Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is
Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á
Glussa-, vökva- og loftkerfi
Boðið verður
upp á ókeypis
barnaleiðsögn í
Þjóðminjasafni
Íslands á
sunnudaginn
klukkan 14.
Helga Einars-
dóttir safn-
kennari mun
ganga með
börnunum. Í til-
kynningu segir að ýmsir spenn-
andi munir á safninu verði skoð-
aðir, meðal annars beinagrindur,
1.000 ára gömul sverð, gamal-
dags leikföng og dularfullur álfa-
pottur. Leiðsögnin tekur um 45
mínútur.
Barnaleiðsögn í
Þjóðminjasafni
Brúðan Konni býr á
Þjóðminjasafninu.
Yoko Ono mun tendra ljós Friðar-
súlunnar í Viðey á afmælisdegi
Johns Lennons 9. október.
Samkvæmt upplýsingum frá Höf-
uðborgarstofu býður Yoko Ono
gestum, sem vilja vera viðstaddir
tendrun súlunnar, í ókeypis kvöld-
siglingu til og frá Viðey.
Dagskráin við Friðarsúluna hefst
klukkan 19. Siglingar til Viðeyjar
verða frá Skarfabakka og hefjast
klukkan 18. Fríar strætóferðir
verða frá Hlemmi að Skarfabakka
og til baka. Fyrsti vagn fer klukkan
18.40 frá Hlemmi og síðan á tutt-
ugu mínútna fresti fram til kl.
19.40. Að athöfn lokinni siglir
fyrsta ferja frá Viðey kl. 21 og
munu strætisvagnarnir taka á móti
fólki og flytja það að Hlemmi allt
fram til 22.30.
Friðarljós Friðarsúlan í Viðey.
Friðarsúlan lýsir í
Viðey í næstu viku
STUTT
Fræðslusamtök um kynlíf og barn-
eignir (FKB) halda á mánudag op-
ið málþing um kynheilbrigði á
Norðurlöndum.
Málþingið fer fram á Háskóla-
torgi 101 klukkan 16.30-18.30.
Sérfræðingar frá Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi segja þar frá því
hvernig staðið er að kynfræðslu í
grunnskólum í viðkomandi lönd-
um. Í tilkynningu segir að megin-
markmið FKB sé að stuðla að heil-
brigðu kynlífi og tímabærum
barneignum.
Opið málþing um
kynheilbrigði
Stórbæta þarf laun og kjör lækna til
að hindra frekari landflótta og stuðla
að nýliðun í stétt sérfræðilækna.
Þetta skrifar Helga Ágústa Sig-
urjónsdóttir, sérfræðingur í lyflækn-
ingum og innkirtla- og efnaskipta-
sjúkdómum á lyflækningadeild
Landspítalans, í grein í Lækna-
blaðinu. Þar spyr hún hvort hægt sé
að bæta skaða spítalans sem sé í sár-
um eftir að þrengt hafi verið að hon-
um fjárhagslega.
Hún segir vandann sem blasir við
Landspítalanum hafa verið fyr-
irsjáanlegan og við honum hafi verið
varað um árabil. Þeir sem hefðu átt
að geta spyrnt við hafi ekki haft hátt
um vandann.
„Löngu fyrir bankahrun, í „góð-
ærinu“, var stöðugt þrengt að
sjúkrahúsinu fjárhagslega. Þetta
sýndi forstjóri spítalans svart á
hvítu með tölum sem hann lagði
fram á fundi læknaráðs 20. sept-
ember síðastliðinn. Eftir liggur
sjúkrahúsið í sárum sem við óttumst
að ekki verði hægt að bæta eða muni
taka fjölda ára að gróa ef ekki verð-
ur spyrnt strax við fótum,“ skrifar
Helga Ágústa.
Hafa ekki tækjakostinn
Hún bendir jafnframt á að á
Landspítala hafi verið sagt upp
mörg hundruð öðrum starfsmönnum
sem unnu störf sem styðja starf
lækna og gera þeim kleift að nýta
tíma sinn betur til lækninga.
„Læknir sem ekki hefur ritara,
sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða
aðra lykilheilbrigðisstarfsmenn sér
við hlið læknar færri sjúklinga.
Punktur! Til að reyna að hindra
þetta hafa allir hlaupið hraðar – en
nú stöndum við á öndinni og þegar
deildarlæknum á sviðinu hefur
fækkað um meira en helming náum
við ekki andanum lengur,“ skrifar
Helga Ágústa.
