Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 19

Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 19
Fjallalamb Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri segir fólk á svæðinu vilja standa vörð um fyrirtækið. frekar en hugsa um magnið. Við njótum góðs af því að hafa ekki þurft að skera niður fé vegna riðu og höf- um því forskot í kynbótum og héðan er mikil líflambasala út um allt land. Fleiri riðulaus svæði eru á landinu, en þetta er eina slíka svæðið þar sem er sláturhús.“ Vegna þessa getur Fjallalamb einungis slátrað af hinu riðulausa svæði því óheimilt er að flytja lömb þangað inn, vegna sérstöðu svæðis- ins varðandi sjúkdómavarnir. „Mikill vilji er til þess að standa vörð um svæðið. Menn vita um áhættuþáttinn, sjálfsagt er ekkert mál að smita riðunni austur fyrir Jökulsá, en við stöndum vörð um svæðið.“ Um 70 starfsmenn Lífið snýst að miklu leyti um sauðfjárbúskap í Öxarfirði, Núpa- sveit, Langanesi, Bakkafirði og Þist- ilfirði. „Þegar menn hittast á förnum vegi spyrja þeir ekki hver annan hvernig þeir hafi það; vita að ef eitt- hvað bjátaði á væru þeir örugglega búnir að fá þær fréttir. Hér er þess í stað spurt: Hvaða hrút valdirðu á sæðingarstöðinni!“ segir Björn Vík- ingur og hlær. Greinilega ánægður með sitt fólk. Í sláturtíðinni vinna um 70 manns hjá Fjallalambi, en fjöldinn fer niður í 15-20 manns utan slátur- tíðar. Nær öll framleiðsla er seld á höfuðborgarsvæðinu. „Nýjasta verkefnið okkar er að við seljum hálfa skrokka í kassa með upp- runamerkingu; utan á kassanum er innleggjendanúmer sem fólk getur slegið inn á heimasíðunni okkar og séð mynd af viðkomandi bæ. Það er persónulegt og skemmtilegt.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fallegt Haustlitirnir eru fallegir í Núpasveitinni þessa dagana sem víðar. Laxeldistöðin Rifós í Kelduhverfi er í eigu heimamanna. Dæmigert byggðafestufyrirtæki, segir Hlíf- ar Karlsson framkvæmdastjóri. Á staðnum var fiskeldisfyrir- tækið ÍSNO, þar sem frum- kvöðullinn Eyjólfur Konráð Jónsson var stjórnarformaður en heimamenn stofnuðu Rifós 1992 eftir að ÍSNO fór í þrot. „Við framleiðum eingöngu bleikju nú, 250 til 300 tonn á ári og seljum nánast allt til Banda- ríkjanna,“ segir Hlífar Karlsson framkvæmdastjóri. „Við kaupum öll hrogn frá kynbótastöðinni á Hólum í Hjaltadal en erum með eigin seiðastöð; hrognin eru klakin hér, fiskurinn alinn og hér slátrum við, flökum og bein- hreinsum, og seljum flökin fersk til Ameríku.“ Tíu manns vinna hjá Rifósi. Rifós er laxeldisstöð í eigu heimamanna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bleikja vestur Wong frá Taílandi og Santa sem er frá Lettlandi. 300 tonn af bleikju til Bandaríkjanna Morgunblaðið/Skapti Rifós Þórarinn Már Þórarins- son, t.v., og Hlífar Karlsson. myndir um nýtingu en stjórn- endur þjóðgarðsins aðrar. Einnig hefur menn greint á um hvort innheimta skuli gjald af ferða- mönnum sem á svæðið koma. Því er margt þess valdandi að hníf- urinn stendur í kúnni en menn eru þó bjartsýnir á lausn. „Á blaði eru teikningar að t.d. hreinlætisaðstöðu og fræðslu- og upplýsingahús. Einnig þarf að leggja þarna göngustíga og fleira. Ég trúi að lausn finnist fljótlega. Gert er ráð fyrir þessu verkefni í áætlunum þjóðgarðsins, en fram- kvæmdafé hans á ári hverju er á bilinu 150 til 170 milljónir króna.