Akureyri - 17.10.2013, Síða 2
2 17. október 2013
Ný sending!
Steinsmiðja Norðurlands, Glerárgata 36, S: 466 2800
Lampar frá
4.900-
Hlýleg birta í skammdeginu
Mikið úrval - Frábært verð
Flokksformaður agndofa
yfir tækni kunnáttu Vélfags
Árni Páll Árnason, formaður Sam-
fylkingarinnar, er á ferð um landið
vegna kosninganna næsta vor. Hann
heimsótti Dalvík, Ólafsfjörð og
Siglufjörð í síðustu viku og segir
að stefna ríkisstjórnar Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks sé mörg-
um íbúanum þyrnir i augum.
„Það sem stendur upp úr að lokinni
þessari heimsókn er að víða er margt
að gerast, mörg fyrirtæki eru að gera
góða huti en aðstæður eru þungar
og ég sé ekki að aðgerðir núverandi
ríkisstjórnar hjálpi til eða styðji vöxt
í hinum dreifðu byggðum landsins.“
„Íbúar á Norðurlandi fylgjast
óttaslegnir með áformum samein-
ingarhugmynda heilbrigðisstofnana.
Það er skorið á sama tíma niður í
rekstrarframlögum til heilbrigðis-
stofnana og víðast hvar skorið niður
til framhaldsskóla. Svo er verið af
afnema kerfi flutningsjöfnuðar sem
ég kom á sem efnahagsráðherra, það
er líka slegin af uppbygging í starfs-
námi sem er alvarlegt vandamál því
nýliðun í iðngreinum er erfið, það
er erfitt að fá ungt fólk inn í slíkar
greinar.“
Þótt formaður Samfylkingarinnar
segist hafa upplifað þungar áhyggjur
íbúa segist hann einnig hafa fundið
mjög fyrir krafti, áræðni og framsýni.
Hann hafi sem dæmi orðið agndofa
yfir þeirri þekkingu og hugviti sem
t.d. hafi birst í vinnustaðaheimsókn
til Vélfags í Ólafsfirði þar sem unnið
sé að framleiðsu fiskvinnsluvéla frá
grunni með öllum íhlutum. Óheppi-
legt sé að nú sitji ríkisstjórn sem
ekki sinni helstu hlutverkum sínum,
sem séu að skerpa fókus á efnahags-
legan stöðugleika, lækka vexti og
efla starfsmenntun svo nokkuð sé
nefnt. a
Sorgleg og órök-
studd gagnrýni
„Ég held það sé engin ástæða til
að hafa áhyggjur af þessu máli
eða dæma einn né neinn. Það er
ástæðulaust að hafa áhyggjur af
umgjörðinni, félagið er sjálfs-
eignarstofnun og að viðskipta-
saga stofnaðila skipti máli get ég
ekki séð,“ segir Reinhard Reyn-
isson, framkvæmdastjóri Aurora
Observatory.
Gagnrýni hefur komið fram m.a.
