Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi  544 5000 Hjallahrauni 4, Hfj  565 2121 Rauðhellu 11, Hfj  568 2035 Fitjabraut 12, Njarðvík  421 1399 Eyrarvegi 33, Selfossi  482 2722www.solning.is Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti – UMBOÐSMENN UM LAND ALLT – Þú paSSaR HaNN VIÐ PÖSSUM ÞIG Síðustu daga og vikur hefur verið hávær umræða um hvort flugvöll- urinn eigi að vera eða víkja úr Vatnsmýrinni í Reykjavík til að rýmka til fyrir byggingarlandi sam- kvæmt nýju aðalskipulagi Reykja- víkur. Hópur fólks og sumir borg- arfulltrúar í Reykjavík segja þetta einkamál Reykjavíkur meðan aðrir segja þetta mál allra landsmanna og vísa til öryggis og samgöngu- hlutverks flugvallarins við höf- uðborgina og stofnanir skattgreiðenda allra sem þar eru stað- settar. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að flugvöll- urinn víki á allra næstu árum og starf- semi hans verði fund- inn annar staður, en hvergi er bent á nein- ar ákveðnar lausnir í því sambandi. Eini kosturinn í dag til að taka við hlutverki hans er Keflavíkurflugvöllur en meira að segja sumir andstæðingar Reykjavíkurflugvallar eru á þeirri skoðun að sú leið sé ekki boðleg þar sem ferðatími í innanlandsflugi yrði of langur og tenging sjúkraflugs við Landspítalann yrði utan velsæm- ismarka. Ferðatíminn milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur yrði jafnvel styttri með einkabílnum með til- heyrandi aukinni umferð á þjóðveg- unum og slysahættu. Það yrði að teljast magnað og einstakt afrek í nútímaþjóðfélaginu Íslandi að loka samgöngu- og öryggismannvirki með slíkum hætti. Eftir stendur þá sú staðreynd að eigi sjúkrahúsið og aðrar stofnanir að nýtast öllum skattgreiðendum landsins og ef flug verður áfram samgönguleið innanlands verður að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni á einhvern boðlegan stað nálægt borginni. Nú er engin nýjung að flytja samgöngumannvirki, það hefur oft verið gert og þeim fundinn hentugri eða óhentugri staður. Um það eru fjölmörg dæmi. Hvalfjarðarvegur var fluttur í Hvalfjarðargöng, Herj- ólfur var fluttur úr Þorlákshöfn í Landeyjahöfn (stundum), og Víkur- skarðið á að flytja í Vaðlaheið- argöng og lengi mætti telja. Eðli- lega eru þessir flutningar misvel heppnaðir, en eitt eiga þessar fram- kvæmdir sameiginlegt að mannvirkin voru flutt en gömlu leiðinni haldið opinni a.m.k. meðan á fram- kvæmdum stóð. Sama lögmál gildir um Reykjavíkurflugvöll. Það er ekki hægt að loka flugvellinum fyrr en fullnægjandi lausn er tilbúin til notkunar. Flugvöllur er ekki byggður á einni kvöld- stund. Þessu hafa andstæðingar flugvallarins og sumir borg- arfulltrúar gleymt. Við skulum því segja að ég sé op- inn fyrir öllum góðum hugmyndum sem setja flugvöllinn á annan stað en upp á heiði þar sem hæfist eilífð- arbarátta við náttúruöflin og fjöllin í kring. Þetta er spurning um nota- gildið, framkvæmdina og kostn- aðinn. Er þá ekki um að gera að gal- opna seðlaveskið og drífa sig með tæki og tól og hefja byggingu flug- vallar hið snarasta svo hægt sé að loka hinum? Ég bíð spenntur, nema kannski eftir reikningnum. Að flytja flugvöll Eftir Sigurð Ásgeirsson »Eigi sjúkrahúsið og aðrar stofnanir að nýtast öllum skattgreið- endum landsins og ef flug verður áfram sam- gönguleið innanlands verður að flytja flugvöll- inn úr Vatnsmýrinni á einhvern boðlegan stað nálægt borginni. Sigurður Ásgeirsson Höfundur er flugstjóri. Ég fagnaði því fyrir þónokkru að sjá pistil ungs manns um menntakerfið og hug- myndir hans um hvern- ig mætti gera það enn betra og færa það inn í nútímann (grein Ísaks Rúnarssonar, Frétta- blaðið 91. tbl, 12. árg.) Í grein sinni kom þessi ungi maður með margar góðar – þó ekki nýjar, hug- myndir að bættu menntakerfi. Vildi hann afnema mætingarskyldu að litlu eða öllu leyti og byrja strax í 6.