Morgunblaðið - 08.08.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 08.08.2013, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Seðlabankareru dálítiðsérstakt fyrirbæri í tilver- unni. Forðum var stundum reynt að sveipa slíkar stofnanir nokkurri dulúð og furðu algeng var sú trú að innan þykkra veggja þeirra leyndist þekking sem öðrum væri hulin. Ekki var laust við að innanbúðarmenn reyndu að ýta undir þá dulúð. Slík ímynd er á undanhaldi, sem betur fer. En það þýðir ekki að „markaðir“, fjárfestar, fyrirtækjastjórar og slíkir spái ekki í afstöðu og ákvarð- anir þessara stofnana. Þess gætir sérstaklega í Banda- ríkjunum og hefur þá auðvit- að áhrif víðar. Þótt þeir vextir, sem Seðla- bankar hafa áhrif á, hafi nú um skeið sleikt botninn víðast hvar og gefið hafi verið til kynna að þannig verði það áfram í nánustu framtíð, þá hafa stærstu seðlabankarnir, sá bandaríski, evrópusam- bandsbankinn og sá breski verið með önnur inngrip (pen- ingaprentun í einni eða ann- arri mynd) til að halda undir eitt hornið á hagkerfinu. Skaðleg áhrif langvarandi inngripa af slíku tagi eru enn ekki komin fram að marki. Seðlabankar lúta oftast að nokkru utanaðkomandi for- skrift, þótt form hennar sé breytilegt eftir löndum eða myntsvæðum. Lagarammi bankans eða sérlög sem tengjast starfsemi hans geta gefið slíka línu. Þannig getur verðbólgan (hæfileg og þá skilgreind) verið helsta og jafnvel nánast eina forskriftin sem seðlabönkum er gefin fyrir mótun peningastefnu. En markmiðin geta verið fleiri en eitt og jafnvel gætu tvö aðalmarkmið virst stang- ast á, a.m.k um skeið. Þannig er bandaríska bank- anum beinlínis gert að horfa til atvinnustigs til jafns við verðbólgu. Slík markmið er ekki alltaf auðvelt að sam- ræma, en t.d. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið sér upp túlkun á þeim mark- miðum sem auðveldar að hafa þau bæði á oddi samtímis, í það minnsta í orði kveðnu. Þetta er nefnt vegna frétta um að nýr bankastjóri Eng- landsbanka hafi tilkynnt að vöxtum verði haldið nærri núllinu þar á meðan atvinnu- leysi sé meira en sjö prósent. Þetta nýja markmið fær blessun með bréfaskiptum fjármálaráðherr- ans og banka- stjórans í per- sónulegum stíl, eins og hefð er fyrir þar. Þessi ákvörðun er þegar orðin umdeild í Bret- landi og eru sumir fræðimenn ekki að skafa utan af því. Breska ríkisstjórnin er hins vegar sér meðvitandi um að kosningar nálgast ört og þessi markmiðssetning og sú tímasetning sem hún tekur til er að því leyti afar heppileg. Því var blessun hennar auð- fengin. Gengið hefur verið mjög langt í að persónugera áhrif seðlabankastjóraskipta í Bretlandi þetta sinnið. Það er í rauninni ekki í fyrsta sinn sem seðlabankastjóraemb- ætti persónugerist með slík- um hætti. Alla sína löngu stjórnartíð í Bandaríska seðlabankanum var Alan Greenspan nánast í dýr- lingatölu og var þannig jafnan kallaður „meistarinn“ þegar um hann var fjallað. Var dá- lítið furðulegt að skynja þá sefjun sem þar átti sér stað og hversu lengi hún hélst. Eftir að harðna tók á daln- um, upp úr miðju ári 2007 sem endaði með ósköpum haustið 2008, hefur hin mikla aðdáun á Greenspan snúist upp í and- hverfu sína og eru öfgarnar ekki betri í það sinnið. Af því öllu má margt læra. Þannig er rétt að ofmeta ekki afl og getu seðlabanka, jafnvel þeirra ör- fáu sem ráða yfir stærstu prentsmiðjum alþjóðlegra mynta. Slíkar eru vand- meðfarnar og mun hættulegri en prentsmiðjur almennt. Kennisetningarnar ganga út á að seðlabanki geti, einn og óstuddur, í „teóríunni“ ákvarðað verðbólgustigið. Sjálfsagt stenst sú „teóría“ sem slík, en ef önnur öfl toga eindregið í aðra átt væri óhjá- kvæmilegt að misnota tæki seðlabanka í slíkum mæli að margt mundi láta undan, og jafnvel með braki og brestum. Læknar myndu orða það