Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2013 Á síðustu stofutónleikum sumarsins á Gljúfrasteini á sunnudag koma fram þau Daði Sverrisson, Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Þór- unn Elín Pétursdóttir og flytja tónlist í anda breska rithöfundarins Jane Austin. Flutt verða einsöngslög, aríur og dúettar frá 17., 18. og fyrsta tug 19. aldar. Jane Austen lék sjálf á píanó og hafði unun af söng. Tónlist kemur því víða við sögu í verk- um hennar og var oftar en ekki flutt heima við. Jane Austen nýtti sér tónlist til að skýra og skerpa söguhetjur sínar og draga fram mismunandi andrúmsloft í sögunum. Tónlist- aratriðin verða öll tengd verkum, sögu- hetjum og lífi Jane Austen á einhvern hátt. Tónleikarnir hefjast kl. 16 á sunnudag. TÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI ÚR STOFU AUSTIN Þórunn Elín Pétursdóttir er einn flytjendanna á stofutónleikunum á Gljúfrasteini. Morgunblaðið/Sverrir Haldin verður „Menningarnótt“ í Verksmiðj- unni á Hjalteyri á morgun, sunnudag, kl. 16- 20, þar sem teiknandi rithöfundar og skrif- andi myndlistarmenn verða á ferðinni, eins og það er orðað í tilkynningu. Opnaðar verða tvær myndlistarsýningar; annars vegar á verkum Kristínar Eiríksdóttur, hins vegar Auðar Önnu Kristjánsdóttur og Sítu Val- rúnar. Upplestrar og gjörningur byrja kl. 17. Kristín Eiríksdóttir les úr Hvítfeld, Þórarinn Leifsson les úr handriti á lokastigum: Mað- urinn sem hataði börn, Auður Jónsdóttir les úr Ósjálfrátt, Angela Rawlings fer með gesti í Hljóðagöngu. Á eftir býður Auður Jónsdóttir upp á stutt kaffispjall fyrir áhugasama um skapandi skrif. VERKSMIÐJAN Á HJALTEYRI ORÐ OG MYNDIR Einn af stórmeisturum glæpasögunnar, Banda- ríkjamaðurinn Elmore Leonard, lést í liðinni viku 87 ára að aldri. Fyrsta saga Leonards birtist á prenti árið 1951 og sextíu árum síðar var hann enn að senda frá sér eina bók á ári, „því það er svo skemmtilegt,“ sagði hann. Í byrjun skrifaði Leonard vestra en hann færði sig síðan yfir í glæpasögur og vakti mikla athygli fyrir sterka persónusköpun, svöl samtöl og knappan og vandaðan stíl. Meðan þekktustu bóka hans eru „Get Shorty“, „Freaky Deaky“ og „Glitz“. Bandaríkjadeild PEN-samtakanna heiðraði Leonard fyrir ævistarfið árið 2009 og voru bækur hans þá sagðar ekki bara klassískar spennusögur heldur einhver bestu skrif á ensku síðustu hálfa öldina. GLÆPAHÖFUNDUR LÁTINN LEONARD ALLUR Elmore Leonard Tvítugur Akureyringur, Bjarney AnnaJóhannesdóttir, sem gengur undirlistamannsnafninu Sockface, opnar sýninguna Rat Manicure í Víkinni í dag, laugardag. Bjarney Anna gaf nýverið út sína fyrstu plötu þar sem hún syngur og spilar eigin lög en hún hefur samið sögur, lög og texta, teiknað og málað frá unga aldri. Utan um lögin á plötunni eru byggð mismunandi rými sem öll eru hugarsmíð Bjarneyjar þar sem áhorfandinn fær að njóta tónlistarinnar í einrúmi og verða fyrir sjónrænni upplifun í leiðinni. Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað úgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóðfærin og syngur yrðu útgáfutónleikar flóknir í framkvæmd. Und- irliggjandi þráður í sýningunni er skynjun og upplifun einstaklings á einhverfurófi. Sýningin er hluti af stærra samhengi, þar sem verkefnið Rat Manicure samanstendur af samnefndri plötu sem kom út í apríl síð- astliðnum og sýningu sem fyrst var sett upp í Hlöðunni Litla-Garði á Akureyri. Á Menningarnótt standa yfir tvær sýningar á verkum Bjarneyjar; myndlist og tónlist Bjarneyjar er líka að finna í Gallerí Tukt í Hinu húsinu og stendur sú sýning til 25. ágúst. Sýningin í Víkinni verður opnuð kl. 11.00. RAT MANICURE Í VÍKINNI SJÓMINJASAFNI Tónlist og sjónræn upplifun Verk á sýningu Bjarneyjar Önnu. Bjarney Anna Jóhannesdóttir, t.h., og verkefnis- stjórinn Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson RAT MANICURE ER ÓVENJULEG SÝNING, SEM BYGGIST Á TÓNLIST EFTIR UNGA KONU Á EINHVERFURÓFI, BJARNEYJU ÖNNU JÓHANNESDÓTTUR. Menning Leikfélag Akureyrar býður upp á fjöl-breytt verkefni í vetur og RagnheiðurSkúladóttir leikhússtjóri segir starfs- fólkið fara keikt inn í leikárið. Hún tók við stjórninni við mjög erfiðar aðstæður í fyrra en reksturinn á síðasta leikári var réttum megin við núllið, sem hún segir hreinlega kraftaverk. „Við höfðum meiri tíma til að undirbúa leik- árið núna og breiddin er meiri, bæði í leik- arahópnum og í verkefnavali. Ég segi eins og leikhússtjórar gera gjarnan; allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi …“ segir hún við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Fastráðnir leikarar eru að vísu aðeins þrír í vetur en voru fjórir áður. Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Hannes Óli Ágústsson halda sínu striki og Hilmir Jensson er nýr. Ýmsir taka þátt í einstaka verki, m.a. gamlar kemp- ur sem stóðu á sviðinu hjá LA áratugum sam- an: Þráinn Karlsson, Sunna Borg og Saga Geirdal Jónsdóttir. María Pálsdóttir, Akureyr- ingur og einn Pörupiltanna sem vakið hafa verðskuldaða athygli undanfarin misseri, tek- ur og þátt í einu verki. Spennandi verk um Davíð Davíð Stefánsson frá Fagraskógi verður áber- andi í dagskrá vetrarins. Afmælissýningin verður Gullna hliðið, frumsýnt í janúar, og 1. mars, þegar 50 ár verða liðin frá andláti skáldsins, verður frumflutt nýtt verk Útvarps- leikhússins og LA í Davíðshúsi; hljóðverk í leikstjórn Viðars Eggertssonar, leikhússtjóra Útvarpsleikhússins. Höfundur er Árni Krist- jánsson, verkið verður tekið upp í hljóðveri Ríkisútvarpsins í Reykjavík þar sem leikarar LA fara með hlutverkin og flutt sem innsetn- ing í Davíðshúsinu. Sýningar verða nokkrar en leikritið verður síðan páskaverk Útvarps- leikhússins. Gaman er að segja frá því að á þessu stór- afmælisári eru tengingar nokkrar við sögu fé- lagsins; gömlu kempurnar voru áður nefndar, en í framhjáhlaupi má nefna að Viðar Egg- ertsson var um tíma leikhússtjóri LA og steig fyrstu leikaraskrefin á sviði gamla Samkomu- hússins árið 1969, sem púki í Gullna hliði Dav- íðs! Leikárið hefst með gestasýningunni Blakkát, verki Bjarkar Jakobsdóttir en fyrsta frumsýningin verður í byrjun október á verk- inu Sek, eftir Hrafnildi Hagalín, sem skrifaði verkið sérstaklega fyrir LA. Leikstjóri er Ingibjörg Huld Haraldsdóttir. Gullna hliðið verður frumsýnt í janúar sem fyrr segir. Leikstjóri verður Egill Heiðar Ant- on Pálsson, sem setti á svið eftirminnilega sýningu, Leigumorðingjann, í húsinu í fyrra- vetur. Lísa og Lísa eftir Amy Conroy í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar verður frumsýnt í febrúar. Með hlutverkin tvö fara Sunna Borg og Saga Geirdal Jónsdóttir. Söngur hrafnanna, verk Árna um Davíð, er næst í röðinni. Heimili Davíðs við Bjarkarstíg er sögusviðið. Í því segir frá undarlegum at- burðum sem henda skáldið vetrarkvöld þegar gesti ber óvænt að garði; Pál Ísólfsson og Árna Kristjánsson píanóleikara. Sjálfsprottið verk eftir leikhóp LA verður frumsýnt í byrjun apríl. Leikhópur LA samdi verkið Ef ég væri jólasveinn á síðasta leikári og var það flutt fyrir eyfirsk börn við glimr- andi undirtektir. Hópurinn hyggur nú á annað verkefni þar sem hugarfluginu er gefinn laus taumurinn. Verkið verður þannig úr garði gert að það verður vænlegt til ferðalaga og verður byggt á eyfirskum þjóð- og draugasög- um. Leiklistarskóli LA, sem settur var á stofn í leikhússtjóratíð Maríu Sigurðardóttur árið 2009, hefur gengið glimrandi vel allar götur síðan. Tugir krakka taka þátt á hverri önn og sumir hafa verið með frá byrjun. Ragnheiður segir skólann, sem og vinnu- stofur sem LA hefur starfrækt, hafa vakið mikla athygli. Leikstjóri frá Ástralíu „Sam Haren, leikstjóri og höfundur, kemur til okkar frá Ástralíu til vinnustofudvalar auk þess að vinna með nemendum leiklistarskól- ans,“ segir Ragnheiður, en Sam þessi kemur til Akureyrar á vegum ástralska ríkisins og dvelur í heilan mánuð í höfuðstað Norður- lands. Ástæða þess að Haren kemur eru sambönd sem Ragnheiður hefur í útlandinu, en ekki einvörðungu. „Fyrir utan hvað við framleiðum af leikritum eru vinnustofurnar og leiklist- arskólinn mikilvægur hluti af starfi félagsins og þykja satt að segja víða það merkilegasta í starfi Leikfélags Akureyrar. Áströlunum fannst þetta mjög spennandi og þess vegna var Sam áhugasamur um að koma.“ Vert er að geta þess að auki að kvöld- dagskrá með upplestri á verkum Atla Viðars Engilbertssonar, sem er listamaður án landa- mæra 2013, og flutningi á tónlist eftir hann, er einnig á dagskrá LA nú í haust. ATVINNULEIKHÚS Á AKUREYRI Í FJÓRA ÁRATUGI Akureyringar halda keikir inn í stórafmælisár Í HAUST VERÐA 40 ÁR FRÁ ÞVÍ LEIKFÉLAG AKUREYRAR VARÐ ATVINNULEIKHÚS. AFMÆLISSÝN- INGIN ER GULLNA HLIÐIÐ EFTIR SKÁLDIÐ DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI, EINN FJÖGURRA HEIÐURSBORGARA AKUREYRAR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Styttan af Davíð Stefánssyni sem er í Davíðs- húsi. Skáldið verður áberandi í starfsemi LA. Morgunblaðið/Skapti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.