Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 ✝ Anna MargrétPétursdóttir fæddist í Reykjavík 18. apríl 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. sept- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Guðmundsson (fædd Jakobsen), f. 21. apríl 1903, d. 10. júní 1981 og Pétur Guð- mundsson bifreiðastjóri, f. 3. mars 1900, d. 14. júní 1967. Bróðir Önnu Margrétar var Guðmundur Vilhelm Pétursson, f. 11. apríl 1938, d. 20. júní 2000. Hinn 14. ágúst 1966 giftist Anna Margrét eftirlifandi eig- inmanni sínum Eiríki Haralds- syni frá Gröf í Breiðuvík, f. 21. Fyrir á Haraldur dótturina Höllu Karen, f. 1992. 3) Guðrún ferðaráðgjafi, f. 16. desember 1977, gift Hreiðari Smára Mar- inóssyni vefstjóra. Börn þeirra eru a) Ingunn Anna, f. 2006, b) Marinó Thor, f. 2010. Anna Margrét ólst upp í Reykjavík og gekk í Mýrarhúsa- skóla þaðan sem hún lauk gagn- fræðaprófi. Síðar hélt hún til náms í Als Husholdningsskole í Danmörku. Um árabil starfaði hún m.a. í Sparisjóði Ólafsvíkur, Búnaðarbankanum, Pósti og síma, Sparisjóði Kópavogs og síðar í Álftamýrarskóla. Anna Margrét var virk í kórastarfi og söng meðal annars með Skag- firsku söngsveitinni, kór Selja- kirkju og nú síðast kór Hjalla- kirkju. Hún starfaði mikið fyrir Rauða krossinn og var formað- ur kvennadeildar Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands á árunum 2007-2011. Útför Önnu Margrétar fer fram frá Hjallakirkju í dag, 6. september 2013, og hefst at- höfnin kl. 15. janúar 1940. For- eldrar hans voru Haraldur Jónsson kennari, f. 6. júlí 1901, d. 13. nóv- ember 1975, og Guðrún Eiríks- dóttir ljósmóðir, f. 5. maí 1901, d. 30. september 1965. Anna Margrét og Eiríkur eignuðust þrjú börn: 1) Pétur básúnuleikari, f. 8. júlí 1966, kvæntur Amy Schimmelman hornleikara. Synir þeirra eru a) Jakob Máni, f. 1997, b) Ísak Már, f. 1999, c) Evan Ari, f. 2005. 2) Haraldur veiðimaður, f. 12. febrúar 1976, kvæntur Ingi- gerði Guðmundsdóttur við- skiptafræðingi. Synir þeirra eru a) Goði, f. 2008, b) Kári, f. 2010. Elsku mamma mín, nú ertu búin að kveðja. Þú varst klett- urinn minn í lífinu og studdir mig í gegnum skin og skúrir. Þú ólst mig upp í að verða sjálfstæð og ákveðin manneskja, alveg eins og þú. Þú gafst mér líka mikið frjálsræði en kenndir mér jafnframt að því fylgdi ábyrgð. Ég lærði að taka ábyrgð ung og sjálfstæðið fékk ég í vöggugjöf. Útþrána erfði ég frá þér og fyrst nægði mér að ferðast með þér í fríum og fara í stuttar helgarferðir. En seinna settist ég að í Danmörku sem var þér svo kær elsku mamma mín. Þú brýndir fyrir mér að mér væru allir vegir færir og ef mig lang- aði að fara í nám erlendis, þá stæði það mér til boða. Þegar ég pakkaði niður og hélt ein af stað til Kolding varst þú mér innan handar og að sjálfsögðu komstu með til að hjálpa mér að koma mér fyrir á nýjum stað. Ég held að þó svo að það hafi verið erfitt að hafa börn og barnabörn er- lendis hafi það samt sem áður hentað þér vel að geta verið á ferð og flugi til og frá landinu. Netverk þitt var gríðarlega stórt og sama hvort var í Rúss- landi, Ítalíu eða Danmörku þá var tekið á móti þér með hlýju. Að pressa ólífuolíu með inn- fæddum í fjallaþorpi á Ítalíu eða fara í heimsókn til vinkvenna þinna á Fjóni, sem þú varst með í skóla fyrir 50 árum, var hluti af upplifuninni að ferðast með þér. Þú varst dugleg að halda sambandi við fólk sem varð á vegi þínum í gegnum lífið og vildir öllum vel. Þú varst ósér- hlífin og varst alltaf til staðar, sama hver átti í hlut. Sjálfboðastarf var þér hug- leikið og ég var ekki ýkja há í loftinu þegar ég