðan jöfn að loknum venjulegum leiktíma en Garðar Jó- hannsson skoraði sigur- mark Stjörnunnar í fram- lengingu. »3 Aftur tókst Stjörn- unni að vinna KR Gjaldtaka IHF þungur baggi fyrir íslensku liðin Blikar eru í ágætri stöðu að loknum fyrri leiknum við Aktobe í Kasakstan í gær. Aktobe hafði þó betur 1:0 en Breiðablik á heimaleikinn eftir og getur komist enn lengra í Evrópu- deild karla í knattspyrnu. Enn og aft- ur vörðust Kópavogsbúar afar vel en markvörðurinn snjalli, Gunnleifur Gunnleifsson, þurfti þó loks að sækja boltann í netið. »4 Blikar í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn hér heima ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Jarðvegurinn hér í Grundarfirði er frjór og fólk móttækilegt fyrir skemmtilegum hlutum. Meirihluti krakka hér stundar tónlistarnám og fyrir vikið er auðvelt að slá taktinn ef halda á tónleika og gera eitthvað skemmtilegt. Eins fannst fólki smell- ið þegar mér datt í hug að koma með pylsuvagn til að skapa okkur skötu- hjúunum vinnu yfir sumarið og koma með nýjung inn í bæjarlífið,“ segir Baldur Orri Rafnsson, tónlistarkenn- ari og pylsusali í Grundarfirði. Fólk hefur svigrúm Fyrir vestan kennir Baldur á trommur og stjórnar skólalúðrasveit, stórsveit og mætti þá fleira nefna. „Ég er eins og margir Íslendingar, starfa víða og tek þátt í ýmsu þótt tónlistin sé auðvitað rauði þráðurinn í tilverunni,“ segir Baldur sem flutti í Grundarfjörð fyrir átta árum. Ætlaði að vera þar vetrarlangt en festi þar fljótt rætur. „Það eru ekki nema um fimmtíu ár síðan þetta þorp, sem þá hét Grafar- nes, fór að myndast. Bærinn er því enn í mótun og hefðir og siðir hér eiga sér ekki mjög djúpar rætur. Fólk hef- ur svigrúm til að gera hér áhuga- verða hluti. Ég fann mig strax í þessu samfélagi.“ Á fjölförnu götuhorni Þegar ferðamönnum sem um land- ið fara fjölgar jafnt og þétt þarf góða þjónustu, til að mynda pylsuvagn. Vagninn í Grundarfirði er við fjöl- farið götuhorn og er í alfaraleið. „Hingað kemur öll flóra fólks- ins. Í vikunni var hér fólk að sunn- an í sinni fyrstu ferð á Snæ- fellsnesið og svo komu hingað krakkar frá Kanada sem voru að heimsækja land forfeðra sinna. Já, það er um margt spjallað í lúgunni og líflegastir eru dagarnir þegar skemmtiferðaskipin koma hingað. Skip þessa sumars verða ellefu alls og þegar farþegar af þeim rölta hér um, verður þetta fjölþjóðlegt samfélag,“ segir Baldur. Dönsku áhrifin Þau Baldur og Inga Rut Ólafs- dóttir kona hans eiga samstarf við pylsusalann í Stykkishólmi og vagn- arnir á báðum stöðum eru reknir undir merkjum Meistarans. „Já, ég keypti notaðan pylsuvagn innan úr Stykkishólmi en dönsku áhrifin þar í bæ eru sögð mjög sterk. Og hvergi eins og í Danmörku er pylsumenn- ingin jafn sterk – eins og við Íslend- ingar þekkjum vel til dæmis af Strikinu í Kaupmannahöfn.“ Spjallið er oft líflegt í lúgunni  Er með lúðra- sveit og pylsuvagn í Grundarfirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skyndibiti „Fólk hefur svigrúm til að gera hér áhugaverða hluti. Ég fann mig strax í þessu samfélagi,“ segir Baldur Orri Rafnsson í Grundarfirði. Þau Inga Rut Ólafsdóttir selja grimmt af pylsunum og keimur þeirra er danskur. Danska hirðin er í öndvegi á mat- seðli Meistarans í Grundarfirði. Pylsurnar bera nöfn fólks úr dönsku konungsfjölskyldunni og útfærslurnar á matseðlinum eru með ýmsu móti. Pylsur, sem nefndar eru eftir ekta- manni drottningar- innar, njóta þar mestra vinsælda og seljast eins og heit- ar lummur. „Fólki þykir best að bíta í Hinrik, pylsu með bræddum osti, snakki, sósum og kryddi. Þórhildur, drottningin sjálf, fylgir fast á eftir með sínum bökuðu baunum. Jóa- kim kemur sterkur inn og María – með vísan til krónprinsessanna Mary og Marie – fylgir fast á eftir. Soðnu íslensku SS-pylsurnar, sem hafa verið sígildar, eiga ekki eins upp á pallborðið hjá landanum og áður,“ segir Baldur. Best er að bíta í Hinrik DANSKA HIRÐIN ER HÖFÐ Í HÁVEGUM Bragðgóður Hinrik drottning- armaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.