Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Ekki í eigu Gaums Í frétt viðskiptablaðs Morg- unblaðsins sl. fimmtudag var sagt að 101 Hótel væri í eigu Gaums sem tekinn hefði verið til gjald- þrotaskipta. Blaðið hafði þessar upplýsingar úr Rannsóknar- skýrslu Alþingis. Samkvæmt upp- lýsingum frá Ingibjörgu Pálma- dóttur er þetta ekki rétt, 101 Hótel er ekki í eigu Gaums og hefur aldrei verið. Þetta leiðrétt- ist hér með. LEIÐRÉTT Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu yfir 42 ára karlmanni sem ákærður var fyrir þjófnað og brot gegn vald- stjórninni. Maðurinn réðst að lög- reglumönnum og hótaði m.a. að smita þá af lifrarbólgu C. Héraðs- dómur Reykjaness dæmdi manninn í tíu mánaða fangelsi en Hæstirétt- ur þyngdi refsinguna í 15 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir innbrot í bifreið á partasölu og þjófnað á gólfmottum úr henni. Í öðru lagi var hann sakfelldur fyrir að hafa síðar sama kvöld hótað tveimur lögreglumönnum að blóðga sig og smita þá með lifr- arbólgu C ef þeir reyndu að nálgast hann. Í þriðja lagi var hann svo sak- felldur fyrir að ráðast á lögreglu- mann. Manninum hefur 20 sinnum verið gerð refsing fyrir ýmis hegn- ingarlagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Hótaði að smita lögreglumann af lifrar- bólgu C og refsing þyngd í Hæstarétti Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Nú er ekki lengur nein verð- samkeppni á lyfjum sem sjúkra- tryggingar taka þátt í að greiða, það er sama verð alls staðar. Þeir hljóta að vera kampakátir hjá lyfjakeðjun- um og hjá Sjúkratryggingum Ís- lands, sem er dálítið öfugsnúið,“ sagði Haukur Ingason, lyfsali í Garðsapóteki, um þá ákvörðun sína að hætta að veita mótframlag með vissum lyfjum. Eins og rakið hefur verið á síðum Morgunblaðsins hefur Haukur deilt við Sjúkratryggingar Íslands vegna mótframlags, eða afsláttar, sem hann veitir með lyfjum. Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta af kostnaði lyfja sem falla und- ir greiðsluþátttökukerfið og hefur Haukur veitt afslátt af hlut sjúklinga í lyfjaverðinu. Þessu una Sjúkra- tryggingar Íslands ekki og tilkynntu fulltrúar þeirra Hauki í sumar að þær myndu stöðva sjálfvirkar greiðslur til Garðsapóteks vegna lyfja sem greiðsluþátttaka sjúklinga nær til frá og með gærdeginum. Spurður hvort hann játi sig sigraðan svarar Haukur neitandi. „Ég er ekkert sigraður, þessi lota er búin en slagurinn heldur áfram. Ég get hins vegar ekki staðið í þessu ef sjúkratryggingar borga ekki reikningana.“ Vísa Sjúkratryggingar Íslands til reglugerðar nr. 313/2013 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði sem tók gildi 4. maí sl. og lýtur að þeim tilfellum þegar lyf- salar veita afslátt af smásöluverði lyfja. Sjúkra- tryggingar Ís- lands telja ákvæðið skýrt og að afsláttur af verði lyfs skuli lækka smásölu- verð og greiðslu- þátttaka SÍ mið- ast við afsláttarverðið, ef það er lægra en lægsta verð lyfsins í lyfja- verðskrá. Telur ákvæðið ólöglegt „Ég fékk loksins svar sl. þriðjudag við bréfi sem ég sendi ráðuneytinu 12. júlí þar ég óskaði eftir því að um- rætt reglugerðarákvæði yrði fellt niður vegna skorts á lagaheimildum og var kröfunni hafnað. Niðurstaða ráðuneytisins olli mér vonbrigðum, en rök ráðuneytisins halda ekki vatni og staðfesta í raun það sem ég hef alltaf haldið fram að umrætt reglugerðarákvæði er kol- ólöglegt, ráðherra hefur ekki heim- ild til að lækka greiðsluþátttökuverð lyfja sem lyfjagreiðslunefnd ákveður, hvort sem það er vegna af- sláttar eða einhvers annars sem ráð- herra kann að detta í hug. Ráðherra ætti því að hætta að hlusta á emb- ættismannagerið sem hann er með í kringum sig, skoða málið sjálfur, drífa sig í að fella umrætt reglu- gerðarákvæði niður og koma þar með aftur á verðsamkeppni í lyfjum sem SÍ tekur þátt í að greiða í sam- ræmi við kröfur Neytendasamtak- anna,“ segir Haukur. Morgunblaðið/Sverrir Lyf Eigandi Garðsapóteks hefur veitt mótframlag með lyfjum. Lyfsali fær ekki að veita afslátt  Eigandi Garðsapóteks gefst ekki upp Haukur Ingason Full búð af nýjum töskum og fallegum fylgihlutum Kringlan Sími 533 4533 Enginn án matar á Íslandi Jólasöfnunin hafin Söfnunarreikningur Fjölskylduhjálpar Íslands 546-26-6609, kt 660903-2590 Bæjarlind 6 Sími 554 7030 www.rita.is Jakkar kr. 8.900.- Str. M - XXXL Fleirri litir og munstur FRÁBÆR SNIÐ SEM VIRKA GALLABUXUR MEÐ GÓÐRI TEYGJU KOMDU OG PRÓFAÐU! FATAMERKI ÁRS INS 201 1 Í USA EIKJUVOGUR 29 - 104 RVK. - S:694-7911 www.facebook.com/spennandi www.spennandi.com Laugavegi 54, sími 552 5201 Fleiri myndir á facebook Dömudagar í Flash Áður 16.990 kr. nú 11.990 kr. Áður 11.990 kr. nú 8.390 kr. 30% afsl af völdum vörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.