Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 Salan á rafsígarettum hefur aukist verulega í Evrópu og Bandaríkj- unum en verið minni í öðrum heims- hlutum. Um fimm af hundraði íbúa í aðildarlöndum Evrópusambandsins hafa reykt rafsígarettu einu sinni eða tvisvar. Um 2% reykja rafsíga- rettur oft eða annað veifið í ESB- löndunum, samkvæmt könnun Eurobarometer sem náði til 26.750 manna á síðasta ári. Notkunin á raf- sígarettum er mest í Danmörku, Grikklandi, Rúmeníu og Póllandi. Bertrand Dautzenberg, sérfræð- ingur í baráttunni gegn nikótínfíkn, segir að um 23 milljónir Evrópubúa hafi prófað að reykja rafsígarettu á síðasta ári og hann spáir því að fjöld- inn tvöfaldist í ár. Varað við rafsígarettum Hér á Íslandi hefur Lyfjastofnun flokkað rafsígarettur, sem innihalda nikótín, sem lyf. Innflutningur og dreifing slíkra vara án markaðs- leyfis er því brot á lyfjalögum, að sögn stofnunarinnar. Lyfjastofnun hefur einnig varað við rafsígarettum og m.a. vísað til þess að rannsókn Matvæla- og lyfja- eftirlits Bandaríkjanna, FDA, leiddi í ljós að auk nikótíns innihéldua raf- sígarettur ýmis skaðleg og jafnvel krabbameinsvaldandi efni. Reglur um notkun á rafsígarett- um eru mismunandi í löndum Evr- ópusambandsins. Í Belgíu, Lúxem- borg, Möltu og Slóveníu er bannað að reykja rafsígarettur á stöðum þar sem reykingar eru almennt bann- aðar. Á Ítalíu og í Frakklandi er bannað að selja fólki undir lögaldri rafsígarettur og í Litháen er sala þeirra algerlega bönnuð, að sögn fréttaveitunnar AFP. Tæpur þriðjungur íbúa Rússlands reykir venjulegar sígarettur og þar hafa rafsígaretturnar lítið selst. Salan á rafsígarettum nífaldaðist í Bandaríkjunum á árunum 2010 til 2012 og fjöldi þeirra sem prófuðu þær að minnsta kosti einu sinni fjór- faldaðist á árunum 2009 til 2010. Meðal bandarískra unglinga tvöfald- aðist notkunin á rafsígarettum á ár- unum 2011 til 2012, að sögn banda- rískra heilbrigðisyfirvalda. Í öðrum heimshlutum hefur salan á rafsígarettum verið lítil, einkum í löndum þar sem venjulegar sígar- ettur eru ódýrar og tóbaksvarnalög hafa ekki verið hert. Rafsígarettur hafa verið bannaðar í löndum á borð við Argentínu, Ástralíu, Brasilíu, Singapúr og Taíland. bogi@mbl.is Rafsígarettur víða í sókn í Evrópu 0 5 10 15 Rafsígarettur Salan er mismikil eftir löndum og heimshlutum og reglurnar eru mismunandi Heimild: OFT Í milljörðum pakka (og samsvarandi fjölda rafsígaretta) Áætluð sala næstu 10 ár 5,1 14,3 Hefðbundnar sígarettur Heimilaðar enmeð takmörkunum (aldur kaupenda, markaðssetning, staðir þar sem bannað er að nota þær) Ýmis bönn Heimilaðar 2012 2015 2020 2023 Rafsígarettur 0,1 4,5 (Spá bankansWells Fargo) Díóða gefur frá sér ljós þegar reykingamaður sýgur munnstykkið Örgjörvi stjórnar hita og ljósdíóðu sígarettunnar Endurhlaðanleg rafhlaða Nikótín breytist í gufu Munnstykki með bragðbættan vökva og nikótín Nemi greinir þegar reykinga- maðurinn sýgur munnstykkið Búddamunkur á báti í hofi í Ayutthaya-héraði, norðan við Bangkok. Yfirvöld í Taílandi sögðu í gær að minnst 23 hefðu látið lífið í flóðum sem hafa valdið usla í mörgum héruðum lands- ins. Minnst 24 hafa beðið bana í flóðum í Víet- nam og minnst 30 í Kambódíu