í aðsendri grein á fréttamiðlinum
641.is vegna fyrirætlana Heim-
skautastofnunar Kína um norður-
ljósarannsóknir að Kárhóli í Reykja-
dal. Bæði er gagnrýnd viðskiptasaga
hluta þeirra Íslendinga sem viðriðnir
eru verkefnið en einnig lýsa sumir
áhyggjum af styrk hins volduga rík-
is Kína og mögulegum afleiðingum
nálægðar landanna tveggja í þessu
verkefni. Reinhard bendir á að ver-
kefnið snúist um vísindasamstarf
þjóðanna á grundvelli sérstaks sam-
starfssamnings RANNÍS og Heim-
skautastofnunar Kína. Áformin feli
m.a. í sér alþjóðlegt samstarf sem
sé til þess fallið að efla íslenskt vís-
indasamfélag. „Ég hef heyrt að ein-
hverjir óttist í hvaða áttir Kínverjar
muni beina myndavélum sínum á
norðurslóðarannsóknarsetrinu en
get upplýst að húsið er byggt þannig
að aðeins er gert ráð fyrir að beina
myndavélunum beint upp til himins
í gegnum glerkúpu á þakinu.“
Hann bendir á að engar
athugasemdir hafi verið gerðar
við norðurljósarannsóknir Japana
sem hafi stundað slíkt um árabil á
Tjörnesi og að hin kínverska stofnun
sé m.a. í samstarfi við þá japönsku
um rannsóknir á þessu sviði. „Það
er sorglegt ef svona órökstudd gagn-
rýni lýsir ákveðnu hugarástandi hjá
þjóðinni, það er hættulegt. Ýmist er
búinn til óvinur úr ESB eða núna
Kína, nesjamennskan er stundum
alveg að fara með okkur.“
Um það hvort staðsetning norðu-
ljósaverkefnisins skipti máli segist
Reinhard ekki sjá það að öðru leyti
en að 4-5 Kínverjar bardúsandi í
Reykjadal séu meira áberandi en
sami fjöldi Kínverja á höfuðborgar-
svæðinu. Almennt um gagnrýni á at-
vinnuuppbyggingu og framtak utan
höfuðborgarsvæðisins telur hann
þó brenna við að meirihluti fólks
gagnrýni síður þær framkvæmdir
sem séu á höfuðborgarsvæðinu eða
í grennd við það. „Það virðist sem
dæmi ekki trufla landann mjög að
vita ekki hverjir standi á bak við
félagið sem nýverið keypti lóðina við
Hörpuna, menn leggjast ekki djúpt í
skoðanir á ætterni og sögu allra sem
þar standa á bak við.“ a
Skagfirðingar mótmæla áformum
Sveitarstjórn Skagafjarðar mótmæl-
ir harðlega áformum Kristjáns Þórs
Júliussonar heilbrigðisráðherra um
sameiningu sex heilbrigðisstofnana
á Norðurlandi í eina. Í bókun segir
að það framlag sem heilbrigðistofn-
uninni á Sauðárkróki sé ætlað í
fjárlögum fyrir árið 2014 muni
þýða áframhaldandi niðurskurð og
fækkun starfa og mikla þjónustu-
skerðingu fyrir íbúa héraðsins. Við
slíkt verði ekki unað. Sveitarstjórn
skorar á heilbrigðisráðherra að
endurskoða framkomnar hugmyndir
og óskar formlega eftir viðræðum við
ráðherra um yfirtöku stofnunarinnar
og leiðir til að núverandi þjónusta
skerðist ekki frekar en orðið er.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins
Skagafjarðar bendir á að enginn
landshluti hafi orðið jafn illa fyrir
barðinu á niðurskurði í ríkisrekstri
eins og Norðurland vestra, líkt og
staðfest er í nýrri skýrslu Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands. Með
því vitnar sveitarstjórn í úttekt sem
birtist í Akureyri vikublaði fyrir
nokkrum vikum. „Langverst hef-
ur niðurskurðurinn bitnað á heil-
brigðisþjónustu á svæðinu og þá
ekki síst á Heilbrigðisstofnuninni
á Sauðárkróki. Á sama tíma hefur
ársverkum ríkisstarfsmanna fjölg-
að verulega á höfuðborgarsvæðinu,
Suðurnesjum og Suðurlandi,“ segja
Skagfirðingar.a
Hörð viðbrögð vegna sameiningar
heilsugæslustofnana nyrðra
Bæjarráð Akureyrar ræddi á síðasta fundi sínum áform
um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðis-
umdæma. Lagt var fram
erindi frá velferðarráðuneytinu varðandi áform
um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigð-
isumdæma. Sveitarfélaginu er þar gefinn kostur á að
tjá sig um áform um sameiningu og var óskað eftir að
athugasemdir eða ábendingar bærust sem fyrst.
