Akureyri - 17.10.2013, Qupperneq 4
4 17. október 2013
Merkt framtak
hafið í Hrísey
Félagsráðgjafarstofa hefur verið
opnuð í Hrísey sem eingöngu býð-
ur upp á ráðgjöf með samskiptum
í gegnum netið og síma, þ.e. tölvu-
póst, skype-viðtöl og símaviðtöl.
Þetta meðferðarform er
þekkt erlendis og kallast
„online counselling” þar
sem meðferðaraðili og
skjólstæðingur gera með
sér samning um samvinnu
í formi netsamskipta og/
eða símaviðtala.
Stofan heitir „Hugrekki
– Ráðgjöf og fræðsla” og er
boðið upp á alla almenna
félagsráðgjöf. Stofan sérhæfir sig í
ráðgjöf við þolendur hvers kyns of-
beldis og aðstandendur þeirra, auk
þess sem boðið er upp á fræðslu fyrir
hópa sem vilja auka þekkingu sína
á málaflokknum.
Stofnandi og eigandi Hugrekkis
er Ingibjörg Þórðardóttir félagsráð-
gjafi en hún hefur lengi unnið með
þolendum ofbeldis. Í störfum sínum
og í samtölum við aðra sem sinna
þjónustu við þolendur ofbeldis hefur
komið fram að mikil þörf er á bættri
þjónustu við þá sem ekki eiga auð-
velt með að nýta sér þau úrræði sem
standa til boða. Því var ákveðið að
opna stofu sem starfar eingöngu á
netinu. Þjónustan getur verið mjög
hentug fyrir þá sem til
dæmis þurfa að fara langt
til að sækja sér ráðgjöf, þá
sem ekki treysta sér til að
nýta þjónustu í heimabyggð,
heyrnarlausa, fatlaða, þá
sem mikið eru á ferðinni
og þá sem ekki geta nýtt sér
tímasetningar á hefðbundn-
um ráðgjafarstofum.
Ingibjörg er búsett í
Hrísey og er ráðgjöfin öll unnin
þaðan. Hún ákvað að nýta þá tækni
sem við búum yfir í nútímasamfé-
lagi og láta um leið draum sinn um
félagsráðgjöf á netinu rætast. Ingi-
björg hefur því skapað sér atvinnu í
Hrísey og með því aukið fjölbreytni
í atvinnuháttum þar. Það er því al-
veg ljóst að það er hægt að vinna
fjarvinnslu hvaðan sem er á landinu
og að ýmsir möguleikar geta verið í
boði fyrir fagstéttir utan stærri þétt-
býlisstaða. a
Dularfull menningarveisla
á Austurlandi
Dagar Myrkurs 7.-17. nóveMber
Bjánalegar fullyrðingar hjá
bæjarfulltrúa Bæjarlistans
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og
Vinstri grænna á Akureyri eru algjör-
lega ósammála túlkun um spillingu
sem oddviti A-listans á Akureyri
hefur sett fram. Logi Már
Einarsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingar, segir skoð-
anir Sigurðar Guðmunds-
sonar bæjarfulltrúa A-list-
ans sem komu fram í frétt
í síðasta blaði bjánalegar
eða í versta falli ósmekk-
legar. Andrea Hjálmsdóttir,
oddviti VG á Akureyri, segir
að bæjarfulltrúar verði að
hafa sameiginlega heildarhagsmuni
að leiðarljósi.
Sigurður lýsti þeirri skoðun að
sveitastjórnarstörf bæjarfulltrúa
snerust aðeins um að gæta hags-
muna í héraði og nefndi sem dæmi
að bæjarfulltrúar VG og Sam-
fylkingar á Akureyri hefðu átt að
standa gegn fyrir-
hugaðri breytingu
á skattaumhverfi
í gistiþjónustu
sem hefðu haft
neikvæð áhrif á
afkomu hótela á
Akureyri.