“ Herðubreið og Mývatn Norðursvæði Vatnajökuls- þjóðgarðs nær frá Dyngjufjöllum og þaðan til sjávar. Umrætt svæði er margskipt, en innan þess eru ýmar þekktar náttúruvinjar, svo sem Herðubreiðarlindir, Mývatn, Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi. Síð- astnefndi staðurinn er fjölsóttur og vinsæll meðal ferðamanna. Út- lendingar sem leið eiga um norð- anvert landið koma þangað gjarn- an til að sjá og upplifa einstaka náttúru og sama gildir raunar einnig um Íslendingana. Þeir eru í meirihluta tjaldgesta í Ásbyrgi – en gistinætur á svæðinu í sumar voru um tuttugu þúsund. Hvað Ís- lendinga áhrærir á þar oft í hlut fólk, til dæmis frá Akureyri og Húsavík, sem er með hýsi sín á föstum stöðum og kemur í Ás- byrgi nánast um hverja helgi – frá vori til hausts. Berjaspretta hefur verið með ein- dæmum góð í Núpasveit og víðar á norðausturhorninu að þessu sinni. „Við munum ekki annað eins, að minnsta kosti síðan 1984. Það var varla hægt að stíga niður fæti í berja- landinu,“ segir Alda Jónsdóttir, bóndi á Presthólum. Á svæðinu eru krækibær, bláber, aðalbláber og aðalber, sem svo eru kölluð; nánast svört að lit og þau allra bestu að mati sumra. „Þetta er alveg einstakt haust,“ segir Alda. Maður í sveitinni sem Morgunblaðið ræddi við vissi dæmi um konu sem hafði tínt alls 600 lítra nú í haust. Ótrúlega mikið af berjum TÍÐIN HEFUR VERIÐ GÓÐ  Á morgun verður komið við á Húsavík á 100 daga hring- ferð Morgunblaðsins. Á morgun  Eyþór Margeirsson rekur Vökva- þjónustu Kópaskers, þjónar bændum, verktökum og trillukörlum og er að auki í verktöku sjálfur; tekur að sér plægingar, almenna jarðvinnu og steypu. Auk þess sér hann um vöru- afgreiðslu fyrir flutningafyrirtækin. Hann er uppalinn á bænum Skóg- um í nágrenninu en fluttist til Kópa- skers 1979. „Eftir jarðskjálftann 1976 lækkaði landið svo mikið að allt fór á kaf í vatn og óbúandi var á jörðinni.“ Eyþór var trillukarl í 10 ár en ákvað síðan að breyta til. „Fólki hefur fækk- að hér og meðalaldur hækkað, ég held það vanti fjölbreyttari vinnu,“ segir hann en segir þó mjög gott að búa á staðnum. Stutt sé að skreppa út í náttúruna, „fiskur í öðrum hverj- um polli á heiðinni“ og gaman sé að veiða sér í matinn. En hann er óánægður með að svæðið skyldi verða hluti Norðurþings. „Mér finnst byggðarlagið hafa sett niður við sam- eininguna. Sveitarstjórnin virðist ekki sjá mikið austur fyrir Húsavík.“ Morgunblaðið/Skapti Verktaki Eyþór Margeirsson. Vantar fjölbreyttari vinnu Við erum stolt fyrirtæki á Kópaskeri Kópasker er þorp við austanverðan Öxarfjörð, á vestanverðri Melrakkasléttu og er hluti sveitar- félagsins Norðurþings. Nafnið sækir þorpið til skers sem áður gekk út í sjó og hafnargarðurinn stendur núna á. Helstu atvinnuvegir eru þjónusta, auk matvælavinnslu. Íbúar eru um 120. Eini þéttbýlis kjarninn í Öxarfirði.Ljósmynd/MatsWibe Lund MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.