Morgunblaðið - 08.08.2013, Page 1

Morgunblaðið - 08.08.2013, Page 1
F I M M T U D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 1 3  Stofnað 1913  183. tölublað  101. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG DALVÍSKAR FJÖL- SKYLDUR BJÓÐA UPP Á FISKISÚPU ELLEFU ÁRA PLÖTUSNÚÐUR Á PÖNKHÁTÍÐ VIÐSKIPTABLAÐIÐ PÖNK Á PATRÓ 10FISKIDAGURINN MIKLI 16 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fjárfestahópur frá Asíu, sem meðal annars samanstendur af kínverskum fjárfestum, hefur áhuga á að kaupa 95% hlut kröfuhafa Glitnis í Íslands- banka. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins gæti kaupverðið numið um 115 milljörð- um króna. Eftir því sem næst verður komist er ekki farið fram á það að fjárfestunum verði veittur „afslátt- ur“ á þeim gjaldeyri sem greitt yrði með við möguleg kaup á bankanum. Heimildir Morgunblaðsins herma að forsætisráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra hafi verið upplýst- ir um áhuga fjárfestahópsins. Slita- stjórn Glitnis bíður nú viðbragða stjórnvalda þess efnis hvort slík sala gæti verið hluti af mögulegum nauðasamningi þrotabúsins. Í samtali við Morgunblaðið vildi Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, ekki tjá sig sér- staklega um málið á þessu stigi. Hann segir hins vegar að slitastjórn Glitnis upplýsi stjórnvöld um stöðu mála hvað varðar sölu Íslandsbanka eftir því sem hún telur ástæðu til. Miðað við þær verðhugmyndir sem uppi eru í viðræðunum þá gætu kröfuhafar verið að fá yfir 80% af bókfærðu eiginfjárvirði Íslands- banka. Það er mun hærra verð en áður hefur verið talið raunhæft. Yrði án fordæma Samkvæmt heimildum er það mat margra sem þekkja vel til helstu ráðgjafa og kröfuhafa Glitnis að við- ræðurnar við fjárfestahópinn séu mikilvægur liður í því að sýna fram á að verðmæti eignarhlutarins sé mun hærra en íslenskir stefnusmiðir hafa leitt líkur að til þessa. Fyrr á árinu sagði Már Guðmundsson seðla- bankastjóri að eignarhlutir kröfu- hafa í Íslandsbanka og Arion banka yrðu aldrei seldir á því verði sem bókfært eiginfjárvirði þeirra segir til um. „Aldrei nálægt því,“ sagði Már. Heimildir herma að fjárfestahóp- urinn muni brátt undirrita viljayfir- lýsingu þar sem áhugi þeirra á að hefja formlegar viðræður um kaup á Íslandsbanka verður staðfestur. Ljóst þykir að slík kaup, þar sem meðal annars kínverskir fjárfestar gætu eignast meirihluta í einum stærsta banka Íslands, myndu mæta mikilli pólitískri andstöðu hérlendis. Næðu kaupin fram að ganga væru þau án fordæma á Vesturlöndum. MVilja borga »Viðskipti Kínverjar vilja kaupa banka  Fjárfestahópur frá Asíu í viðræðum um að kaupa hlut kröfuhafa í Íslandsbanka  Verðið gæti numið um 115 milljörðum  Stjórnvöld upplýst um stöðu mála  Liður í að reyna að auka heimtur kröfuhafa Morgunblaðið/Golli Sala Glitnir metur 95% hlut kröfu- hafa í Íslandsbanka á 115 milljarða. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum fengið svar frá stækkunardeild Evrópusambandsins um að hún vilji ekki setja af stað IPA-verkefni sem eru tilbúin til undir- ritunar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra um þá ákvörðun ESB að stöðva verkefni sem ætlað er að undirbúa Ísland undir ESB-aðild. Fram kemur í skýrslu utanríkisráðuneytisins í apríl sl. um stöðu aðildarviðræðna að ESB hafi samþykkt að veita 40 milljónum evra í verkefnin. Ákvörðun ESB hefur ekki áhrif á landsáætlun vegna IPA-styrkja árið 2011, að einu verkefni undanskildu. Hún stöðvar öll verkefni í áætl- uninni 2012, að einu verkefni frátöldu, og öll verkefni 2013. Ekki fékkst uppgefið hjá utan- ríkisráðuneytinu hversu miklir styrkir falla niður. Upphæðin hlypi þó á milljörðum króna. Gunnar Bragi segir að þegar ríkisstjórnin ákvað að gera hlé á aðildarviðræðum hafi hún ákveðið að hafa ekki frumkvæði að því að stöðva IPA-verkefni sem voru langt komin eða tilbúin til undirritunar. Hins vegar skyldi verk- efnum sem ekki var byrjað að undirbúa sjálfhætt. „Við töldum að ESB þyrfti að ákveða framtíð verkefna sem eru tilbúin til undirritunar, enda töluverð vinna verið lögð í undirbúning þeirra. Ekki verður hætt við verkefni á áætlun 2011, en ESB vill setjast niður í september og ræða stöðu þeirra,“ segir Gunnar en m.a. verður hætt við 300 milljón króna verkefni á vegum MATÍS. ESB skrúfar fyrir IPA-styrkina  Evrópusambandið boðar til fundar um framhaldið í Brussel í næsta mánuði Gunnar Bragi Sveinsson  Það er álit Samkeppnis- eftirlitsins að ný- leg reglugerð um að apótek sem veita viðskipta- vinum afslátt af lyfjaverði verði einnig að láta ríkið njóta af- sláttar kunni að leiða til minni sam- keppni apóteka. Í reglugerðinni felst að ef veita á afslátt við sölu á lyfjum beri lyfsöl- um skylda til þess að láta Sjúkra- tryggingar Íslands njóta ágóðans til jafns við sjúklinginn sem kaupir lyfið, en Sjúkratryggingarnar nið- urgreiða lyfin að stórum hluta. Velferðarráðuneytinu hefur verið gefinn kostur á koma á framfæri sjónarmiðum sínum í málinu. »6 Reglugerð geti dregið úr sam- keppni apóteka Foxy Ladies voru í gær krýndar draggdrottningar Íslands árið 2013. Er það sviðsnafn filippseysku piltanna Márkys Cántalejo og Chris Mercado. Draggkóngur Íslands var Brjánn Hróðmarsson en hann gengur alla jafna undir nafninu Ylfa Lind Gylfadóttir. Keppnin fór nú fram í sextánda sinn og voru alls ellefu keppendur, fimm strákar og sex stelpur. Þrír dúett- ar mættu til leiks, þar af tveir með stelpum. Morgunblaðið/Ómar Draggdrottningar krýndar CRI FÆR ER- LENDA VÍTAMÍN- SPRAUTU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.