stóð vaktina með þér í Rauðakrossbúðinni á Landspítalanum. Ég á líka fal- legar minningar frá Hjálpræð- ishernum og því góða fólki sem fylgdi þér þar. Það að aðstoða aðra var þér svo sjálfsagt að þegar strætis- vagn festist í ófærð fyrir utan húsið þá var öllum farþegunum og vagnstjóranum boðið inn í kaffi og þegar AFS hafði sam- band og bað þig að taka skipti- nema frá Nýja-Sjálandi þá var það svo lítið og sjálfsagt mál fyrir þig eins og svo margt ann- að. Þegar ég seinna hitti Sharon skiptinema og fjölskyldu hennar fyrir tilviljun í Reykjavík þá var þeim boðið að fagna áramótun- um með okkur fjölskyldunni. Þú tókst alltaf öllum opnum örmum og enginn kom að lokuðum dyr- um hjá þér. Það að heimþráin hafi sótt svo á mig og ég rifið fjölskyld- una upp og flust heim í flýti sýn- ir hversu tengsl okkar voru sterk. Það að hafa haft þig nærri og fengið að fylgja þér í gegnum erfiðleikana, elsku mamma mín, er mér ómetan- legt. Elsku hjartans mamma mín, hvíl í friði. Minning þín mun lifa í hjarta mínu alla tíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Guðrún (Gunna). Elskulega amma mín, mikið hrikalega finnst mér sárt að þú sért farin frá okkur. Við eigum svo ótrúlega skemmtilegar minningar saman enda varstu uppáhaldsferðafélaginn minn og við gerðum svo margt skemmti- legt saman. Ég mun seint gleyma öllum ferðalögunum okkar í Dan- mörku og á Spáni, þar sem ég sat fram í með kortið að segja þér til á meðan þú keyrðir, já eða öllum sumarbústaða-, sveita- og fjöruferðum, berjamó eða blómatínsla, þær voru allar yndislegar. Ömmu- og afahelgarnar voru alltaf spennandi, þú heilsaðir mér með fallegu orðunum „Hæ, elsku Halla Karen mín“ og bæði kallaðir mig og kynntir mig sem „litla/stóra ömmustelpan mín“. Ég fékk að borða eins mikinn ís og ég gat í mig látið og hvað þá rúgbrauð með kæfu og eplasafa á milli þess sem ég pikkaði inn á gömlu ritvélina þína og hringdi úr gamla skífusímanum og sönglaði lögin úr myndinni An- nie, ég fékk alltaf að horfa á hana hjá ykkur þar til hún gaf sig undan álagi, við spiluðum hana svo mikið. Ég fékk líka alltaf að kúra á milli ykkar afa og fylgjast með þér á meðan þú last allar dönsku bækurnar þínar og reyndi að lesa öll skrítnu orðin í huganum, ég skil þau ekki ennþá í dag! Alltaf þegar þú hringdir hoppaði ég af spenningi því ég vissi að nýtt ferðalag var í vændum, þau voru svo skemmti- leg. Þú, elsku amma, kenndir mér að sauma, föndra og prjóna og er ég þér svo þakklát. Þú varst alltaf til í að hoppa til þegar mig vantaði hjálp við nýjustu sauma- mennskuna og hringdir og vildir fá fréttir hvernig gengi, sem gekk oftast vonum framar, þar sem ég hafði svona frábæran kennara. Þú vildir allt fyrir alla gera og það sem einkenndi þig mest af öllu, elsku amma, er það að þú hafðir áhyggjur af öllum öðr- um á undan sjálfri þér, enda átt- ir þú svo marga vini allstaðar frá og má nú ekki gleyma öllum þeim sem þú kynntist bara á meðan við biðum í röðum úti í búð, því þú varst svo yndisleg. Yndislegri manneskju mun ég hvergi finna, þú varst alltaf svo glöð. Ég man hvernig þú brostir alltaf framan í mig þegar við vorum að bralla eitthvað saman, okkur báðum fannst það svo gaman. Ó, elsku amma, mikið hrika- lega finnst mér erfitt að vera búin að missa þig. Ég er svo heppin að hafa átt svona ynd- islega manneskju að og hafa haft þau forréttindi að eiga þig sem ömmu. Ég mun sakna þín hrikalega og þess að geta ekki kíkt í heimsókn til ömmu og spjallað. Ég er svo heppin að eiga allar þær minningar um það sem við gerðum saman, ég hélt þær yrðu fleiri en svona er