Akureyri - 12.12.2013, Síða 20
20 12. desember 2013
HUGURINN SKIPTI ÞÓ MESTU
Það var blik í auga og bros á vörum viðskipta-
vina á Glerártorgi þegar tíðindamenn Akur-
eyrar vikublaðs ákváðu að forvitnast lítillega
um jólagjafainnkaupin. Í tilkynningu frá kaup-
mönnum á dögunum sagði að jólaverslunin
ylli vonbrigðum það sem af er. Ein ástæða er
stóraukin netverslun frá útlöndum. Rannsókn
blaðsins leiddi í ljós að þótt sumir séu tilbúnir
að ræða jólagjafakaup svona utan dagskrár
eru ekki allir hrifnir af því að flíka slíku tali í
blöðunum. En eitt þema kom fram í öllum við-
tölunum að viðmælendur væru ekki nálægt því
að tapa sér í neysluhyggjunni fyrir jólin. Höfðu
flestir á orði að hugurinn á bak við jólagjöfina
skipti meira máli en gjöfin sjálf. Nokkrir í hópi
viðmælenda mótmæla aukinni markaðshyggju
og síauknum áhrifum korpórisma.
ÁHYGGJURADDIR VEGNA MIÐBÆJARINS
Markmið könnunar blaðsins var að spyrja
fólk upp úr hverju það legði einkum við
jólagjafainnkaupin. Svörin voru nokkuð ólík en
folki virðist ganga ágætlega að velja gjafir, því
enginn mundi eftir „hryllingssögum“ um gjafir
sem alls ekki hefðu hitt í mark! Nokkuð mis-
munandi er eins og segir sig sjálft hve miklu fé
fólk hyggst verja í gjafir og hvort innkaup taka
borgara langan tíma eða skamman. En þegar
þegar fólk er spurt um framtíð miðbæjarins
og þá ekki síst í tengslum við jólagjafaverslun
lýsa margir áhyggjum. En eins og einn sagði:
„Veðrið innan dyra á Glerártorgi er alltaf gott.“
BLÓTAÐ Á LAUN?
Í kynningu á nýju miðbæjarskipulagi í síð-
ustu viku kom fram að miðbær er andlit
hvers bæjar. Heyrðust þær áhyggjuraddir við
kynninguna að án líflegrar verslunar í miðbæ
og fólki sem væri þar allan daginn, alla daga
ársins, lentu miðbæir í krísu sem aftur gæti
haft áhrif á allt bæjarfélagið.
Á götunni heyrist stundum að ein ástæða
minnkandi umsvifa í miðbæ Akureyrar séu
stórmarkaðir utan miðbæjarins og Glerár-
torg. Sumir sem blaðið ræddi við á Gler-
ártorgi um síðustu helgi sýndu merki um
sektarkennd þegar þeir sögðust kaupa sínar
jólagjafir á Glerártorgi fremur en í miðbæn-
um, enda tengja margir Akureyringar fyrri
tilhlökkun fyrri jóla beint við gamla mið-
bæinn.
Glerártorg býr hins vegar yfir sérhæfðum
búðum sem sumar bjóða upp á annan varning
en stendur til boða í miðbænum. Það kom í
ljós í samtölum við fólk að sú staðreynd að
engin leikfangabúð er lengur starfrækt í mið-
bænum kostar miðbæinn fjölda heimsókna
og er af sem áður var. Nokkur fjöldi þeirra
sem blaðið ræddi við sögðu það eina helstu
ástæðu heimsóknar þeirra á Glerártorg að
kaupa dót handa börnum í leikfangabúðinni
stóru sem stendur gegnt Nettó en heitir ekki
einu sinni íslensku nafni. Gefum nokkrum
sem blaðið ræddi við orðið:
TEXTI Björn Þorláksson
MYNDIR Völundur Jónsson
Fólk hreint ekkert að tapa
sér í neysluhyggjunni!
PÁLL SNÆR BRYNJARSSON
SNÚIÐ AÐ VELJA GJÖF HANDA KONUNNI
Páll Snær Brynjarsson býr ekki á Akureyri. Hann hefur þó taugar til
bæjarins síðan hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og á
stundum erindi norður. Hann segist kaupa nokkurt magn af jólagjöfum
árlega og reiknar með að upphæðin til jólagjafainnkaupa og umfang
verði svipað í ár og í fyrra. Má geta þess að enginn viðmælandi blaððsins
hyggst verja meira fé til jólagjafainnkaupa í ár en í fyrra þrátt fyrir
aukinn mældan hagvöxt.
Spurður um helstu áskoranir á aðventu hvers árs í gjafaleitinni,
viðurkennir Páll að það taki stundum nokkurn tíma að finna gjöf sem
honum lítist vel á handa eiginkonunni. Ekki vill hann þó kannast við
að hann minnist þess að hafa lent í drastískum aðstæðum þótt gjöf
hafi ekki hitt í mark!
HALLDÓR ÁSKELSSON
NOTAGILDI HLUTA
Halldór Áskelsson var fljótur til svars þegar blaðið spurði um jólagjaf-
irnar. „Já, ég kaupi helling.“
Spurður eftir hverju hann fari einkum við val á gjöfum segir Halldór:
„Notagildi hluta. Stundum séu innkauppin dálítil brekka og hlaup milli
verslana fram á aðfangadag. „En þetta lítur vel út núna.“
Halldór segir allan gang á hvort hann leiti fanga í miðbæ Akur-
eyrar eða á Glerártorgi. Hann telji hvort tveggja mikilvægt. Þá komi
Netið nú inn sem aldrei fyrr, enda sé ódýrara að kaupa gjafir þar en í
hefðbundnum búðum.
Halldór getur þess sérstaklega að nú bætist í hópinn gjöf handa
nýju barnabarni. Akureyri vikublað óskar afanum og knattspyrnukapp-
anum Halldóri Áskelssyni með meiru til hamingju með það.
RÓSA KRISTÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
VILL SKIPTA BEINT VIÐ LISTAMENN
Rósa Kristín Jóhannesdóttir sker sig ögn frá
öðrum viðmælendum blaðsins, spurð hvar
hún kaupi einkum jólagjafir. Hún segist
leggja áherslu á að leita fanga í galleríum
og listhúsum. Best sé að kaupa af þeim sem
selji milliliðalaust afurðir sínar. Hún vill hvetja
fólk til að skipta við gallerí og einyrkja fyrir
jólin.
Rósa segist sjálf búa til nokkurn hluta
þeirra gjafa sem hún gefur. Hún fordæm-
ir þá stefnu að korpórismi ýti vöruverði
niður þannig að minni keppinautar helt-
ist úr lestinni eða að fólkið á bak við eigin
sköpunina/vöruna, til dæmis rithöfundar,
fái sáralítið fyrir sinn snúð ef verðinu sé ýtt
niður. Rósa segir það „prinsipp“ eða grund-
vallaratriði að kaupa bók í bókabúð en ekki
í matvörumarkaði. Gildi einu þótt bókin sé
eilítið dýrari í bókabúðinni.