-7. bekk og þannig þroska skilning nemenda á tengslum milli þess frels- is sem þau hefðu og ábyrgðar á námi. Vildi hann að auki leyfa nem- endum að stórum hluta til velja sín verkefni sjálfir og vinna þau í hópum og mæta til vinnu (skóla) eftir eigin hentisemi. Menntakerfið í dag er á margan máta gamaldags og á sama tíma mjög móðins. Nýir skólar jafnt sem þeir eldri leggja mikinn metnað í starf sitt og er stöðug þróunarvinna í gangi innan veggja flestra skóla. Flestir leggjast á eitt við að hafa nemandann að leiðarljósi og þá sér í lagi vellíðan hans í því náms- umhverfi sem honum er boðið upp á hverju sinni. Í þónokkrum skól- um borgarinnar og landsins er mikið unn- ið með áætlunargerð eins og þá sem Ísak stingur upp á í grein sinni. Nemendur setja sér áætlun fyrir vik- una og er markmiðið það sama hjá öllum – að ná að ljúka henni áður en vikunni er lok- ið og ný áætlun á að taka við. Eins eru markmið sett fyrir önnina, veturinn og skólaárið – námsleg markmið, fé- lagsleg markmið og persónuleg markmið. Reynslan hefur sýnt að kerfi sem þetta virkar mjög vel fyrir hluta nemenda. Eins vita allir sem vilja að nemendur á grunnskólastigi, sumir, vinna eins lítið og þeir mögulega komast upp með og ákveðinn hluti nemenda dregst aftur úr í námi. Þá er ég ekki að vísa í nemendur með námsörðugleika sökum lesblindu, einhverfu, stærðfræðiblindu, athygl- isbrests eða annarra „kvilla“, heldur nemendur sem ættu að ráða vel við viðfangsefnin en ráða ekki við frelsið sem þeim er fengið. Eins og sagt er þá er vandlifað í henni veröld og er bákn eins og menntakerfið ekki þar undanskilið. Það sem hentar einum nemanda hentar öðrum alls ekki. Af þeim sökum tel ég okkur þurfa góða blöndu af áætlunargerð og stýrðari kennsluháttum. Yfirsýn yfir stöðu nemenda þarf að vera til staðar og með frelsi – innan ákveðins ramma – ætti að vera hægt að koma til móts við stærstan hluta nemenda. Mikilvægast af öllu er gott sam- starf heimilis og skóla. Foreldrar þurfa að fylgjast með námi barna sinna og ekki bara þegar einkunna- blöðin koma í hús – og ekki bara á meðan barnið lærir að tengja hljóð bókstafanna. Umræða um námið og námsefnið og hvernig nemandanum líður og gengur í sínu námi er ótrú- lega mikilvæg. Ef foreldrar fylgjast vel með menntun barna sinna eru meiri líkur á að þeim takist vel til í námi og sinni því af alúð og metnaði. Ef foreldrar mæta á alla íþrótta- viðburði sem barnið tekur þátt í og hvetja það til að mæta á æfingar og stunda sína íþrótt vel – eru meiri lík- ur á að barnið sé jákvætt í garð íþróttarinnar og sýni þar metnað og góða ástundun. Þar sem börnin okkar fá athygli okkar, þar leggja þau á sig vinnuna. Um kennsluhætti Eftir Hjördísi Guðnýju Guðmunds- dóttur Hjördís Guðný Guðmundsdóttir »Umræða um námið og námsefnið og hvernig nemandanum líður og gengur í sínu námi er ótrúlega mik- ilvæg. Höfundur er grunnskólakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.