Akureyri


Akureyri - 12.12.2013, Blaðsíða 2

Akureyri - 12.12.2013, Blaðsíða 2
2 12. desember 2013 Steinsmiðja Akureyrar Glerárgata 36, S: 466 2800 Opið mán.-föst. kl. 13-18 Lampar frá: 4.900- Kertastjakar: 1.900- Falleg lýsing í skammdeginu Einstök og hlýleg jólagjöf Þingeyjarsveit greiði konu milljón í bætur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt sveitarfélagið Þingeyj- arsveit brotlegt og til að dæma konu, fyrrverandi skólastjóra, tæpa milljón króna í bætur. Konan, Gróa Hreinsdóttir, krafð- ist greiðslu upp á tæpar 10 milljónir króna í skaðabætur en hún starfaði tímabundið frá janúar 2008-2009 sem skólastjóri tónlistarskóla sem hafði verið rekinn í tengslum og samvinnu við Hafralækjarskóla í Aðaldal. Tónlistarskólinn var lagð- ur niður 1. ágúst 2009, en í staðinn stofnuð sérstök tónlistardeild við Hafralækjarskóla. Konan sótti um en fékk ekki þar sem brasilískur karlmaður var ráðinn. Konan kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytisins, sem kvað upp úrskurð 20. september 2010. Var niðurstaða ráðuneytisins að ákvörðun stefndu um ráðningu karls í stöðu deildarstjóra við skólann í júlí 2009 væri ólögmæt. Bótakrafa Gróu samsvarði tvö- földum árslaunum auk miskabóta. Hún flutti burt úr Þingeyjarsveit eft- ir að hún varð fyrir þessari höfnun. Í vörnum Þingeyjarsveitar kemur fram að þótt reynsla konunnar hefði verið meiri en þess sem fékk starfið hafi það þótt þjóna þörfum skólans að ráða brasilískan tónlistarmann til að geta boðið upp á fjölþjóðlega tónlistarmenntun, framandi menn- ingarstrauma og fjölbreyttara úrval hljóðfæra. Héraðsdómur segir hins vegar: „Ekki verður séð að komið hafi til greina að mati stefndu að velja aðra umsækjendur en stefn- anda úr hópi þeirra sem sóttu um.“ 500.000 krónur af heildarbótum metur dómurinn sem miskabætur. Hitt er fjártjón. a Frímerkjafé fór ekki í kaffihúsið Vegna óvissunnar um framgang rekstrar kaffihúss í Lystigarðinum hafa Akureyri vikublaði borist fyr- irspurnir frá bæjarbúum sem vilja vita hvað varð um andvirði frí- merkjasafna þar sem annað þeirra var eyrnamerkt Lystigarðinum. Hef- ur því verið haldið á lofti að fé fyrir frímerkjasafn sem gefið var bænum hafi átt að fara í kaffihús í garðinum. Oddur Helgi Halldórsson, for- maður framkvæmdaráðs og formað- ur stjórnar Fasteigna Akureyrarbæj- ar, segir að bærinn hafi fengið tvö söfn til ráðstöfunar. Fyrra safnið var frá Jakobi Kvaran. Það var selt á uppboði hjá Postiljonen í Svíþjóð í október 2010. Fengust rúmar fjórar milljónir fyrir það. Í bókun bæjarráðs frá 28. október 2010 segir að bæjarráð feli félags- málaráði að ráðstafa þeim fjár- hæðum sem fengust úr uppboðinu í þágu eldri borgara á Akureyri sam- kvæmt samningi við ekkju gefanda frímerkjasafnsins. Jafnframt feli bæjarráð bæjarritara að láta meta safn Axels Schiöth sem hann gaf Ak- ureyrarbæ en andvirði þess safns skuli renna til Lystigarðsins. Safnið frá Axel Schiöth reyndist verðminna, en það var selt hjá Postiljonen að hluta og að hluta hér innanlands. Í bókun framkvæmda- ráðs síðar segir að andvirði þess eigi að renna til Lystigarðsins vegna 100 ára afmælis garðsins 2012. Oddur segir að niðurstaðan hafi orðið sú að framkvæmdaráð sam- þykkti að fela starfsmönnum fram- kvæmdadeildar að koma með tillögu að framkvæmdum í Lystigarðinum fyrir kr. 1.500.000. Féð fyrir frímerk- in hafi ekki farið í kaffihúsið. Spurð- ur nánar í hvað peningarnir fóru segir Oddur Helgi að féð hafi meðal annars farið í skilti og merkingar vegna afmælisins. Framkvæmda- deild sjái um garðinn en Fasteignir Akureyrarbæjar um húsið. a Merkja gömul hús með skiltum Hverfisnefndin í Hlíða- og Holta- hverfi vinnur nú að því að merkja öll gömul hús í hverfinu með skiltum. Um ræðir hús sem eiga sér nöfn sem eru eldri en göturnar sem þau standa við, gjarnan hús sem standa þar sem voru áður voru gamlir bóndabæir.Að minnsta kosti 50 hús slík hús eru á þessu svæði og kannski fleiri að sögn Óskars Inga Sigurðssonar, fulltrúa í hverfisnefndinni. Hann segir að búið sé að senda út bréf en vel kunni að vera að ekki hafi allir hlutaðeigandi fengið upplýsingar og biður hann fólk að hafa samband við nefndina en formaður hverfisnefndarinnar er Berglind Rafnsdóttir. „Tilgangurinn með merkingunni er aðallega sá að þessi nöfn gleymist ekki. Húsin eiga sér sögu og það