Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 33

Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 ✝ Sverrir Kjart-ansson fæddist 8. maí 1924. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans 28. ágúst 2013. Foreldrar Sverr- is voru hjónin Kjart- an Júlíus Jónsson, f. 21. júlí 1885, d. 17. apríl 1987 og Ingi- björg Guðmunds- dóttir, f. 19. ágúst 1900, d. 26. október 1999. Þau slitu sambúð 1924 er Kjartan fluttist til Kan- ada. Systkini Sverris sammæðra: Reynir Geirsson, f. 27. ágúst 1920, d. 1994, Haraldur Þórð- arson, f. 5. janúar 1927, d. 2010, Ingibjörg Þórðardóttir, f. 23. maí 1928 og Sigríður Gerða Eiríks- dóttir, f. 30. mars 1934. Fyrri kona Sverris var Ragn- hild J. Røed, f. 26. júlí 1924. Þau skildu. Þau áttu fjögur börn: 1) Edvard Kjartan, f. 20. apríl 1950, maki Halldóra Jónsdóttir. Börn þeirra: Sigríður Ester, f. 1977 og Úlfur Jóhann, f. 1988. Maki Sig- ríðar er Árni Bergmann Jóhanns- son og eiga þau Óliver Berg- mann, f. 2006 og Birnu Rubý, f. 2009. 2) Hildur, f. 11. desember 1955, maki Júlíus Baldvin Helga- son. Börn þeirra: Ívar Baldvin, f. 1985 og Ragnhildur Jóhanna, f. um, upp úr samvinnunni slitnaði en hann rak fyrirtækið til 1974. Sverrir var einn af stofnendum Byggingasamvinnufélagsins Framtaks 1955 og formaður þess. Félagið reisti eitt fyrsta háhýsið hér á landi. Hann var auglýs- ingastjóri Símaskrárinnar sem verktaki 1978-1993. Sverrir lék með Mandólínhljómsveit Reykja- víkur, var einn af stofnendum hennar 1943 og í stjórn. Þá lék Sverrir með Briem-kvartettinum. Hann gekk í Karlakór Reykjavík- ur 1943, svo í Tónlistarfélagskór- inn og í Þjóðleikhúskórinn við stofnun 1953 og söng þar meðan kórinn starfaði. Sverrir söng m.a. Goro hjúskaparmiðlara í Madam Butterfly (1965) og fjögur hlut- verk í Ævintýrum Hoffmans (1966). Þá var Sverrir í kirkjukór Hallgrímskirkju, kirkjukór Frí- kirkjunnar og Kammerkórnum og fleiri sönghópum. Síðast söng Sverrir með eldri félögum Karla- kórs Reykjavíkur. Sverrir stund- aði þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið, m.a. þættina Hin gömlu kynni og Úr handraðanum sem enn eru fluttir og eru ómetanleg heimild um tónlistarlíf á Íslandi síðustu öld. Útför Sverris fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 6. september 2013, og hefst athöfn- in kl. 13. 1988. 3) Heiða, f. 25. júlí 1962. Dætur Heiðu eru Aníta Heiðarsdóttir, f. 1985 sem á Sóleyju Marín, f. 2009 og Re- bekka Marín Reyn- isdóttir, f. 1999. 4) Davíð Guðmundur, f. 19. janúar 1965, maki Jófríður Guð- mundsdóttir. Dóttir þeirra er Hulda Rún, f. 1997. Eftirlifandi kona Sverris er Aðalheiður Halldórsdóttir, f. 4. apríl 1938. Dóttir Aðalheiðar frá fyrra hjónabandi er Ingibjörg Jóna Birgisdóttir, f. 1957 og gekk Sverrir henni í föður stað. Sonur hennar er Sverrir Halldór Val- geirsson, f. 1985. Sverrir lærði pípulagnir við Iðnskólann, var í sveit á Stóra- Hofi og vinnumaður á Flögu í Skaftártungu. Hann stundaði verslunarstörf, m.a.