lífið stundum. Ég hlakka til að hitta þig aft- ur, elsku amma mín, þar sem þú ert núna og þá getum við farið í enn eitt ferðalagið saman. Ástarkveðja, litla, stóra ömmustelpan þín, Halla Karen Haraldsdóttir. Það var fyrir tæpum tuttugu árum að ég réð Önnu til starfa sem stuðningsfulltrúa í blindra- deild Álftamýrarskóla. Á þeim tíma var tölvuvæðing fyrir blinda að ryðja sér til rúms. Tækin voru dýr og erfitt að fá fjárveitingu. Okkur vantaði til- finnanlega blindraleturstöl- vuskjá. Þá sagði Anna „ég bið bara Eirík að nefna þetta við fé- lagana í Kivanisklúbbnum Vífli í Breiðholti “. Boltinn fór að rúlla og þeir félagar byrjuðu að safna og gáfu deildinni millljón króna skjá vorið eftir. Ein milljón var miklir peningar á þeim tíma og átti Anna mikinn þátt í því að blind ungmenni gátu farið að nýta sér tölvur. Oft þurfti að skrifa texta inn með stuttum fyrirvara fyrir nemendur og þá var Anna betri en enginn. Það var sama hvort um var að ræða texta á ensku, dönsku eða þýsku, allt gerði hún fljótt og vel enda var hún mikil tungu- málamanneskja. Anna unni góðri tónlist og meðal annast sátum við hlið við hlið í þremur ólíkum kórum og bar aldrei skugga þar á nú síð- ast í Kór Hjallakirkju en við munum kveðja hana með söng, auk þess sem Anna var örugg og tónviss og gott að hafa hana nálægt sér. Eiríkur og Anna voru samhent í áhugamálum sínum, þ.e. tónlist og ferðalög- um. Þau ferðuðust mikið og nutu ætíð einhverrar menningar í leiðinni, fóru í óperur, á sinfón- íutónleika eða aðra listviðburði. Anna var allaf að skreppa eitt- hvað til útlanda, ýmist að heim- sækja börn og barnabörn sem hún unni mjög eða í menning- arferðir. Við göntuðumst oft með það í altinum að við vissum ekki hvort hún var að koma eða fara. En nú þegar ævin varð ekki lengri er gott að þau Eirík- ur gátu notið þessara ferða sam- an. Anna var mikil handverks- kona. Einu sinni vorum við að fara í söngferðalag til Kork á Ír- landi. Beðið var um að þeir sem ættu íslenskan þjóðbúning kæmu með hann. Anna gerði sér lítið fyrir og saumaði einn slíkan og Eiríkur smíðaði silfurmyllur, borða og stjörnur. Hún saumaði reyndar búninga á allar stúlk- urnar í fjölskyldunni. Öll handa- vinna lék í höndunum á henni hvort sem það var prjóna- eða saumaskapur. Þrátt fyrir að Anna væri orð- in mikið veik naut hún samt ým- issa gleðistunda með fjölskyld- unni. Þegar ég talaði síðast við hana auglitis til auglitis sagði hún mér frá afmælisferðinni sem öll fjölskyldan fór til Spán- ar í vor þegar hún varð sjötug. Það var ferð sem hún naut út í ystu æsar. Gleðibrosið hvarf aldrei af andlitinu. Einnig sagð- ist hún hafa verið svo glöð að fá að vera með í að velja brúð- arkjólinn á Ingigerði. Hún hafði líka heilsu til að taka fullan þátt í brúðkaupi Haraldar og Ingi- gerðar núna í júní. Um leið og ég þakka Önnu Margréti fyrir samfylgdina sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur til Ei- ríks, Péturs, Guðrúnar, Harald- ar, tengdabarna og barnabarna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Margrét F. Sigurðardóttir. Kveðja frá kvennadeild og Rauða krossinum í Reykjavík Nú þegar fyrstu laufblöð haustsins gulna og falla kveðj- um við félagarnir Önnu Mar- gréti Pétursdóttur og þökkum af alhug samstarf og samveru á liðnum árum. Anna Margrét gekk til liðs við kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík árið 1983 og starfaði sem sjálfboðaliði í þrjá áratugi, allt til síðasta dags. Sökum mannkosta sinna, hæfileika og reynslu voru henni falin fjöl- mörg trúnaðarstörf á vegum Rauða krossins í Reykjavík. Hún sat