þarf að viðhalda sögunni,“ segir Óskar Ingi. Fjárveiting fékkst frá bænum fyrir afmælispening og geta allir sem vilja fengið skilti á hús sín að uppfylltum fyrrgreindum skilyrð- um. Ekki er vitað til þess að svona verkefni hafi verið unnið áður á Akureyri en Óskar Ingi segir íbúa almennt hafa tekið vel í hugmyndina. Starfsmenn Minjasafnsins búi yfir miklum fróðleik um sögu húsa á Akureyri sem hægt sé að sækja í á öllum tímum. Þetta verkefni gangi aðallega út á að merkja þau hús sem eiga sér nöfn. a Spáir sameiningu VG og Samfylkingar Össur Skarphéðinsson, fyrrum utan- ríkisráðherra og núverandi þingmað- ur Samfylkingar, spáir því að Vinstri græn og Samfylkingin muni samein- ast í einn stjórnmálaflokk á þessum áratug. Hann segir að ein ástæðam sé að Steingrímur J. Sigfússon sé hættur forystustörfum fyrir VG og Katrín Jakobsdóttir hafi fengið um- boð til að leiða VG til nýrra hátta. Þetta kom fram í samtali Akur- eyrar vikublaðs við Össur nú í vik- unni. Tilefnið var bókarútgáfa Öss- urar en ekki síður sú skoðun sem oft heyrist í umræðunni að síðasta ríkisstjórn, hin svokallaða vinstri velferðarstjórn, hafi reynst sjálfri sér verst vegna „sögulegs sundurlyndis vinstri manna“ eins og það er jafn- vel orðað í kennslubókum í stjórn- málafræði. Aðspurður hvort Össur sé sammála þessu, svarar hann að hann hafi reynslu af setu í fjórum ríkis- stjórnum og geti því borið saman aðstæður. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur hafi tekið við á „gríðar- legum örlagatímum“, þar sem þurfti að taka margar og erfiðar ákvarðan- ir. Ekki hafi allt tekist vel, t.d. hafi fyrri ríkisstjórn ekki náð nægilega vel utan um þann hóp húsnæðis- skuldara sem var með verðtryggð lán. „Þessi ríkis- stjórn var átaka- mest allra stjórna sem ég hef setið í en okkur tókst það afrek að koma Íslandi aftur á kjöl. Ég held það hafi verið aðstæðurnar sem sköp- uðu erfiðleikana fremur en sérstakt eða sögulegt sundurlyndi vinstri vængsins. Ríkisstjórninni tókst að sigla skeiðið á enda og hinn mál- efnalegi ágreiningur varð aldrei persónulegur. Hið persónulega var hins vegar stundum átakaeinkenni annarra flokka fyrr á árum.“ Nánar um þetta segir Össur að sjálfstæðismenn hafi ekki síst lent í miklum fyrri tíma átökum ig þegar hann hafi alist upp í háskólapólitík- inni hafi verið gríðarlegt sundurlyndi á vinstri vængnum, tengt NATO. Nú sé þetta farið og Steingrímur J. Sigfússon stiginn til hliðar sem forystumaður VG. „Ég spái því að á þessum áratug muni VG og Sam- fylking sameinast í einn flokk, það er komin ný kynslóð innan VG og ég sé ekki mikinn mun á hennar gildum og þeim sem eru í Samfylkingunni. En þá er staðan líka þannig að við erum með Bjarta framtíð líka sem skilgreinir sig sem frjálslyndan miðjuflokk. Almennt talað held ég að það sé í gangi mjög langvinn upp- skipting í pólitíkinni núna, þú sérð hana birtast í þessum kvíslum sem urðu til þess að flokkar eins og VG og Samfylking urðu til ekki alls fyrir löngu. Þú sérð hana birtast í því að Sjálfstæðisflokkurinn, sem talið er að gangi vel núna, sé að „óperera“ á fylgi sem er 12-13 prósentum undir jafnaðarsögulegu fylgi þeirra. Allir bara ánægðir þar á bæ þótt Sjálf- stæðisflokkurinn hafi fallið niður um tvær áttundir. Í Reykjavík tel ég engar líkur á að sjálfstæðismenn nái aftur meirihluta í borginni, sem áður var regla. Fyrir ári hefði ég sagt að Framsóknarflokkurinn væri að skreppa saman og fara sömu leið og systurflokkar á Norðurlöndunum en nú er hugsanlegt að þeir nái að stað- setja sig sem miðjuflokk til hægri. Það var það sem Halldór Ásgrímsson vildi,“ segir Össur. a ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON HALLDÓR ÁSGRÍMSSON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR HÖFÐI ER EITT húsanna sem þegar er búið að merkja með skilti. Hús eiga sér sögu og það þarf að viðhalda sögunni, segir fulltrúi í hverfisnefnd sem stendur að framtakinu. Völundur ÁRÉTTING Í grein um Zonta sem birtist í 44.tbl. skal áréttað að Zontaklúbburinn Þórunn hyrna hefur styrkt rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akur- eyri með peningagjöf. Ennfremur hefur klúbburinn unnið með starfsmanni miðstöðvarinnar að því að halda ráðstefnu undir yfirskriftinni "Zonta segir nei: Stöðvum ofbeldi gegn konum."

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.