Akureyri


Akureyri - 17.10.2013, Side 16

Akureyri - 17.10.2013, Side 16
16 17. október 2013 Frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis (KAON) Hvað er í boði í vetur fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein? Vatnsleikfimi hjá Sigrúnu Jónsdóttir sjúkraþjálfara í sundlaug Akureyrar - innilaug - verður tvisvar í viku. Mánudögum kl.10:30-11:15 og fimmtudögum kl.12:30-13:20 Liðkandi æfingar-slökun í húsnæði KAON Glerárgötu 24 (ath. það er lyfta í húsinu) Þriðjudagar kl. 16:30- 17:30 Styrktarþjálfun í ÁTAKI v/Skólastíg. Föstudagar kl. 13:00-14:00 Nánari upplýsingar og skráning er hjá Sigrúnu í síma 862 2434 eða á netfanginu: bjorkinheilsa@gmail.com SAMVERA Á KERAMIKLOFTINU Óseyri 18 Á miðvikudögum kl. 13-18. Þangað eru allir velkomnir hvort heldur er til að föndra undir leiðsögn Svölu Stefánsdóttur eða bara njóta samverunnar. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega. PUNKTURINN - Rósenborg Minnum á fjölsbreytta starfsemi á PUNKTINUM. Einstaklingar sem greins hafa með krabbamein eru sérstaklega boðnir velkomnir alla fimmtudaga frá kl.9-12 en bendum á heimasíðuna þeirra: punkturinn.akureyri.is þar sem hægt er að sjá allt sem þar er í boði . OPIГ HANDAVINNU“ HÚS hefst fimmtudaginn 17. október og verður á fimmtudögum frá kl. 13-16 í húsnæði KAON Glerárgötu 24 Fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Tilgangurinn er að hittast, spjalla og deila hugmyndum yfir kaffi/te-sopa og eiga saman notarlega stund. Halldóra Björg Sævarsdóttir (Dóra) textílkennari mun leiðbeina þeim sem þess óska, þannig að ef þig hefur lengi langað til að læra t.d. að prjóna, hekla, sauma út eða kynnast einhverju nýju, þá skaltu endilega mæta. Það er ekki skilyrði að vera með handavinnu, fyrst og fremst að hittast. Skrifstofa Krabbameinsfélagsins á Akureyri að Glerárgötu 24 á 2. hæð (fyrir ofan VÍS) er OPIN á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 13-16 og símatími er alla miðvikudaga frá kl. 10-12 í síma 461 1470. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraþjálfari starfa hjá félaginu og eru viðtalstímar við þær eftir samkomulagi. Netfangið okkar er; kaon@simnet.is og við erum líka á facebókinni. Við hvetjum fólk til að nýta sér það sem í boði er og tökum vel á móti öllum sem líta við hjá okkur á skrifstofunni Jóhanna Júlíusdóttir hjúkrunarfræðingur Sigrún Jóndóttir sjúkraþjálfari Þorbjörg Ingvadóttir framkvæmdastjóri »» »» »» »» »» »»Nýt t Við slaghörpuna 10. október buðu Björg Þórhallsdótt- ir, sópran, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, til tónleika í Hömrum, litla salnum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Mæting var sæmileg, en hefði mátt vera meiri, því að í ljós kom, að boðið var til sannarlegrar söng- og píanóveislu. Á efnisskránni voru tuttugu og fjögur lög; sextán eftir íslenska höf- unda fyrir hlé, en átta eftir erlenda eftir hlé. Auk þessa óvenjulega mikla fjölda laga á efnisskránni sem slíkri fluttu þau Björg og Jónas þrjú auka- lög. Það segir mikið um þrek raddar þeirrar, sem Björg Þórhallsdóttir er gædd, og hæfni og þrek píanóleikans, að í öllu þessu mikla prógrammi bar aldrei hinn minnstra skugga á gæði tóns söngvarans og ekki heldur á leik og næmni píanistans. Auk þess, að tónleikarnir báru vott mikilli getu og hæfileika bæði söngvara og píanóleikara voru þeir einkar upplýsandi. Íslensku tón- skáldin, sem áttu verk á efnisskránni, voru Jakob Hallgrímsson, fimm lög, Jónas Ingimundarson, þrjú, Tryggvi M. Baldvinsson, Daníel Þorsteinsson, Guðni Franzson og Jón Hlöðver Ás- kelsson eitt lag hver og loks Jóhann Ó. Haraldsson, fjögur lög. Svo sem eðlilegt má telja, er ekki unnt að geta sérstaklega um hvert og eitt þessara laga, en um öll má segja, að þau eru mjög áheyrileg og þess eðlis að uppbyggingu og því, hvernig þau falla að þeim texta, sem unnið er með, að þau mættu heyrast tíð- ar. Nokkur vöktu þó sérlega athygli á tónleikunum, þar sem þau mörg hver bar fyrir eyru undirritaðs í fyrsta sinn. Þar má nefna hið ljúfa lag Jakobs