síðustu vikur. AFP Mannskæð flóð í Taílandi og grannríkjum Ronan Farrow er bláeygur og fjall- myndarlegur og hefur aldrei þótt líkjast föður sínum, kvikmyndaleikstjóranum Woody Allen. Móðir Ronans, leikkonan Mia Farrow, segir í viðtali við Vanity Fair að á þessu geti verið eðlileg skýring: Ron- an Farrow sé „hugsanlega“ sonur bláeyga kvennagullsins Franks Sinatra. Mia Farrow giftist Sinatra 1966 og þau skildu tveimur árum síðar. Hún segir í við- talinu að þau hafi þó í raun aldrei slitið sambandinu alveg. Seinna var hún í tólf ára sambandi við Woody Allen en því lauk 1992 eftir að hann hóf ástarsamband við ættleidda dóttur hennar. Ronan er 25 ára blaðamaður og lög- fræðingur og hefur barist fyrir mannrétt- indum. Hann var einnig ráðgjafi Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra. Sinatra faðir sonar Allens? Sinatra var kvæntur Miu Farrow í tvö ár. Ronan Farrow var álit- inn sonur Allens. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 133 flóttamenn frá Afríku drukknuðu þegar bátur þeirra sökk í Miðjarðarhafi á leið til Ítalíu í gær. Um 150 manns var bjargað en óttast var að yfir 200 manns til viðbótar hefðu drukknað. Hermt er að alls hafi um 500 manns verið í bátnum, þeirra á með- al mörg börn. Nokkrir flóttamenn, sem komust lífs af, sögðu að fólkið hefði kveikt í teppi í bátnum skammt frá strönd eyjunnar Lampedusa til að vekja at- hygli strandvarða eftir að vél bátsins bilaði og nálægir fiskibátar komu ekki til hjálpar. Eldurinn breiddist hratt út, fólkið varð skelfingu lostið og margir stukku í sjóinn. Það varð síðan til þess að bátnum hvolfdi og hann sökk að lokum og liggur nú á 40 metra dýpi. Um 25.000 hafa flúið yfir hafið til Ítalíu í ár Flestir þeirra sem voru í bátnum komu frá Erítreu og Eþíópíu og talið er að hann hafi siglt frá Líbíu. „Aðeins þeir sterkustu komust lífs af,“ hefur fréttaveitan Associated Press eftir Simonu Moscarelli, tals- manni IOM, þeirrar stofnunar Sam- einuðu þjóðanna sem fylgist með flótta fólks í leit að betri lífskjörum. Moscarelli bætti við að flestir þeirra sem voru í bátnum hefðu verið ósyndir. Um 100 voru konur og að- eins þrjár þeirra komust lífs af. Um 25.000 flóttamenn frá Afríku hafa komið á bátum til Ítalíu það sem af er árinu, um þrefalt fleiri en allt síðasta ár. Flóttafólkið var þó enn fleira, eða 50.000, árið 2011, einkum vegna uppreisnaröldunnar í Norður- Afríku. Embættismenn SÞ segja að flestir flóttamannanna komi frá átakasvæð- um í Norður-Afríku, en ekki Afríku sunnan Sahara. Óttast að yfir 300 hafi farist  Um 150 manns bjargað eftir að báti með 500 flóttamenn frá Afríku hvolfdi  Margra er enn saknað  Flestir voru ósyndir og aðeins þeir sterkustu komust lífs af  Flestir komu frá Erítreu og Eþíópíu AFP Björgun Einum flóttamannanna bjargað nálægt eyjunni Lampedusa. Yfir 1.500 drukknuðu » Bátarnir sem sigla með flóttafólk frá Afríku til Evrópu eru oft ofhlaðnir og óhaffærir. » Flóttamannastofnun SÞ segir að yfir 1.500 manns hafi drukknað eða horfið eftir að hafa reynt að flýja yfir Mið- jarðarhaf til Evrópu árið 2011. » Talið er að nær 500 flótta- menn frá Afríku hafi drukknað í hafinu á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.