Akureyri


Akureyri - 17.10.2013, Blaðsíða 20

Akureyri - 17.10.2013, Blaðsíða 20
20 17. október 2013 Börnin okkar læri að elska sjálf sig Nú þegar börnin hafa sett skólatösk- urnar á bakið vaknar ýmisskonar tómstundastarf úr sumardvala. Úr mörgu er að velja og ekki alltaf ein- falt mál að púsla saman skóla og frístundaiðkun, sérstaklega á barn- mörgum heimilum. Oft hefur verið bent á forvarnargildi frístundastarfs en af og til skýtur sú umræða einnig upp kollinum að börn hafi of mikið á sinni könnu utan skóla og að tími þeirra sé of skipulagður. Enn aðrir benda á að tómstundastarf sé hluti af þeirri reglu sem nauðsynleg sé í lífi barna. Auk þess geti það starf sem boðið er upp á utan ramma skólanna víkkað sjóndeildarhring þeirra og bætt lífsgæði. En ef litið er framhjá hinu sjálfsagða forvarnargildi, til hvers eru tómstundir barna? Er það til þess að gefa þeim kost á að þjálfa og verða „góð” í einhverri einni list- eða íþróttagrein? Eða felast kostir skipulagðs frístundastarfs í auknum lífsgæðum frekar en afrekum? Hér verður skyggnst undir yfirborðið í nokkrum íþrótta- og listgreinum og skoðað hvað frístundastarf barna felur í sér – fyrir þau. SUND HJÁ SUNDFÉLAGINU ÓÐNI LENGSTA ÁSTARSAMBANDIÐ ER SAMBANDIÐ VIÐ OKKUR SJÁLF Ragnheiður Runólfsdóttir, sem oft hefur verið nefnd sunddrottning Íslands, þjálfar afrekshóp sundfé- lagsins Óðins en líka börn sem eru að taka sín fyrstu sundtök. „Sundæf- ingar standa öllum til boða,” segir Ragnheiður „…en það er mjög blandaður hópur sem iðkar sund í frístundum.” Sameining sé innbyggð í kerfið en þannig æfi allir saman án aðgreiningar, t.a.m. fatlaðir og ófatlaðir. Sund sé líka ein fárra íþróttagreina þar sem bæði kynin æfi saman. Sundfélagið bjóði uppá mikla og góða kennslu þar sem menntaðir kennarar séu í öllum stöðum. Og þótt sundfélagið miði út frá afreksstefnu þá sé það val hvers og eins hvort hann eða hún fari þá leið. Á sundæfingum barna er mikið lagt upp úr félagslegum tengslum og þroska, t.a.m. að þau æfi með sínum jafnöldrum og vinum þótt þau standi ekki jafnfætis þeim í getu. Markmið- ið sé að ná til sem flestra hópa sam- félagsins og sinna margbreytilegum þörfum. Sundbörnum sé því frjálst að stefna að keppnum eða nýta sund- ið til ánægju og til þess að byggja upp og viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu. „Ég hef mikla trú á vatni,“ segir Ragnheiður og bend- ir á að hreyfing í vatni hafi jákvæð áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu. „Við erum skepnur sem eru gerðar til að hreyfa sig. Sundið hefur einnig góð áhrif á allskyns kvíða, sem virðist verða sífellt algengari meðal barna. Það hefur sýnt sig að líkamleg hreyfing hefur mikið að segja þar en auk þess veitir vatnið bæði ánægju og slökun.” Aðspurð hvort gerðar séu of mikl- ar kröfur á börn í frístundastarfi og tími þeirra of skipulagður segir Ragnheiður að skipulag og rútína sé hluti af vellíðan barna. „Auðvit- að geta börn verið undir of miklu álagi. Ég held að foreldrar sjái það fljótt og þá er ágætt að hvíla örlítið. Álag og kröfur eru hinsvegar ekki það sama. Foreldrar ættu að mínu mati að vera óhræddir við að gera kröfur til barnanna sinna. Þannig undirbúum við þau betur undir lífið sjálft.” Ragnheiður bendir á að kröfur þurfi ekki endilega að miðast við að barnið skili sér í afreksflokk. „Að mínu mati er of mikið lagt upp úr af- reksþjálfun í íþróttum. Við erum alls- konar og markmiðin eiga því að vera allskonar. Þær kröfur sem foreldrar geri til barna geti því verið eitthvað allt annað en að þau skari fram úr, t.d. að gera eitthvað gott fyrir sjálf sig. Mestu máli skipti að vera ánægð með náungann og ekki síður að vera ánægð með sig sjálf. „Ég segi oft við krakkana sem ég þjálfa, að lengsta ástarsambandið í lífinu sé sambandið þeirra við sjálf sig.” ÍSHOKKÍ HJÁ SKAUTAFÉLAGI AKUREYRAR STELPURNAR BLÓMSTRA Sarah Smiley hefur þjálfað