Hallgrímssonar, „Við lygna móðu“, við ljóð Halldórs Lax- ness, Lag Jónasar Ingimundarsonar við ljóðið „Haustvísa“ eftir Hannes Pétursson, sem líkt og vefur sig utan um textann, lagið „Krummi“ eft- ir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Davíðs Stefánssonar, sem leikur lip- urlega að efni ljóðsins, lagið „Hrafn- inn“ eftir Daníel Þorsteinsson við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, sem nær miklum leikrænum hrifum og túlkar ljóðið af næmni, og loks, á meðal hinna íslensku laga á efnisskránni, lög Jóhanns Ó. Haraldssonar „Að skýjabaki“ og „Smaladrengurinn“, sem voru reyndar undirrituðum kunn fyrir. Á meðal erlendu laganna má nefna „Gretchen am Spinnrade“ eftir F. Schubert og úr „Faust“ eft- ir Goethe, þar sem náðist mikil dramatík í nánu samspili söngv- ara og píanós, og að lokum lagið „Vilse“ eftir J. Sibelius við ljóð eftir K. V. Tavastjerna í sænskri þýðingu J. Rundt, þar sem brugðið var ljúflega á leik með gamansömum hætti. BJÖRG EINKAR GEFANDI Í TÚLKUN Björg Þórhallsdóttir er einkar gef- andi í túlkun sinni allri. Hún hefur til að bera hreinan og hljómmik- inn sóprantón og hann ánægjulega breiðan og fullan. Henni lætur vel að syngja bæði ljúft og af styrk, en má þó gæta þess á stundum að yfir- gera ekki styrkinn, þar sem þróttur hennar er mikill og getur orðið um of, svo sem varð í laginu „Maí- stjarnan“ eftir Jakob Hallgrímsson við ljóð Halldórs Laxness. Túlkun hennar er óvenjulega rík jafnt í fasi, svipbrigðum og raddbeitingu og kom það víða fram, svo sem í þeim lög- um, sem þegar hefur verið á minnst, en einnig má nefna afar fallegan og hugnæman flutning á aukalaginu „Ég lít í anda liðna tíð“ eftir Sigvalda S. Kaldalón við ljóð Hallfríðar Guð- rúnar Eyjólfsdóttur. Í HÓPI SNILLINGA PÍANÓSINS Ekki má láta ógetið þess hlutar, sem píanóleikarinn, Jónas Ingimundar- son, átti í hrifum þessara tónleika. Við Íslendingar höfum borið gæfu til að njóta nokkurra frábærra undir- leikara á píanó. Nefna má Fritz Weisshappel, Ólaf Vigni Albertsson og Guðrúnu A. Kristinsdóttur, svo að einungis nokkurra sé getið, en minningu Guðrúnar voru tónleik- arnir tileinkaðir. Jónas Ingimundar- son er í flokki með þessum snilling- um píanósins, sem gerðu samvinnu með söngvurum í tónlistarflutningi að sérgrein sinni. Sannarlega er slík samvinna sérgrein, sem kemur ekki af sjálfri sér hjá píanóleikurum jafn- vel þó hámenntaðir séu á hljóðfæri sitt. Það að styðja, gefa lit og blæ og auk þannig hrif verksins, sem flutt er, krefst næmni og natni. Þetta hef- ur Jónas Ingimundarson til að bera. Það eru því engin undur, að hann skuli vera sá meðleikari á píanó, sem hvað hæst ber og hefur borið nú um stundir. a Haukur Ágústsson Skrifar tónleikagagnrýni MAtArGAtIÐ FLeIrI UPPSkrIFtIr Á WWW.ALLSkoNAr.IS Gæsalifrarpaté Þessi uppskrift er úr 2 gæsalifrum sem er hæfilegt til að útbúa paté sem dugar fyrir 4-6 með smá brauði í forrétt eða á hlaðborð. Í staðinn fyrir blóðberg getur þú notað þurrkað timian. GÆSALIFRARPATÉ » 2 gæsalifrar » 3 msk smjör » 1 msk hvítvín » 1/2 skallottulaukur, fínsaxaður » 1/2-1 tsk blóðberg, þurrkað » 4 msk rjómi » salt og pipar Undirbúningur: 5 mínútur Eldunartími: 10 mínútur Byrjaðu á að hreinsa lifrarnar af fitu og himnum. Skerðu í bita. Fínsaxaðu skallottulaukinn. Settu smjörið á pönnuna og steiktu skallottulaukinn og blóð- bergið þar til laukurinn fer að mýkj- ast, í 2-3 mínútur. Bættu nú lifrinni í pönnuna, rydd- aðu með salti og nýmöluðum svörtum pipar og steiktu í 4-5 mínútur. Veltu lifrinni vel svo hún steikist jafnt. Settu 1 msk hvítvín eða þurrt sherrí út í pönnuna og láttu sjóða niður, náðu öllu úr botni og hliðum pönnunnar á meðan. Láttu allt úr pönnunni í mat- vinnsluvél og blandaðu þar til áferðin er orðin góð, bættu rjóman- um hægt saman við. Helltu í lítið form/skál/krukku og láttu kólna inni í ísskáp í um 3-4 klst áður en borið fram. Berðu fram með kexi eða góðu brauði, berjachutney eða bláberja- sultu. Helga kvam allskonar.is

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.