í stjórn kvennadeild- arinnar í 12 ár, þar af fjögur síð- ustu sem formaður deildarinnar, auk þess að vera í stjórn Rauða krossins í Reykjavík. Þá sat hún í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum deildanna, s.s. félags- málanefnd kvennadeildar og stjórnum Skógarbæjar og Múla- og Hlíðabæjar. Til marks um hve mikils hún var metin af Rauða krossinum á Íslandi fékk hún sérstaka viðurkenningu fyr- ir vel unnin störf á aðalfundi ár- ið 2010. Hreyfing, eins og okkar, byggist einmitt á fólki eins og Önnu Margréti sem er tilbúið að gefa af sjálfu sér og tíma sínum til þess að stuðla að betri líðan annarra. Hún var elskuleg kona sem hentaði ekki að stjórna með því að hækka röddina eða beita valdi sínu, heldur setti hún fram skoðanir sínar af hógværð en jafnframt af festu og myndug- leika. Anna Margrét var kona sem gott var að kynnast og heiður að mega kalla félaga sinn. Kvennadeild og Rauði kross- inn í Reykjavík senda eigin- manni, börnum og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur og biðja góðan Guð að varðveita þau og styrkja í sorginni. Oddrún Kristjáns- dóttir, formaður kvennadeildar. Í dag kveðjum við kæra vin- konu og samstarfskonu í félags- málanefnd kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík. Nú þegar komið er að kveðjustund langar okkur í nefndinni að þakka henni vináttu og tryggð um ára- bil. Það að vinna með góðu fólki að mikilvægum málefnum undir merki Rauða krossins, gefur starfinu mikið gildi. Þær stundir sem við áttum með Önnu Mar- gréti munu lifa í hjarta okkar. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Lifðu ljóss í heimi Guði falin. Jóhanna Jónsdóttir, Auður Kristjánsdóttir, Ásta Tryggvadóttir, Guðrún Jósafatsdóttir og Guðrún S. Tryggvadóttir. Anna Margrét Pétursdóttir HINSTA KVEÐJA „Það syrtir að er sumir kveðja“, kvað Davíð Stef- ánsson. Sviplega erum við mágur og svilkona Önnu Péturs- dóttur orðin miklu fátæk- ari. Anna auðgaði tilveru okkar með einlægri vin- áttu, hlýrri glaðværð, hjálpsemi og gestrisni. Hennar verður minnst með söknuði, en minningin um hana er líka dýrgripur sem við og fjölskylda okkar geymum með þakklæti. Við vottum fjölskyldu hennar innilega samúð. Dina og Helgi. ✝ Eggert Páls-son fæddist í Kollugerði, Lögmannshlíðar- sókn, Akureyri, 10. október 1927. Hann andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 4. ágúst 2013. Foreldar hans voru Anna María Kristjánsdóttir frá Ytra Krossanesi v. Akureyri, f. 1893, d. 1990 og Páll Bene- diktsson frá Klúkum, Eyjafjarð- arsveit, f. 1885, d. 1961. Systkini Eggerts voru: Fjóla Pálsdóttir, f. 1914, d. 2001, Kristján Pálsson, f. 1918, d. 1995, Baldur Pálsson, f. 1919, d. 1919, Helga Pálsdóttir, f. 1920, d. 1920, Helga Margrét Pálsdóttir, f. 1923, d. 2012 og Arngrímur Páls- son, f. 1931, d 2010. Eggert ólst upp í Kollugerði og starfaði sem bú- maður hjá for- eldrum sínum fram til ársins 1950 er fjölskyldan flutti í Ártún í Glerárhverfi. Eggert starfaði lengst af við múrverk hjá Gunnari Ósk- arssyni á Akureyri. Útför Eggerts fór fram í kyrrþey frá Höfðakapellu 12. ágúst 2013. Nú hefur Eggert föðurbróðir minn lokið lífsgöngu sinni og veit ég að hann var hvíldinni feginn. Sjálfri finnst mér erfitt að kveðja því hann hefur verið stór hluti af mínu lífi í rúm 50 ár og þá sér- staklega sl. 12 ár eftir að ég flutti aftur heim til Akureyrar. Að eiga ekki eftir að koma í heimsókn í Ártún, þar sem hann bjó, í kaffi og spjall, skreppa með hann í búð eða eitthvað annað er skrítin tilfinning. Það voru ávallt hlýjar móttökur, hlaðið borð af veitingum og oft