Morgunblaðið - 08.08.2013, Side 23

Morgunblaðið - 08.08.2013, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013 Fótbolti Íþróttin getur verið falleg en sársaukafull. Í leik Fram og Vals í gær tókust þeir Matarr Jobe og Almarr Ormarsson hressilega á. Ómar Íslenska lánshæf- ismatsfyrirtækið Reit- un ehf. staðfesti nýver- ið að Kópavogsbær hefði unnið vel úr af- leiðingum heimskrepp- unnar. Reitun hækkaði lánshæfismat bæjarins úr B í B+ með stöð- ugum horfum. Þetta kemur okkur, sem bentum á undirliggj- andi sterka stöðu bæj- arins í kjölfar hruns- ins, ekki á óvart. Skjótt var brugðist við hruninu á síðasta kjör- tímabili og gripið til aðhaldsaðgerða og hagræðingar hjá bæn- um en um leið var stað- inn vörður um grunn- þjónustuna. Íbúarnir hafa því þrátt fyrir allt ekki fundið mikið fyrir breytingum í þjónustu á vegum bæjarins. Ársreikningur árs- ins 2012 staðfestir einnig að bærinn hefur náð vopnum sínum sem gefur um leið góð fyrirheit um framhaldið. Veltufé frá rekstri, þ.e. sá rekstrarafgangur sem ætlaður er til fram- kvæmda og niðurgreiðslu skulda, hefur aukist jafnt og þétt og er vel ásættanlegt. Sömuleiðis er mikilvægt að nefna að endurfjármögnun erlendra lána er lokið á hagstæðari kjörum en við höfum séð um langt skeið. Sá áhættuþáttur er því ekki lengur til staðar. Innan örfárra ára, 2017 eða 2018, sjáum við líka fram á að skuldahlutfall bæj- arins, þ.e.a.s. skuldir á móti tekjum, verði komið niður fyrir 150% sem er það langtímamarkmið sem við höfum sett okkur. Við í Kópavogi skynjum og sjáum bjartsýnina hvert sem litið er. Fjárfestingar eru farnar að aukast á ný og ásókn í lóðir eykst jafnt og þétt. Það hefur aftur gefið okkur meira svigrúm til þess að taka fyrstu skrefin að skattalækkunum. Þannig helst þetta allt í hendur og ýtir undir frumkvæði og kraft einstaklinganna sem síðan skilar sér í betri afkomu fyrir alla aðila. Eftir Ármann Kr. Ólafsson, » Skjótt var brugðist við hruninu á síð- asta kjör- tímabili og gripið til að- haldsaðgerða og hagræðingar hjá bænum en um leið var staðinn vörður um grunnþjón- ustuna. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Kópavogur á réttri leið Nú þegar fjöldi er- lendra ferðamanna stefnir í 800 þúsund manns yfir allt árið heyrast af og til þær raddir að þeir séu orðn- ir alltof margir, Íslend- ingar geti víða ekki þverfótað fyrir ferða- mönnum. Engin könn- un hefur verið gerð á því hversu útbreidd þessi skoðun er. Til þess þarf góðar og víðtækar þolmarkarannsóknir sem ekki eru fyrir hendi. Trúlega eru þeir þó miklu fleiri Íslendingarnir sem gleðjast yfir sívaxandi atvinnu- grein sem skapar störf í öllum byggð- um landsins, eykur þjónustuframboð fyrir landsmenn, skapar gjaldeyri á við sjávarútveg og greiðir háa skatta í ríkiskassann. Við landsmenn þurf- um að gera okkur grein fyrir því á hverju við viljum lifa. Þeir sem vilja að Íslendingar hafi landið fyrir sig þurfa e.t.v. að svara því hvað þeir sjái koma í staðinn fyrir ferðaþjónustuna sem nú er 6% af landsframleiðslu. Það er nú trúlega vandfundið enda er ferðaþjónustan orðin föst í sessi. Það er mjög mikilvægt að Íslendingar sjálfir viti hversu mikla þýðingu ferðaþjónustan hefur fyrir þjóð- arbúið og öll landsvæði. Á síðasta ári aflaði ferðaþjónustan 238 milljarða í gjaldeyristekjur eða 23,5% af heild og fór þar fram úr ál- iðnaði. Seldar voru 3,7 milljónir gistinátta sama ár og er gert ráð fyrir að a.m.k. 10 þús- und manns vinni við ferðaþjónustuna. Samtök ferðaþjón- ustunnar hafa lengi bent á að innviðirnir fylgi alls ekki eftir þess- ari öru þróun í grein- inni. Vegakerfið er víða ekki í stakk búið til að taka á móti þessari auknu umferð, ekki hefur verið hægt að ráðast í ýmsar fjárfestingar vegna vöntunar á skipulagi, lítið sem ekkert er tekið á rekstri leyfislausra fyr- irtækja, ferðaþjónustan fær innan við 1% af rannsóknarfé sem fer til at- vinnuveganna og svo mætti lengi telja. Það þarf ennfremur að bretta upp ermar svo ekki fari illa þegar lit- ið er til fjölförnustu ferðamannastað- anna sem nú þegar eru farnir að láta á sjá. Það er ekki nægilegt að stjórn- völd gleðjist yfir auknum tekjum af ferðamönnum, það þarf að sinna inn- viðum greinarinnar rétt eins og ann- arra atvinnugreina ef við ætlum að byggja skynsamlega undir hana til framtíðar. Við munum uppskera eins og við sáum og það er ekki ný speki. Fyrirtækin í greininni hafa átt gott samstarf við ríkisvaldið við að efla ferðaþjónustu yfir veturinn undir merkjum Ísland allt árið en það er vísasti vegurinn til að auka arðsemi fyrirtækjanna. Uppbygging og verndun ferðamannastaða er næsta aðkallandi stórverkefni því án hennar erum við að skaða helstu söluvöru ís- lenskrar ferðaþjónustu – náttúruna. Það getur ekki talist skynsamlegt. Ábyrgð og vandvirkni skilar sér þarna sem annars staðar. Það má ekki líða á löngu áður en við ákveðum framtíðarskipan þeirra mála og jafn- framt þurfa stjórnvöld að skoða stöðu helstu innviða svo tekjurnar haldi áfram að streyma í ríkiskassann til frambúðar. Eftir Ernu Hauksdóttur » Samtök ferðaþjón- ustunnar hafa lengi bent á að innviðirnir fylgi alls ekki eftir þess- ari öru þróun í grein- inni Erna Hauksdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Á hverju viljum við lifa? Morgunblaðið/Ragnar Axelsson „Uppbygging og verndun ferðamannastaða er næsta aðkallandi stórverkefni því án hennar erum við að skaða helstu söluvöru íslenskrar ferðaþjónustu – náttúruna,“ segir greinarhöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.