Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 40
40 Hvers vegna hugsum viðsem samfélag ekki beturum börnin okkar? Og ernokkurn tíma hægt að laga brotna barnssál? Þessar áleitnu spurningar leita sterkt á áhorfendur sem sjá nýjustu kvikmynd Sørens Kragh-Jacobsen Stund gaupunnar. Myndin byggist á leikriti eftir sænska skáldið Per Olov Enquist sem frumsýnt var í heimalandi höf- undar árið 1988 og í framhaldinu m.a. sett upp í Þjóðleikhúsinu 1993. Verkið fjallar um ungan mann (Frederik Christian Johansen) sem án allrar sýnilegrar ástæðu myrðir eldri hjón og reynir í framhaldinu að svipta sig lífi. Hann er vistaður á lok- aðri réttargeðdeild þar sem sál- fræðineminn Lisbeth (Signe Egholm Olsen) fær að nota hann ásamt öðr- um sjúklingum í lokaverkefni sitt sem fjallar um áhrif gæludýra á vist- menn. Verkefnið gengur ekki sem skyldi og þegar ungi maðurinn drep- ur köttinn sinn og reynir aftur sjálfs- víg leitar neminn aðstoðar prestsins Helenar (Sofie Gråbøl). Í samtölum Helenar við unga manninn fá áhorf- endur smám saman innsýn í bak- grunn og aðstæður hans, m.a. með aðstoð endurlita. Ljóst má vera að hann var sem barn svikinn af sínum nánustu og sviptur nauðsynlegri ást, öryggi og umhyggju með fyrr- greindum skelfilegum afleiðingum. Leikarinn Pelle Falk Krusbæk fer mjög fallega með hlutverk unga mannsins þegar hann var aðeins barn að aldri og dvaldi í húsi afa síns (Börje Ahlstedt). Þó meginspurning verksins sé áhugaverð og reynt sé að skýra ástæður morðanna er nær ómögulegt að fá samúð með unga manninum. Það verður líka að teljast nokkur galli á handritinu að engin tilraun er gerð til að skýra þá ofurumhyggju sem presturinn sýnir unga mann- inum. Einnig rýrir það frásögnina talsvert hversu illa skrifað hlutverk sálfræðinemans er, enda er hún afar ófagleg í öllum samskiptum sínum við unga manninn. Þrátt fyrir þessa annmarka á handritinu skila allir leikarar sínum hlut vel innan þess túlkunarramma sem verkið og ekki síst leikstjórinn setur. Í raun verða presturinn og sál- fræðineminn ásamt gæslumanninum Knud (Søren Malling) talsmenn þriggja mismunandi sjónarmiða í stað þess að vera heilsteyptar per- sónur. Þau sýna okkur öll þrjú van- mátt samfélagsins gagnvart því þeg- ar búið er að skemma eina litla manneskju. Þannig má segja að sál- fræðingurinn afhjúpi vanmátt vís- indanna, gæslumaðurinn vill líta raunsætt á hlutina og talar um mik- ilvægi þess að lina þjáningu vist- manna með lyfjagjöf enda sýnt að þeir muni aldrei losna út aftur, en presturinn telur sig geta hjálpað unga manninum og veitt honum syndaaflausn á forsendum trú- arinnar. Lokasamskipti Helenar og unga mannsins eru mjög áhrifarík þar sem áhorfendum verður ljóst að hann mun ekki geta lifað eftir að prest- urinn hefur endurvakið manneskjuna í honum með því að tala um fortíðina. Allt myndmál myndarinnar er til fyr- irmyndar og haustlitastemningin ásamt vetrarsenum undirstrika kuld- ann og dauðann sem ávallt er nálæg- ur. Þetta er ekki mynd sem auðvelt er að horfa á, en vekur áhorfendur sannarlega til umhugsunar þrátt fyr- ir ýmsar brotalamir. Má bæta brotna barnssál? RIFF - Háskólabíó Stund gaupunnar / I lossens time bbbnn Leikstjóri: Søren Kragh-Jacobsen. Handrit: Søren Kragh-Jacobsen, Jonas T. Bengtsson og Tobias Lindholm, byggt á leikriti eftir Per Olov Enquist. Aðal- leikarar: Sofie Gråbøl, Frederik Christi- an Johansen, Signe Egholm Olsen, Sø- ren Malling, Börje Ahlstedt og Pelle Falk Krusbæk. Danmörk/Svíþjóð, 2013. 93 mín. Flokkur: Fyrir opnu hafi. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR KVIKMYNDIR Syndaaflausn Frederik Christian Johansen og Sofie Gråbøl í hlutverkum sínum sem ungi maðurinn og presturinn Helen, en lokasenan á milli þeirra í myndinni er mjög áhrifarík að mati gagnrýnanda. Indverska kvikmyndin Nestis-boxið lætur ekki mikið yfirsér, í henni eru ekki skot-bardagar, sprengingar eða læti, en hún býr yfir þeim mun meiri sjarma. Nánd og hlýja er það fyrsta sem kemur upp í hugann. En þessi kvikmynd er líka full af húmor og yndisleik og ekki er hún laus við sársauka. Það er gott að láta segja sér sögu með þessum látlausa hætti sem nær að snerta við áhorfendum trúi ég. Í Nestis- boxinu er ekki aðeins sögð ein