Bæjarstjórn lét fara fram bókun vegna málsins sem
veltir upp stöðu heilsugæslu og uppgjöri milli ríkis og
bæjar: „Ef af sameiningaráformum verður er einsýnt
að heilsugæslan mun flytjast af hendi Akureyrarbæjar
til sameiginlegrar stofnunar sem rekin verður af ríki.
Bæjarráð vill benda á að mikil og dýrmæt reynsla sem
og ávinningur hefur orðið á samvinnu milli heilsugæsl-
unnar, fjölskyldudeildar og búsetudeildar, varðandi sam-
eiginleg málefni sem mikilvægt er að tapist ekki. Þá er
ljóst að fjárhagslegt uppgjör þarf að eiga sér stað milli
bæjarins og ríkis þegar og ef að samningslokum verður,“
segir í bókun bæjarráðs Akureyrar.
VANTAR 100 MILLJÓNIR
Ljóst er að læknaráð Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri leggur svipaðan skilning í fjárlög og fyrirætlanir
ríkisstjórnarinnar. Í ályktun frá HAK er lýst þungum
áhyggjum af fjárhagsstöðu stöðvarinnar. „Ljóst er skv.
fyrirliggjandi furmvarpi til fjárlaga 2014, að ekki er ætl-
unin að bæta stöðuna frá því sem verið hefur undanfarin
ár. Akureyrarbær, sem séð hefur um rekstur stöðvarinnar
udanfarin ár skv samningi við velferðarráðuneytið, hefur
þurft að greiða með stöðinni tugi milljóna árlega, saman-
lagt nokkuð á annað hundrað milljónir sl. 5 ár. Ljóst er
að við svo verður ekki búið, og hætt er við að Akureyrar-
bær segi sig frá því verkefni að reka heilsugæslustöðina
áfram,“ segir í ályktun HAK.
Segir að fyrirhugaðri sameiginlegri norðlenskri
heilsugæslustofnun sé ætlað að semja við Akureyrarbæ
um áframhaldandi rekstur á Heilsugæslustöðinni á Ak-
ureyri. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014 vanti hátt í 100
milljónir króna til að fjárveitingar til heilsugæslustöðv-
arinnar á Akureyri séu sambærilegar við fjárveitingar
til heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. a
Stal söfnunarfé frá
Aflinu og fékk dóm
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur dæmt konu í skilorðsbundið
fangelsi eftir að hún stal peningum
frá Aflinu, samtökum gegn kynferð-
isofbeldi. Konan var gjaldkeri hjá
félaginu en var látin hætta um leið
og upp komst. Krafan í málinu hljóð-
aði upp á 360.000 krónur. Brotin áttu
sér stað á tímabilinu febrúar 2012 til
janúar 2013.
Konan millifærði fé sem Aflinu
hafði borist yfir á eigin bankareikn-
ing af reikningum félagsins, tók pen-
inga út af reikningum og notaði í
eigin þágu söfnunarfé styrktaraðila
án skila til félagsins, að því er fram
kom í ákæru. Hún játaði skýlaust
brot sín.
Í dóminum kemur fram að konan
hafi greitt nokkrar skaðabætur til
samtakanna. Skal konan þó sæta
fangelsi í 45 daga, en fresta skal
fullnustu refsingarinnar og hún falla
niður að tveimur árum liðnum frá
dómsuppsögu, haldi hún almennt
skilorð. a
ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGAR Í Norðausturkjördæmi, Kristján Möller og formaður
flokksins, Árni Páll Árnason, með forsvarsfólki Vélfags í Ólafsfirði.
ÞÓTT ILLA ÁRI í heilbrigðismálum þykir ljós í myrkrinu að
hópur sérnámslækna í heimilislækningum hefur komið sér
upp fyrirkomulagi sem gerir þeim kleift að stunda nám sitt fyrir
norðan án þess að þurfa til Reykjavíkur. Vonir standa til þess að
nýja fyrirkomulagið laði lækna til starfa úti á landi. Völundur