fjörugar sam- ræður. Ef honum þótti eitthvað mjög fréttnæmt eða skondið þá var viðkvæðið: „Ja ég skal nú segja ykkur það“! Síðan hnykkti hann til höfðinu og hló við. Þannig sé ég hann fyrir mér nú. Eggert var síðastur eftir af sín- um systkinahóp. Hann var af kyn- slóð sem hafði svo sannarlega lifað tímana tvenna og virtist óravegur frá fortíð til nútímans. Hann var ákveðinn og sjálfstæður og vildi ekki vera upp á aðra kominn. Það voru honum því mikil vonbrigði þegar hann missti annan fótinn vegna sykursýki. Öllu framar vildi Eggert búa áfram á heimili sínu frekar en að fara á elliheimili, halda sínum föstu venjum og það tókst honum fram til dauðadags. Eggert var nægjusamur, sáttur við sitt og kvartaði ekki. Eitt sinn þegar ég spurði hann hvort hon- um leiddist ekki að vera svona einn svaraði hann undrandi: „Leiðist? Af hverju í ósköpunum ætti mér að leiðast? Maður finnur sér bara eitthvað að gera og svo lítur alltaf einhver hér inn til mín.“ Það voru gamlir vinir, ættingjar eða vinir hans í „ganginum“ eins og hann kallaði það, fólk sem var nágrannar hans í Lönguhlíðinni í hartnær hálfa öld og honum þótti svo óskaplega vænt um. Eggert var hugulsamur og allt- af reiðubúinn til þess að rétta öðr- um hjálparhönd ef hann gat. Hann var fróður um allar húsabygging- ar á Akureyri, ótrúlega minnugur og kunnáttusamur um hvernig best væri að gera hina ýmsu hluti. Maður kom aldrei að tómum kof- unum hjá honum ef þörf var á leið- sögn varðandi viðhald á húseign eða ef maður vildi fræðast um hvernig lífið var í gamla daga. Það var svo ótalmargt í fari Eggerts sem við „nútímafólk“ gætum tekið okkur til fyrirmynd- ar. Ég er ánægð að hafa fengið að njóta samvista við góðan frænda og kveð hann með söknuði og þakklæti fyrir allt. Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir. Það var fyrir fimm árum að ég hitti Eggert fyrst. Þá vorum við Fríða frænka hans komin í fast samband og vildi hún að ég hitti frænda hennar sem var henni svo kær. Eggert giftist aldrei en hafði búið með móður sinni og bróður í Ártúni og eftir að þau féllu frá bjó hann þar einn til dauðadags. Fyrst þegar ég kom í heimsókn til Eggerts fannst mér eins og ég væri kominn 40 ár aftur í tímann. Mublur, myndir á veggjum og skrautmunir voru allt eins og ég mundi frá í æsku og fannst mér mjög sérstakt og skemmtilegt að koma í Ártún. Ekki skemmdi fyrir að Eggert var mjög alúðlegur maður sem gaman var að tala við og þótt hann væri komin vel á ní- ræðisaldur þá var „höfuðið“ í góðu lagi. Eggert var mjög minnugur, fróður á ýmsa hluti og fylgdist vel með öllum fréttum, hvort sem var af þjóðmálum eða af sínu fólki og alltaf tók hann vel á móti manni. Eggert hafði gaman af að spjalla og passaði alltaf uppá að hafa heitt á könnunni og eiga eitthvað með því og þá gjarnan jólaköku eða kex, ef einhvern bar að garði. Á yngri árum var Eggert mikill hestamaður og bar heimilið þess merki. Bókahillur fullar af bókum um hesta, hestamyndir á veggjum og skrautmyndir tengdar hesta- mennsku. Eggert var ekki víðförull mað- ur. Hann hafði haldið sig að mestu leyti við heimahagana allt sitt líf. Hafði í örfá skipti skroppið til Reykjavíkur en aldrei út fyrir landsteinana og átti oft bágt með að skilja hvað fólk væri alltaf á þessu flandri. Eggert var sannur fulltrúi hverfandi kynslóðar og sáttur við lífið eins og það kom fyrir og tók hverjum degi með nýju kaffi og jólaköku. Ég kveð Eggert með góðum minningum um heilsteyptan mann og votta ættingjum hans samúð mín. Páll Stefánsson. Eggert Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.