Morgunblaðið - 08.08.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
VIFTUR
Í MIKLU ÚRVALI
Það borgar sig að nota það besta!
www.falkinn.is
• Bor›viftur
• Gluggaviftur
• I›na›arviftur
• Loftviftur
• Rörablásarar
• Ba›viftur
• Veggviftur
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Alþjóðleg ráðstefna um veirurann-
sóknir á vegum Tilraunastöðvar
Háskóla Íslands að Keldum í
minningu dr. Björns Sigurðssonar,
sem var fyrsti forstöðumaður
Keldna, hefst í Háskóla Íslands í
dag með minningarfyrirlestri dr.
Ashley T. Haase, prófessors í ör-
verufræði við Minnesota-háskóla,
um Björn. Þótt Björn yrði ekki
nema 46 ára náði hann miklum ár-
angri í rannsóknum á sviði meina-
fræði, bakteríufræði, veirufræði,
ónæmisfræði og faraldsfræði.
„Ég er sammála þeim sem segja
að ef Birni hefði enst aldur til að
halda áfram rannsóknum sínum
hefði hann komið mjög til greina
við veitingu Nóbelsverðlauna í
læknisfræði,“ segir Haase. „Hann
skilgreindi fyrstur manna fylkingu
hæggengra smitsjúkdóma, lenti-
vírusa, það gerði hann í fyrirlestri
1954 í London. Kenning hans varð
innblástur fyrir fjölmarga sem
fengu á huga á þessu sviði.“
Ráðstefnuna í Reykjavík sækja
nær hundrað vísindamenn og
Haase, sem hefur áður heimsótt
Ísland, segir að það hafi verið sér
mikil ánægja að undirbúa fyr-
irlesturinn. Hann gefi sér tæki-
færi til að rekja aðdragandann að
kenningum Björns sem margir
hafi í fyrstu sett stórt spurn-
ingamerki við. En síðar hafi komið
í ljós að hann hafði rétt fyrir sér.
Sérfræðingar á þessu sviði vís-
indarannsókna þekki allir verk
Björns sem lést fyrir aldur fram
1959 eftir að hafa verið for-
stöðumaður Keldna í 10 ár.
Björn ávann sér alþjóðlega við-
urkenningu fyrir rannsóknir á
mæði-visnuveirunni, MVV, og
kenningar sínar um hæggenga
smitsjúkdóma. Íslensku orðin
visna og mæði (e. maedi) eru al-
þjóðleg hugtök í örverufræðum
vegna rannsókna Björns. Stöðin
að Keldum gegnir enn mikilvægu
hlutverki í alþjóðlegum rann-
sóknum á þessu sviði og hafa
rannsóknir á mæði og visnu gildi
fyrir rannsóknir á alnæmisveir-
unni, HIV. Þær eru svonefndar
retróveirur, þ.e. í veirunni er upp-
haflega RNA-erfðaefni en ekki
DNA eins og flestar veirur og er
hún því ekki í sömu hættu gagn-
vart T-frumunum sem annars
verja líkamann fyrir hættulegum
örverum er ráðast á frumur.
„Ég var hjá Johns Hopkins-
háskólanum á sjöunda áratugnum
þegar ég heyrði um rannsóknir
Daniel Carleton Gajduseks á kuru,
sjúkdómi sem greindist á Papúa
Nýju-Gíneu,“ segir Haase. „Þetta
er dularfullur heilasjúkdómur sem
menn töldu fyrst að smitaðist ekki
milli manna, hiti fylgdi honum
ekki eins og venjulegum smit-
sjúkdómum. En 1959 birtist at-
hugasemd í tímaritinu Lancet eftir
William Hadlow þar sem minnt
var á líkindin við hæggenga smit-
sjúkdóma. Hann gerði tilraunir
með simpansa og sýndi árið 1964
fram á að kuru væri hæggengur
smitsjúkdómur.
Fjarskyldur ættingi HIV
Menn urðu allt í einu mjög
áhugasamir um þessa hæggengu
smitsjúkdóma. Sjálfur var ég þá
við rannsóknir í San Francisco og
byrjaði þar að fást við MVV sem
Björn hafði rannsakað. Þegar HIV
var fyrst greind upp úr 1980 kom
í ljós að veiran var fjarskyldur
ættingi mæði-visnu. Björn sagði á
sínum tíma að það væri eins og
þessar veirur væru í dularklæðum
þegar þær ryddust inn í frumur,
ónæmiskerfið tæki ekki eftir
þeim.“
Haase segir að líkja megi bæði
MVV og HIV við Trójuhest eða
fimmtu herdeild, sem smygli sér
inn í frumurnar. Liðið geta mörg
ár áður en hún lætur raunveru-
lega til skarar skríða. En Haase
segir að Björn hafi bent á að MVV
væri samt virk allan tímann og
skemmdirnar hlæðust smám sam-
an upp.
