Morgunblaðið - 09.10.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 skýrir Seðlabankinn, „viðkvæm staða fyrirtækja, miklar virðisbreyt- ingar á útlánum og áform um losun fjármagnshafta undirstrika hve mikilvægt er að veikja ekki við- námsþrótt fjármálafyrirtækja um þessar mundir.“ Því telur Seðla- bankinn að stilla verði væntingum um „verulegar“ arðgreiðslur til eig- enda stóru viðskiptabankanna í hóf enda myndi lækkun eigin fjár þeirra og rýrari lausafjárstaða veikja „við- námsþrótt“ bankanna gagnvart áhættu við losun hafta. Þetta eigi ekki síst við um Landsbankann í ljósi þungrar endurgreiðslubyrði bankans. Höftum beitt á kröfuhafa LBI Tilkynnt var í síðustu viku að slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) hefði fallist á beiðni Lands- bankans um að hefja formlegar við- ræður um endurskoðun á ýmsum skilmálum á 300 milljarða skulda- bréfum milli bankans og LBI. Seðla- bankinn segir í ritinu að verði ekki lengt í þeim lánum, sem að óbreyttu eiga að greiðast upp árið 2018, þá muni fjármagnshöftin „koma í veg fyrir að greiðslur til kröfuhafa gamla bankans raski stöðugleika“. Með öðrum orðum er ljóst að slita- stjórn LBI getur ekki vænst þess að fá undanþágu frá Seðlabankanum til að greiða áfram gjaldeyri til kröfu- hafa nema fallist verði á verulega lengingu lánsins. Sá mikli endurfjármögnunarvandi sem íslenska þjóðarbúið stendur frammi fyrir – og þar skiptir um 300 milljarða skuld Landsbankans við LBI mestu máli – endurspeglar ennfremur þá staðreynd að ekkert svigrúm er fyrir hendi til að losa út um 450 milljarða krónueign Glitnis og Kaupþings í skiptum fyrir gjald- eyri. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmda- stjóra fjármálastöðugleikasviðs, á kynningarfundi í í gær að þessi end- urfjármögnunarvandi væri „enn þyngri en áður“. Kjörin ekki lakari í áratugi Skemmst er að minnast þess að Seðlabankinn sagði í riti sínu um fjármálastöðugleika í lok apríl á þessu ári að íslenska þjóðarbúið myndi „ekki skapa nægan gjaldeyri að óbreyttu gengi krónunnar til að losa út krónueignir búa gömlu bank- anna til erlendra kröfuhafa og það jafnvel þótt þær yrði verðlagðar mjög lágt í erlendum gjaldmiðlum“. Miðað við það sem fram kemur í nýjasta riti bankans um fjármála- stöðugleika er ljóst að horfur um gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins hafa síður en svo batnað á undanförnum misserum. Öðru nær. Á það er bent í ritinu að viðskiptakjör á erlendum mörkuðum hafi rýrnað um 15% frá árinu 2015 og búist sé við áfram- haldandi rýrnun. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri sagði að kjörin hefðu ekki verið „lakari í áratugi“. Takist innlendum aðilum, sem þurfa að greiða af erlendum lánum en eru ekki með tekjur í gjaldeyri, ekki að endurfjármagna sig á erlendum mörkuðum þá er hætt við því að framhald á þessari þróun geti sett talsverðan þrýsting á gengi krón- unnar. Þyngri endurfjármögnunarvandi Morgunblaðið/Eggerts SÍ Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs.  Afborganir erlendra lána umfram viðskiptaafgang eru nú áætlaðar 385 milljarðar á árunum 2013- 2018  Seðlabankinn segir að óbreyttu vera horfur á því að viðskiptajöfnuður versni næstu árin BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Samningsbundnar afborganir inn- lendra aðila – annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans – á erlendum lán- um á árunum 2013 til 2018 eru 385 milljörðum krónum hærri en áætl- aður undirliggjandi viðskiptaaf- gangur þjóðarbúsins á sama tíma- bili. Það er um 120 milljörðum króna hærri upphæð en var áætlað í riti Seðlabanka Íslands um fjármála- stöðugleika sl. vor og er til marks um að viðskiptakjör hafa farið versnandi og búist er við að vextir á alþjóðamörkuðum fari hækkandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem var kynnt í gærmorgun, en þar segir að að óbreyttu séu „horfur á að viðskipta- jöfnuður versni á næstu árum“. Eigi að takast að brúa bilið milli þungra afborgana af erlendum lánum og áætluðum viðskiptaafgangi – um 385 milljarðar króna – þá þarf blöndu af innstreymi erlends fjármagns, end- urfjármögnun, lánalengingu og auknum viðskiptaafgangi. Í riti Seðlabankans segir að áhættan í fjármálakerfinu hafi lítið breyst á síðustu sex mánuðum. End- urskipulagningu skulda heimila miði vel og fjárhagsstaða þeirra sé al- mennt að styrkjast. Hins vegar sé þróunin sýnu verri þegar kemur að stöðu fyrirtækja og margt bendir til þess að mörg þeirra séu enn of skuldsett. „Hátt hlutfall vanskilalána,“ út- Í auknum mæli hefur verið tekið á vanda skuldsettra fyrirtækja með lánalengingum sem óvíst er að dugi til, að því er segir í riti Seðla- bankans um fjármálastöðugleika. Bæta þarf grunnrekstur viðskipta- bankanna eigi þeir að geta staðið andspænis nýjum áföllum sem myndi kalla á verulega fjárhags- lega endurskipulagningu fyrir- tækja. Starfsumhverfi íslenskra fyr- irtækja hefur lítið batnað á síð- ustu mánuðum. Til marks um það hefur hægt á lækkun vanskila fyrirtækjaútlána þriggja stærstu bankanna. Á það er bent í riti Seðlabank- ans að mörg fyrirtæki séu enn of skuldsett þrátt fyrir að skuldir hafi verið afskrifaðar – og er skulda- margfaldari íslenskra fyrirtækja sömuleiðis mjög hár í samanburði við erlendan. Viðkvæm staða fyrirtækja REYNT AÐ LEYSA SKULDAVANDA MEÐ LÁNALENGINGUM Komdu núna og kynntu þér 100 ára afmælistilboð Ford. Reynsluaktu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni Ford EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn Engine of the Year, tvö ár í röð. Ford Focus er einfaldlega frábær bíll. Spyrðu Focus eiganda – hannmun staðfesta það. 5 DYRA FRÁ STATION FRÁ FORD FOCUS 3.490.000 KR. 3.640.000 KR. ford.is Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114/117 g/km. Fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. AFMÆLISPAKKI AÐVERÐMÆTI 320.000 KR. FYLGIR FORD FOCUS Í OKTÓBER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.