Akureyri - 17.10.2013, Síða 13
1317. október 2013
AÐSEND GREIN BJARKEY OLSEN GUNNARSDÓTTIR
Landsbyggðin og fjárlagafrumvarpið!
Það er ekki ofsögum sagt að eftir
fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkis-
stjórnar var beðið með mikilli eftir-
væntingu. Kosningaloforðin voru á
heimsmælikvarða og stjórnarflokk-
unum tíðrætt um að þeir gætu og
myndu gera hlutina strax og á allt
annan og betri hátt en fyrri ríkis-
stjórn.
En þetta fyrsta frumvarp rík-
isstjórnar Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks boðar afturhvarf
til fortíðar, grjótharða hægristefnu,
og ljóst að horfið er frá árangursríkri
stefnu fyrri ríkisstjórnar í ríkisfjár-
málum.
Það er vissulega jákvætt að leggja
upp með að fjárlögin verði hallalaus
en að því hefur verið stefnt síðan
haustið 2011 og umfangsmiklar að-
gerðir fyrri ríkisstjórnar, reyndar allt
frá miðju ári 2009, hafa miðað að því.
Þegar rýnt er í Ríkisfjármálaáætlun-
ina er ekki gert ráð fyrir raunveru-
legum afgangi af rekstri ríkissjóðs
á næstu þremur árum. Svigrúm til
að greiða niður skuldir ríkissjóðs
verður því ekkert og enn síður hægt
að hefja nauðsynlega uppbyggingu í
heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu
og innviðum samfélagsins.
tekjustofnar skornir
Því veldur ekki síst að mikilvægir
tekjustofnar sem fyrri ríkisstjórn
byggði upp verða ekki lengur til
staðar og núverandi ríkisstjórn sér
ekki ástæðu til að bregðast við því
með neinum áþreifanlegum hætti.
Því að á árinu 2016 verða mun
lægri veiðigjöld, virðisaukaskattur
á gistinguna lægri, enginn auðleg-
aðarskattur, enginn orkuskattur og
bankaskattur á þrotabú, sem nú-
verandi ríkisstjórn hyggst taka upp,
verður horfinn aftur.
Áherslur fyrri ríkisstjórnar í at-
vinnumálum eru sagðar vera gælu-
verkefni og er þá einkum vitnað
til þeirrar markmiða að auka fjöl-
breytni og nýsköpun í íslensku at-
vinnulífi. Það væri áhugavert fyrir
núverandi ríkisstjórn að lesa þá út-
tekt sem gerð var á skapandi grein-
um og sýndi svo ekki var um villst að
hún stendur jafnfætis áliðnaðinum
og í dag líklega betur.
Landsbyggðargleraugun
Sem þingmaður af landsbyggðinni
og fyrrum sveitarstjórnarkona rýni
ég í frumvarpið sérstaklega með
landsbyggðargleraugum. Því miður
verður að segjast að sú byggðastefna
sem Framsóknarflokkurinn, sérstak-
lega boðaði og er enn að boða á fund-
um með samtökum sveitarfélaga, er
ekki bara rýr heldur engin.
Sóknaráætlanir landshluta
Af mörgu er að taka en fyrst vil ég
nefna Sóknaráætlun landshluta sem
miklar vonir hafa verið bundnar við
víða um land. Mikil vinna hefur far-
ið í þessi verkefni af hálfu lands-
hlutasamtaka, sveitarstjórnarfólks
og heimamanna við að þróa þetta
framsækna verkefni. Markmið henn-
ar er að færa ákvörðunartöku nær
heimamönnum sem þekkja best til
aðstæðna á hverjum stað. Verkefn-
in sem eru fjármögnuð í gegnum
sóknaráætlun eru á sviði atvinnu-
mála, nýsköpunar, markaðsmála og
mennta- og menningarmála. Þær 400
milljónir króna sem fóru í þetta ver-
kefni á þessu ári eru þurrkaðar út og
einungis standa eftir 15 m. kr. sem á
að nota í aðkeypta sérfræðiþjónustu
til að gera úttekt á hvernig þessari
vinnu skuli háttað í framtíðinni, ekki
skal notast við það sem búið er að
gera. Öll þessi vinna er nú sett í upp-
nám og hugmyndafræðin um völd og
áhrif út í landshlutana einnig. Óþarfi
er að eyða mörgum orðum í hvílíkt
bakslag hér er á ferðinni varðandi
sóknarstefnu í byggðamálum.
Að auki eru menningarsamn-
ingarnir skornir niður á landsbyggð-
inni en þeir hafa stuðlað að öflugra
menningarlífi og í gegnum þá hefur
verið hægt að styðja við ýmis góð og
atvinnuskapandi verkefni.
brothættar byggðir
– jöfnun til búsetu
Byggðastofnun fór í mikla vinnu er
varðar „brothættar byggðir“ og lagði
til nýja nálgun og sértækar aðgerðir.
En nú ber svo við að framlagið uppá
50 m. kr. til verkefnisins er fellt nið-
ur. Í okkar kjördæmi er um að ræða
byggðir eins og Raufarhöfn og Breið-
dalshrepp þar sem slíkur stuðningur
getur skipt sköpum til að sporna við
fólksfækkun og ekki síður við að
reyna að laða nýtt fólk á staðina.
