Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 51

Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Tónlistin úr söngleiknum Mary Poppins í uppsetningu Borgarleik- hússins hefur verið gefin út á geisla- diski. Tónlistarstjóri er Agnar Már Magnússon, en meðal velþekktra laga sem á diskinum hljóma eru: „Súperkallífragilistikexpíallídós- um“, „Sléttfull matskeið af sykri“ og „Þokkalega pottþétt“. Söngleikurinn um Mary Poppins í leikstjórn Bergs Þór Ingólfssonar var frumsýndur í febrúar á þessu ári og sýndur 60 sinnum fyrir fullu húsi fram á vor. Sýningin hlaut góðar við- tökur og var tilnefnd til átta Grímu- verðlauna, m.a. sem sýning ársins. Mary Poppins snýr aftur á Stóra svið Borgarleikhússins í vetur og verður fyrsta sýningin í kvöld. Sem fyrr fer með Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir með hlutverk barnfóstrunnar ráðagóðu og Guðjón Davíð Karlsson leikur sótarann Bert. Í öðrum hlut- verkum eru m.a. Áslaug Lárus- dóttir, Rán Ragnarsdóttir, Grettir Valsson, Patrekur Thor Herberts- son, Halldór Gylfason, Esther Talía Casey, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hanna María Karls- dóttir, Theodór Júlíusson, Hallgrím- ur Ólafsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Þórir Sæ- mundsson, Jóhann Sigurðsson og Orri Huginn Ágústsson. Barnfóstran Jóhanna Vigdís Arnardóttir fer með hlutverk Mary Poppins í uppsetningu Borgarleikhússins sem tekin verður aftur til sýningar í kvöld. Mary Poppins snýr aftur á svið og disk Söngkonan Ragnheiður Gröndal kemur fram á Heimstónlistarklúbbi Café Haiti í kvöld kl. 21.30. Heims- tónlistarklúbburinn var stofnaður í ársbyrjun 2013 og er styrktur af Tónlistarsjóði og Reykjavíkurborg. Markmið klúbbsins er að bjóða upp á fjölbreytta tónlist frá ýmsum heimshornum. Á tónleikum kvölds- ins gefst áhorfendum tækifæri á að hlýða á heimstónlistarbræðing söngkonunnar Ragnheiðar Grön- dal. Með henni leika Haukur Grön- dal á blásturshljóðfæri, Guðmund- ur Pétursson á gítar og hljóðgervla og Birgir Baldursson á slagverk. Söngstjarna Ragnheiður Gröndal og félagar leika á Café Haiti í kvöld. Heimstónlist á Café Haiti Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands í kvöld, föstudag, klukkan 20. Önnur er á verkum hol- lenska listamannsins Kees Visser og nefnist Ups and Downs. Hin kemur frá Þýskalandi og nefnist Leiðangur / Passage 2011. Á áttunda og níunda áratugnum var Kees Visser búsettur hér á landi og virkur og athyglisverður þáttakandi í þróun íslenskrar myndlistar, þegar strauma hug- myndlistar og póstmódernisma gætti hvað mest. Yfirveguð og marksækin nálgun hans hefur að undanförnu aflað honum mikils álits í evrópskri list, þar sem hann er álitinn einn af eftirtektarverð- ustu fulltrúum geómetrískrar og hugmyndalegrar aðferðafræði. Á sýningunni er sjónum einkum beint að verkum sem Visser vann hér, allt frá því hann skapaði á Varmalandi árið 1978 bókverk þar sem hann fléttaði saman síðum úr bókum á hollensku og íslensku. Verkin eru af ýmsut toga; til að mynda ljós- myndir, málverk, skúlptúrar og grafíksería unnin út frá verkum eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Hin sýningin, Leiðangur/ Passage 2011, fjallar um það þegar þýsku listamennirnir Thomas Hu- ber og Wolfgang Aichner drógu rauðan bát yfir ríflega þrjú þúsund metra hátt fjallaskarð í Ölpunum og stefndu á Feneyjatvíæringinn. Ásamt farkostinum fylgja heimildir um þessa raun, sem telja verður listrænt afrek, enda vakti það sér- staka athygli á listamönnunum á Tvíæringnum. Verkið vekur spurn- ingar um tengsl listar og náttúru, átök og sigra, og samanstendur m.a. af málverkum, ljósmyndum, bókverkum og vídeóinnsetningu. Sýningin er undir stjórn Christians Schoen og er um sameiginlegt verkefni að ræða milli Kunsthalle Emden og Listasafns Íslands. Kl. 14 á morgun, laugardag, fjallar Schoen um sýninguna. Erfiði Þýsku listamennirnir draga rauða bátinn yfir fjöllin. Íslandsverk Vissers og Alpaleiðangur Kæli- og frystiskáparnir frá Siemens eru vel hannaðir að innan sem utan. Í innréttingunum eru stillanlegar hillur, einstaklega björt LED-lýsing og mikið rými. Svo að ekki þurfi að henda mat koma „crisperBox“- og „coolBox“-skúff- urnar að góðum notum. „crisperBox“-skúffan er með rakastillingu sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. Í „coolBox“-skúffunni er kuldinn er meiri (-2° til 3° C) en annars staðar í kælinum og eykur þar með geymsluþol ferskra kjötvara og fisks. Í frystirými sambyggðu kæli- og frystiskápanna eru þrjár gegnsæjar frystiskúffur, þar af ein stór („bigBox“). Með því að velja skápa með „noFrost“ sleppa menn alveg við að affrysta frystirýmið. Kæli- og frystiskáparnir frá Siemens hafa mjög góða orkunýtni. Þeir eru nú allir í orkuflokki A+, A++ eða A+++. Siemens er í fararbroddi í hönnun, tækni og nýjungum. Smith & Norland er Siemens-umboðið á Íslandi. Smith & Norland sinnir varahluta- og viðhaldsþjónustu af faglegum metnaði á eigin verkstæði. Kæli- og frystiskápar frá Siemens

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.