svo: Aðgerðin heppnaðist full- komlega en sjúklingurinn dó. Fróðlegt verður að fylgjast með áhrifum stefnubreyt- ingar Englandsbanka næstu misserin. Vonandi þarf ekki jafnlangan tíma til að bíða eftir einkunninni, eins og í dæmi Alans Greenspans og vonandi verður hún hófstillt- ari og sanngjarnari. Breyttar áherslur nýs bankastjóra Englandsbanka vekja athygli } „Þungamiðjurnar eru tvær“ sagði karlinn Þ að verður fróðlegt að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn bjóði fram í næstu borgarstjórnarkosningum,“ sagði kunningi minn, vandaður, prúður og fremur orðvar sjálf- stæðismaður. Ég komst ekki hjá því að greina háðstón í orðum hans. Honum þykir sinn flokk- ur nánast hafa verið ósýnilegur í borgarpólitík síðustu misserin. Hann er örugglega ekki einn um þá skoðun. Borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins hefur verið lítt sýnilegur og þaðan hafa ekki komið hugmyndir sem vakið hafa sérstaka athygli borgarbúa. Kannski hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verið of uppteknir við að láta hinn sérstæða persónu- leika Jón Gnarr fara í taugarnar á sér. Það er ekki gott ef vitneskjan um að Jón Gnarr sé borgarstjóri virkar svo lamandi á borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins að þeir gerist hugmyndasnauðir og nánast óvinnufærir. Það er líka óheppilegt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að í hópi borgarfulltrúa þeirra er enginn augljós leiðtogi. Reyndar má segja það sama um ástandið innan Samfylkingarinnar, þar er Dagur B. Eggertsson sagður leiðtogi en það er orðin áleitin spurning hvort hans tími sé ekki liðinn. Hugsanlega ættu báðir þessir flokkar að leita að leiðtoga utan raða núverandi borgarfulltrúa. Þrátt fyrir vandræðagang geta sjálfstæðismenn, ólíkt Samfylkingunni, huggað sig við að þeir eiga enn kjós- endur. Stór hópur kýs sinn Sjálfstæðisflokk og getur ekki hugsað sér að merkja við annan flokk í kjörklefanum. Samfylkingin getur ekki státað af þessu. Fylgið hefur hrunið af henni og ekkert bendir til að þeir kjósendur sem yfirgáfu flokkinn iðrist og hyggist snúa heim. Innan Samfylkingar kepp- ast menn svo við að senda flokksmönnum fund- arboð þar sem tekið er fram að á næsta fundi eigi að ræða stöðu flokksins af hreinskilni og heiðarleika. Mann grunar að það sé alltaf sama fólkið sem sitji þessa fundi, sem skýrir um leið af hverju þeir skila engu. Þessa fundi situr sama fólkið og telur að síðasta ríkisstjórn hafi verið einstakur happafengur fyrir þjóðina. Samfylk- ingin var því miður heilaþvegin af vinstri- grænum í síðustu ríkisstjórn og sá heilaþvottur náði einnig til borgarfulltrúa flokksins. Samfylkingin myndi ná meiri árangri meðal kjósenda ef hún áttaði sig á því að til er milli- stétt í landinu sem sífellt er vegið að. Samfylk- ingin er hætt að höfða til þessa hóps og þegar svo er þá er ekki skrýtið að hún skuli hratt og örugglega tapa fylgi. Hvernig væri nú að ræða þetta á næsta fundi sem boðað verður til með fjöldapósti? Sjálfstæðisflokkurinn mun ná einhverjum árangri í næstu borgarstjórnarkosningum, en sá árangur verður varla nægur nema flokkurinn eignist leiðtoga sem hefur mótaða stefnu og talar af snerpu. Ekkert bendir til að Samfylkingin muni ná árangri. Staða flokksins er slæm því ekki verður annað séð en að stór hluti fyrrverandi kjós- endahóps Samfylkingarinnar muni merkja við Besta flokkinn í kjörklefanum. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Hvar eru leiðtogarnir? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon að halda okkur inni og efst í huga hjá fólki í ferðahug.“ Hún telur ferðaatvinnugreinina ekki vera bólu sem komi til með að springa ef rétt verður haldið á spöðunum. „Það þarf að fara gæti- lega í uppbyggingu og huga að markaðssetningunni. Annað land en Ísland getur auðveldlega tekið við sem „nýja vinsæla landið“ en ég held að við séum búin að byggja upp góðan grunn gagnvart söluaðilum, flugfélögum og mark- aðssetningu.