Niðurgreiðsla húshitunar á köld-
um svæðum er lækkuð um 75 m. kr.
Í fjárlögum yfirstandandi árs var
hækkun uppá 175 m.kr. á þessum lið
og var það hugsað sem fyrsti áfangi
af þremur til að koma þessum málum
í viðunandi horf. Í þessu samhengi
hvet ég fólk til að rifja upp málflutn-
ing landsbyggðarþingmanna sem nú
sitja í stjórnarmeirihluta á Alþingi.
Heilbrigðis – og skólamál
Eins og mikið hefur verið rætt lenda
framkvæmdir við uppbyggingu
heilbrigðisstofnana undir niður-
skurðarhnífnum og lagðar
eru til risastórar samein-
ingar. Engin niðurskurðar-
krafa var gerð þetta árið á
heilbrigðisstofnanir af síð-
ustu ríkisstjórn.
Háskólarnir á lands-
byggðinni lenda harkalega
í niðurskurði og miklar
áhyggjur eru af framtíð
þeirra í ljósi þessara fjár-
laga. Framhaldsskólarnir sem þurftu
að taka á sig skerðingar vegna
Hrunsins og áttu nú von á viðsnún-
ingi miðað við það sem allir flokkar
sögðu í kosningabaráttunni en eru
skornir enn frekar niður.
Jöfnun námskostnaðar, svonefnd-
ir dreifbýlisstyrkir, eru skertir um
8,8 m. kr. Þetta virðist vera partur
af byggðastefnu Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokks – jafnt aðgengi til
náms. Þetta er ekki til þess fallið
að ungt fólk geti stundað nám án
þess að hafa miklar fjárhagslegar
áhyggjur og styrkja búsetu í dreifð-
um byggðum.
Samgöngur
Ég hef miklar áhyggjur af því að
framlög til innanlandsflugs á leiðum
sem njóta stuðnings eru lækkaðir
um 75 m. kr. Í okkar kjördæmi er
um að ræða Þórshöfn, Vopnafjörð
og Grímsey og ekkert liggur fyrir
hvort hægt verður að halda úti flugi
á þessa staði. Einnig á að draga úr
stuðningi við rekstur innanlands-
flugvalla sem fer um þjónustusamn-
ing við ISAVIA sem gæti þýtt hækk-
un á lendingargjöldum sem svo aftur
lenda væntanlega á farþegum.
Þrátt fyrir að töluverðar sam-
gönguframkvæmdir séu í okkar kjör-
dæmi er það verulegt áhyggjuefni
að Vegagerðinni er nú gert að skila
í ríkissjóð 1252 m. kr. af mörkuðum
tekjum sínum. Við vitum að á næstu
árum er brýnt að sinna viðhaldi og
almennum vegaframkvæmdum og
ef þetta er það sem koma
skal er ljóst að taka þarf
upp samgönguáætlun með
tilheyrandi niðurskurði.
Framkvæmdasjóður
ferðamála, sem á þessu
ári hafði úr að spila 500 m.
kr. til viðbótar tekjum af
gistináttagjaldi, er skertur
um 359 m. kr. Með því
verður verulegt bakslag í
uppbyggingu nýrra áfangastaða og
úrbótum á fjölsóttum ferðamanna-
stöðum. Uppbygging í þjóðgörðum
og á friðlýstum svæðum fær ef eitt-
hvað er enn verri útreið.
Og svona til að bíta höfuðið af
skömminni þá er kostnaðarauki við
ríkisstjórn um 23 prósent, hækkun
upp á 45,7 milljónir króna, vegna
fjölgunar ráðherra og aðstoðar-
manna ráðherra.
Það má því segja eftir það sem
hér hefur verið reifað að fjárlaga-
frumvarpið sé ekki landsbyggðar-
vænt. Enginn metnaður er vegna
landsbyggðanna þegar kemur að
framtíðarsýn og stuðningi við fjöl-
breytta atvinnuuppbyggingu, skap-
andi greinar, nýsköpun og þróun og
sóknaraðgerðir í byggðamálum.
Ég vona að við þingmenn ber-
um gæfu til að snúa þessari stefnu
hægristjórnarinnar gagnvart lands-
byggðunum við þannig að blómlegt
líf og jafnrétti til búsetu verði leiðar-
ljós framtíðarinnar.
Höfundur er þingmaður Vinstri
hreyfingarinnar græns framboðs –
NA-kjördæmi
Ég hef miklar
áhyggjur af því að
framlög til innan-
landsflugs á leiðum
sem njóta stuðnings
eru lækkaðir um 75
m. kr. Í okkar kjör-
dæmi er um að ræða
Þórshöfn, Vopnafjörð
og Grímsey.
Verkefnin sem eru
fjármögnuð í gegnum
sóknaráætlun eru á
sviði atvinnumála,
nýsköpunar, markaðs-
mála og mennta- og
menningarmála. Þær
400 milljónir króna
sem fóru í þetta ver-
kefni á þessu ári
eru þurrkaðar út og
einungis standa eftir
15 m. kr.
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir