Akureyri - 17.10.2013, Qupperneq 6
6 17. október 2013
Fyrir heimili og fyrirtæki
F L Í S A V E R Z L U N
Bæjarlind 4 - 201 Kópavogur S:554-6800 Fax:554-6801
Njarðarnesi 9 - 603 Akureyri S:466-3600 Fax: 466-3601
www.vidd.is
Skuldaafskrifta-
málið hafi áhrif á
fylgi flokka í vor
„Engir skandalar á kjörtímabilinu,”
sagði forseti bæjarstjórnar á Akur-
eyri um daginn þegar hann gerði upp
það sem liðið er af kjörtímabilinu í
Vikudegi. Oddviti sjálfstæðismanna
í bæjarstjórn var fljótur að svara
ummælunum í Akureyri vikublaði
og bar taprekstur bæjarsjóðs einna
þyngst í þeirri gagnrýni. Nú þegar
rúmt hálft ár er til sveitarstjórnar-
kosninga biður blaðið Grétar Þór
Eyþórsson, kennara við Háskólann
á Akureyri og prófessor í stjórn-
málafræði, að greina stöðuna í
nokkrum orðum.
Hvað hefur tekist best hjá L-list-
anum á kjörtímabilinu?
Svolítið snúin spurning, hvort
eitt sé öðru betra, kannski stendur
ekki neitt eitt upp úr en L-listinn
hefur komist í gegnum þetta kjör-
tímabil stóráfallalaust og það er ekki
sjálfgefið þegar horft er til þess að
mestallt þetta fólk var reynslulaust
í sveitarstjórnarmálum nema Oddur
Helgi. Það er í raun og veru frétt. Ég
sé enga skandala eða stórar gloríur
eftir þennan meirihluta. En auðvitað
á þar þátt öflugt embættismanna-
kerfi innan bæjarins.
Hvað hefur tekist verst hjá L-
listanum?
Eðlilega hafa komið upp minni-
háttar glappaskot en mér finnst L-
listinn hafa komist út úr slíkum mál-
um, tekist vel að lifa af. Dalsbrautin
var auðvitað gagnrýnd en það var
fyrirséð, flokkurinn lofaði henni fyrir
kosningar og stóð við það.
En hún var ekki lögð í stokk eins
og lofað hafði verið?
Nei en e.t.v. má rekja það að ein-
hverju leyti til efnahagshrunsins.
Ef hún hefði verið lögð í stokk eins
og lofað var hefði vísast líka komið
fram gagnrýni á að slíkt hefði verið
fjáraustur.
SPÁIR L-LISTANUM
STÆRSTUM ÁFRAM
Stefnir þá í að þínu mati að L-listinn
verði áfram stærstur?
Það var náttúrlega ævintýralegt
að þeir fengu hreinan meirihuta í
bæjarstjórn út á bara 45% heildar-
fylgi og ef önnur aðferð, t.d. sú sem
Svíar nota, væri viðhöfð hér á landi
hefðu þeir aðeins fengið fimm full-
trúa. En í augnabliknu finnst mér
flest benda til að þeir haldi stöðu
sinni sem stærsta aflið á Akureyri,
það kæmi mér mjög á óvart ef þeir
fengju áfram hreinan meirihluta en
L-listinn mætti vel una við 30-35%.
Það þarf líka að athuga að kosn-
ingarnar 2010 fóru fram í mjög sér-
stöku andrúmslofti, fjórflokkarnir
fengu víðast hvar ærlega á baukinn
og það eru ekki líkur á alveg sama
andrúmsloftinu næsta vor.
Svo er annað að veturinn í lands-
málapólitíkinni er fram undan. Það
sem gerist í vetur getur haft mikil
áhrif á sveiflur í sérstaklega stærstu
sveitarfélögunum. Ef ríkisstjórnin
kemur fram á næstu mánuðum með
ríflegar afskriftir handa almenningi
í landinu munu stjórnarflokkarnir
eflaust njóta þess. Ef stóra kosninga-
loforðið verður málum blandið fá
þeir minna. Ég held því að skulda-
afskriftamálið hafi töluverð áhrif á
næstu sveitarstjórnarkosningar.
ENGIN ÞUNG HÖGG...
Hafa önnur framboð á Akureyri kom-
ið sterk eða veik inn í minnihlutan-
um á kjörtímabilinu?
Það sem einkennir strúktúr
stjórnmálamanna síðustu þrjú árin
er að stjórnarandstaða á Akureyri er
bútuð niður í fimm öfl og það skap-
ast þá ekki sami slagkraftur og ella.
Fólkið hefur staðið sig vel í að halda
uppi hlutverki minnihlutans en hann
er svo rosalega splittaður og það ger-
ir allt erfiðara fyrir minnihlutaflokk-
ana en ella. Fulltrúar minnihlutans
hafa látið í sér heyra en þeim hef-
ur ekki tekist að koma sérsökumn
höggum á meirihluta L-listans. En
nú fara menn að láta vel í sér heyra
þegar kosningabaráttan hefst, nú fer
að bylja hátt í minnihlutaflokkun-
um sem vilja rétta af það áfall sem
þeir urðu fyrir árið 2010, í skjóli
nýútkominnar rannsóknarskýrslu
og heildarvantrausts á pólitík eins
og þá var.
ÓVISS UM STYRK SAM-
EINAÐRA VINSTRI MANNA
Hvað telurðu um hugmyndir sam-
eiginlegs vinstra framboðs hjá bæj-
arfulltrúm Samfylkingar og Vinstri
grænna hér í bæ?
Nú þekki ég ekki hvernig þess-
um tveimur flokkum hefur gengið
að vinna saman í minnihluta á kjör-
tímabilinu en í fljótu bragði er ég
ekki viss um að það væri sigurtaktík
að sameinast. Við höfum skemmst að
minnast þess að þessir flokkar voru
í ríkisstjórn í 4 ár og fengu sögu-
legan skell á evrópskan mælikvarða
í kosningunum í vor. Ég átta mig
ekki alveg á hvað ætti að gefa slíku
mynstri slagkraft nú. Ef horft er á
málin á landsvísu þá opinberaðist
djúp gjá í málaflokum milli Sam-
fylkingar og Vinstri grænna, það er
alveg klárt að þessir tveir flokkar
voru ekki sammála um nærri því
allt og þá er ég ekki bara að tala um
evrópumál heldur einnig atvinnu-
mál og umhverfismál svo eitthvað
sé nefnt. Hvort þetta teygir sig niður
á sveitarstjórnarstigið er erfitt að
segja, persónur geta skipt meira máli
í svona löguðu en stefnur og flokkar,
kannski gengur fulltrúum Samfylk-
ingar og VG vel að vinna saman hér
fyrir norðan.
ERFIÐARA FYRIR BÆJARLISTANN
Eru líkur á að A-listinn fái aftur það
fylgi sem þarf til að ná inn manni?
Sjálfstæðismenn voru nálægt því
að ná inn tveimur mönnum síðast og
ljóst að hluti þeirra kaus A-listann.
Ein helsta orsök hruns sjálfstæðis-
manna í kosningunum hér síðast var
hið pólitíska harakíri sem oddviti
þeirra í bæjarstjórn framdi hér rétt
fyrir kosningar. Nú má leiða líkum
að því að fleiri sjálfstæðismenn skili
sér aftur heim og þá gæti orðið erf-
iðara fyrir Bæjarlistann að ná fylgi.a
GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON Í raun og veru frétt að reynsluleysi fulltrúa L-listans hafi ekki hamlað brautargengi. Völundur