í hljóm- plötudeild Fálkans og Hús- gagnaverslun Kristjáns Siggeirs- sonar og var um tíma framkvæmdastjóri Alþýðublaðs- ins. Sverrir var jafnaðarmaður og virkur í Alþýðuflokknum. M.a. var hann kosningastjóri flokksins í borgarstjórnarkosningunum 1978. Sverrir stofnaði Auglýs- ingaþjónustuna 1962 ásamt fleir- Margt kemur upp í hugann þegar litið er til baka, til dæmis man ég orðin þín „hún verður að reka sig á“. Það kom líka ekki svo sjaldan fyrir að ég hringdi um kvöldmatarleytið, bauð mömmu gott kvöld og bað um að fá sam- band við þig. Ég las fyrir þig fyrri- part vísu og svo frekar lélegan botn, oftast var ég beðin um að fara með fyrripartinn aftur og kom svo löng þögn. Var það ekki svo sjaldan sem botninn kom vel til hafður, eða með smá breyting- um sem voru ávallt til bóta. Nú vantar Sverri minn til að botna með mér vísunar. Takk fyrir góðu samfylgdina elsku stjúpi minn. Með söknuð í hjarta. Ingibjörg Jóna Birgisdóttir. Í dag kveðjum við Sverri Kjart- ansson, tengdaföður minn. Fyrir 29 árum, er við Hildur hófum sam- búð, hitti ég þau hjón Sverri og Aðalheiði fyrst. Það tókust strax góð kynni með okkur sem héldust alla tíð. Frá upphafi ríkti milli okkar gagnkvæm virðing og vin- semd. Sverrir var hávaxinn og myndarlegur maður með sterkan svip og persónuleika. Hann hafði feikna sterka og hljómfagra rödd og var ávallt hress í bragði. Sverrir var hugmyndaríkur og stórhuga. Honum þótti gaman að gefa stórar gjafir ef svo bar undir og lagði þá töluverða hugsun í þær. Er konan mín varð fertug gaf hann henni úttekt til kaupa á trjáplöntum, þúsund krónur fyrir hvert æviár, en við vorum þá að hefja ræktun á litlum landskika. Eftir það spurði hann reglulega um hvernig gengi og kom nokkr- um sinnum til að fylgjast með trjá- ræktinni. Sverrir tók ekki bílpróf en keypti þó eitt sinn jeppa sem var líka hugsaður til afnota fyrir fjölskylduna. Honum þótti líka gaman að halda fjölskylduveislur. Í boðum var hann hrókur alls fagnaðar og gaman að spjalla við hann, enda fróður um ýmis mál. Sverrir fylgdist vel með þjóð- félagsmálum og var virkur í Al- þýðuflokknum. Söngur og tónlist var hans líf og yndi frá unga aldri. Hann söng mikið, m.a. í Þjóðleikhúskórnum, óperum, karlakórum, kirkjukór- um og við jarðarfarir. Eina skiptið er ég sá hann á sviði var árið 1985 í Grímudansleiknum, þá var hann í kórnum. Hann bauð okkur hjón- um baksviðs og kynnti okkur fyrir einsöngvurunum. Þá var mikið hlegið og spaugað og þar var hann í essinu sínu. Faðir Sverris bjó í Bandaríkj- unum og hittust þeir fyrst 1947. Hann sótti föður sinn háaldraðan og bjó honum heimili hjá sér og lést hann hér á landi 1987. Er mér ógleymanlegt er Sverrir, ásamt félögum, söng yfir gröf föður síns lagið „Þótt þú langförull legðir“ eftir Stephan G. Var það vel við hæfi og mjög áhrifaríkt. Sverrir var einn af stofnendum Mandólínhljómsveitar Reykjavík- ur, þá innan við tvítugt, var einn af stofnendum byggingasamvinnu- félagsins Framtaks, þá um þrí- tugt, var með útvarpsþætti í Rík- isútvarpinu og rak auglýsingastofu um árabil. Hann bjó til mörg þekkt „slagorð“ sem enn eru notuð. Síðast var hann auglýsingastjóri símaskrárinnar með góðum árangri fyrir rekstur símaskrárinnar. Sverrir var framsýnn og til marks um það þá áttaði hann sig strax á mikilvægi einkatölvunnar, lærði á þessa nýju tækni og tók í notkun tölvu við auglýsingasöfnun í símaskrána, en þá var hann um sextugt. