Morgunblaðið - 04.10.2013, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013
Ástand lífríkisins í heimshöfunum
versnar hraðar en talið hefur verið
til þessa, að því er fram kemur í
skýrslu vísindamanna alþjóðlegu
stofnunarinnar IPSO. Vísindamenn-
irnir segja að margvíslegar hættur
steðji að lífríki hafanna, m.a. ofveiði,
mengun, súrnun og hlýnun sjávar.
Þeir vara t.a.m. við því að myndast
hafa „líffræðilega dauð svæði“ vegna
áburðar sem berst í höfin.
Vísindamennirnir segja að haldi
ástandið áfram að versna geti það
orðið til þess að margar fisktegundir
deyi út.
Í skýrslunni kemur fram að höfin
eru nú talin súrari en nokkru sinni
fyrr í a.m.k. 300 milljónir ára. Með
súrnun er átt við breytingar á sýru-
stigi sjávar vegna aukins magns kol-
díoxíðs í andrúmslofti jarðar sam-
fara bruna jarðefnaeldsneytis.
Stofnunin skorar á stjórnvöld í
ríkjum heims að stemma stigu við
losun koldíoxíðs í andrúmsloftið.
Fari hún yfir hættumörk geti hún
leitt til mikillar súrnunar heimshaf-
anna síðar á öldinni.
Höfin halda áfram að hlýna
Stofnunin segir að þótt dregið hafi
úr hlýnun jarðar síðustu árin hafi
höfin haldið áfram að hlýna. „Al-
menningur og þeir, sem móta stefn-
una, hafa hins vegar að mestu látið
hjá líða að viðurkenna hversu slæmt
ástandið er – eða valið að leiða það
hjá sér,“ segja skýrsluhöfundarnir.
Vísindamennirnir segja að mikil
hætta sé á tegundadauða sem eigi
sér engin fordæmi í sögu mannkyns-
ins. Súrnun sjávar og vaxandi súr-
efnisleysi geti einnig orðið til þess að
megnið af kóralrifum heimsins
skemmist. Ennfremur sé hætta á
vaxandi þörungagróðri sem skaði líf-
ríkið.
Stofnunin hvetur ríki heims til að
bæta stjórnun fiskveiða og draga úr
mengun með ráðstöfunum sem bein-
ist að þeim efnum sem eru skaðleg-
ust, auk þess að stemma stigu við
losun koldíoxíðs.
„Nýjustu niðurstöðurnar sýna
fram á að verði aðgerðum frestað
leiði það til meiri kostnaðar í fram-
tíðinni og valdi enn meira tjóni, jafn-
vel óbætanlegu,“ hefur fréttavefur
BBC eftir einum vísindamannanna,
Dan Laffoley. bogi@mbl.is
Ástand lífríkis haf-
anna versnar hraðar
Vísindamenn vara við hættu á því að margar tegundir deyi
út vegna súrnunar og hlýnunar sjávar, mengunar og ofveiði
Palestínumenn setja járnplötu á olíutunnur til að
endurreisa skýli sem ísraelskir hermenn rifu niður fyr-
ir tveimur vikum í þorpi í Jórdandal. Herinn reif niður
skýli, sem palestínskir bændur reistu, eftir að hæsti-
réttur Ísraels úrskurðaði að þau hefðu verið reist án
byggingarleyfis á svæði sem væri undir stjórn hersins.
AFP
Skýli endurreist eftir niðurrif
Bandarísk stjórnvöld ákváðu í gær
að beita yfirvöld í Rúanda refsiað-
gerðum þar sem skæruliðahópar
með tengsl við her landsins nota
börn í hernaði.
Aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna í málefnum Afríku
segir að Bandaríkin beiti heimild í
alþjóðlegum lögum um varnir gegn
barnahermennsku. Með þessu vilja
bandarísk stjórnvöld reyna að upp-
ræta öll tengsl barna við her-
mennsku.
Einn helsti skæruliðahópur Rú-
anda, M23, hefur verið fyrirferðar-
mikill, meðal annars í borgarastríð-
inu í Kongó. „Við munum halda
áfram viðræðum við ríkisstjórn
Rúanda um þetta mál,“ segir ráð-
herrann Linda Thomas-Greenfield.
Sakaðir um nauðganir og morð
M23-hópurinn var stofnaður af
fyrrverandi uppreisnarmanni er til-
heyrði þjóð tútsa í Rúanda. Í kjölfar
sáttasamkomulags var hópurinn
innlimaður í kongóska herinn árið
2009.
En í apríl í fyrra beindu félagar í
M23 byssum sínum að félögum sín-
um í hernum og hófu uppreisn í
Kongó, nánar tiltekið í austurhluta
landsins þar sem miklar náttúru-
auðlindir er að finna í jörðu. Samein-
uðu þjóðirnar hafa sakað stjórnvöld í
Rúanda um að styðja við bakið á
M23 en því hafa þau staðfastlega
neitað.
Sameinuðu þjóðirnar og mann-
réttindasamtök hafa ítrekað sakað
M23 um grófa glæpi, meðal annars
nauðganir og morð. Þá er hópurinn
sagður nota börn í hernaði sínum.
Þúsundir íbúa Kongó hafa flúið, m.a.
til nágrannalandsins Úganda.
sunna@mbl.is
Refsað fyrir að beita
börnum í hernaði
AFP
Í stríðshrjáðu landi Börn nálægt
flóttamannabúðum í Rúanda.
Gripið til refsiaðgerða gegn Rúanda
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta í 90 ár
Lækjargötu og Vesturgötu
ÚTSA
LA