Auk þess sé tækjakostur sjúkra-
hússins úr sér genginn á mörgum
sviðum. Sérfræðilæknar hafi ekki
lengur þann tækjakost eða þau úr-
ræði sem voru talin sjálfsögð í fram-
haldsnámi þeirra. Ekki sé því skrýt-
ið að deildarlæknar á sviðinu séu
flestir farnir. Þeir hafi val bæði inn-
anlands og erlendis. Helga Ágústa
fullyrðir að framtíð lyflækninga á Ís-
landi sé í húfi.
„Framtíð lyf-
lækninga á
Íslandi í húfi“
Sérfræðingur á lyflækningadeild
segir Landspítalann í sárum
Morgunblaðið/RAX
Áhyggjur Helga Ágústa skrifar um
stöðu Landspítalans í Læknablaðinu.
Þrengingar
» Rekstrarkostnaður Land-
spítalans hefur dregist saman
um 12% og stöðugildum fækk-
að um 11% á síðustu fjórum ár-
um að því er kemur fram í
grein Helgu Ágústu.
» Þjónustan hefur hins vegar
aðeins minnkað um 3%.
Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
Kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki
er staðreynd í íslensku samfélagi að
dómi Eyglóar Harðardóttur félags-
málaráðherra.
Hún hét því að
gera sitt til að
vinna að vitund-
arvakningu um
ofbeldið við upp-
haf málþings um
kynferðisofbeldi
gegn fötluðum
sem fór fram í
gær.
Tólf samtök
stóðu að mál-
þinginu, þar á meðal Stígamót og
Öryrkjabandalag Íslands.
Á meðal þess sem kom fram hjá
þeim sem ávörpuðu þingið var að
kynferðisofbeldið væri framið í
skjóli valds og þagnar. Rannsóknir
sýndu að fatlaðir ættu mun frekar á
hættu að verða fyrir slíku ofbeldi en
aðrir. Þá væri valdamunur á milli
gerenda og fatlaðra einstaklinga
mun meiri en hjá ófötluðum, t.d. ótti
við að tilkynna ofbeldi eða misnotk-
un.
Þögnin væri meiri og þekkingin,
t.d. varðandi eigin réttindi, minni.
Þá hefðu þeir færri úrræði til að
leita sér aðstoðar. Allar erlendar
rannsóknir sýndu að ofbeldi gegn
fötluðu fólki – ekki einvörðungu kyn-
ferðisofbeldi – væri mjög útbreitt.
Rannsóknir sem beindust að báðum
kynjum sýndu að fatlaðar konur
yrðu mun oftar fyrir ofbeldi en fatl-
aðir karlar og væri þeim oft ekki trú-
að þegar þær greindu frá ofbeldinu.
Ná verr til fatlaðra
Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta, sagði á málþinginu að
það væri sannarlega stór stund að
ná þessum hópum saman. Hún tók
fram að hvað varðaði starfsemi
Stígamóta, þá næðu samtökin verr
til fatlaðs fólks en til ófatlaðra.
Guðrún sagði að nú væri búið að
ákveða að bæta þessa þjónustu.
Fengist hefðu nægar fjárveitingar
til að ráða einn starfsmann í til-
raunastarf í heilt ár, þ.e. hann hefði
það verkefni að bæta þjónustu við
fatlað fólk.
Þá greindi hún frá því að samtökin
hefðu ákveðið að flytja í nýtt hús-
næði þar sem núverandi húsnæði
væri orðið of lítið og aðgengi ekki
nægilega gott. Auk þess yrði boðið
upp á heimaþjónustu.
Guðrún tók fram í lok ræðu sinnar
að það væru ekki til neinar töfra-
lausnir. „Þetta er verkefni sem við
klárum aldrei,“ sagði hún og benti á
mikilvægi símenntunar og forvarna.
Eygló tók fram að úrbætur hefðu
verið gerðar til að styrkja stöðu og
réttindi fatlaðs fólks með lögum um
réttindagæslu sem voru sett árið
2011. Þá nefndi hún samning Sam-
einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra
sem ætti að innleiða hér. „Hann hef-
ur reynst mikilvægur leiðarvísir og
áherslur hans ganga t.a.m. eins og
rauður þráður í gegnum fram-
kvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs
fólks sem samþykkt var á Alþingi
fyrir rúmu ári,“ sagði ráðherrann.
Morgunblaðið/Jón Pétur
Fjölmenni Hátt í 400 manns sátu málþingið sem tólf samtök stóðu að og fór fram á Grand hóteli í Reykjavík í gær.
Fatlaðir í meiri hættu
á kynferðisofbeldi
Hafa einnig færri úrræði til að leita sér aðstoðar en aðrir
Eygló
Harðardóttir