Morgunblaðið - 09.10.2013, Blaðsíða 19
Bakkafjörður stendur við samnefndan fjörð sem gengur inn
úr Bakkaflóa sunnan Langaness. Þorpið tilheyrir Langanesbyggð
og stendur í landi jarðarinnar Hafnar og varð löggiltur
verslunarstaður undir lok 19. aldar og fékk þá nafnið Höfn.
Íbúar þorpsins eru um 80 talsins.
Helstu
atvinnuvegir
eru útgerð og
fiskvinnslaLjósmynd/MatsWibe Lund
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Toppfiskur ehf • Hafnargötu 4 • 685 Bakkafirði • Sími 473 1380
íbúar skráðir í sveitarfélaginu.
Freydís Gunnlaugsdóttir
starfar í grunnskólanum sem er
næst stærsti atvinnuveitandinn á
staðnum. Hún er uppalinn Bakk-
firðingur og hefur búið þar lung-
ann úr ævinni og samfellt frá 25
ára aldri. „Ég myndi segja að
þrautseigjan einkenndi okkur. Við
höfum farið ofan í dali og svo hefur
birt til. Vissulega hefur fólki fækk-
að og það helgast kannski af því að
það eru ekki nægilega mörg at-
vinnutækifæri fyrir unga fólkið
þegar það klárar sitt nám,“ segir
Freydís.
Börnin í öruggu umhverfi
Sextán börn eru í grunnskól-
anum á Bakkafirði. „Þetta er
vissulega hátt hlutfall en það hafa
oft verið mörg börn í bænum,“
segir Freydís. Hún segir að í takt
við þjóðfélagsbreytingar hafi stað-
urinn tekið stakkaskiptum. „Við
þurfum á því að halda að fá ungt
fólk hérna til baka. Að búa eitt-
hvað til fyrir fólk sem er búið að
mennta sig,“ segir Freydís.
Hún segir bæinn hafa margt
upp á að bjóða. „Börnin eru örugg
í umhverfinu hérna og geta fylgst
með þeim sem eldri eru að vinnu.
Svo er þetta mjög rólegt og mikil
kyrrð og ekki þetta stress sem er í
þéttbýlinu. Svo þarf maður alltað
að vega þetta og meta. Spyrja sig
hvað það er sem skiptir máli í líf-
inu. Hér sérðu norðurljós og heyr-
ir fuglana syngja. Slíkt verður ekki
metið til fjár,“ segir Freydís.
Gamla höfnin Krana þurfti til þess að hífa báta á land í gömlu höfninni.
Hafnarvörður Indriði Þóroddsson hefur búið í tæp 40 ár á Bakkafirði og hefur sinnt starfi hafnarvarðar í 18 ár.
„Þetta er meðal hæstu vinnustaða landsins, þar
sem fjallið er 719 metra hátt,“ segir Ólafur sem
keyrir upp á fjallið á hverjum degi. Hann segir að
hann kunni vel við sig í starfi. „Það kom í ljós að
það þurfti kannski ekki að vera með mannskap í
þessu allan sólarhringinn og þess vegna hefur fækk-
að svona í starfinu. Tækninni fleygir fram og nú er
hægt að gera svo margt með fjarstýrðum hætti að
sunnan,“ segir Ólafur.
Ekki hlaupið í aðra vinnu
Hann segir að allra veðra sé von á fjallinu og
hefur hann einu sinni þurft að gista þar af þeim sök-
um. Aðspurður segir hann eftirsjá að vinnufélög-
unum en starfið sé þó síður en svo einmanalegt.
„Maður hefur heyrt af því að það sé verið að þróa
nýja tækni, en hvort hún muni leysa ratsjána alfarið
af hólmi skal ósagt látið. Ég er ekki vel að mér í
því,“ segir Ólafur og bætir við: ,,Ég ætla rétt að
vona að ég haldi vinnunni, í það minnsta að sinni.
Það er ekki beint hlaupið í aðra vinnu á þessum
stað,“ segir Ólafur og hlær við. Spurður hvort eitt-
hvert atvik standi upp úr á hans starfsferli, þá
stendur ekki á svari: „Við erum með veðurstöð
þarna og ég man eftir því að hafa mælt 75 metra
vindhraða á sekúndu í öflugustu hviðunum og 55
metra meðalvindhraða á tíu mínútum. Það datt ekki
nokkrum manni í hug að fara út í það veður,“ segir
Ólafur af þunga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
NATO Tækjabúnaðurinn er rekinn með styrkjum.
Einn af síðustu almennings-
símum landsins stendur á
Bakkafirði.
Nýlega birtist frétt í Morgun-
blaðinu þess efnis að til stæði
að taka þá þrettán símaklefa
Símans sem eftir eru á landinu
úr sambandi á næstunni. Sá
fjórtándi, símaklefinn, við Lækj-
artorg, fær hins vegar að
standa áfram.
Símaklefarnir sem teknir
verða úr notkun eru á Búð-
ardal, Hvammstanga, Blönduósi,
Súðavík, Kópaskeri, Egils-
stöðum, Borgarfirði eystri,
Vopnafirði, Kirkjubæjarklaustri,
Vík, tveir í Reykjahlíð auk
Bakkafjarðar.
Gjarnan er lítil notkun á sím-
unum og samkvæmt upplýs-
ingum frá Símanum nemur
notkunin aðeins um nokkur
hundruð krónum á hverju ári í
sumum símanna og er einna
minnst notkun á Bakkafirði.
vidar@mbl.is
Þrettán almenningssímar verða teknir úr notkun
Morgunblaðið/Golli
Þrettán símar Á Bakkafirði stendur einn þrettán almenningssíma.
Einn síðasti síma-
klefinn er á Bakkafirði
Fáir eftir Almenningssíminn á
Bakkafirði er lítið notaður.
Indriði segir að fólk á svæðinu fylg-
ist spennt með því hvort eitthvað
verði af byggingu nýrrar hafnar í
Finnafirði.
Fyrr á árinu komu sérfræðingar
þýska félagsins Bremenport til
landsins til að kanna mögulega hafnargerð. Áttu þeir viðtöl við sér-
fræðinga á ýmsum sviðum hér á landi. Við það tækifæri komu sér-
fræðingarnir víða við á Íslandi og sinntu störfum í Finnafirði sem er
rétt sunnan við Þórshöfn á Langanesi.
Höfn í Finnafirði
FYLGIST MEÐ UMSVIFUM BREMENPORT Á ÍSLANDI
Finnafjörður Er höfn í vændum?
Næsti viðkomustaður 100
daga hringferðar Morg-
unblaðsins er Bakkagerði.
Á morgun
Skeggjastaðakirkja í Múlaprófasts-
dæmi, sem stendur við Bakkafjörð á
Langanesströnd, er elsta kirkja á
Austurlandi. Hún var byggð úr reka-
viði árið 1845. Kirkjan hlaut gagn-
gerar endurbætur í byrjun sjöunda
áratugar síðustu aldar, var turni þá
bætt á hana og henni lyft og stendur
hún nú á steyptum grunni.
Hún tekur um 100 manns í sæti og
þakið er úr timbri. Predikunarstóllinn
er danskur og talsvert eldri en kirkj-
an sjálf, líklega frá fyrri hluta 18. ald-
ar, og altaristaflan var máluð árið
1857.
Kirkjan var friðuð árið 1990.
Var byggð úr rekaviði árið 1845
Skeggjastaðakirkja Hún tekur um
100 manns í sæti og var friðuð 1990.