Akureyri


Akureyri - 17.10.2013, Side 14

Akureyri - 17.10.2013, Side 14
14 17. október 2013 Ferðamenn komist framhjá flöskuhálsinum Reykjavík Bylting verður í ferðaþjónustu í Mývatnssveit þegar nýtt 80 herbergja hótel tekur til starfa 1. júlí næst- komandi. Hótelið nefnist Hótel Laxá og rís í landi Arnarvatns í suðurhluta Mývatnssveitar. Byggingarframkvæmdir eru hafnar við hótelið og segir Mar- grét Hólm Valsdóttir hótelstjóri að reynt verði eftir megni af halda framkvæmdinni í hér- aði. Hún viðurkennir að starfsmenn þurfi að halda vel á spöðunum til að allt verði klárt næsta sumar enda byggingin um 3000 fermetrar.“Við vonum að veðrið verði til friðs.“ EKKI HEILSÁRSHÓTEL Hótelinu er ekki ætlað að starfa á heilsársvísu, a.m.k. ekki til að byrja með. Það verður opið út september næsta sumar en það sem gæti stutt rekstrargrund- völl heilsársþjónustu er að fá fleiri bein flug til Akureyrar eða kröftugt tengiflug frá Keflavík til Akureyrar, að mati hótelstjórans. „Við þurfum að losna við flöskuhálsinn Reykja- vík. Mín tilfinning er sem dæmi að flestir sem kjósa að koma oftar en einu sinni til Íslands vilji losna við að þurfa að gista í Reykjavík.“ Það sem styður tilfinningu Mar- grétar sem unnið hefur lengi í ferða- þjónustu er að rannsóknir sýna að flestir ferðamenn koma til Íslands vegna náttúrunnar. Hún segist engar áhyggjur hafa af því að viðbótin með tilkomu Hótels Laxár skemmi rekstrargrundvöll annarra hótela sem fyrir séu á svæðinu. Aðspurð um viðbrögð frá keppinaut- um í héraði, öðrum hótel- höldurum, segir Margrét viðbrögðin góð. „Kakan er stór en kökubitarnir hafa verið að fara annað.“ Hægt væri að þrí- eða jafnvel fjórbóka allt gistirými sveitarinn- ar þegar mest sé að gera á sumrin og hafi aðsókn ferðamanna í sumar slegið öll met. Ekki alls fyrir löngu var áætlað að tala ferðamanna í Mývatnssveit á sumrum væri ná- lægt 100.000 en Margrét telur að sá fjöldi hafi a.m.k. tvöfaldast. „Við sjáum það nú þegar á bók- unum sem hrúgast inn til okkar fyrir næsta sumar að eftirspurn eftir gistirými hér er miklu meiri en framboð.“ ÞARF AÐ STYRKJA INNVIÐI Hótel Laxá verður 3ja stjörnu hótel og Margrét Hólm segir að áhersla verði lögð á umhverfisvernd. Stefnt sé að grænu hóteli sem leiti eftir vottun sem umhverfisvænt fyrirtæki. „Þú byggir ekki hótel og rekur það á okkar tímum án þess að taka þátt í slíku.“ Um það hvort tilkoma hótelsins auki átroðning og skapi mengun umfram hið æskilega svarar Mar- grét Hólm að ferðamennirnir séu hvort eð er í sveitinni, hótelið geri ekki annað en að hýsa þá. Hins vegar þurfi að setja aukið fé í innviði til verndar náttúrunni. Fleiri salerni og aukin göngustígagerð skipti máli. Til dæmis sjái fólk að malbikaðir göngusgígar í Dimmuborgum verði til þess að ferðamenn gangi ekki utan stíga. „Við gætum ekki selt Mývatnssveit ef við ætlum ekki að huga vel að þessu.“ Megineigendur hótelsins eru Vilhjálmur Sigurðsson og Hjálmar Pétursson sem ásamt fleiri fjárfest- um standa að hótelframkvæmdunum. Þeir eru meðal eiganda og stjórnenda Avis og Budget bílaleigunnar á Ís- landi. Með tilkomu hótelsins eykst hótelrými í Mývatnssveit um 60% með tilkomu Hótel Laxár næsta sumar. Tveggja manna herbergi mun kosta 225 evrur næsta sumar, eða um 36.000 krónur, þ.e. hámarksverð. „Markmiðið er að skapa einstaka upplifun fyrir ferðamenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir. Við ætlum okkur að veita alhliða þjón- ustu, þar sem umhverfið fær að njóta sín. Þannig munu gestir geta notið útsýnis yfir sveitina um leið og þeir njóta máltíðar á veitingastað hót- elsins eða slaka á í notalegri setu- stofu.“ a MARGRÉT HÓLM VALSDÓTTIR hótel- stjóri TÖLVUTEIKNING AF HÓTEL Laxá, fullbúnu.

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.