„Innblástur fyrir fjölmarga“
Rannsóknir dr. Björns Sigurðssonar og félaga hans á mæði-visnuveirunni á
Keldum á sjötta áratugnum mikilvægar í baráttunni gegn HIV og alnæmi
Morgunblaðið/Rósa Braga
Blekkja líkamann „Björn sagði á sínum tíma að það væri eins og þessar
veirur væru í dularklæðum þegar þær ryddust inn í frumur, ónæmiskerfið
tæki ekki eftir þeim,“ segir dr. Ashley T. Haase.
Dr. Björn Sigurðsson fæddist 3. mars 1913 á Veðramóti í Skagafirði og
lést 16.10. 1959. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði 1937, síðar
stundaði hann nám í Danmörku og Bandaríkjunum. Rockefeller-
stofnunin bandaríska lagði fram styrk til uppbyggingar Tilraunastöðv-
arinnar að Keldum að því tilskildu að Björn yrði forstöðumaður.
Á Keldum tókst Birni og samstarfsmönnun fyrstum
allra í heiminum að rækta veiru af lentivirus-flokki,
mæði-visnu veiruna. Björn rannsakaði einnig mik-
ið riðu og garnaveiki í sauðfé.
Alþjóðlega heitið lentivirus (hæggeng veira) er
dregið af hugmyndum Björns um hæggengið.
Veiran sem hann rannsakaði mest var mæði-
visnuveiran (MVV) og eftir einangrun á henni
tókst Birni og samstarfsmönnum að lýsa ýmsum
einkennum sem hún veldur. Aðrir lentivirusar eru
m.a. HIV og SIV sem leggst á apa. Örfáir lentivirusar
sýkja menn, HIV er þekktastur. Umdeilt er hvort
veirur eða gölluð prótín valdi heilasjúkdómnum
Creutzfeldt-Jakob, einnig kuru, sem talinn er
hafa smitast með mannáti.
Afreksmaðurinn á Keldum
RANNSAKAÐI HÆGGENGA SMITSJÚKDÓMA
Dr. Björn Sigurðsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjáv-
arútvegsráðherra hefur ákveðið að
heimila grænlenskum skipum sem
stunda makrílveiðar við Grænland að
landa makríl á Íslandi. Grænlensk
skip eru núna við makrílveiðar við
Grænland.
Ísland og Grænland gerðu með sér
samning í apríl á þessu ári um makríl-
veiðar, en samkvæmt honum var
heimilt að grænlensk og íslensk skip
gætu landað allt að 12.000 lestum af
makríl veiddum í grænlenskri lög-
sögu í íslenskum höfnum. Almenna
reglan er sú að erlendum skipum sem
stunda veiðar úr fiskistofnum, sem
veiðast bæði innan og utan lögsögu
Íslands, hefur ekki verið heimilt að
landa afla sínum í höfnum hér á landi
nema íslensk stjórnvöld hafi samið
um nýtingu viðkomandi stofns. Sem
kunnugt er hefur ekkert samkomulag
tekist um nýtingu makrílstofnsins.
„Í ljósi þess að landfræðilegar að-
stæður og hafnleysi við Austur-
Grænland gera Grænlendingum
þessar veiðar sérstaklega erfiðar án
aðgangs að þjónustu í íslenskum
höfnum, hefur sjávarútvegsráðherra
ákveðið að nýta heimild í lögum til
þess að rýmka þessar reglur á þann
hátt að grænlenskum skipum verði
heimilt að landa makríl hér á landi.
Er þetta gert undir fyrrnefndu tví-
hliðasamkomulagi á milli Íslands og
Grænlands en verður endurskoðað
fyrir makrílvertíð næsta árs,“ segir í
fréttatilkynningu frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fá að landa makríl
í íslenskum höfnum
Hafnaleysi ger-
ir Grænlendingum
makrílveiðar sér-
staklega erfiðar
Stórmót Árbæjarsafns og Tafl-
félags Reykjavíkur í skák fer fram
í Árbæjarsafni sunnudaginn 11.
ágúst og hefst klukkan 14:00.
Klukkustund fyrr eða klukkan
13:00 hefst útitafl á torginu fyrir
framan safnhúsið Lækjargötu 4.
Þátttökugjald í Stórmótinu er
1000 kr. fyrir 18 ára og eldri, en
ókeypis er fyrir yngri en 18 ára og
er þátttökugjald jafnframt að-
gangseyrir í safnið. Þeir sem fá
ókeypis aðgang í safnið, t.d. eldri
borgarar og öryrkjar, borga ekk-
ert þátttökugjald, segir í tilkynn-
ingu.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú
efstu sætin í Stórmótinu og fær
sigurvegarinn 12 þúsund krónur í
sinn hlut.
Stórmót í
skák í Ár-
bæjarsafni
Þriðji kröfufundur öryrkja og aldr-
aðra verður haldinn í dag,
fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13:00 –
14:00 við Tryggingastofnun rík-
isins, Laugavegi 114 í Reykjavík.
Áður hafa slíkir fundir verið
haldnir við velferðarráðuneytið og
forsætisráðuneytið.
Kröfur fundarins eru í sjö liðum,
m.a. um hækkun lífeyris og að
skerðingar verði dregnar til baka.
„Tryggingastofnun ríkisins vinni
fyrir skjólstæðinga sína“ er ein
krafan.
Kröfufundur
við Trygg-
ingastofnun