saga, heldur margar. Þetta er fyrst og fremst saga ungu konunnar Ilu, sem er einmana og vanrækt af eig- inmanni sínum, og hinum miðaldra Saajan sem er líka einmana, ekkill, við það að fara á snemmtekin eftir- laun. Þau kynnast í gegnum bréfa- skrif sem þau senda á milli sín í nestisboxi sem ferðast um mann- margar götur Mumbai og fyrir mistök lendir á hans borði en ekki borði eiginmannsins. Án þess að upplýsa um of þá er óhætt að segja að kynni þessi í gegnum bréf og box eiga eftir að hræra heilmikið upp í þeirra sálarlífi og hafa mikil áhrif á stórar ákvarðanatökur. En þetta er líka saga frænkunnar á efri hæðinni sem við aldrei sjáum en heyrum í, en hún hefur eytt síð- ustu fimmtán árum í að hugsa um lamaðan eiginmann sinn. Þetta er saga þessara tveggja kvenna í hversdagslífinu. Við fáum líka nasasjón af lífi foreldra Ilu, sem er saga veikinda og stolts. Þetta er saga munaðarleysingjans Shaikh með stóra hjartað, starfsfélaga Sa- ajan. Þetta er saga af óvæntri vin- áttu þessara tveggja manna. Þetta er líka saga mannlífs á Indlandi, í stórborginni Mumbai, um hugrekki til að lifa eða hugrekki til að stökkva fram af. Og þetta gæti allt eins verið saga mannlífs á Íslandi, þar sem samskipti við aðra í sím- um og tölvum virðast skipta meira máli en samskipti við þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Þetta er saga um það að vera manneskja. Þetta er saga af stöðu kvenna. Og þó að léttleikinn sé allt um vefjandi er undirtónninn alvarlegur og stórra spurninga spurt: Til hvers lifum við? Myndin er full af ynd- islegum smáatriðum og kvik- myndatakan einkennist af nær- myndum sem undirstrikar nándina við persónurnar. Góður tími er gef- inn í þagnir og svipbrigði. Kvik- mynd þessi stendur sannarlega undir því að vera hjartnæm „feel- good“ kvikmynd, eins og hún er kynnt á RIFF. Eldhússenurnar heima hjá Ilu eru dásamlegar. Áhorfandinn hreinlega finnur lykt- ina af indverska litríka matnum sem Ila matreiðar með ást og hlýju. Og þeir sem borða afrakst- urinn finna svo sannarlega mátt töfranna sem liggur í höndum og alúð þeirra sem matreiða. Frænk- an sem við aldrei sjáum virðist skynja lengra en nef hennar nær (eins og títt er um Indverja) og sendingakerfi kvennanna er skemmtilegt, þær senda sín á milli í körfu utan við eldhúsgluggann, krydd, mat og fleira. Frænkan ráð- leggur með matseldina sem og um samskiptin og bréfaskrifin við nextisboxmanninn. Leikararnir standa sig allir með stakri prýði. Irrfan Khan, sem leikur miðaldra manninn Saaja, er þeirra þekkt- astur og margir ættu að kannast við hann úr Slumdog Millionaire, Life of Pi og The Amazing Spider- Man. RIFF – Háskólabíó Nestisboxið/Lunchbox bbbbn Leikstjóri og handrit: Ritesh Batra. Aðalhlutverk: Irrfan Khan, Nimrat Kaur, Nawazuddin Siddiqui. Indland/Frakk- land/Þýskaland, 2013, 104 mín. Flokkur: Vitranir. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYNDIR Ævintýr Ila les eitt af bréfunum sem hún f́ær frá Saajan með nestisboxinu. Örlagavaldurinn nestisboxið Efnahagshrunið og kvikmyndin er yfirskrift málþings sem fram fer á Hótel Borg í dag milli kl. 14.30 og 16. „Grikkland er sérstakur gestur í ár og skoðað verð- ur hvernig efnahagsvandamál hefur haft áhrif á kvik- myndagerð beggja landa. Þó ekki margar íslenskar kvikmyndir hafi fjallað um hrunið sjálft hafa þó nokkr- ar leikstjórar notast við myndlíkingar því tengdu í verkum sínum. Sumir helstu atburða gerðust einmitt á Hótel Borg og jafnframt sumar af þessum sögum sem sækja í hrunið. Hér gefst tækifæri til að ræða um kvik- myndagerð á krepputímum í einmitt því umhverfi,“ segir í tilkynningu. Í pallborði sitja eftirtaldir leik- stjórar: Menelaos Karamaghiolis, Penny Panayotopoulou, Alexandros Avr- anas, Grímur Hákonarson, Gunnar Sigurðsson og Börkur Gunnarsson. Málþing um áhrif efnahagshrunsins á kvikmyndir á Hótel Borg í dag Börkur Gunnarsson RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK LifunTíska og förðun –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 11. október 2013. SÉ RB LA Ð Tíska & förðun Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. október. Í blaðinu verður fjallað um tískuna haust/vetur 2013 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.