Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 4

Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 4
Reykjavík beikon festival verður uppfullt af gleði, ást og beikoni. Beikon er eins og ástin Hið árlega Reykjavík beikon festival fer fram þann 7. september á Skóla- vörðustíg en hátíðinni er ætlað að fagna öllu sem viðkemur beikoni. Tónlistarfólk mun leika beikon-innblásna tóna og kokkar munu töfra fram beikon-innblásna sælkerarétti. Monitor tók saman nokkrar skemmtilegar staðreyndir um beikon til að koma lesendum í rétta gírinn fyrir hátíðina en aðstandendur hennar vilja meina að beikon sé eins og ástin; nokkuð sem allir þrá, og allir eiga skilið. 4 MONITOR FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 BJÓR, VODKA OG VISKÝ ER MEÐAL ÞESS SEM HEFUR VERIÐ BRAGÐBÆTT MEÐ BEIK- ONI. BEIKON BLOODY MARY OG BEIKONTÍNÍ ERU MEÐAL VINSÆLLA BEIKONKOKTEILA. SNAKE ´N BACON ERU TEIKNIMYNDAOFURHETJUR SEM LEIKA EFTIR ÆVINTÝRI ANNARRA FRÆGRA OFURHETJA. ÞEIR ERU EINS OG NAFNIÐ BENDIR TIL, SNÁKUR OG BEIKON LENGJA. 3. SEPTEMBER ER ALÞJÓÐLEGI BEIKONDAGURINN. ÞAÐ ER TIL BRJÓSTMYND AF KEVIN BACON GERÐ ÚR BEIKONI. FYRSTA BEIKONILMVATNIÐ VAR HANNAÐ AF SLÁTRARANUM JOHN FARGGINAY Í PARÍS ÁRIÐ 1920. DÝRLINGURINN ANTÓNÍUS ÁBÓTI ER DÝRLINGUR SVÍNA, SVÍNAHIRÐA OG SLÁTRARA Í KAÞÓLSKRI TRÚ. HANN HEFUR ÞVÍ GJARNAN VERIÐ NEFNDUR VERNDARDÝRLINGUR BEIKONS. ÚR 90 KÍLÓA GRÍS MÁ BÚA TIL UM NÍU KÍLÓ AF BEIKONI. BEIKON INNIHELDUR KÓLÍN SEM HJÁLPAR TIL VIÐ FÓSTURÞROSKA. ÞESS VEGNA HAFA ÓLÉTTAR KONUR SÉRLEGA GÓÐA AFSÖKUN FYRIR AÐ ÚÐA Í SIG BEIKONI. DANIR NEYTA MEST SVÍNAKJÖTS Á MANN AF ÖLLUM ÞJÓÐUM HEIMS. SAGAN SEGIR AÐ ELVIS PRESLEY HAFI EINU SINNI STOKKIÐ UM BORÐ Í EINKAFLUGVÉLINA SÍNA KLUKKAN EITT UM NÓTT TIL AÐ FÁ SÉR HINN VÍÐFRÆGA GLÓPAGULLSHLEIF Á VEITINGASTAÐNUM COLORADO MINE COMPANY Í DENVER. HLEIFUR- INN SÁ ER FYLLTUR MEÐ KRUKKU AF HNETUSMJÖRI, KRUKKU AF VÍNBERJASULTU OG HÁLFU KÍLÓI AF BEIKONI. FÓLK YFIR 34 ÁRA ALDRI NEYTIR LANGT UM MEIRA BEIKONS AÐ MEÐALTALI EN YNGRA FÓLK. Á HVERJU ÁRI ERU INNBYRT VEL YFIR 770 MILLJÓN KÍLÓ AF BEIKONI Á VEITINGASTÖÐUM BANDARÍKJANNA. Í BANDARÍKJUNUM ER 70% ALLS BEIKONS BORÐAÐ Í MORGUNMAT, 11% Í HÁDEGISMAT, 17% Í KVÖLDMAT OG 2% SEM SNARL. Í BRESKRI NETKÖNNUN FRÁ 2009 SAGÐIST MEIRIHLUTI KARLMANNA HRIFNARI AF BEIKONLYKT EN LYKTINNI AF UNGABARNI. Í ANNARRI KÖNNUN SEM MAPLE LEAF FOODS FRAMKVÆMDI SÖGÐUST 43% AÐSPURÐRA KUNNA BETUR AÐ META BEIKON EN KYNLÍF. STÆRSTA BEIKON Í HEIMI VAR 150,5 KÍLÓA PANCETTA SEM BÚIN VAR TIL Á ÍTALÍU Í TILEFNI AF PANCETTA HÁTÍÐ SEM FRAM FÓR Í BÆNUM PONTE DELL‘OLIO Í JÚNÍ ÁRIÐ 2002. 19% ALLS SVÍNA- KJÖTS SEM NEYTT ER Á HEIMILUM FÓLKS ER BEIKON. OSCAR MAYER FÉKK EINKALEYFI FYRIR PÖKKUÐU BEIKONI Í SNEIÐUM ÁRIÐ 1924. KÍNVERJAR BJUGGU TIL FYRSTA BEIKONIÐ 1500 F.KR.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.