börn í íshokkí hjá Skautafélagi Akureyrar. Á æfingar mæta börn allsstaðar að úr bænum allt niður í fjögurra ára aldur. „Það þarf varla að kenna þeim yngstu á skauta, þau ná því ótrúlega fljótt sjálf í gegn um leiki á svellinu, t.d. stórfiskaleik og tröllaleik” og bætir við að þau yngstu fái lánað- an búnað hjá Skautafélaginu. Til að byrja með sé miðað að því að þau læri að skauta og höndla pökkinn, leikskilningur komi á síðari stigum. Hinsvegar fái allir að keppa, jafnvel yngstu hóparnir. „Stelpurnar blómstra í íshokkí,” segir Sarah og bendir á að íshokkí kvenna sé sú íþróttagrein í heiminum sem sé í hvað örustum vexti. Fyrir fjórtán ára aldur keppi strákar og stelpur saman, annaðhvort saman í liði eða strákalið á móti stelpuliði. „Stelpur vilja stundum halda sig til baka þegar þær keppa með strák- um, en við hvetjum þær til að láta ekki sitt eftir liggja. Það hefur mjög góð áhrif.” Hún bætir við að íþróttin sé samfélagslega frábær fyrir bæði kynin. „Það sem íshokkí hefur um- fram aðrar íþróttagreinar er að vegna þess hve búnaðurinn er mikill verja krakkarnir löngum tíma í búnings- klefanum,” segir Sarah. Þau séu því mikið saman utan svellsins þar sem þau fái tækifæri til að hanga saman og spjalla. Búningsklefinn verði nokkurskonar félagsmiðstöð og það haldi jafnvel áfram út lífið þar sem nokkuð sé um að eldra fólk hittist enn til að spila á svellinu og spjalla í klefanum. Aðspurð hvort henni finnist sem börn verji of miklum tíma í skipulagðar tómstundir og íþróttir segir Sarah að allt sé gott í hófi og auðvitað sé foreldrum treystandi til að sjá til þess að börnin séu ekki út- keyrð. „Á meðan að það er gaman og þau eru ekki útkeyrð þá er allt í lagi.” Að sögn Sarah er lögð áhersla á æfingar en síður á keppnir. Þar skipti máli að menning Skautafélagsins miði að því að allir séu með og spili miðað við eigin hæfni. „Við viljum leyfa þeim að finna keppnisgleðina. Það þurfa allir smá keppni”. MYNDLISTARNÁMSKEIÐ MYNDLISTA- SKÓLANS Á AKUREYRI Í SKÖPUNINNI ERU ALLIR VEGIR FÆRIR „Allir hafa þörf fyrir að skapa, “ segir Rannveig Helgadóttir kennari við Myndlisarskólann á Akureyri. Að sögn Rannveigar er sköpun frumþörf og gefandi fyrir hvern og einn. „Á ströndinni skrifar fólk í sandinn sem er lýsandi fyrir að allir hafa þörf fyr- ir að setja mark sitt á veröldina.” Við Myndlistaskólann á Akureyri hefur jafnan verið lögð áhersla á námskeið fyrir börn og unglinga. „Við byrjum tímana yfirleitt á því að sýna þeim skyggnur sem varða verkefnið, tengja það við listasöguna og kynna þau fyrir öðrum listamönnum. Það veit- ir þeim innblástur og þau eru mjög spennt að byrja að gera sín eigin verk,” segir Rannveig. Börnin séu kynnt fyrir margskonar efniviði til að vinna með en í lok tímans hengi þau myndirnar sínar upp, hver kynni sitt verk og svo ræði hópurinn það. Rannveig segir að þótt bóklegir þættir kennslu séu afar mikilvægir sé einnig mikilvægt að hugsa út fyrir þann ramma. Námskeiðin séu því hugsuð sem viðbót við þá kennslu sem grunnskólarnir bjóði uppá. Markmið þeirra sé einkum tvíþætt. Annars vegar að þroska sjónræna eftirtekt og næmi nemenda fyrir sjónlistum. Í stað þess að meðtaka gagnrýnislaust það sem þau sjái læri nemendur að upplifa og mynda sínar eigin skoðanir sem auki læsi þeirra á umhverfinu. Hins vegar sé það markmið námskeiðanna að virkja þann sköpunarkraft sem búi innra með hverju barni með því að fá þeim verðug og fjölbreytt verkefni að glíma við. „Þegar við sköpum erum við í núinu,” segir Rannveig og bendir á að mikilvægt sé að listsköpun gefi börnum rými til þess. „Markmiðið er ekki endilega að skapa afburða listamenn, heldur að börnin upplifi í gegn um þann sköpunarkraft sem býr í hverju og einu þeirra. Þann þátt ANDARTAK Á AKUREYRI Í AKUREYRARLAUG þjálfar Ragnheiður Runólfsdóttir meðal annars litla sæhesta. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.