Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2013 Matur og drykkir H vassafell er einn af Steinabæjunum undir Eyjafjöllum. Þar er rekinn veitingastaðurinn Gamla fjósið í gömlu fjósi sem byggt var árið 1954. Mjólkurframleiðsla og nautgriparækt er aðalatvinnugreinin á Hvassafelli og framleiðir búið um 300 þúsund lítra af mjólk á ári. Árið 1999 var tekið í notkun á Hvassafelli róbótafjós og var þá hætt að nota gamla fjósið. Því var breytt í veitingastað. Gamla fjósið opnaði 12. ágúst 2011 og er aðaluppistaðan á matseðli af- urðir af nautgriparæktinni. Salurinn er um 90 m² og tekur um 50 manns í sæti. Áhersla er lögð á að vera með ferska matvöru úr heimabyggð og að skapa stemmingu sem minnir á gamla tíma og nýja í sveitinni. Nautakjötið sem bragðast svo vel framleiða þau sjálf, fiskurinn og humarinn á matseðlinum kemur frá Vestmannaeyjum. Hveitið og repjuolía í brauðið er framleitt á Þor- valdseyri. Sýslumaðurinn í Vík, hún Anna Birna í Varmahlíð, ræktar salat og grænmeti fyrir staðinn sem þau nota í Sýslumannssalatið. Á matseðl- inum eru Eldfjallasúpa sem er gúllassúpa, sterk og bragðmikil. Ham- borgararnir eru 140 gr. hreint nautakjöt, Steinaloka með nautasneiðum, piparsteik bóndans og nautalund. Auk þess fiskur dagsins, humar og fleira góðgæti. Gamla fjósið mun loka eftir aðeins viku en Heiða Björg Scheving, húsfreyja á Hvassafelli, segir að hún sé alltaf til í að opna staðinn fyrir góða hópa. Þá séu nokkrir viðburðir fastir liðir á haustin, Fýlaveisla verður um miðja september, sviðaveisla í október, Villibráðarhlaðborð í nóvember og jólahlaðborð í desember. Morgunblaðið/Eggert STEIKARLOKA GAMLA FJÓSSINS Kjötið kemur frá bænum UNDIR EYJAFJÖLLUM ER VEITINGASTAÐURINN GAMLA FJÓSIÐ. STAÐURINN ER Í GÖMLU FJÓSI SEM BYGGT VAR 1954. ÖLL HRÁEFNIN ERU FENGIN ÚR NÁGRENNI STAÐARINS. GAMLA FJÓSIÐ LOKAR EFTIR VIKU EN HEIÐA BJÖRG OPNAR ALLTAF FYRIR HÓPUM. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Karlotta Laufey Halldórsdóttir og Heiða Björg Scheving húsfreyja. Morgunblaðið/Eggert Innihald Brauð, nautavöðvi, sveppir, laukur og bernes- sósa. Aðferð Gott brauð, hægt að nota hvaða brauð sem er. Í Gamla fjósinu er bakað brauð og notar Heiða Björg í það heilhveiti og repjuolíu frá Þorvaldseyri sem er rétt austan við Gamla fjósið. Nautakjötið er skorið í þunnar sneiðar og snöggsteikt á pönnu ásamt lauknum og sveppum. Bernessósan getur bæði verið heimatilbúin eða keypt í næstu búð. Brauðið er smurt með sósunni, mikið eða lítið, allt eftir smekk og kjötið, sveppir og laukur sett á milli. Einfalt en bragðgott. Steinaloka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.