Um þetta seg-
ir Logi: „Ríkið
kostar stóran
hluta af þjónustu við bæjarbúa;
sjúkrahúsið, framhaldsskólana og
háskólann, svo fátt eitt sé nefnt. Auk
þess greiðir það stóran hlut af m.a
heilsugæslu og þjónustu við aldraða
og fatlaða, þó það feli sveitarfélaginu
reksturinn með sérstökum samning-
um. Það er í hæsta máta barnalegt
að sjá ekki að það geti þjón-
að hagsmunum bæjarbúa
að ríkið innheimti skatt af
þeim sem eru vel aflögufær-
ir og greiði þjónustu þeirra
sem minna hafa milli hand-
anna.“
Hann bætir við: „Lík-
lega deilum við Sigurð-
ur ekki hugmyndum um
hvernig og að hve miklu
leyti það er í verkahring hins op-
inbera að jafna lífskjör. En ég get
fullvissað Sigurð um það að í mín-
um störfum fyrir bæjarstjórn ber ég
hag bæjarbúa fyrir brjósti og er trúr
sannfæringu minni og hugsjónum
ekki síður en aðrir bæjarfulltrúar.“
Sigurður telur það geta ýtt und-
ir spillingu þegar tengsl eru milli
stjórnmála á landsvísu og í hér-
aði. Logi gefur ekki mikið fyrir
það. „Glaður styð ég öll áform bæði
þessarar ríkisstjórnar og annara
ríkisstjórna sem ég tel að leiði til
réttlátara samfélags. Fullyrðingar
Sigga um spillingu eru í besta falli
bjánalegar en í versta falli ótrúlega
ósmekklegar.“
Andrea segir að fullyrðingar Sig-
urðar sýni fyrst og fremst að fólk
hafi ólíka sýn á hvernig tryggja beri
velferð og lífsgæði á Íslandi. „Ég tel
að greiðslur í sameiginlega sjóði séu
farsæl leið að því marki. Það er auk
þess ljóst að við þurfum að byggja
upp innviði ferðaþjónustu á Íslandi
og ég tel gistináttaskattinn vera góða
leið til að tryggja gott aðgengi að
ferðamannastöðum og til verndunar
á náttúruperlum okkar Íslendinga,
sem eru jú það sem laðar ferðafólk
til landsins. Ég lít því ekki svo á að
við höfum gengið gegn sérhagsmun-
um ferðaþjónustuaðila á Akureyri
með afstöðu okkar heldur einmitt
þvert á móti gætt hagsmuna þeirra
til lengri tíma sem og íbúanna allra
og náttúrunnar. Það tel ég vera mitt
hlutverk sem bæjarfulltrúa að gæta
að heildarhagsmunum allra íbúa Ak-
ureyrar en ekki afmarkaðra rekstr-
arhagsmuna.“ a
Vel heppnuð matarsýning
Sýningin Matur-inn 2013 sem fram
fór í Íþróttahöllinni á Akureyri um
síðustu helgi tókst afar vel að sögn
aðstandenda og var fjölsótt. Brugðið
var á leik með ýmsum hætti og fóru
m.a. fram þrjár keppnir sem tengjast
mat. Séra Svavar Alfreðsson, prestur
í Akureyrarkirkju, „jarðaði“ keppi-
nauta sína í súpukeppni. Einnig var
keppt um eftirrétt þar sem Ingi-
björg Ringsted, framkvæmdarstjóri
Lostætis á Akureyri sigraði. Þá fór
einnig fram nemakeppni milli mat-
reiðslunema á veitingastöðum á Ak-
ureyri á sýningunni undir þemanu
“Eldað úr firðinum”. Grunnhráefnið
var þorskhnakki, rófur, gulrætur,
kartöflur, hvítkál, hnúðkál og bjór.
Hafði Sigurður Már Harðarson frá
Strikinu sigur.
Klúbbur Matreiðslumeistara
Norðurlands stóð að keppnun-
um. Nánar má lesa um keppnina á
veitingageirinn.is. a
Ingibjörg
Þórðardóttir
Andrea
Hjálmsdóttir
Logi Már
Einarsson
SÉRA SVAVAR fyrir miðju, fremstur meðal jafningja í súpugerðinni.
K
ri
st
in
n
F
rí
m
an
n
/v
ei
ti
n
ga
ge
ir
in
n.
is
INGIBJÖRG RINGSTED, SIGURVEGARI í
eftirréttakeppni.
EFNILEGUR MATSVEINN: SIGURÐUR Már
Harðarson á Strikinu.