Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013
Stóra baðið Þeir eru margir ferðamennirnir sem leggja leið sína í Bláa lónið, enda eitt af því sem vel er kynnt fyrir útlendingum. Þessi tvö nutu þess að baða sig í stóra baðinu í gær.
Kristinn
Foreldrar eiga rétt á fæðing-
arorlofi í samtals níu mánuði
frá fæðingu barns. Við búum í
samfélagi sem gerir ráð fyrir
að báðir foreldrar séu útivinn-
andi, auk þess að reka heimilið.
Bæjarfélög sjá um menntun
yngstu borgaranna og þau
þurfa að axla ábyrgð, bæði
gagnvart fullorðnum og börn-
um.
Á Seltjarnarnesi sjáum við
fyrir okkur að innan skamms
verði foreldrum boðið upp á að fá inni fyrir
börnin sín í leikskóla að loknu fæðing-
arorlofi. Það er mikilvægt að bjóða for-
eldrum upp á sveigjanleika og því er hug-
myndin að leikskólar bæjarins verði í stakk
búnir til að taka við börnunum að loknu
fæðingarorlofi og hvenær sem er eftir það.
Í dag er fyrirkomulagið þannig á Seltjarn-
arnesi að foreldrar eiga þess kost að fá leik-
skólapláss fyrir börn 18 mánaða og eldri, frá
hausti að telja. Við sem berum ábyrgð á
leikskólamálum verðum áþreifanlega vör við
eftirspurn foreldra eftir leikskólaplássi strax
og fæðingarorlofi lýkur.
Foreldrar geta jafnan ekki gengið að leik-
skólaplássi á vegum sveitarfélaga vísu þegar
orlofi þeirra lýkur. Af þessari stöðu mála
skapast margvíslegt óhagræði, bæði fyrir
foreldra, börnin og samfélagið í heild sinni.
Margir foreldrar þekkja það að sendast
þvers og kruss um höfuðborgarsvæðið með
börnin sín í dagvist.
Á næstu vikum liggur fyrir hjá bæj-
arstjórn að rýna í tillögur varðandi tilboð á
þjónustu til foreldra eftir fæðingarorlof, sem
starfshópur á vegum skóla-
nefndar Seltjarnarness hefur
unnið.
Á grundvelli þessarar vinnu sé
ég fyrir mér að leikskólar á Sel-
tjarnarnesi taki við börnum frá
og með 1. september 2015 strax
að loknu fæðingarorlofi. Fyr-
irkomulagið verði með þeim
hætti að börn geti átt víst leik-
skólapláss hér á Seltjarnarnesi
að loknu fæðingarorlofi og að for-
eldrar ákveði sjálfir hvort börnin
komi strax í leikskólann þegar
fæðingarorlofi lýkur eða seinna.
Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að sveit-
arfélög bjóði foreldrum og börnum þeirra
leikskólavist um leið og fæðingarorlofi lýkur.
Það skapar jafnframt samfellu í umhverfi
barnanna þegar þau koma snemma í leik-
skóla. Foreldrar þekkja af eigin reynslu
óþægindin og óhagræðið að „venja börnin“
við leikskóla eftir að þau hafa notið annarra
úrræða fyrsta æviskeiðið.
Ég þykist vita að áður en langt um líður
verður nýmælið að bjóða upp á leikskólapláss
strax og fæðingarorlofi lýkur sjálfsagður
þáttur í þjónustu sveitarfélaga við fjöl-
skyldufólk.
Eftir Ásgerði
Halldórsdóttur
» Á Seltjarnarnesi sjáum
við fyrir okkur að innan
skamms verði foreldrum
boðið upp á að fá inni fyrir
börnin sín í leikskóla að
loknu fæðingarorlofi.
Ásgerður
Halldórsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Leikskólavist strax að
loknu fæðingarorlofi
Stjórnvöldum barst á dög-
unum merkileg áskorun í bréfi
frá Samtökum atvinnulífsins, Al-
þýðusambandi Íslands og Við-
skiptaráði þar sem óskað var
eftir því að taka þátt í úttekt
ríkisstjórnarinnar á stöðu um-
sóknarinnar um aðild að Evr-
ópusambandinu. Ríkisstjórnin
hefur ákveðið að láta gera fag-
lega úttekt á málinu sem virðist
ekki duga þessum annars ágætu
samtökum þar sem þau telja
greinilega að þau eigi mikilvægu hlutverki að
gegna í þessu sambandi.
Það er ljóst, eins og margir hafa vakið
máls á, að trúverðugleikinn á bak við erindi
samtakanna er ekki mikill. Hvor tveggja eru
þau yfirlýstir stuðningsmenn þess að ljúka
umsóknarferlinu að ESB, eins og þau taka
fram í bréfinu til stjórnvalda, og eins er tekið
þar fram hver niðurstaða úttektarinnar eigi
að vera að þeirra mati. Sem sagt að ferlinu
verði lokið.
Trúverðugleiki ASÍ varðandi einhverskon-
ar úttekt á ESB-málinu er ekki síst lítill í
ljósi þess að samtökin hafa þegar sagt að að-
ild að Evrópusambandinu sé „eina færa leið-
in“ eins og það er orðað í samþykktum
þeirra. Almennir félagsmenn í aðildarfélögum
ASÍ hafa hins vegar aldrei verið inntir álits á
því hvort þeir teldu ásættanlegt að samtök-
unum væri beitt með þessum hætti, en sam-
kvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti
Íslendinga mótfallinn aðild að Evrópusam-
bandinu. Forystumenn ASÍ hafa enga ástæðu
til að ætla að annað eigi við um félagsmenn
sambandsins. Sú spurning hlýtur að vakna
hvort eðlilegt sé að stjórn
stórra hagsmunasamtaka launa-
fólks eins og ASÍ taki afdrátt-
arlausa afstöðu í eins umdeildu
máli og þessu án þess að taka
tillit til sinna eigin fé-
lagsmanna?
En burtséð frá því að afstaða
ASÍ sé í algjörri mótsögn við
sjónarmið þorra félagsmanna
sinna þá liggur fyrir að sam-
tökin eru algerlega ófær um að
gera einhverja faglega úttekt á
málinu, enda ólíklegt að þeir
færu að vinna gegn eigin stefnu.
Það er ennfremur óhugnanlegt að hugsa til
þess að í greinargerð sem fylgdi fyrrnefndu
bréfi er hvergi minnst á fullveldi eða sjálf-
stæði sem bendir til þess að slík grundvall-
armál séu aukaatriði í huga þeirra sem að
bréfinu standa.
Miðað við það sem að framan er sagt verð-
ur að álykta sem svo að markmið Samtaka
atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og
Viðskiptaráðs með ósk sinni um þátttöku í
úttektinni á ESB-málinu sé að stuðla að nið-
urstöðu sem sé þeim að skapi og miði hugs-
anlega til lengri tíma litið að því að koma Ís-
landi inn í Evrópusambandið. Úttekt sem
byggðist á slíkum forsendum væri hins vegar
ekkert annað en sjónarspil.
Eftir Gunnlaug
Snæ Ólafsson
» Það er ljóst, eins og margir
hafa vakið máls á, að trú-
verðugleikinn á bak við erindi
samtakanna er ekki mikill.
Gunnlaugur Snær
Ólafsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar.
Sjónarspil og
blekkingar