“ Höfða til efnaðra ferðamanna Huga þarf að hverjum markaðs- setningu er beint að, en Inga Hlín segir eftirsóknarvert að fá vel efn- aða ferðamenn sem skilja meira eftir sig til landsins. „Ferðamenn- irnir endurspeglast af því sem er í gangi og í fyrsta skipti erum við að sjá að hlutfall þeirra sem koma vegna menningarinnar á Íslandi er að aukast.“ Áform eru um mikla hótelupp- byggingu á næstu árum í Reykja- vík, þar sem gert er ráð fyrir að hótelgistirýmum muni fjölga um fjórðung. Meðal annars eru áform um 250 herbergja glæsihótel við Hörpu, en Inga Hlín segir þörf vera á slíkum hótelum ef beina eigi markaðssetningunni að vel efnuðum ferðamönnum. „Það vant- ar gistingu í þeim klassa og það þarf að huga að því í uppbygg- ingu.“ Ferðamönnum fjölgar mest á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn Fjölgun Ferðamönnum hefur fjölgað um þriðjung. „Enn er langt í land með suma hluti, dreifa þarf ferðamönnum víðar um landið,“ segir Inga Hlín. FRÉTTASKÝRING Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Hvergi í Evrópu hefurferðamönnum fjölgaðjafn mikið og á Íslandi,en samkvæmt skýrslu Ferðamálasamtaka Evrópu (ETC) fjölgaði ferðamönnum um þrjátíu prósent á tímabilinu apríl til júní í ár. Næstmest var fjölgunin í Slóv- akíu þar sem ferðamönnum fjölg- aði um tuttugu prósent. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðu- maður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir ástæðu fjölgunarinnar vera marg- þætta, en telur hana þó helst mega rekja til góðrar markaðs- setningar. „Búið er að vinna gíf- urlega að markaðssetningu síðast- liðin ár, og má þar til dæmis nefna átakið „Ísland allt árið“. Þótt áherslan sé lögð á veturinn hefur það óhjákvæmilega áhrif á sum- arið líka.“ Flugfélögum sem halda uppi flugi hingað hefur einnig fjölgað mikið á undanförnum árum, en 16 flugfélög fljúga í sumar til og frá Keflavíkurflugvelli. Fá boðsferðir fyrir umfjöllun Starfsmenn Íslandsstofu halda uppi fjölþættu markaðsstarfi, en ein hliðin á því eru samskipti við erlenda fjölmiðla. Hart er unnið að því að fá hingað til lands er- lenda blaðamenn til þess að fjalla um landið. „Við erum í sambandi við 600-700 blaðamenn á hverju ári og erum sífellt að vekja athygli á því sem nýtt er á Íslandi, hvaða afþreying er í boði, nýrri gistingu og spennandi viðburðum.“ Algengt er þá að blaðamanni sé boðið til landsins í skiptum fyrir umfjöllun, en Inga Hlín segir þetta þó ein- ungis vera gert fyrir þá sem starfa fyrir stóran fjölmiðil, líkt og til dæmis National Geographic eða Easy Planet. Oftast er þá ákveðið þema fyrir ferðina, eins og til dæmis matur, menning eða ákveð- inn landshluti, og segir Inga Hlín að í staðinn sé þá hægt að fara fram á að umfjöllunin sé af góðum toga. „Við erum í gífurlegri sam- keppni við önnur lönd úti í heimi og aðalvinnan felst í því að halda okkur á listum stórra fjölmiðla yf- ir hvert eigi að fara. Við þurfum Frá árinu 2000 hefur fjöldi erlendra ferðamanna meira en tvöfaldast. Árið 2000 komu hingað til lands 303 þúsund ferðamenn, en árið 2012 voru þeir komnir í 673 þúsund. Hlutur ferðaþjónustu í gjald- eyristekjum hefur aukist sam- hliða fjölgun ferðamanna, en á árinu 2012 var hlutfall ferðaþjón- ustu 23,5% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru um 238 milljarðar á árinu 2012, en það er 21% vöxtur á milli ára. Meðalútgjöld á hvern ferðamann á Íslandi voru 157.100 krónur á árinu 2012. Tæplega helmingur allra ferðamanna kemur á sumarmán- uðunum júní til ágúst, eða 47%. Tölfræði ferðamanna 673 ÞÚSUND FERÐAMENN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.