Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 13
Á undanförnum misserum hefur alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið The Boston Consulting Group unnið viðamiklar rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu og þróað tillögur til að efla alþjóðlega samkeppnishæfni hennar. Tillögur BCG eiga erindi við alla sem starfa í ferðaþjónustu og opinberri stjórnsýslu og eru innlegg í umræðuna um framtíðarstefnumótun íslenskrar ferðaþjónustu. BCG hefur á undanförnum árum meðal annars unnið svipaða greiningu á framtíðarstefnumörkun fyrir stjórnvöld í Frakklandi og á Ítalíu. UPPBYGGING ÁFANGASTAÐAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA: TÆKIFÆRI, ÁSKORANIR OG ÁRANGUR Pedro Esquivias, framkvæmdastjóri hjá The Boston Consulting Group Pedro er framkvæmdastjóri hjá BCG í Lundúnum og hefur yfir 15 ára reynslu af alþjóðlegri ráðgjöf í ferðaþjónustu. Í erindi sínu fer hann ítarlega yfir greiningu BCG á þeim áskorunum og gríðarlegu tækifærum sem Ísland stendur frammi fyrir við að taka á móti ríflega milljón ferðamönnum árlega. Hann setur fram tillögu að framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og hvaða þjónustuþætti við þurfum að leggja aukna áherslu á. Hann mun jafnframt kynna nýja greiningu á framlagi ferðaþjónustunnar til landsframleiðslu næsta áratuginn og fjalla um þann mikla fjölda starfa sem verður til í greininni á næstu árum. Pedro er með meistaragráðu í rekstrarhagfræði frá Harvard Business School. STJÓRNSKIPULAG, GJALDTAKA OG MARKHÓPAR FRAMTÍÐARINNAR Adam Swersky, ráðgjafi hjá The Boston Consulting Group Adam vann um árabil hjá The Clinton Foundation við stefnumótun í opinberum rekstri og mun fjalla um tillögur BCG að einföldun stjórnskipulags ferðaþjónustunnar. Hann mun jafnframt fjalla ítarlega um þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta á að sammælast um næsta áratuginn til að tryggja jákvæða upplifun ferðamanna og áframhaldandi arðbæran vöxt ferðaþjónustufyrirtækja. Hann fer yfir markhópa framtíðarinnar og hvernig Ísland eigi að höfða til þeirra og hvaða áhrif rétt markaðs- setning mun hafa á arðbærni íslenskrar ferðaþjónustu næsta áratuginn. Að sama skapi mun hann fjalla um ítarlega greiningu á gjaldtökumöguleikum við íslenskar náttúruperlur og draga upp mynd af því hvernig gjaldtöku er háttað víðsvegar um heiminn. Adam er menntaður hagfræðingur frá Cambridge háskóla og er með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi. FJÁRMÖGNUN FERÐAMANNASTAÐA – AUKIN HAGSÆLD OG ARÐBÆRNI Joe Grundy, ráðgjafi hjá The Boston Consulting Group Joe stýrði þróun tekjustýringarlíkans Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012 og hefur unnið við þróun slíkra líkana undanfarin átta ár hjá BCG. Í fyrirlestri sínum ber hann saman áskoranir skipuleggjenda Ólympíuleikanna í Lundúnum við þær áskoranir sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir til að vera sem best í stakk búin til að taka við miklum fjölda ferðamanna næsta áratug. Hann fjallar um útfærslur annarra þjóða af gjaldtöku við ferðamannastaði og hvaða lærdóm íslensk ferðaþjónusta getur dregið af skipulagningu Ólympíuleikanna í Lundúnum. Joe er með meistaragráðu í eðlisfræði frá Cambridge háskóla og MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi. Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV. Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpar ráðstefnuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setur ráðstefnuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.