Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 1

Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 1
F Ö S T U D A G U R 6. S E P T E M B E R 2 0 1 3  207. tölublað  101. árgangur  UPPSKRIFTIR ÚR AFATÍÐ Í GAMLA BAKARÍINU DANS, DÝR OG BLÓMSTR- ANDI BÖRN GYLFI SPILAR MEÐ LIÐINU OG VILL NÁ Í STIG BÖRN OG UPPELDI ÍSLAND-SVISS ÍÞRÓTTIRÍSAFJÖRÐUR 24 ÁRA STOFNAÐ 1913 Heimtur í Bretlandi » Breski innistæðutrygg- ingasjóðurinn áætlar að end- urheimtur vegna Heritable Bank verði á bilinu 86-90%. » 84-86% fáist á móti kostn- aði vegna Kaupthing Singer & Friedlander. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bretlandi (FSCS), sem bætir breskum sparifjáreigendum tapið sem þeir urðu fyrir þegar íslensku bankarnir féllu, hefur endurheimt 3.053 milljónir punda á móti út- greiðslum úr sjóðnum vegna inni- stæðna í íslensku bönkunum sem töpuðust. Þessi fjárhæð samsvarar 579 milljörðum króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram í árs- skýrslu FSCS og miðast við stöðuna í lok mars sl. Kostnaður sjóðsins vegna íslensku bankanna þriggja nemur 4.488 milljónum punda eða 851 milljarði íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur til viðskipta- vina Icesave-reikninga Landsbank- ans í Bretlandi, Heritable Bank, sem var í eigu gamla Landsbank- ans, og Singer & Friedlander, sem var í eigu gamla Kaupþings. Þegar hafa endurheimst 1.980 milljónir punda (375 milljarðar ísl. kr.) vegna Singer & Friedlander eða 76% af kostnaði sjóðsins, 360 milljónir punda (68 milljarðar ísl. kr.) vegna Heritable Bank (77%) og 713 milljónir punda (135 milljarðar ísl. kr.) vegna Icesave, sem er rétt um helmingur af útgreiðslum til innistæðueigenda Icesave-reikning- anna. Áætlar sjóðurinn að allar eft- irstöðvarnar vegna Icesave verði endurheimtar. 579 milljarðar endurheimst  Breskir sparifjáreigendur hafa fengið 851 milljarð vegna innistæðutrygginga í íslensku fjármálafyrirtækjunum  Búist við 100% endurheimtum vegna Icesave Morgunblaðið/RAX Forsætisráðherra Hammond leiðir grænlensku landstjórnina. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Grænlendingar hyggjast stórauka fiskveiðar í framtíðinni og horfa í því efni til samvinnu við Íslend- inga. Aleqa Hammond, formaður grænlensku landstjórnarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að stjórn hennar sjái fyrir sér samstarf við Íslendinga um hafn- argerð. Þá sé horft til víðtækari samvinnu í sjávarútvegi, auk þess sem hugur Grænlendinga standi til að gera samskonar fríversl- unarsamning við Ísland og Íslend- ingar og Færeyingar gerðu árið 2005 með Hoyvíkur-samkomulag- inu. „Við erum að fara yfir flutningakerfi okkar á sjó. Ég held að miklir möguleikar muni opnast í viðskiptum við Ísland,“ segir hún. Tilraunaveiðar lofa góðu Hammond segir tilraunaveiðar á makríl og síld gefa góð fyrirheit. „Ég er bjartsýn um að fisk- veiðar aukist og bind miklar von- ir við jafnvel enn betri niður- stöður tilraunaveiða á svæðum sem enn hafa ekki verið nýtt und- ir veiðar.“ » 18 Vill fríverslun við Ísland  Leiðtogi Grænlands hvetur til aukins samstarfs Fulltrúar bæjarstjórnar í Hafnarfirði öttu kappi við heimilisfólk Hrafnistu í árlegu púttmóti sem fram fór í gær. Keppt var um farandbikar og bar heimilisfólk sigur úr býtum líkt og fyrri ár, en það var mikill hiti í mönnum að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Morgunblaðið/Rósa Braga Bæjarstjórn og heimilisfólk Hrafnistu í Hafnarfirði kepptu á árlegu púttmóti í gær Heimilisfólk lagði bæjarfulltrúana að velli Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þegar nýjar reglur dómstólaráðs ganga í gildi verða nöfn í sakamálum, að undanskildum nöfnum þeirra sem eru dæmdir, þurrkuð út úr dómunum áður en þeir eru birtir á vef dómstól- anna. Lengri tími mun líða frá því dómar eru kveðnir upp og þar til þeir birtast og dómsúrlausnir í færri málaflokkum verða birtar. Reglur þessar tóku raunar form- lega gildi 1. september, fyrir fimm dögum, en á fundi dómstólaráðs í gær var ákveðið að fresta gildistöku þeirra fram til 1. janúar 2014 að ósk Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi að dómstóllinn gæti ekki uppfyllt þær. Nýju reglurnar krefjast tölu- verðrar vinnu af hálfu dómstólanna við að þurrka út nöfn en annað í regl- unum á að leiða til vinnusparnaðar. Þorgeir Ingi Njálsson, varafor- maður dómstólaráðs, segir að helstu ástæðurnar fyrir breytingunum séu að nauðsynlegt hafi verið talið að tryggja samræmi í birtingu dóma og að gæta að réttindum þeirra sem höfða mál, vitna og brotaþola. Meðal dómara hafi verið rætt um hvort tak- markalaus birting dóma á netinu geti leitt til þess að fólk leiti síður réttar síns fyrir dómi. »16 Nöfn þurrkuð út áður en dómar eru birtir Kerecis á Ísafirði framleiðir sára- meðhöndlunarefni úr fiskroði og hefur fram til þessa verið nýsköp- unar- og rannsóknarfyrirtæki. En nú verður breyting á, því þessa dagana tekur fyrirtækið sín fyrstu skref sem sölu-, markaðs- og fram- leiðslufyrirtæki og hefur gert dreifingarsamninga í Bretlandi og Mið-Austurlöndum. Þá hefur verið sótt um einkaleyfi til vinnslu roðs- ins á þennan hátt í 56 löndum. Kerecis meðhöndlar þorskroð þannig að það verður að öflugu meðferðarefni, svokölluðu líf- fræðilegu efni sem sett er á þrálát sár, sem myndast t.d. við áunna sykursýki. Kerecis er eina fyr- irtækið í heiminum sem notar fisk- roð á þennan hátt. Roðið verður að húð Roðið fær Kerecis frá fisk- vinnslustöðvum og við meðhöndl- unina eru allar frumur fjarlægðar úr því og það sneitt í ferninga sem síðan er komið fyrir í sárinu þar sem heilbrigðar frumur skríða inn í þá og umbreyta í húð. Hjá Ker- ecis eru unnin ýmis fleiri efni úr roðinu. Guðmundur F. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og stjórn- arformaður Kerecis, segir marga kosti við að vera með starfsemi af þessu tagi á Ísafirði, þar sé gott að vera með framleiðslu og mikill stuðningur sé frá samfélaginu. annalilja@mbl.is »22 Ljósmynd/Kerecis Fiskroð Í meðförum Kerecis verður það að öflugu sárasmyrsli. Roðið öfl- ug lækn- ingavara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.