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst Sverri og þakka honum samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Júlíus Baldvin Helgason. Þakklæti er mér efst í huga þegar kemur að honum afa. Jafn- ingi, vinur og fyrirmynd. Frekar stór maður með stórt hjarta og alltaf til í að gefa sér tíma fyrir mig. Upp í hugann koma t.d. jólin og áramótin á Spáni, Mallorca ’89, með ömmu, afa, mömmu, Heiðu og Anítu. Seinna meir fékk ég svo að sofa frammi í stofu á Brávalla- götunni svo ég gæti fylgst með NBA-körfuboltanum, Chicago Bulls og fleiri góðum. Þú kenndir mér svo margt eins og ókeypis sambandsráðgjöf við hitt kynið ef eithvað gekk á. Sumt gat ég sett á plástur en ansi oft þurfti ég að bíta á jaxlinn. Ég var alltaf velkominn og þú vildir allt fyrir mig og mömmu gera og meira til. Þakk- læti, því þú kenndir mér svo margt sem ég mun alla tíð búa að og geyma. 10 ára gamall var svo strákurinn sendur í sumarfót- boltabúðir hjá KR, afi sá til þess að við mamma gætum farið á alla leikina hjá KR í Vesturbænum það sumarið, KR-búninginn, takkaskóna og allt sem mig vant- aði. Með söknuð í hjarta mun ég svo kveðja þig, elsku nafni minn, en ég man líka allt sem við rædd- um og fórum yfir saman svona í restina á líknardeildinni í Kópa- voginum, elsku kallinn minn. Takk fyrir þig. Þinn Sverrir Halldór Valgeirsson. Það tók nokkra stund að átta sig á því að Sverrir afi væri fallinn frá. Afi sem hafði alltaf gaman af því að tala við mig um tónlist. Hann hvatti mig til áframhaldandi náms og þreyttist aldrei á því að segja mér hversu mikilvægt tón- listarnám væri. Ég met það mikils í dag þó svo að það hafi kannski lítið komist til skila þegar ég var yngri og smákökurnar og app- elsínið sem afi og Heiða báru á borð þegar ég kom í heimsókn freistuðu. Það síðasta sem afi sagði mér var að gæta að heyrninni, sem væri vinnutæki fólks sem starfar við tónlist, því það sem honum þótti sárast þegar aldurinn færð- ist yfir var að missa fullkomna heyrn og geta ekki lengur gefið mér hreint „a“. Röddina átti hann þó alltaf, valdsmannslega en samt blíða, og þótt afi sé fallinn frá er gott til þess að vita að enn get ég stund- um heyrt rödd hans í útvarpinu. Ég kveð afa minn með söknuði í dag, en gleðst yfir öllum góðu minningunum. Ívar Baldvin Júlíusson. Sverrir Kjartansson, svili minn, er látinn. Andlát hans var ekki óvænt því hann var búinn að vera veikur lengi og batinn fékkst ekki en afturförin var ekki umflúin. Ég sakna Sverris og þess sem hann var mér og fjölskyldu minni gegnum árin. Ég vil minnast á nokkur atriði úr lífi hans. Sverrir var gleðimaður mikill og góður söngvari, en tónlist var honum mikils virði og í blóð borin og vann hann við söng um langt árabil. Hann söng í Karlakór Reykjavík- ur og Þjóðleikhúskórnum og var þar framarlega í flokki. Hann söng oft við útfarir og aðrar kirkjulegar athafnir enda í kór Hallgrímskirkju og síðan í Frí- kirkjukórnum. Nú eru félagar hans frá þeim árum horfnir af sviðinu og taka vafalaust vel á móti honum með söng og gleði. Við komum mjög oft á heimili þeirra og hafði þá húsbóndinn frá mörgu að segja frá fyrri tíð enda vel heima í mörgum málum. Við spjölluðum margt en mest um pólitík en vorum ekki alltaf á sama máli. Sverrir var trúr og tryggur „krati“ og hallur undir Alþýðu- flokkinn gamla alla tíð. Hann vann um tíma við Alþýðublaðið og minntist þess gjarnan. Sverrir vann ýmis störf á yngri árum og stofnaði síðan Auglýs- ingaþjónustuna og sá um auglýs- ingar í símaskránni, sem var ærið starf. Hann tók aldrei bílpróf og var lítið á ferðinni hin síðari ár, hann var heimakær og góður heim að sækja. Sverrir var giftur mágkonu minni, Aðalheiði Halldórsdóttur, en þau störfuðu saman alla tíð og var Heiða góður liðsmaður bæði í Auglýsingaþjónustunni og við símaskrána. Sverrir hefur verið Ingu Jónu dóttur Heiðu sem góð- ur faðir og reynst henni vel í alla staði. Í seinni tíð hefur Sverrir Halldór, sonur Ingu Jónu, verið heimilinu styrk stoð. Hann launar vel það atlæti sem hann hefur not- ið hjá Sverri og Heiðu. Við hjónin og fjölskylda okkar þökkum Sverri það sem hann var okkur. Aðalheiði, Ingu Jónu og Sverri Halldóri svo og börnum Sverris frá fyrra hjónabandi votta ég dýpstu samúð og bið góðan guð að veita þeim huggun í sorginni. Þórólfur Friðgeirsson. Nú kveðjum við Sverri Kjart- ansson. Sverrir var eftirminnileg persóna sem ég mun aldrei gleyma og á ég fullt af minningum sem rifjast upp núna á þessum tímamótum. Ég lítil stelpa í heim- sókn á auglýsingastofunni á Laugaveginum, hann að lauma pening í lófa minn til að ég gæti farið í sjoppuna sem var hinum megin við götuna og fengið mér eitthvað gott. Alltaf þegar ég hitti Sverri fékk maður hlýtt faðmlag og ávallt hrós, þannig var Sverrir. Sverrir og Heiða, móðursystir mín, bjuggu á Baldursgötunni, ég var í Verslunarskóla Íslands sem var rétt hjá, alltaf var ég velkomin og boðin í mat ef ég þurfti að mæta aftur í skólann um kvöldið. Sverrir og Heiða fluttu á Brávalla- götuna, þar var oft mikið fjör, spil- að á mandólín og gítar og mætti ég oft til þeirra í fjörið og skemmti mér mjög vel. Þegar ég var 18 ára báðu Sverrir og Heiða mig að passa íbúðina sína á Brávallagöt- unni þegar þau fóru í langt ferða- lag erlendis, ég naut þess að vera á Brávallagötunni, ég veit að þau vissu það líka. Ég man eftir Bang & Olufsen-græjunum hans, flott- ustu græjur sem ég hafði séð. Sverrir var mikill unnandi tónlist- ar og var sjálfur í kórum. Sverrir var vel lesinn, gáfaður, mjög sann- færandi og rökfastur og það var gaman að ræða ýmis mál við hann. Sverrir var það sannfærandi að hann fékk mig til að sitja fyrir í auglýsingu fyrir símaskrána með dóttur mína nokkurra mánaða, það hefði engum tekist nema hon- um. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp minningar sem ég á um Sverri en mun geyma þessar minningar í hjarta mínu og minnast hans alla tíð. Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjörnur loga. Og þar sem forðum vor í sefi söng nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Svo undarlega allir hlutir breytast. Hve árin skipta svip og hjörtun þreytast. Hve snemma daprast vorsins vígða bál. Hve vínið dofnar ört á tímans skál. (Tómas Guðm.) Elsku Heiða frænka, ég votta þér mína dýpstu samúð, megi góð- ur Guð styrkja þig í þessari miklu sorg. Ég votta öllum aðstandend- um Sverris mína dýpstu samúð. Elsa Björg Þórólfsdóttir. Góður vinur minn og sam- starfsmaður til margra ára, Sverrir Kjartansson, er látinn. Sverrir var mjög vandaður og góður maður. Hann var mjög trygglyndur og sannur vinur vina sinna. Við Sverrir kynntumst á Al- þýðublaðinu fyrir rúmum 55 ár- um. Hann var þá framkvæmda- stjóri blaðsins en ég fréttastjóri. Við áttum mjög gott samstarf á blaðinu. Sverrir var góður fram- kvæmdastjóri, röggsamur og fljótur að taka ákvarðanir en flan- aði þó ekki að neinu. Ég minnist þess að þegar Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Coldwater, dótturfyrirtækis SH, bauð mér í kynnisferð til Bandaríkjanna 1960 var Sverrir fljótur að samþykkja að ég skyldi þiggja boðið og fara. Áður en Sverrir varð fram- kvæmdastjóri Alþýðublaðsins var hann framkvæmdastjóri happ- drættis Alþýðublaðsins, HAB. Rak hann það með mikilli prýði. Sverrir var einlægur jafnaðar- maður og hafði mikinn áhuga á stjórnmálum. Við áttum einnig gott samstarf í Alþýðuflokknum. Þegar ég sat í borgarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn sýndi Sverrir mikinn áhuga á málefnabaráttu flokksins í borgarstjórn. Var oft gott að leita til Sverris. Sverrir var góður söngvari á yngri árum. Söng hann m.a. í Þjóðleikhúsinu. Árið 1965 söng Sverrir m.a. í óperunni Madame Butterfly eftir Puccini. Ég og kona mín áttum þess kost að hlýða á óperuna. Mér þótti hann standa sig vel. Í dómi um frammistöðu söngvaranna sagði að Sverrir hefði sungið hlutverk Goro og far- ið skínandi vel með. Sverrir söng í Þjóðleikhúskórnum um nokkurt skeið. En þegar Þjóðleikhúsið var að setja upp óperur og óperettur var algengt að leitað væri til söngvara í kórnum og þeim fengin hlutverk. Sverrir hafði mikinn áhuga á söng og tónlist. Sverrir tók sér margt fyrir hendur um ævina. Meðal annars setti hann á fót auglýsingastofu og var með þeim fyrstu, sem rak slíka starfsemi hérlendis. Einnig sá hann í mörg ár um símaskrána. Hann var mjög flinkur við hvað eina, sem hann tók sér fyrir hend- ur. Eftirlifandi eiginkona Sverris er Aðalheiður Halldórsdóttir. Ég votta henni, börnum og öðrum að- standendum innilega samúð mína. Drottinn blessi minningu Sverris Kjartanssonar. Björgvin Guðmundsson. Sverrir Kjartansson var kom- inn á pall hjá Karlakór Reykjavík- ur á árinu 1946. Síðar söng hann í áratugi með eldri félögum karla- kórsins. Nú er þessi mikli unnandi söngs fallinn fyrir tímans ljá. Eftir standa minningar um ljúfan fé- laga með góða nærveru og hljóm- mikla rödd. Sverrir kom víða við í söng og starfi, en það verður ekki rakið hér. En lengi stóðu þeir hlið við hlið í fremstu röð í fyrsta bassa – vinirnir Jón G. Bergmann og Sverrir. Nú er það liðin tíð. Þegar sumri hallar og haustið tekur við er eins og náttúran búi sig undir að kveðja og þakka fyrir sig. En þá gerist annað: Þeir sem eiga sér félagsskap í iðkun söngs- ins, safnast aftur saman og það er eins og vorið og sumarið fái end- urnýjað líf. Þegar ein rödd þagn- ar, tekur önnur við. Við gömlu félagarnir í Karlakór Reykjavíkur skilum okkur von- andi eins og fé af fjalli og tökum aftur upp söngþráðinn. Og þá verður ljúft að eiga minningarnar um Sverri félaga okkar Kjartans- son. Takk fyrir þær. Innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd gömlu félagana, Reynir Ingibjartsson. Sverrir Kjartansson ✝ Pálmey Hjálm-arsdóttir fædd- ist á Akureyri 16. febrúar 1952. Hún lést 1. september 2013. Foreldrar henn- ar voru Jónína Her- mannsdóttir frá Nýjabæ, Saurbæj- arhreppi, f. 13. mars 1919, d. 4. júní 1990 og Hjálmar Hinrik Jóhannsson frá Litladal, Akrahrepp í Skagafirði, f. 6. ágúst 1920, d. 28. maí 1983. Bræður hennar eru Hlöðver Hjálmarsson, f. 1947, Kolbeinn þeirra eru Hjálmar Hauksson, f. 1970, Lilja Björg Jones- Hauksdóttir, f. 1973, og Birgir Hauksson, f. 1974, fyrir átti Haukur Hólmfríði Maríu Hauks- dóttur, f. 1969. Pálmey starfaði á Heklu frá 1979-1988 og sinnti þar m.a. trúnaðarstörfum, hún hóf störf við umönnun aldraðra á dval- arheimilinu Hlíð 1988 og starfaði þar til ársins 2012. Á þessum tíma sinnti hún einnig námi og útskrifaðist sem svæðanuddari 1999 og sem sjúkraliði árið 2005. Útför Pálmeyjar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. sept- ember 2013, kl. 13.30. Hjálmarsson, f. 1947, Gunnar Hólm Hjálm- arsson, f. 1950, Ás- geir Guðni Hjálm- arsson, f. 1953, Jón Ingvar Hjálmarsson, f. 1955 og Úlfar Júl- íus Hjálmarsson, f. 1958. Pálmey ólst upp á Halldórstöðum og í Hólsgerði, Eyjafjarð- arsveit. Þann 24. október 1971 giftist Pálmey Hauki Smára Guðmunds- syni, vélvirkja, f. 17. maí 1949, d. 6. september 2004. Þau bjuggu á Akureyri allan sinn búskap. Börn Í dag kveðjum við tengdamóð- ur mína hana Pálmeyju með miklum söknuði. Ég get nú sagt það án þess að hika að betri tengdamömmu var ekki hægt að hugsa sér, hún tók mér strax eins og einni af fjölskyldunni þegar ég kynntist syni hennar, þá eingöngu 18 ára gömul. Upp frá því hóf hún að kenna mér ýmislegt um lífið, þó án þess að vera stjórnsöm, hún hafði magn- að lag á að koma sinni skoðun til skila án þess að traðka á öðrum. Fyrst um sinn bjuggum við hjá henni og Hauki tengdaföður mínum ásamt fleirum og það var alltaf mikið fjör á heimilinu. Pál- mey var kona sem var gott heim að sækja, alltaf var kaffi á könn- unni og mjög gestkvæmt á heim- ilinu. Fjölskylda mín öll hefur síðustu árin verið búsett í Reykjavík svo Pálmey hefur allt- af verið stór hluti af mínu lífi og fastur punktur í tilverunni. Ég er þakklát fyrir að hafa verið hjá henni daginn sem hún kvaddi þennan heim. Undir lokin þurfti alltaf einhver að vera hjá henni og tók ég að mér að vera hjá henni laugardaginn 31. ágúst og tók ég þriggja ára nöfnu hennar með mér. Sumir hefðu nú hugsað að það gengi ekki að vera með barn í þessum aðstæðum, en elsku tengdamamma mín vakn- aði ekki aftur eftir að hafa lagt sig kl. 9 um morguninn. Ég er þakklát fyrir að hafa verið á staðnum fyrir hana þrátt fyrir að geta ekkert gert nema vera til staðar og strjúka henni um hendurnar. Þessi elska fékk að kveðja þennan heim eins og hún vildi á sínu fallega heimili í sínu snyrtilega rúmi með sína nán- ustu fjölskyldu hjá sér. Saknaðarkveðjur. Þín þakkláta tengdadóttir, Hlín Garðarsdóttir. Pálmey Hjálmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.